Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ögmundi finnst ráðherrastóll mun þægilegri en óbreyttur þingmannastóll.

Já, það má nú segja að Ögmundur ætlar ekki að sleppa ráðherrastólnum sínu aftur. Það má nú ýmsu kyngja til að geta setið áfram í ráðherrastól. Nú virðist Ögmundur tilbúinn að kyngja Icesave, Ögmundur vill endilega halda áfram ESB aðlögun. Væntanlega gerir Ögmundur ekki athugasemdir við að ríkið neiti opinberuim starfsmönnum um kjarabætur.

Já ,þessir ráðherrastólar eru þægilegri heldur en óberyttum þingmönnum er boðið uppá. Það má ýmsu kyngja til að halda í ráðherrastólinn.

 


mbl.is Styður Icesave að óbreyttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er í lagi að yfirtaka Alþingi með skrílslátum?

Alveg er hreint ótrúlegt að heyra suma af forystumönnum Vinstri manna gera lítið úr skrílslátum sem urðu þegar hópur réðist inná Alþingi með ofbeldi og skrílslátum. Það er eins og sumum forystumönnum Vinstri flokkanna finnist þetta vera eitthvert grínatriði sem ekkert eigi að gera úr. Átti lögreglan að láta þetta allt óátalið. Áttu ofbeldishópurinn bara að fá að yfirtaka Alþingi eins og ekkert væri.

Á engin að sæta ábyrgð vegna árásar á Alþingi ? Merkilegt að forystumönnum Vinstri manna skuli finnast eðlilegt að þingmenn taki nú framfyrir hendur þingsins og felli niður ákærur. Vilja þeir afnema dómstóla og lögreglu þegar þeim hentar?

Það eru svo ansi alvarlegar ásakanir þegar haldið er fram að þingmenn og jafnvel ráðherrar hafi verið með í skipulagningu mótmæla og jafnvel verið með hvatningaorð til þeirra sem voru að ráðast til inngöngu á Alþingi. Það hlýtur að vera rannsóknarefni.


mbl.is Komið í veg fyrir að Alþingi yrði hertekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er tími Ólafs Ragnars forseta liðinn ?

Það er eðililegt að fólk fari að velta fyrirn sér næstu forsetakosningum. Það er nú svo að Ólafur Ragnar hefur ekki gefið út neina yfirlýsingu um að hann ætli að hætta. Er ekki alveg eins líklegt að Ólafur Ragnar bjóði sig fram fimmta kjörtímabilið. Hann telur sig eflaust hafa bætt sína stöðu mjög með því að bjarga Icesave vitlseysu vinstri stjórnarinnar.

Það hlýtur reyndar að vera dálítið áfall fyrir Ólaf Ragnar að önnur nöfn koma nú sterkt inn sem næsti forseti. Ragna Árnadóttir er t.d. mjög álitlegur kostur. Ragna sýndi það í störfum sínum sem dómsmálaráðherra að hún er traustsins verð. Það var reyndar eftir öðru hjá Jóhönnu og Steingrími J. að losa sig við Rögnu úr ríkisstjórninni.

 


mbl.is Flestir vildu Rögnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn og auðir í mikilli sókn.

Nýjasta skoðunakönnunin sem birtist í dag í Fréttablaðinu er að mörgu leyti athyglisverð. Það sýnir sig að Sjálfstæðisflokkurinn er virkilega að ná áttum og auka við fylgi sitt.Reyndar finnst mér ótrúlegt hvað margir virðast enn treysta Samfylkingunni. Af einhverjum ástæðum virðist Hreyfingin vera að þurrkast út.

Reyndar hlýtur það að vera umhugsunarefni fyrir alla gömlu flokkana að um helmingur kjósenda vill ekki gefa upp afstöðu eða ætlar hreinlega ekki að taka þátt. Þessi stóra prósenta vekur upp þá spurningu hvort nýtt afl eigi möguleika á að bjóða fram næst. Reyndar er reynslan af Besta flokknum þannig að svoleiðis framboð er ekki líklegt til að fá fylgi.

Miðað við þessa skoðanakönnun á Sjálfstæðisflokkurinn mestu möguleikana til að ná enn frekar til kjósenda með sínum málflutningi.

Athyglisvert er einnig að sjá skoðanakönnun Bylgjunnar um Reykjavík. Samkvæmt þeirri niðurstöðu næði Sjálfstæðisflokkurinn hreinum meirihluta með 52% fylgi.

Hanna Birna hefur mikla tiltrú og er örugglega efni í framtíðarleitoga Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur J. segist vera á móti ESB og Evrunni, en er samt á fullu í aðlögun að ESB.

Hún er dularfull pólitíkin sem Steingrímur j. formaður Vinstri grænna stundar. Hann segir núna að hann hafi styrkst í andstöðu sinni varðandi ESB aðild.Hann segir jafnfarmt að krónan sé mikið að hjálpa okkur. Þessar yfirlýsingar ganga þvert á það sem forystumenn Samfylkingarinnar segja.

Það sem er undarlegast í þessu öllu að þrátt fyrir allar þessar yfirlýsingar Steingríms J. er hann á fullu og samherjar hans í VG í aðlögunarferli að ESB aðild.

Hvernig í óskupunum geta Vinstri grænir boðið þjóðinni upp á svona farsa.


mbl.is Afstaða til ESB-aðildar óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarstjórinn Jón Gnarr er ótrúlegur hrokagikkur. Hanna Birna hlýtur að hætta sem forseti borgarstjórnar.

Þeir eru örugglega margir sem vorkenna Reykvíkingum að hafa fallið í þá gryfju að kjósa Besta flokkinn og Jón Gnarr til forystu. Skömm Dags B. Eggertssonar og Samfylkingarinnar er reyndar mikil að hafa leitt Besta flokkinn í meirihluta með Jón Gnarr,sem borgarstjóra.

Hroki Jóns Gnarr er yfirgengilegur. Hann talar um minnihlutann í borgarstjórn með þvílíkum hroka að fáheyrt er. Er eitthvað athugavert við það aðp það séu skiptar skoðanir um stefnu og markmið borgarstjórnar. Er Jón Gnarr hafinn yfir gagnrýni.

Hanna Birna tók að sér að vera forseti borgarstjórnar í samræmi við skoðun sína að það ætti að eyða þessu tali um meirihluta og minnihluta. Það er hennar skoðun að allir borgarfulltrúar eigi að vinna saman.

Jón Gnarr hefur ný sýnt Hönnu Birnu og öðru minnihlutafólki slíkan hroka og fyrirlitningu að það hlýtur að liggja á borðinu að Hanna Birna hættir sem forseti borgarstjórnar.

Það er ekki hægt að vinna með manni eins og Jóni Gnarr.

 


mbl.is Samskiptin við minnihlutann tímaeyðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrípaleikrit VG heldur áfram. Ásmundur Einar sendir varamann á fund Fjárlaganefndar.

Það er hreint ótrúlegt hversu skrípaleikrit Vinstri grænna getur gengið lengi. Nýjasti þátturinn er helgaður Ásmundi Einari, bónda og þingmanni VG. Margir töldu að heilmikið væri spunnið í þennan unga þingmann og hann væri að berjast samkvæmt sinni eigin sannfæringu. Margir hafa örugglega trúað því að hann meinti eitthvað með andstöðu sinni við Fjárlagafrumvarp Vinstri stjórnarinnar.

Nú kemur í ljós, að þetta er bara einn þátturinn í skrípaleik Vinstri grænna. Við afgreiðslu fjárlaganna í gærkvöldi sendi Ásmundur Einar varamann sinn á fundinn. Þannig gat meirihluti Vinstri stjórnarinnar staðið að afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins.

Þetta sannar rækilega að gagnrýni Ásmundar er ansi ódýr ogt hrein sýndarmennska. Þetta handrit af skrípaleiknum er allt geirnelgt og fyrirfram ákveðið til a friða ákveðinn hóp innan vinstri grænna.

Fólk hlýtur að hafa skömm á sýndarmennsku Ásmundar Einars Daðasonar.


Þráinn kallar alla aðra hálfvita,fávita og fífl. Hvað er hann sjálfur?

Erfitt er að átta sig á afrekaskrá Þráins Bertelssonar á Alþingi. Einna þekktastur er hann fyrir að hafa flakkað milli flokka,fyrst VG, svo Framsóknarflokkurinn, þá Borgarahreyfingin og nú aftur VG.

Þráinn virðist álíta að hann geti kallað aðra fífl og hálfvita eins og fram hefur komið áður í fjölmiðlum og nú síðast nefnir hann samstarfsfólk sitt á Alþingi hálfvita.

Þráinn telur sig eflaust geta notað þessi orð um aðra þegna landsins vegna þess að hann er á listamannalaunum frá almenningi landsins auk þess að þjóðin greiðir Þránni laun fyrir að sitja á þingi.

Hvað ætli Þráinn kalli sjálfan sig? Ofurmenni? Einstæn endurfæddur?  snillingur?  eða ??

Reyndar skil ég ekki hvað Þráinn er yfirhöfuð að gera á þingi.

 

 


mbl.is Gagnrýnir ummæli Þráins á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar Steingrímur J. að reka Jón Bjarnason úr ríkisstjórninni ?

Auðvitað er það hárrétt mat hjá Jóni Bjarnasyni landbúnaðar-og sjávarúttvegsráðherra að ekki er nokkur ástæða til breytinga á íslenskum reglugerðum í landbúnaði og sjávarúgtvegi fyrr en ljóst er hvort þjóðin samþykkir inngöngu í ESB eða ekki.

Nú leggur Samfylkingin ofuráherslu á að koma Jóni Bjarnasyni úr ríkisstjórninni, þar sem hann bþvælist fyrir að mati Jóhönnu og félaga fyrir aðlögunarferlinu í ESB.

Athuglisvert verður að fylgjast með hvort Steingrímur J. formaður VG mun taka undir með Samfylkingunni og beita sér fyrir að Jón hverfi úr ríkisstjórninni.

Þolinmæði margra félaga í VG hlýtur að vera á þrotum vegna endalauss dekurs Steingríms J. og annarra í forystunni við ESB.

Merkilegt ef Jón Bjarnason verður rekinn úr ríkisstjórnni fyrir að vilja fylgja stefnu Vinstri grænna í ESB málum.

 


mbl.is Engu breytt vegna ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað varð um loforðin Steingrímur J. til Suðurnesja?

Það vantar ekki að Steingrímur J. fjármálaráðherra og formaður VG kann að tala. Það voru aldeilis fallegaar yfirlýsingar hans á fundi í Stapanum í byrjun nóv. s.l. Þá lagði hann áherslu á að menn hættu að karpa og sagðist reiðubúyinn til samstarfs um atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum.

Margir fylltust nokkurri bjartsýni við orð Steingríms þótt einhverjir segðu lítið koma til loforða hans og notuðu ýmis orð þar að lútandi.

Því miður lítur út fyrir að Steingrimur J. hafi bara verið að nota ræðusnilld sína til að blekkja Suðurnesjafólk, því flest situr við það sama og áður.

Suðurnesjamenn lifa ekki endalaust á einhverjum fögrum yfirlýsingum. Við þurfum að sjá árangur og að Vinstri stjórnin meini eitthvað með að koma til móts við Suðurnesin um atvinnuuppbyggingu.


mbl.is Gagnrýnir seinagang í aðgerðum á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 829243

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband