Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

ÍNN segir það sem segja þarf.

ÍNN sjónvarpsstöð Ingva Hrafns er stórskemmtileg.Sjónvarpsstjórinn er oft alveg bráðskemmtilegur og nálgun hans á málefnum oft hreint stórkostlegt. Margir góðir og fjölbreyttir þættir eru í boði. Hrafnaþing fjallar um málin tæpitungulaust. ÍNN stöðin er svo gott mótvægi við allan vinstri áróðurinn sem viðgengst á sumum útvarps - og sjónvarpsstöðvum.

Gott að þessi ókeypis sjónvarsstöð er að eflast.


mbl.is Áhorf á ÍNN eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími Jóhönnu er liðinn.

Ríkisstjórn sem nýtur eingöngu stuðnings 30% kjósenda á að fara frá. Jóhanna og Steingrímur J. fengu sitt tækifæri til að stjórna landinu. Almenningur batt miklar vonir við Samfylkinguna og Vinstri græna. Þessir flokkar fengu mikinn stuðning og gátu myndað fyrstu hreinræktuðu Vinstri stjórnina.

Þjóðin hefur sýnt þessum flokkum mikla þolinmæði en nú er mælirinn fullur. Það sjá það allir að Vinstri stjórnin ræður ekkert við að bjarga þjóðinni úr kreppunni.

Eftir þessa útreið á Jóhanna að láta það verða sitt fyrsta verk á morgun að aka til Bessastaða og biðjast lausnar fyrir sína ríkisstjórn.

Tími Jóhönnu er liðinn.


mbl.is Fylgi ríkisstjórnarinnar hrynur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott og ábyrgt útspil hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.

Það ber að fagna því mjög að þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja fram tillögur sem sýna á hvern hátt hægt er að vinna sig útúr vandanum.

Vinstri stjórnin hefur nú um nokkurra skeið fengið tækifæri til að koma í framkvæmd raunhæfum tillögum til úrbóta. Það hefur ekki gerst. Atvinnulífið fer ekki í gang. Skattahækannir og aftur skattahækkanir eru eina úrræði Vinstri stjórnarinnar. Vandi þúsunda heimila vex dag frá degi. Sífellt fjölgar þeim sem ákveða að flytja af landi brott.

Það er því komin tími til að Jóhanna og Steingrímur J. biðjist lausanr, þannig að hægt verði að mynda nýja ríkisstjórn til skamms tíma og síðan fari fram kosningar.

Það er flott hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að leggja fram trúverðugar tillögur sem sýna að það er hægt að vinna sig útúr vandanum. Möguleikarnir eru til staðar á Íslandi.

Flott Sjálfstæðismenn.


mbl.is Vilja draga skattahækkanir til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konur á Suðurnesjum hræðast atvinnuleysi meira en óheppilegt kellingatal.

Ætlunarverk sumra framámanna Samfylkingarinnar heppnaðist að gera óheppilegt orðaval Ásmundar bæjarstjóra í Garði um Steingrím J. að aðalatrið fundar um slæmt atvinnuástand á Suðurnesjum.

Eins og fram hefur komið tóku konur því illa að Steingrímur J. skuli hafa verið kallaður kelling.

Ég tel samt að konur á Suðurnesjum séu mun meira hugsandi um það slæma ástand sem ríkir í atvinnumálum svæðisins. Það er svo eðlilegt að reiðin kraumi í Suðurnesjamönnum. Mánuð eftir mánuð gerist lítið sem ekkert til að auka hér við atvinnutækifærin. Nánast allar hugmyndir um atvinnuuppbyggingu hér á Suðurnesjum mæta neikvæðum tón frá ýmsum framámönnum Vinstri stjórnarinnar.

Þolinmæði Suðurnesjamanna hefur verið með ólíkindum, en það hlýtur að koma að því að fólk springi á endanum ef ekkert gerist.

Síðasta höggið er niðurskurður á Sjúkrahúsinu í Keflavík. Það mun þýða að 60-70 missa atvinnuna og eru það aðallega konur. Ekkert svar fékkst við því hvers vegna árum saman hafi framlag til Sjúkrahússins í Keflavík verið mun lægra heldur en annars staðar á landinu.

Ég er alveg sannfærður um að konur á Suðurnesjum hafa mun meiri áhyggjur af atvinnuástandinu hér heldur en óheppilegu orðavali eins af bæjarstjórunum. Það er skelfilegt fyrir fólk að missa vinnuna. Barátta Suðurnesjamanna snýst um það að fá jákvæðar viðtökur við að byggja hér upp atvinnu og á þann hátt haldið áfram háu þjónustustigi við íbúana.

Formaður Fjárlaganefndar Alþingis á að gera stöðu kvenna í atvinnumálum að aðalatriði.Það hefði verið nær fyrir formmanninn að koma með jákvæðar fréttir heldur en ráðast á eftirmann sinn í bæjarstjórastól og gera óheppilegt orðaval hans að helstu frétt helgarinnar. Það er móðgun við konur að ætla að skerða svo hressilega þjónustu á Sjúkrahúsinu að ekki verði t.d. hægt að hafa fæðingardeild opna. Að sjálfsögðu er það einnig móðgun við karlana á svæðinu.Það væri verðugt verkefni fyrir formann fjárlaganefndar að sjá til þess að tugir kevnna misstu ekki vinnuna á Sjúkrahúsinu.

Slæmt artvinnuástand er aðaláhyggjuefni Suðurnesjafólks. Úrbætur í þeim efnum ar það sem skiptir öllu máli.


Ósmekkleg fyrirsögn með myndskeiði úr ræðu á mbl. um Ásmund.

Gott hjá Ásmundi bæjarstjóra í Garði að biðjast afsökunar á óheppilegu orðavali þegar hann ræddi um Steingrím J. Reyndar er það ekkert nýtt að Eyjamenn þurfi að biðjast afsökunar á þessu kellingartali sínu. Í sumar varð Tryggvi Guðmundsson að biðjasta afsökunar á því að ÍBV stóð sig ekki nógu vel í einum leiknum. Tryggvi sagði þá að liðið hefði spilað eins og Kellingar,en baðst svo afsökunar.

En það er eðlilegt að hiti sé mikill í Suðurnesjamönnum í garð Vinstri stjórnarinnar því staða m´ðala er þannig.

Annars finnst mér fyrirsögnin hér á mbl. með myndskeiðinu úr ræðu Ásmundar ansi ósmekkleg. Fyrirsögnin er: " Kellingaræða  hins klikkaða karls- Ásmundar Friðrikssonar."

Ef þingmenn og ráðherrar Samfylkingar og Vinstri grænna taka virkilega á málum Suðurnesja er ekki nokkur hætta á að menn noti ósmekkleg orð í þeirra garð.

 


mbl.is Ásmundur biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri að íslenskir þingmenn prófuðu að lifa af lágmarkslaunum í mánuð.

Við lestur þessara fréttar im Eistneska þingmanninn sem gerði tilraun til að lifa af lágmarkslaunum í mánuð datt manni í hug hvort þetta gæti ekki verið góð fyrirmynd fyrir íslenska þingmenn.

Hverbig væri að íslenskum þingmönnum væri fyrirskipað að lifa aaf lágmarkslaunum ( um 150-160 þús. á mánuði) þó ekki væri nema í einn eða tvo mánuði. Þeir mættu ekki nota neina aðra peninga til að framfleyta sér og fjölskyldu sinni.

Alveg er ég sannfærður um að þeir sannfærðust þá betur um það hvers vegna almenningur á Íslandi er svona reiður. Það eru þúsundir fjölskyldna sem verða að reyna að draga fram lífið á þessum launum eða atvinnuleysisbótum.

Það er ekkert undarlegt að ungt fólk streymi í burtu.

Og enn bólar ekkert á raunhæfum aðgerðum Vinstri stjórnarinnar til hjálpar íslenskum heimilum.

 


mbl.is Lifði á lágmarkslaunum í mánuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB ætlar að kaupa sér stuðning Íslendinga fyrir rúma 4 milljarða. Hver hefði trúað að Vinstri grænir létu kaupa sig í ESB ?

Nú ætlar ESB að dæla nokkrum milljörðum til Íslands til að sannfæra þjóðina að hún eigi að ganga í ESB. Hver hefði trúað því að Vinstri grænir létu þetta yfir sig ganga. Nú finnst Vinstri grænum allt í lagi að þiggja milljarða frá ESB, sem hafa lýst því yfir að markmiðið með peningaaustri til Íslands sé að tryggja að þjóðin greiði atkvæði með inngöngu í ESB.

Reyndar hef ég þá trú að almenningur á Íslandi sjái í gegnum þessa tilraun ESB til að kaupa sér stuðning hér á landi.

En aumt er hlutskipti Vinstri grænna að standa þétt við bakið á Samfylkingunni í vegferðinni að stefna að því að koma Íslandi í ESB.

Svik Vinstri grænna eru með svo miklum ólíkindum að ekki er hægt að finna nógu sterkt orð til að lýsa því.


mbl.is Markmiðið að tryggja stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir ákærður, Halldóri hampað.

Eins og lífið sjálft getur pólitíkin oft verið ansi ósanngjörn. Á sínum tíma gafst Halldór Ásgrímsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins upp við að gegna starfi forsæptisráðherra. Það kom í hlutskipti Geirs H.Haarde að taka við embættinu.

Halldór fékk vel launað starf hjá Norðurlöndunum og var laus allra mála þrátt fyrir alla einkavæðingu bankanna og að Framsóknarflokkurinn lagði húsnæðiskerfið í rúst.

Hlutskipti Geirs var svo að fá á sig ákæru og að verða dreginn fyrir landsdóm.

Og enn heldur vitleysan áfram. Halldór fær endurráðningu í sína flotta starfi í Kaupmannahöfn. Eins og í fleiri málum vita Vinstri ráðherrarnir ekkert fyrr en allt er um garð gengið.

Mörgum finnst skrítið að eftir fréttir um milljarða afskriftir hjá fjölskyldufyritæki Halldórs skuli hann verðlaunaður með áframhaldandi starfi hjá Norðurlöndunum.

Þetta er hreint fáránlegt að Halldór Ásgrímsson sé endurráðinn í flott starf á meðan Geir H.Haarde er ákærður.

Hvernig má það vera að norrænir ráðherra ræði ekki saman um sinn framkvæmdastjóra.


mbl.is Forsætisráðherrar Norðurlandanna funda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn sparnaður í niðurskurðartillögum varð Steingrímur J. að viðurkenna.

Hart var sótt að Steingrími J. á borgarfundinum í Reykjanesbæ í gær. Steingrímur J. varð að viðurkenna að lítill sem enginn sparnaður væri fólginn í þeim tillögum sem snúa að niðurskurði á sjúkrahúsinu. Furðulegt að svona tillögur skuli ekki betur ígrundaðar áður en þær eru settar fram.

Bent var á að starfsmaður sem hefur t.f. 300 þús.kr. á mánuði borgar af þeim tekjum skatt til ríkisins og á hugsanlega möguleika á að kaupa sér þjónustu,þannig að ríkið fær einnig óbeinar skatttekjur. Fái þessi aðili uppsagnarbréf fer hann/hún á atvinnuleysisbætur og greiðir ekkert nánast enga skatta til ríkisins og á enga möguleika á að kaupa þjónustu.

Það eru sem sagt bara útgjöld fyrir opinbera sjóði en engar tekjur. Er þetta virkilega skynsamlegt?

 


Er bjartara framundan á Suðurnesjum? Steingrímur J. vill slíðra sverðin.

Hann var fjölmennur borgarafundurinn í Stapanum í dag. Það fór ekkert á milli mála að mikill hiti er í mönnum á Suðurnesjum vegna þess hversu allt gengur hægt í atvinnuuppbyggingu. Langvarandi atvinnuleysi, fólk að missa húsnæði sitt, fólk að gefast upp, fólk að hverfa til útlanda o.s.frv.

Hörð gagnrýni kom einnig fram um niðurskurðinn á Sjúkrahúsinu og bent á að um langan tíma hefðu framlög frá ríkinu til Suðurnesja verið mun lægri en til annarra landshluta.

Það var Steingrímur J. sem var fyrst og fremst til svara fyrir Vinstri stjórnina. Steingrímur J. sagðist gjarnan vilja slíðra sverðin og menn ræddu saman um lausnir til að efla atvinnulífið.

Fram kom hjá Steingrími J. að ríkisstjórnin stæði ekki í vegi fyrir uppbyggingu álvers í Helguvík og annarra verkefna sem væru í pípunum hér.

Suðurnesjamenn hafa sýnt mikið langlundargeð en varla er hægt að ætlast til að það vari endalaust. Steingrímur J. og hans fólk fær því ekki langan tíma til að sýna  almennilega í verki að það sé meining á bak við það að laga ástandið á Suðurnesjum.

Það skiptir öllu fyrir Suðurnesin og reyndar landið allt að það takist að koma þeim fjölmörgu verkefnum sem eru á lokastigi virkilega í gang.

Ráðamenn á Suðurnesjum verða strax í næstu viku að óska eftir fundi með ríkisstjórninni til að fara yfir málin eftir viljayfirlýsingu Steingríms J. um samvinnu við heimamenn til að koma málum áfram.

Það skiptir miklu að ekki bara Steingrímur J. vilji slíðra sverðin, heldur verða Svandís, Álfheiður og Ögmundur einnig að gera það.

Það eina sem Suðurnesjamenn þrá er að eitthvað jákvætt gerist í atvinnumálunum. Það er númer eitt,tvö og þrjú. Gerist það þá leysast svo mörg önnur mál  í leiðinni.


mbl.is Hefur ekkert með ríkið að gera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 829251

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband