Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sveitarfélögin þurfa að standa með íbúum sínum.

Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart að Vinstra liðið í reykjavík telur einu einu leiðina til að laga ástandið vera að hækka álögur á sína íbúa. Nú skal ráðist í að hækka útsvarið og gjaldskrár. Þetta kemur til viðbótar öllum þeim skattahækkunum sem Vinstri stjórnin hefur lagt á allan almenning. Þegar álögur sveitastjórna koma ofaná allt annað mun það enn draga úr greiðslugetu einstaklinga og fyrirtækja. Fleiri og fleiri munu leita sér að vinnu erlendis. Með þessari Vinstri stefnu lognast allt útaf.

Auðvitað þurfa sveitarfélögin að leita annarra ráða en leita enn dýpra í vasa almennings. Það er ýmsu hægt að hagræða í sveitarfélögunum. Það er hægt að fresta ýmsum gæluverkefnum. það gerir t.d. ekkert til þó ísbjörninn komi ekki í Húsdýragarðinn næstu árin.

Ég skora á bæjarstjórnina hér í Garði að hafa uppi sömu stefnu og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og taka ákvörðun um að álagningaprósenta og gjaldskrár verði óbreyttar árið 2011.


mbl.is Boðar hækkanir á gjaldskrá og útsvari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1100 heimili fengu aðstoð. Er þetta Skjaldborgin og norræna velferðarstjórnin?

Enn heldur skömmin áfram. Nú koma fréttir um að 1100 fjölskyldur í Reykjavík hafi fengið aðstoð í gær og fengið matarpoka. Nú er það orðið svo að erlendir fréttamenn birta myndir af biðröðum á Íslandi af fólki sem þarf að bíða í röðum eftir að fá matarpakka.

Hvað varð um öll stóru orðin hjá Vinstri stjórninni um að slá Skjaldborg um heimilin að Vinstri stjórnin væri norræn velferðarstjórn.

Það er eðlilegt að Hreyfingin krefjist þess að fá starfshæfa ríkisstjórn.


mbl.is 1.100 heimili fengu aðstoð í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur J. vill álver á Bakka.

Alltaf kemur Steingrímur J. formaður VG á óvart. Allir kannast við viðsnúning hans í Icesave og AGS. Fáir hefðu trúað því fyrir nokkrum árum að Steingrímur J. myndi styðja aðlögunarferli Íslands í ESB.

Og nú kemur fram í fjölmiðlum að Steingrímur J. styðji 180 þús.tonna álver á Bakka við Húsavík.Auðvitað ber að fagna því að loksins skuli Steingrímur J. sjá að það verður að eiga sér stað atvinnuuppbygging alls staðar á landinu til að þjóðin nái sér að nýju.

Já,Steingrímur J. breytist með hverju árinu.


Tvær spennubækur fyrrverandi ráðherra á jólamarkaðinn.

Þeor sluppu við ákærur þeir Árni Matt,fyrrv.fjármálaráðherra OG Björgvin G. fyrrverandi bankamálaráðherra. Þrátt fyrir það telja þeir nauðsynlegt að skrifa bækur og gera upp bankahrunið. Það hlýtur að verða athyglisvert fyrir áhugamenn um stjórnmál að fylgjast með hvað þessar fyrrverandi vonarstjórnur sinna flokka hafa að segja um málin.

Staða þeirra Árna og Björgvins varð reyndar nokkuð ólík. Árni treysti sér ekki að halda áfram í pólitíkinni eftir hrunið en Björgvin var brattur og sigraði prófkjör Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Og þrátt fyrir all er hann nú sestur aftur á Alþingi, sem hlýtur að vera með ólíkindum miðað við það sem á undan er gengið.

Það verður fróðlegt að sjá uppgjör þesara tveggja fyrrverandi ráðherra við menn og málefni.


Heldur Besti flokkurinn að kristnifræðsla skaði nemendur?

Sigur Besta flokksins ætlar að verða Reykvíkingum dýrkeypt. Flestir sjá að Jón Gnarr ræður ekki við starf borgarstjóra og kemur flestum verkefnum af sér. Punkturinn yfir i ið verður svo að gera Dag að alvöru borgarstjóra.

Nýjasta vitleysan er svo að ætla að útrýma kristni úr skólaum borgarinnar. Er ætlunin að taka upp trúðafræðslu í anda Jóns Gnarr í staðinn?

Kristni fræðla í skólum hefur ekki skaðað eitt einasta barn í landinu. Frekar má segja að kristnifræðsla í skólum hafi reynst mörgum fullorðnum mikilvægt vegarnesti til að takst á við alvöru lífsins.

Skömm Besta flokksins er mikil.


mbl.is Vegið að rótum trúarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir skora á forystuna að standa við ESB stefnu VG. Steinrímur J. þingmaður og Steingrímur J.ráðherra ekki sami maðurinn.

Eitt hundrað dyggir stuðningsmenn VG hafa nú sent þingflokknum áskorun um að flokkurinn standi við stefnu sína í ESB málunum. Það hlýtur að vera svolítið sérstakt að flokksmönnum skuli svo blöskra svik forystu VG í ESB málum að þeir telja sig knúna til að senda áskorun um að VG standi við sín eigin kosningaloforð.

Að forysta VG skuli sitja og láta það yfir sig ganga að við erum á fullu í aðlögun að ESB. Var það virkilega það sem VG boðaði fyrir síðusu kosningar.

Annars er þetta ekki eina dæmið um algjöran viðsnúning hjá forystu VG. Í gær spilaði Bylgjan ræðubút úr ræðu Steingríms J. frá því í okt.2008. Steingrímur J. var þá þingmaður og í stjórnarandstöðu. Þá varaði hann sérstaklega við því að Íslendingar færu að bera ábyrgð á Icesave skuldbindingum Þá talaði Steingrímur J. aldeilis gegn AGS.

Nú talar enginn eins mikið um að við verðum að greiða Icesave eins og Steingrímur J. Nú talar enginn eins mikið um að við verðum að hafa AGS eins og Steingrímur J.

Já það er ekki sama að vera þingmaður eða ráðherra.

Það er eðlilegt að hinum venjulega flokksmanni VG blöskri hversu hressilega forystan hefur svikið sína eigin stefnu.


mbl.is Skorað á þingflokk VG að fylgja ESB-stefnu flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forysta ASÍ er óskup kurteis og þæg undir Vinstri stjórn.

Það sannast enn og aftur að ASÍ forystan hefur óskup hægt um sig þegar Vinstri menn stjórna landinu. Bilið stækkar sífellt milli ríkra og fátækra. Það virðist vera eitt helsta keppikefli Vinstri stjórnar að útrýma hreinlega millistéttinni á Íslandi. Einu úrræðin eru sífeldar skattahækkanir en lítið gerist til hjálpar atvinnulífinu. Nú fyrst eftir 2 ár er eins og Vinstri stjórnin sé að gera sér gerin fyrir að tugþúsundir heimila eiga í verulegum fjárhagsvandræðum. Það er eins og hin fjölmennu mótmæli á dögunum hafi eitthvað hreyft við ráðherrum Vinstri stjórnarinnar.

En hvað hefur heyrst frá forystu ASÍ? Óskup lítið þrátt fyrir stefnu Vinstri stjórnarinnar gagnvart landsbyggðinni,þrátt fyrir skattahækkanir á almennar tekjur,þrát fyrir aðför að fötluðum og ellilífeyrisþegum, þrátt fyrir gífurlega hækkun á orkureikningum í Reykjavík.

Nei, það er eins og forysta ASÍ sætti sig við allt ef það er Vinstri stjórn í landinu.


Þvílík skömm að láta fólk standa úti í biðröðum eftir matargjöfum.

Hún er mikil skömm okkar á Íslandi að láta fólk standa úti í biðröðum eftir að þiggja matargjafir. Það er varla auðvelt fyrir nokkurn mann að þurfa að leita á náðir hjálparstofnana til að þiggja matarpakka. Það hljóta allar aðrar leiðir að vera lokaðar þurfi fólk að grípa til þess.

Það er mikil skömm fyrir borgaryfirvöld og velferðarráðuneytið að það skuli horfa uppá það mánuð eftir mánuð að niðurlægja fólk með slíkum útibiðröðum.

Nóg er til af húsnæðinu sem stendur autt í Reykjavík,sem hægt væri að bjóða undir hjálparstarfsemina. Fólk þyrfti þá ekki að standa úti til sýnis öllum sem framhjá fara.

Það verður að taka á þessari skömm.


Landeyjahöfn.Vandamálin til að leysa þau.

Það var ánægjulegt að heyra bjartsýnistóninn í Gísla Viggóssyni hjá Siglingastofnun varðandi Landeyjahöf. Hann er fullur bjarstýni á að Landeyjahöfn eigi eftir að sanna sig í framtíðinni sem mikil samgöngubót milli Eyja og lands.

Auðvitað eru margir farnir að efast um Landeyjahöfn eftir vandræðin að undanförnu. Gísli segir að varðandi vandamálin sem upp hafa komið segir hann að þau séu til að leysa þau.

Eftir að hlusta á Gísla fyllist maður bjartsýni að Landeyjahöfn eigi eftir að verða sú mikla samgöngubót sem sýndi sig í sumar.

 


Sjúkrahús eða sendiráð?

Þrátt fyrir að hafa upplifað gegnum árin margt furðulegt í pólitíkinni kemur það enn fyrir að maður verður steinhissa. Hvaða glóra er t.d. í því hjá Vinstri stjórninni að krefjast niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu okkar,sem ógnar landbyggðinni svo um munar,en á sama tíma berast fréttir af því að kaupa eigi húnæði undir sendiherrabústað í London fyrir rúmar 800 milljónir.

Hvernig í óskupunum geta stjórnvöld leyft sér slíkt?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 829251

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband