Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Jóhönnu dettur í hug að gefa dómi Hæstaréttar langt nef.

Það virðast engin takmörk fyrir því hvaða meðulum Jóhanna forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar vill beita til að ná sínu fram. Hæstiréttur Íslands,æðsti dómstóll landsins, hefur í dag ógilt kosninguna til stjórnlagaþings. Þessi dómur er alveg kristal tær. Kosningarnar eru ógildar.

Nú dettur Jóhönnu í hug að fara þá leið að Alþingi setji bara lög sem raunverulega ógilda dóm Hæstaréttar og að Alþingi kjósi þá sömu 25 á Stjórnlagaþing og hlutu kosni9ngu í nú dæmdum ólöglegum kosningum. Er ekki allt í lagi?

Sé það enn vilji meirihluta Alþingis að efna til Stjórnlagaþings hlýtur að þurfa að vanda betur til verka og kjósa að nýju.

Auðvitað hlýtur samt stóra spurningin að vera hvort það sé brýnasta verkefni Alþingis að efna til stjórnlagaþings.

Það hlýtur að teljast mjög alvarlegt fyrir forsætisráðherra sem verkstjóra ríkisstjórnarinnar að hafa staðið þannig að málum að almennar kosningar skuli í heild sinni vera dæmdar ógildar. Það hefur ekki áður gerst á Íslandi. Ætlar Jóhanna að sitja áfram eins og ekkert hafi gerst?

 

 


mbl.is Kemur ekki til greina að hætta við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er tími Jóhönnu endanlega liðinn.

Hafi einhverjir ímyndað sér að Jóhanna myndi sitja út kjörtímabilið sem forsætisráðherra er það fokið í burtu eins og strá í vindi. Ógilding hæstaréttar á kosningu til Stjórnlagaþingsins er endanleg lok á stjórnmálaferli Jóhönnu. Hún lagði allt undir til að geta komið þessu stjórnlagaþingi á. Það átti að leysa öll m´ðal og bjarga þjóðinni. Vinstri stjórninni tóks ekki einu sinni að framkvæma þessu kosningu lögum samkvæmt. Auðvitað er það Jóhanna sem ber höfuðábyrgð á þessu klúðri ársins.

Tími Jóhönnu er endanlega liðinn. Hún hlýtur oft á síðustu mánum hugsað að bregða sér til Bessastaða og biðjast lausnar. Nú verður þeim bíltúr ekki frestað lengur. Hún hlýtur að óska lausnar ´ði kvöld eða á morgun.


mbl.is Jóhanna flytur skýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Valur á að segja af sér vegna trúnaðarbrots.

Björn Valur þingmaður VG og varaformaður Fjárlaganefndar hefur ekkert verið spar á harða dóma í garð annarra þingmanna. Hann hefur notað stór orð bæði um þingmenn og Ólaf Ragnar forseta.

Eftir að Björn Valur fjallar efnislega um samtal þeirra Kings og Davíðs, sem Fjárlaganefnd fékk að sjá sem algjört trúnaðarmál hlýtur það að vera krafa að þessi þingmaður segi af sér.

Það getur ekki verioð hægt fyrir aðra þingmenn að una því að Björn Valur tjái sig opinberlega um innihald samtalsins í þeim eina tilgangi að gera lítið úr orðum Davíðs og í raun halda því fram að Davíð sé að segja ósatt.

Að sjálfsögðu verður eftir þetta að birta opinberlega samtalið, en jafnframt hlýtur Björn Valur að þurfa að segja af sér þingmennsku.


mbl.is Trúnaði verði aflétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt klúðrið bætist við í kladda hinnar tæru Vinstri stjórnar.

Svona fór um sjóferð þá hjá Vinstri stjórninni varðandi ofurkappið sem lagt var á kosningu til stjórnlagaþings. Hæstirétttur dæmir kosninguna ógilda. Já klúðrið er endalaust hjá Vinstri stjórninni.

Það jákvæða við þetta er að nokkur hundruð milljónir sparast með því að blása stjórnlagaþingið af.

 


mbl.is Stjórnlagaþingskosning ógild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Valur reynir að sá tortryggni í garð Davíðs.

Eins og við var að búast hafa vinstrin leiðtogarnir íb Fjárlaganefnd reynt að gera lítið úr símtali því sem Davíð Oddsson átti við bankastjóra Englandsbanka. Formaður fjárlaganefndar Oddný G. Harðardóttir segir þetta engu breyta um stöðu Icesave málsins. Björn Valur segist myndi fara varlega í að túlka samtalið eins og Davíð gerir.

Merkilegt að þetta fólk segist vera bundið algjörum trúnaði um innihald samtalsins en setur þó fram þá kenningu að það sé nú lítið mark takandi á því sem Davíð segir.

Það skiptir ansi miklu máli hvort King bankastjóri hafi sagt að Íslendingar þyrftu ekki að borga Icesave eða ekki.

Bæði Oddný og Björn Valur eru nú þegar búin að brjóta þann trúnað sem þau segja að eigi að gilda um þetta mál. Þau sá tortryggni í garð Davíðs í sínum pólitíska tilgangi.

Eftir að Oddný og Björn Valur hafa gefið út sínar yfirlýsingar hlýtur það að vera algjör krafa almennings á Íslandi að umrætt samtal verði birt opinberlega. Annað gengur ekki.

Þjóðin verður að fá vitneskju um innihald samtalsins. Allt leynimakkið og pukrið sem hefur verið í þessu Icesave máli er með öllu óþolandi.


mbl.is Segir samtalið eiga erindi við almenning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

N1 og Olís með uppá eyri sömu hækkun. Samráð?

Alveg er það stórmerkilegt að olíufélögin skuli alltaf fá nákvæmlega eins útkomu þegar þau reikna hækkun á eldsneytinu. Nú er samkvæmt lögum allt samráð milli olíufélaganna um verðskrá bannað. Þau hljóta að virða það eða hvað?

 


mbl.is Olís hækkar eldsneytisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almenningur fær ekki að vita hvað King sagði en verður að greiða Icesave?

Samfylkingin sem manna mest boðaði að allt ætti að vera uppi á borði vinnur lítið samkvæmt eigin hugmyndum. Varðandi yfirlýsingar Davíðs um innihald upptöku að samtali við King Englandsbankastjóra má alls ekki láta almenning neitt vita. Það eru aðeins þingmenn Fjárlaganefndar sem fá að vita. Nú er það ekkert smámál sem er á ferðinni. Það skiptir ansi miklu hafi King enski bankastjórinn sagt að Íslendingar þyrftu ekki að greiða Icesave.

Slík yfirlýsing hlýtur að styrkja okkur í þeirri trú að íslenskum almenningi beri ekki nokkur skylda til að greiða einkaskuldir gamla Landsbankans.

Íslenskur almenningur á heimtingu á því að fá upplýst hvert innihald samtals Davíðs og Kings var.

Svor er annað dæmi um vinnubrögð Samfylkingarforystunnar þ.e. njósnatölvumnálið á Alþingi. Hvernig gat Ásta Ragnheiður,forseti Alþingis og Jóhanna forsætisráðherra tekið þá ákvörðun að leyna þingmenn þessu máli í heilt ár. Þetta er slík lítilsvirðing við þingmenn að fáheyrt er .

 


mbl.is Fengu að sjá samtal Davíð og Kings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það brottrekstrarsök að vilja skoða sín starfskjör?

Ef frásögn þernanna á Herjólfi er rétt að þær hafi fengið uppsagnabréf vegna þess að þær hafi viljað fá tækifæri til að skoða starfslýsingarsamning áður en væri undirritaður er það alveg hrikalegt mál.

Getur það virkilega verið orðið þannig að atvinnurekendur telji sína stöðu svo sterka að leyfi launþegi sér að vera með einhverjar efasemdir fær hann uppsagnabréf. Ef frásögn þernanna er rétt getur stéttarfélagið ekki unað við slík vinnubrögð atvinnurekandans. Það er lágmark að launþeginn fái að kynna sér sín mál og bera þau undir sitt stéttarfélag.

Maðpur hefur svo sem heyrt að atvinnurekendur notfæri sér ástandið núna og setji launþegann upp við vegg, annaðhvort samþykkir þú tilmæli atvinnurekandans eða getur bara tekið pokann þinn.

 


mbl.is Þernum á Herjólfi sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvor segir satt Davíð eða King?

Morgunblaðið greinir frá því í dag að Mervin King bankastjóri Englandsbanka segist aldrei hafa sagt að Íslendingar myndu ekki þurfa að greiða Icesave. Þetta gengur þvert á það sem Davíð Oddsson,fv.Seðlabankastjóri heldur fram. Davíð segir að upptaka sé til þar sem King segi að Íslendingar þurfi ekki að borga.

Það hlýtur að vera óskup  eonfalt að komast að hinu sanna í þessu máli með því að spila upptökuna.

Satt best að segja veit ég ekki hvers vegna í óskupunum ætti Davíð  að halda því fram að King hafi sagt þetta ef það er ekki rétt. Ég trúi því ekki að Davíð gefi út svona yfirlýsingu ef hún er ekki rétt.

Orð Kings bankastjóra eru nefnilega gífurlega þungur punktur í þessu Icesave máli. Það er því algjörlega nauðsynlegt að þessi upptaka verði gerð opinber til að hið sanna komi í ljós.


Seðlabankastjóri Englands sagði Íslendinga ekki þurfa að greiða Icesave.

Í viðtali við blaðið Frjálsa verslun segir Davíð Oddsson,fyrrverandi banlastjóri Seðlabankans,að hann hafi átt samtal á sínum tíma við Seðlabankastjóra Englands. Í viðtalinu komi fram að Englandsbankastjórinn sagði að hann gerði sér grein fyrir að Íslendingar ættu ekki að greiða vegna Icesave. Davíð segir að upptaka sé til af þessu samtali.

Framundan er á Alþingi að taka til umræðu nýjustu samningsdrög vegna Icesave. Miðað við upplýsingar Davíðs liggur það alveg á tæru að spila verður þessa upptöku fyrir þingmenn. Það liggur fyrir að Seðlabankastjóri Englands gefur það út að Íslendingar eigi ekki að greiða,hvers vegna ættu þáÍslendingar að keppast við að greiða.

Það kemur manni á óvart að Fréttastofa RUV og Stöð 2 nú eða Fréttablaðið hafi lítið sem ekkert fjallað um þetta.

Fari svo að Steingrímur J. og Jóhanna ætli að pína enn einn Icesave samninginn gegtnum þingið er það alveg ljóst að vísa verður slíkum samningi í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þjóðin mun aldrei sætta sig við annað en að fá að hafa lokaorðið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 829243

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband