Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
17.2.2011 | 11:27
Hrokagikkurinn Jóhanna Sigurðardóttir.
Hroki Jóhönnu Sigurðardóttur,forsætisráðherra , er alveg með ólíkindum. Nú mega þingmenn sem sagt ekki lengur spyrja og ræða málin. Þorgerður Katrín leyfir sér að spyrja um atvinnumálin og þá kemur svar Jóhönnu að þingmaðurinn eigi ekki að spyrja vitleysislegra spurninga.
Ætli þúsundirnar sem eru atvinnulaus telji það vitleysu að spyrja útí atvinnumálin. Ætli fyrirtækin sem eru í vandræðum telji það vitleysu að atvinnumálin séu rædd á Alþingi.
Hroki Jóhönnu skaðar íslensku þjóðina meira en flest annað.
![]() |
Á ekki að spyrja svona vitleysislegra spurninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.2.2011 | 10:07
Hvað gerir bóndinn á Bessastöðum?
Væntanlega mun það verða ljóst á næstu klukkustundum hvað Ólafur Ragnar,forseti,gerir varðandi Icesave lögin frá Alþingi. Ætli forsetinn að vera samkvæmur sjálfum sér hlýtur hann að vísa málinu til afgreiðslu þjóðarinnar.
Nú liggur einnig fyrir að áskoranir til hans um að vísa málinu í þjóðaratkvæði nálgast nú 40 þúsund.
Tillaga um að vísa málinu í þjóðaratkvæði var felld á Alþingi 33 gegn 30.
Það liggur því alveg á borðinu að miðað við allt tal forsetans um að þjóðin eigi síðasta orðið að framundan er ný þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave.
En lifindis ósköp er skömm Samfylkingarinnar mikil.
![]() |
Icesave-samningur samþykktur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2011 | 17:36
Ekkert að marka fagurgala Samfylkingar um íbúalýðræði.
WSamfylkingin varð uppvís að svíkja gjörsamlega eitt höfuðbaráttumál sitt. Samfylkingin hefur flokka mest talað um íbúalýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslu.
Nú kemur berlega í ljós að ekkert er að marka hástemmd lýsingarorð Samfylkingarinnar um lýðræðið og það sé fólkið sem eigi að ráða.
Samfylkingin hafði tækifærið í dag að sýna í verki stefnu sínu. Það brást.
Ég er stoltur af Sjálfstæðisflokknum að hafa samþykkt að vísa málinu í þjóðaratkvæðagreisðlu.
Reyndar má heita öruugt að Ólafur Ragnar muni vísa Icesave í þjóðaratkvæði.
Nú hljóta landsmenn að snúa baki við Samfylkingunni. Flokkurinn á ekki skilið nokkuð traust frá þjóðinni.
![]() |
Tillaga um þjóðaratkvæði felld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2011 | 11:24
Vill Sjálfstæðisflokkurinn verða lítill flokkur?
Í dag mun verulega reyna á þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Atkvæði verða greidd um nýjasta Icesave samninginn og miklar líkur á að hann verði samþykktur. Það sem skiptir mestu máli í atkvæðagreiðslunni í dag er hvernig atkvæði falla um að vísa málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er algjört lykilatriði að þjóðin fái að kveða upp sinn dóm hvort samþykkja eigi Icesave eða fella.
Sjálfstælðisflokkurinn verður hreinlega að samþykkja tillögu um að vísa málinu til afgreiðslu þjóðarinnar. Afstaða þingmanna til þjóðaratkvæðagreiðslu ræður miklu um framtíð flokksins. Það liggur alveg ljóst fyrir að mikill meirihluti þjóðarinnar telur eðlilegt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Sífellt fjölgar þeim sem skrifa undir slíka áskorun.
Sjálfstæðisflokkurinn má ekki leyfa sér að ganga gegn vilja almennings. Hafni þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn þjóðaratkvæðagreiðslu mun það leiða til mikils fylgistaps.
![]() |
Skora á þingmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.2.2011 | 15:47
Ætlar Alþingi að fara gegn þjóðarvilja?
Ég trúi því hreinlega ekki að þingmenn ætli að neita að nýjasti Icesavesamningurinn verði sendur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það getur bara ekki verið að þingmenn Samfylkingarinnar felli tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu eins og þeir segjast hafa barist fyrir slíku. Samfylkingin hefur gefið út að ef 15% kjósenda vilji þjóðaratkvæðagreiðslu þá skuli orðið við því. Það er alveg ljóst að mikill hluti kjósenda telur eðlilegt að þjóðin segi síðasta orðið.
Hvers vegna liggur svona óskup á að keyra Icesave málið gegnum þingið. Óttast þingmenn viðbrögð almennings og áskorun um þjóðaratkvæðagreiðslu?
Ég hreinlega trúi ekki að þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu fella tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Það væru stór pólitísk mistök.
![]() |
Lokaumræða um Icesave-frumvarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2011 | 17:45
Að sjálfsögðu þjóðaratkvæðagreiðsla.
Það er alveg á hreinu að þjóðin sjálf á að afgreiða nýjasta Icesavesamninginn. Ef samningurinn er jafn góður og hagstæður fyrir okkur Íslendinga eins og mikill meirihluti þingmeanna telur verður þeim v arla skotaskuld úr því að sannfæra meirihluta landsmanna að segja já.
Þjóðin afgreiddi með afgerandi hætti síðasta samning þegar 98% sögðu nei. Það liggur því alveg á borðinu að að þjóðin verður að eiga síðasta orðið gagnvart þessum nýjasta samningi.
Margir þingmenn hafa farið mörgum orðum um að efla þurfi áhrif almennings og íbúalýðræði er notað á sparidögum. Samfylkingin telur að ef 15% kjósenda vilji þjóðaratkvæði þá eigi að verða við því.
Það er klárt mál að meirihluti kjósenda vill fá að afgreiða þetta mál. Það er alveg eins líklegt að nýjasti samningurinn verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu. En þa'ð er þá lýðræðisleg afgreiðsla.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig þingmenn greiða atkvæði um tillögu Þórs Saari um þjóðaratkvæðagreiðslu.
![]() |
Tillaga um þjóðaratkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2011 | 11:48
Ætlar Ólafur Ragnar að bjóða sig fram enn eitt tímabilið?
Ég hlustaði á ítarlegt viðtal við Ólaf Ragnar,forseta,í Sifri Egils í gær. Margt athyglisvert kom fram í viðtalinu. Eitt vakti sérstaka athygli að Ólafur Ragnar var ekki tilbúinn að lýsa því yfir að hann ætlaði að hætta eftir sitt fjórða kjörtímabil. Hann er sem sagt að íhuga að bjóða sog fram fimmta kjörtímabilið.
Nú hlýtur það að vera nauðsynlegt að yfirlýsing berist mjög fljótlega frá Ólafi Ragnar hvort hann hyggst fara ram eða ekki. Ætli hann ekki fram þurfa menn tíma til að kokka sig saman um að finna frambjóðendur.
Miðað við það sem Ólafur Ragnar sagði í gær finnst manni þó alveg eins líklegt að hann ætli sér að slá öll met og sitja sem forseti ín 20 ár.
13.2.2011 | 20:40
Geta Svandís og Ögmundur setið áfram? Verða þau dregin fyrir Landsdóm?
Eftir að Hæstiréttur felldi dóm sinn um Stjórnlagaþingið er með ólíkindum að Ögmundur skuli geta setið áfram sem yfirmaður framkvæmda kosninga sem dæmdar voru ógildar.Hvar myndi það þekkjast að ráðherra sem fær kjaftshögg frá Hæstarétti geti setið áfram.
Stjórnlagaþingsklúðrið kostar skattgreiðendur hundruði milljóna. Alþingi hlýtur að bera skylda til þess að draga Ögmund fyrir Landsdóm vegna ráðherraábyrgðar hans í klúðrinu.
Hvernig getur Svandís setið áfram sem ráðherra eftir að hún fær risa kjaftshögg frá Hæstarétti?
Hvar myndi það þekkjast að ráðherra sæti áfram eftir að Hæstiréttur dæmir gjörðir hennar ómerkar.
Synjun Svandísar á skipulagsmálum hefur kostað samfélagi mikla fjármuni. Það hlýtur að vera skylda Alþingis að draga Svandísi fyrir Landsdóm vegna rá'ðherraábyrgðar hennar.
Alþingi gaf upp boltann með því að draga Geir H.Haarde fyrir Landsdóm. Það sama hlýur nú að gilda fyrir Svandísi og Ögmund.
13.2.2011 | 18:05
Í dag eru 83 ár frá björgunarafrekinu í Ofanleitishamri.
Fyrir 83 árum var unnið einstakt björgunarafrek í Ofanleitishamri í Vestmannaeyjum. Vélbáturinn Sigríður fórst við Ofanleitishamar, en Jón Vigfússon, vélsjóri,vann það einstaka afrek að klífa hamarainn og ná í hjálp til byggða,þannig að hægt var að bjarga öllum skipverjum á Sigríði.
Þetta björgunarafrek lifir ávallt í sögu Vestmannaeyja og sérstakur minnisvarði um afrekið var reistur af bæjarstjórn við Ofanleitishamar fyrir nokkrum árum.
13.2.2011 | 14:49
Jóhanna vill ekki virkja.
Margir hafa haldið því fram að Svandís umhverfisráðherra hafi á allan hátt reynt að tefja fyrir eða leggjast á móti virkjunum hvar sem hún hefur átt möguleika á. Auðvitaðö er það áfall fyrir Svandísi að Hæstirétturn skuli dæma ákvarðanir hennar ógildar.
Svandísi dettur ekki í huga að biðjast lausnar þrátt fyrir dóminn. Jóhanna fosrsætisráðherra segir Svandísi ekki þurfa að víkja.
Merkilegt í yfirlýsingu Jóhönnu er að hún segir að ríkisstjórn hennar sé á móti virkjunum í neðri hluta Þjórsár. Þá er það á hreinu. Jóhanna segir að ekkert verði virkjað.
Er Katrín iðnaðarráðherra á sömu skoðun ? Eru þingmenn Samfylkingar í Suðurkjördæmi á sömu skoðun?
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar