Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
7.2.2011 | 16:00
Hvað gerir ríkisstjórnin sem kallar sig velferðarstjórn nú?
Þegar þessar tölumið um neysluviðmið verður krafan um 200 þús.króna lágmarkslaun ekki bara sanngjörn heldur allt of lág. Hvað með lágmarksframfærslu sveitarfélaga? Sveitarfélögin hljóta að þurfa endurskoða sína viðmiðunarkvarða í framhaldinu.
Hvað með atvinnuleysisbætur? Varla getur það gengið áfram að þær séu 150 þús. á mánuði.
Ætlar Vinstri stjórnin að halda því fram að hægt sé að auka skattpíningu og þjónustugjöld enn frekar.
Hvernig getur fólk með lágmarkslaun hreinlega lifað miðað við upphæðina um neysluviðmið.
Vinstri stjórnin getur allavega ekki kallað sig velferðarstjórn miðað við þau kjör sem margt fólk verður að þola.
Þessi niðurstaða um neysluviðmið hlýtur að hafa gifurleg áhrif á þær kjaraviðræður sem eru framundan.
![]() |
Viðmið einstaklings 292 þús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2011 | 16:05
Samfylkingin að gefast upp á Vinstri grænum? Sjálfstæðismenn geta ekki starfað með Jóhönnu.
Er Samfylkingin loksins að gefast upp á samstarfinu við Vinstri græna. Auðvitað sjá Sigmundur Ernir og fleiri að þjóðin mun ekki rétta úr kútnum eigi VG að stoppa alla atvinnuuppbyggingu í landinu.
Endalausar skattaálögur leysa ekki vandann. Það er því ekkert skrítið að Samfylkingim sé að gefast upp.
Vonandi læturSjálfstæðisflokkurinn ekki freistast til að fara í samstarf með Samfylkingunni undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún hefur tala þannig um Sjálfstæðisflokkinn að útilokað er að vinna með henni.
Hrökklist þessi tæra Vinstri stjórn frá verður að boða til kosninga og mynda starfhæfa ríkisstjórn í framhaldinu.
![]() |
Tilbúinn að mynda nýja ríkisstjórn um atvinnumálin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2011 | 17:04
Bjarni samkvæmur sjálfum sér.
Margir gagnrýna Bjarna formann Sjálfstæðisflokksins telja hann nú vera að svíkja það sem hann áður hefur sagt. Það er ekki rétt. Ég hef nokkrum sinnum setið á fundum þar sem Bjarni talaði um Icesave. Hann sagði alla tíð að meta þyrfti hvort þaðþjónaði hagsnmunum landsins betur að ganga til samninga heldur en taka áhættuna á dómstólaleiðinni. Hann er því samkvæmur sjálfum sér.
Aftur á móti er ég þeirra skoðunar að vísa eigi málinu til afgreiðslu þjóðarinnar. Það er eina rökrétta í stöðunni. Þjóðin hafnaði síðasta Icesave samkomulagi. Nú er það mat margra að á borðinu sé mun hagstæðari samningur, og það sé kalt hagsmunamat að betra sé að samþykkja hann heldur en ekki.
Þjóðin sjálf verður að fá að segja skoðun á því.
![]() |
Lýsa stuðningi við Bjarna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.2.2011 | 14:11
Að sjálfsögðu á þjóðin að afgreiða Icesave.
Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave, sem Steingrímur J.og Jóhanna ætluðu að þröngva upp á þjóðina var samningurinn kolfelldur. Ágætis þátttaka var í atkvæðagreiðslunni og 98% kjósenda sögðu nei við samningnum.
Nú eru flestir á þeirri skoðun að nýjustu samningsdrög séu mun hagstæðari heldur en þau sem áður lágu fyrir. En það eru líka margir sem telja það alrangt að almenningur á Íslandi eigi að borga skuldir sem einkabanki er ábyrgur fyrir.
Að sjálfsögðu geta menn þá skoðun að það þjóni betur hagsmunum þjóðarinnar að semja núna.
Aðalatriðið er að þjóðin fái að taka afstöðu í lýðræðislegum kosningum um hvort sé rétt a segja já eða nei. Þjóðinni er fullkomlega treystandi til að meta kosti og galla. Þjóðin sagði nei við síðasta samningi og á því að fá að ráða hvort þessi nýjasti verði samþykktur eða felldur.
Það eru því mistök hjá Meirihluta þingflokks Sjálfstæðisflokksins að taka þessa afstöðu að þingið eigi að samþykkja. Það eina rökrétta hjá Sjálfstæðisflokknum er að koma með tillögu um að samningnum verði vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í kynningu er hægt að draga upp kosti og galla.
Það er ekki nóg að tala um það á hátíðisdögum að auka áhrif almennings í ákvörðunatöku,en meina svo ekkert með því.
Hér er tækifærið að kjósendur fái að kveða upp sinn dóm. Vona að Sjálfstæðisflokkurinn komi með þá tillögu að vísa málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu í stað þess ala á sundrungu meðal stuðningsmanna.
![]() |
Meiriháttar pólitísk mistök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2011 | 11:32
Er Samfylkingin á móti eigin tillögu?
Flestir telja það hagstæðast fyrir þjóðarbúið að víðtæk sátt náist um framtíðarstefnu í sjávarútvegsmálum okkar Íslendinga. Flestir taka undir að kvótakerfið er ekki fullkomið og gera þarf breytingar. Af þeirri ástæðu skipaði ríkisstjórnin nefnd sem flestur að óvörum náði ágætis samkomulagi um að fara svokallaða samningaleið.
Nú hefði mátt ætla að allr yrðu ánægðir. Nei, þá bregður svo við að Jóhanna formaður Samfylkingarinnar dregur upp stríðshanskann og sparar útgerðarmönnum ekki kveðjurnar. Hún blæs og hvæs ef hagsmunaaðilar í sjávarútvegi vilja að gengið verði frá málum áður en lokið verður við kjarasamninga.
Það hlýtur að teljast undarlegt í meira lagi að forystumaður í stjórnmálaflokki og leitogi í landsmálunum skuli verða vitlaus yfir því að fara eigi eftir hennar eigin tillögu. Fróðlegt verður að vita hvort þingmenn Samfylkingarinnar verða á móti sinni eigin tillögu.
![]() |
SA fylgjandi breytingum á sjávarútvegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.2.2011 | 20:51
Almenningur aldrei haft það eins gott,segir Steingrímur J. Skattahækkun er skattalækkun.
Ekki skil hvaða áhyggjur Bjarni formaður Sjálfstæðisflokksins hefur af íslensku þjóðinni. Eftir að hafa hlustað á Steingrím J. fjármálaráðherra og formann VG í dag er engin ástæða til Hér er allt á uppleið, atvinnulíf í blóma og stórframkvæmdir í gangi. Atvinuleysi er nánast horfið, þótt það hafi að miklu leyti farið til Noregs. Þetta er myndin sem Steingrímur J. dregur upp. Fáir aðrir sjeðá reyndar þessa fallegu mynd af ástandinu.
Fjármálaráðherra segir almenning með lægri tekjuhópum aldrei hafa haft það eins gott. Skattar hefðu snarlækkað frá því sem áður var og fátækt trúlega úr sögunni. Hvað með það þó bensín,matur þjónstugjöld og nánast allt hafi hækkað. Almenningur hefur það mun betra. Vitna er í Stefán Ólafsson ráðunaut, sem fær það út þegar Samfylkingin er í ríkisstjórn að skattahækkun er skattalækkun og þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn er skattalækkun skattahækkun.
Steingrímur J. þekkir væntanlega vel til innrætingar sem viðhöfð var og er í kommúnistaríkjunum þ.e. að segja fólki að svart sé hvítt.
![]() |
Miklar áhyggjur af íslensku þjóðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.2.2011 | 10:40
Ætlar Ögmundur að sitja áfram undir verkstjórn dómgreindarleysis?
Er Ögmundur maður orða sinna? spyr Ólína Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Eðlilegt að spurt sé. Ögmundur innanríkisráðherra hefur gjörsamlega hraunað yfir Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra,verkstjóra og formann Samfylkingarinnar. Auðvitað er það kannski ekkert skrítið að Ögmundur missi þolinmæðina gagnvart öfgafullum yfirlýsingum verkstjóra Vinstri stjórnarinnar. Það sem er furðulegast er hvernig Ögmundur getur hugsað sér að sitja í ríkisstjórn undir forystu aðila sem hann talar um að sé haldinn dómgreindarleysi.
Ögmundur segir það með þessum yfirlýsingum sínum að Jóhanna sé ekki hæf sem forsætisráðherra landsins. Hvernig getur Ögmundur hugsað sér að sitja í ríkisstjórn undir forystu manneskju sem hann segir að málflutningur Jóhönnu beri hvorki vott um sanngirni né dómgreind.
Fjölmiðlar hljóta að spyrja Ögmund nánar út í þetta.
![]() |
Orð látin vaða eins og púðurskot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.1.2011 | 09:59
Jóhanna hótar,hótar og hótar.
Það hljóta margir að hafa áhyggjur af framkomu og framgöngu Jóhönnu Sigyrðardóttur,forsætisráðherra og formanns Samfylkingarinnar. Pólitík Jóhönnu byggist á hótunum. Nú ér þingmönnum VG sem ekki eru tilbúnir að skrifa undir allt sem Jóhanna segir hótað. Framkoma Jóhönnu á Alþingi í framhaldi af dómi Hæstaréttar, þar sem hún gjörsamlega missti stjórn á skapi sínu, og froðufelldi um vonda íhaldið. Dró upp þá mynd að Hæstiréttur ynni eftir pöntun frá Sjálfstæðsiflokknum.
Málfar hennar í sambandi við sávarútvegsstefnuna er til ævarandi skammar fyrir forsætisráðherra landsins. Hún gerir í því að uppnefna og hafa í frammi alls konar yfirlýsingar í garð útgerðarmanna.
Á milli bræðiskasta kemur Jóhanna svo fram og talar um sátt og að leggja eigi niður þras og allir eigi að vinna saman.
Er hægt að taka mark á Jóhönnu. Hún dæmir sig sjálf. Tími Jóhönnu er liðinn.
![]() |
Eru að leika sér að eldinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2011 | 21:01
Bollaleggingar um að sniðganga dóm Hæstaréttar.
Hugsjónamaðurinn mikli og réttlætissinninn Ögmundur Jónasson fundar nú stíft og gefur undir fótinn að hægt sé að finna leið til þess að þeir 25 sem náður kosningu á stjórnlagaþing sitji bara áfram þrátt fyrir að kosningin var dæmd ógild.
Málið er óskup einfalt annaðhvort verður hætt við stjórnlagaþingið eða þá að boða verður til nýrra kosninga. Hæstiréttur dæmdi kosninguna ógilda. Ætli Alþingi eða meirihluti þess að koma stjórnlagaþinbginu á gerist það ekki nema með nýjum kosningum.
Innanríkisráðherra veit nú hvað gera þarf til að kosningarnar verði löglegar. Að ráðamönnum skuli yfir höfuð detta í hug að hægt sé að skipa þá 25 menningana bara si svona er hreint ótrúlega ósvífið.
Það er einnig ótrúlegt ef einn einasti af þessum 25 myndu taka við slíkri skipan. Það væri ekki góð byrjun ef slíkir aðilar eiga að semja nýja stjórnarskrá
![]() |
Alþingis að ákveða næstu skref |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.1.2011 | 12:55
Þau sem bera ábyrgðina sitja áfram.Jóhanna og Ögmundur ekkert lært.
Mikið hefur verið rætt um að við eigum að byggja upp nýtt Ísland eftir hrun. Þar á heiðarleikinn,ábyrgðin og öll þau fallegu orð sem hægt er að hugsa sér. Á nýja Íslandi eiga að gilda ný og allt önnur lögmál um stjórnmálin. Þar eiga menn að axla ábyrgð o.s.frv. Menn ætla að læra af hruninu og skýrslunni miklu.
Eftir stóra klúðrið með stjórnlagaþingkosninguna reynir á ráðamenn. Eru þeir sem bera ábyrgðin á lagarammanum og framkvæmdinni að segja af sér? Svarið er nei. Landskjörnin segir af sér, sem var að framkvæma það sem fyrir hana var lagt.
Hugsjónamaðurinn mikli og talsmaður nýrra og heiðarlegra vinnubragða Ögmundur Jónasson ætlar ekki að segja af sér.Á það að axla ábyrgð bara að gilda um aðra stjórnmálamenn. Margir hafa haft trú á Ögmundi en nú hrynur það traust endanlega. Auðvitað á Ögmundur að segja af sér. Hann ber ábyrgðina á þeim einstaka viðburði að heil kosning er dæmd ógild. Það hefur aldrei gerst áður í vestrænu lýðræðisþjóðfélagi.
Jóhanna Sigurðardóttir, er verkstjórinn, og ber því höfuðábyrgðina á klúðrinu. Jóhanna lagði allt að veði til að koma á stjórnlagaþingi og klúðraði því með verulegum kostnaði fyrir skattgreiðendur. Jóhanna á því tvímælaust að segja af sér.
Nýtt og betra Ísland verður ekki til á meðan fólk eins og Jóhanna og Ögmundur situr í ráðherrastólum.
![]() |
Landskjörstjórn sagði af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar