Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
28.1.2011 | 18:18
Er dómur Hæstaréttar Davíð Oddssyni að kenna?
Eins og við mátti búast er innrætingin sett á fullt af Vinstri mönnum. Dómur Hæstaréttar um að ógilda kosninguna til Stjórnlagaþings er pantaður af Davín og Sjálfstæðisflokknum. DV slær þessu upp á forsíðu sinni í dag, þar sem því skal n´ðu sáð meðal almennings að þetta sé nú enn eitt hneykslið sem kenna megi Sjálfstæðisflonnum og þá ekki síst Davíð.
Hvert erum við eiginlega komin í umræðunni ef við ætlum ekki að treysta Hæstarétti. Halda menn virkilega að Hæstaréttardómarar taki við tilskupunum utanúr bæ hvernig dóma þeir eigi að fella.
Er þetta nú ekki orðið nokkuð langt gengið.
DV tekur dæmi að einn dómarinn sé bróðir Guðbjargar Matthíasdóttur útgerðarkonu í Vestmannaeyjum,en hún sé stór hluthafi í Morgunbblaðinu. Þar eru sem sagt tengslin að áhrif Davíðs koma í gegn og hafa þessi áhrif á Hæstaréttardómarinn. Er hægt að hugsa sér meiri lágkúru en þessa umfjöllun DV?
Væri nú ekki nær fyrir DV og Vinstri menn að skoða allt klúðrið hjá Jóhönnu og Vinstri stjórninni í undirbúningi og framkvæmd kosninganna, sem kosta skattgreiðendur hudruði milljóna. Ekki dettur Jóhönnu að b iðja þjóðina afsökunar,hvað þá að segja af sér.
En auðvitað munu þau áfram reyna að kenna Davíð um allt sem miður fer í þjóðfélaginu.
![]() |
Biðst ekki afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2011 | 15:37
Þrátt fyrir betri samning á þjóðin að samþykkja eða synja samningnum.
Flestir eru sammála að nú liggi fyrir hagstæðari Icesave samningur en áður. Þjóðin kom í veg fyrir að Steingrímur J. og Jóhanna myndu að óþörfu skuldbinda þjóðina til að greiða hundruði fleiri milljarða.
Þjóðin felldi síðasta samning með afgerandi hætti. Það liggur alveg ljóst fyrir að þjóðin verður að afgreiða fyrirliggjandi samning. Þjóðin er fullfær um að taka ákvörðun um það hvort hún samþykkir eða synjar samningnum.
Það á ekki einu sinni að þurfa að koma til kasta forsetans. Alþingi sjálft á að taka þá ákvörðun að vísa samningsdrögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Nú reynir á þingmenn a'ð þeir meini virkilega að almenningur eigi að fá aukin völd. Á góðum stundum er það sagt að ný stjórnarskrá eigi einmitt að negla það. En Alþingi getur samkvæmt öllum lögum og reglum sem nú eru í gildi vísað samningnum í þjóðaratkvæði.
Það hlýtur að verða gert.
![]() |
Mun betri Icesave-samningur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2011 | 14:32
Stuttur fundur hjá Samfylkingunni?
Hann hlýtur að verða stuttur fundurinn hjá Samfylkingunni í tilefni tveggja ára afmælis ríkisstjórnarinnar. Á fundinum ætlar Jóhanna að fjalla um árangur ríkisstjórnarinnar. Hlýtur að verða mjög stutt og erfitt að koma auga á hvaða afrek Vinstri stjórnin hefur unnið.
Um framtíðaráformin getur hún örugglega notað fá orð, áframhaldandi stöðnun og klúður.
Sem sagt ansi stuttur fundur.
![]() |
Stjórn Jóhönnu að verða tveggja ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.1.2011 | 17:19
Stjórnlagaþing. Hvað er svona merkilegt við það? Er líklegt að Silfurdrengir Egils bjargi öllu?
Margir velta örugglega fyrir sér hvers vegna í óskupunum þetta stjórnlagaþing er sett í efsta sæti í forgangsröðun allra mála. Jóhanna segir að þjóðin kalli á stjórnlagaþing. Það er látið í það skína að ný stjórnarskrá muni laga allt í þjóðfélaginu. Er það virkilega slæmri stjórnarskrá að lkenna að allt hrundi hér? Á virkilega að reyna að telja þjóðinni trú um það.
Stjórnlagaþing átti að vera þverskurður af þjóðinni, bæði hvað varðar starfsstéttir, aldur ,kyn og skipting eftir búsetu. Varð það niðurstaðna? Nei, áberandi var að þeir serm höfðu verið í spjallþættinum Silfur Egils náðu kjöri. Er líklegt að þeir silfurdrengir leysi öll vandamálin.
Hvert sem framhaldið verður eftir dóma Hæstaréttar er alveg ljóst að það verður aldrei liðið að sama fólkið og hlaut kosningu verði endurkjörið án kosninga eða fyrri frambjóðendur verði eingöngu í framboði.
Kosningarnar voru dæmdar ógildar. Komi til þess að boðað verði til nýrra kosninga verður að gefa öllum sem vbilja tækifæri til að bjóða sig fram.
Eðlilegast væri samt að hætta þessum fjáraustri og snúa sér að lausn á virkilegum vandamálum þjóðfélagsins.
![]() |
Útsend kjörbréf teljast ógild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar hefur rætt mikið um að það sé krafa þjóðarinnar að f´ða stjórnlagaþing. Áhugi þjóðarinnar fyrir kosningunum sýndi það nú reyndar ekki. Af svo miklu kappi sótti Jóhanna þetta mál að nú liggur staðreyndin fyrir, ógildar kosningar og fleiri hundruðum milljóna sóað út í loftið til einskis.
Framkoma Jóhönnu eftir að niðurstaða Hæstaréttar er til mikillar skammar og vanvirðu fyrir forsætisráðherra landsins. Auðvitað á Jóhanna að axla ábyrgð og segja af sér.
En ekki er það nú líklegt,enda hefur hú ekki einu sinni haft fyrir því að bi-ja þjóðina afsökunar á afglöpum sínum.
Líklegra er að Jóhanna muni kenna Davíð Oddssyni og Sjálfstæðisflokknum um að Hæstiréttur sæmdi kosninguna ógilda.
![]() |
Biður þjóðina afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.1.2011 | 11:13
Bankar og íbúðalánasjóður hafa hirt 1518 íbúðir? Skjaldborg Vinstri stjórnarinnar?
![]() |
2.000 fasteignir banka og ÍLS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.1.2011 | 09:09
Áramóta Jóhanna og janúar Jóhanna.
Um áramótin flutti Jóhanna Sigurðardóttir,forsætisráðherra þjóðinni ávarp sitt. Jóhanna var í ávarpi sínu góðmennskan uppmáluð. Jóhanna lagði áherslu á að nú þyrftu þingmenn að hætta þessu eilífa þrasi og vinna saman að lausn mála. Jóhanna var blíð og ljúf á sjónvarpsskjánum og meira að segja sást móta fyrir brosio á andliti hennar til þjóðarinnar. Margir hafa eflasut sagt, já nú ætlar Jóhanna að breyta um vinnuaðferðir og sýna í verki sáttavilja sinn og taka upp umburðarlyndi gagnvart öðrum skoðunum en sínum eigin. Bjartari tímar framundan.
En ekki reyndist þetta nema innihaldslaust pólitísk sýndarmennska hjá Jóhönnu. Eftir að Hæstiréttur felldi sinn dóm´varðandi Stjórnlagaþingið birtist janúar Jóhanna. Á Alþingi fór ún hamförum. Samanbitnar varir af reiði og augun gneistuðu þegar hún hrópaði alls konar yfirlýsingar um vonda íhaldið.
Þarna var þá Jóhanna komin aftur. Forsíðumyndin af Jóhönnu í Morgunblaðinu í gær segir meira en mörg orð.
Já, það má segja að nú í janúarlok hafi Jóhanna aftur sýnt þjóðinni sitt rétta andlit. Á meðan hún er í forystu ríkisstjórnar mun þrasið halda áfram fyrir hennar tilverknað. Eins mun klúðrið og vandræðagangur Vinstri stjórnarinnar halda áfram.
![]() |
Enn óvissa um stjórnlagaþingið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2011 | 23:33
Ástráður,Ögmundur og Jóhanna bera höfuðábyrðina á klúðrinu og eiga að segja af sér.
Samkvæmt því sem fræðingarnir segja er það einsdæmi að kosning skuli í heild sinni dæmd ógild í hinum vestræna heimi. Þetta er slíkt klúður að ekki getur farið hjá því að einhverjir verði að axla ábyrðina. Nú reynir á fólkið sem mest hefur kallað á ábyrgð annarra. Hvað ætlar það nú að gera?
Ætlar Ástráður,formaður landskjörstjórnar að sitja áfram eins og ekkert hafi gerst. Ætlar Ögmundur innanríkisráðherra að sitja áfram, ætlar Jóhanna verkstjóri ríkisstjórnarinnar að sitja áfram.
![]() |
Ræddu hugmyndir um afsögn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2011 | 21:30
Stjórnmálafræðingur vill hunsa Hæstaréttardóm.
Hneyksli og aftur hneyksli. Stjórnmálafræðingurinn Gunnar Helgi leggur til að dómur Hæstaréttar um ógildingu Stjórnlagakosningarinnar verði hunsaður og Alþingi setji lög þar sem 25 menningarnir verði bara skipaðir.
Alveg væri það eftir Vinstri stjórninni að fara þessa leið. Hæstiréttur dæmdi kosninguna í heild sinni ógilda. Það eru því aðeins tveir möguleikar í stöðunni þ.e. að hætta við stjórnlagaþingið eða boða til nýrra kosninga.
Miðað við Yfirlýsingu Gunnars Helga held ég að við höfum lítið við það að gera að maður með þennan hugsunargang eigi að taka þátt í að semja nýja stjórnarskrá.
Verði niðurstaðan að boða til nýrra kosninga er mjög líklegt að aðrir hafi áhuga á framboði. Ég er t.d. viss um að landsbyggðarfólk hefði áhuga á að rétta sinn hlut.
Það er alveg hreint ótrúlegt að stjórnmálafræðingur skuli leggja til að Alþingi eigi að hunsa dóm Hæstaréttar.
![]() |
Verði skipaðir í stjórnarskrárnefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.1.2011 | 11:09
Ömurlegt að hlusta á Ögmund innanríkisráðherra.
Alveg var ömurlegt að hlusta á Ögmund Jónasson,innanríkisráðherra, í Kastljósiþætti gærkvöldsins. Ögmundur var í þættinum vegna dóms Hæstaréttar að kosning til Stjórnlagaþings var dæmd ógild. Ögmundur reyndi á allan hátt að gera lítið úr dómi Hæstaréttar. Taldi að framkvæmd kosninganna hefði engin áhrif haft á úrslitin. Hæstaréttur væri bara að túlka lögin þröngt. Ögmundur taldi að menn yrðu nú að ræða einstök atriði í dómi Hæstaréttar.Ögmundur reyndi að skauta framhjá aðalatriðinu að Hæstiréttur dæmdi kosninguna í heild sinni ógilda. Það hefur aldrei gerst áður hér að kosning í heild sinni væri dæmd ógild. Það er einnig örugglega einsdæmi meðal vestrænna ríkja að kosning sé í heild dæmd ógild. Þetta er mikið áfall fyrir Ísland út á við.
Það er Ögmundur sem ber ábyrgð á framkvæmd kosninganna. Ekki datt Ögmundi að biðja þjóðina afsökunar á því að búið væri að eyða a.m.k. 500 milljónum úr ríkissjóði til einskis. Hugsanlega verður upphæðin mun hærri því væntanlega geta frambjóðendur farið fram á skaðabætur.
Ögmundur hefur ekkert sparað stóru orðin að menn verði að axla ábyrgð. Nú er komið að Ögmundi sjálfum að axla ábyrgð vegna þessa klúðurs með kosninguna til stjórnlagaþings.
![]() |
Kostnaður um hálfur milljarður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar