Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sameining sveitarfélaga hefur ekki leitt til sparnaðar.

Ótrúlegt er að heyra Jón Gnarr segja að Reykjavík og Kópavogur þurfi að sameinast. Þetta er maðurinn sem segir að það sé útilokað að hafa bara einn borgarstjóra í Reykjavík. Þeir verði að vera tveir,því hann komist ekki yfir sitt starf. Svo talar þessi sami Jón Gnarr að það muni sparast milljarðar með því að Reykjavík og Kópavogur sameinist. Furðulegt að fjölmiðlar skuli sleppa Jóni Gnarr með svona fáránlegt svar. Hvers vegna er hann ekki spurður að því hvernig hann ætli að ná milljarða sparnaði.

Reynsalan hefur sýnt að sameining sveitarfélaga hefur ekki leitt til sparnaðar nema síður væri.

Aftur á móti er svo komið fyrir mörgum sveitarfélögum að þau eru rekin með dúndrandi tapi og þurfa örugglega að taka á sínum málum. Það er ekki tími núna til að fást við einhver gæluverkefni. Það kom mér á óvart að öll sveitarfélögin á Suðurnesjum skuli rekin með tapi. Ég hélt að Garðurinn tilheyrði ekki þessum hóp, en því miður virðist svo komið að það ágæta sveitarfélag er nú rekið með tapi.


mbl.is Sameining spari milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nánast allir sjá fáránleikann og pólitíkina í að ákæra Geir.

Alþingi setti verulega niður þegar meirihluti þingmanna ákvað að ákæra Geir H.Haarde einan af fyrrverandi ráðherrum og draga fyrir landsdóm.

Sem betur fer sér meirihluti landsmanna fáránleikann í þessu og hvernig Vinstri grænir í heild sinni ásamt nokkrum framsóknarmönnum og samfylkingarþingmönnum tóku þessa ákvörðun.

Algjör var skrípaleikur nokkurra þingmanna Samfylkingar sem ákváðu að hlífa sínum fyrrverandi ráðherrum en láta Geir einan sitja uppi með ákæru.

Sem betur fer eru nánast allir sem hneykslast á þessum vinnubrögðum.


mbl.is Fáir ánægðir með ákvörðun Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nóg til af peningum hjá Vinstri stjórninni ?

Eflaust getur það verið hið besta mál að efna til stjórnlagaþings. Spurningin er aftur á móti hvort fólkinu á landsbyggðinni sem missir vinnuna vegna niðurskurðar muni líða eitthvað betur þótt 25-30 vitringar sitji á stjórnlagaþingi í nokkra mánuði til að skiptast á skoðunum um stjórnarskrána. Ég er alveg sannfærður um að margir hefði frekar kosið að umræddur hálfur milljarður væri notaður til að draga úr niðurskurðinum.

Annars virðist nóg til af peningum hjá Vinstri stjórninni í suma hluti. Búin er til ný embætti fyrir fyrrverandi þingmenn eins og Guðjón Arnar og Bjarna Harðarson. Eitthvað kostar það.Það hefur verið bætt við miklum fjölda ríkisstarfsmanna hjá Vinstri stjórninni eftir að hún tók.

Ég skora á einhvern þingmanninn að leggja fram fyrirspurn á Alþingi,þar sem óskað verður eftir upplýsingum um kostnað vegna nýrra ráðninga starfsmanna hjá ríkinu eftir að Vinstri stjórnin tók við. Það gæti örugglega verið fróðlegt að sjá það svar.


mbl.is Hálfur milljarður í stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RUV fann einnsem var ánægður með aðgerðir Vinstri stjórnarinnar, en varð að draga fréttina til baka.

Væntanlega hefur fréttastofa RUV lagt verulega vinnu í að leita að einhverjum,sem reiðubúinn væri að gefa yfirlýsingu um að hann væri ánægður með aðgerðir stjórnvalda til bjargar heimilum landsins. Sennilega hefur fréttamenn RUV skipt með sér verkum og farið hringferð um landið til að leita ljósandi logum hvort einhver fyndist. Á Dalvík bar vel í veiði. Viðtalið birt í fréttatíma. Ég hlustaði einmitt á lofsöng mannsins frá Dalvík um hina geysilega góðu Vinstri stjórn, sem hefði leyst vanda íslenskra heimila. Menn ættu því að hætta þessu væli og dásama góðmennsku og hversu mikla hjálp Vinstri stjórnin hefði rétt heimilum landsins. Reyndar miðað við skoðanir mannsins skil ég ekki hvers vegna ríkisstjórnin situr dag eftir dag til að reyna að finna einhverja leið til bjargar heimilum.

Í ljós kom svo að þessi eini ánægði sem fannst á Dalvík var innsti koppur í búri hjá Vinstri grænum, þannig að það var lítið að marka fegurðar lýsingu hans á Vinstri stjórninni.

Allir vita hversu vel fréttastofa RUV leggur sig fram að reyna að fegra VInstri stjórnina, en þarn var hressilega skotið yfir markið.


mbl.is Viðmælandinn tengdist VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ?

Svo virðist sem Jón Gnarr,borgarstjóri,sé að undirbúa að sá dagur renni fljótlega upp að bætt verði við einum borgarstjóra. Nær fullvíst má telja að það verði þá Dagur B.Eggertsson leiðtogi Samfylkingarinnar.

Jón Gnarr hefur rætt um að starf borgarstjóra sé svo mikið og erfitt að það þurfi tvo borgarstjóra. Það er nefnilega það. Hvernig komst Hanna Birna eiginlega í gegnum þetta starf og leysti það með miklum sóma.

Varla kostar það undir 20 milljónum ef ráða á annan borgarstjóra með Jóni Gnarr.

Reykvíkingar sem kusu Besta flokkinn hljóta að spyrja sig hvort þeir hafi með því verið að kjósa Dag B.Eggerstson sem borgarstjóra.


Hefur Ólafur Ragnar,forseti, sent hamingjuóskir til Kína?

'olafur Ragnar,forseti,er mjög drjúgur við að senda frá sér haminmgjuóskir vegna alls konar viðburða t.d. þegar íþróttamenn ná góðum árangri. Einnig hefur hann verið seigur við að senda öðrum þjóðhöfðingjum hamingjuóskir þegar stóratburðir hafa átt sér stað.

Það vekur því nokkra furðu að ekkert hefur heyrst um hamingjuóskir Ólafs Ragnars til Kínverskra ráðamanna í tilefni að Liu Xiaobo fékk friðarverðlaunin á dögunum.

Ekki verður öðru trúað en þetta sé algjör gleymska hjá forsetanum. Varla getur önnur sjónarmið ráðið jafnvel þótt Ólafur Ragnar sitji oft í boðum Kínakommannna. Nú verður fróðlegt að fylgjast með hvort Ólafur Ragnar muni senda frá sér hvatningu til vina sinna í æðstu stjórn Kommúnistaflokksins að Liu verði nú þegar látinn laus úr fangelsi.

Nú reynir á allt mannréttindatalið í okkar forseta. Eða vegur það þyngra að móðga ekki kommafoyrstuna í Kína?


mbl.is Ísland hvetur til lausnar Liu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn leggjast Vinstri grænir gegn Suðurnesjum.

Sunir hafa hadlið því fram að það væri innantómt kjaftæði að fullyrða að Vinstri grænir legðu Suðurnesin og þá sérstaklega Reykjanesbæ í algjört einelti. Árni bæjarstjóri og sterkt vígi Sjálfstæðisflokksins væri VG mikill þyrnir í augum.

Nú sannast það rækilega þegar upplýst er að þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum nema VG eru tilbúnir að styðja frumvarp Árna Johnsen o.fl. um heimild til handa ríkissjóði að taka þátt í kostnaði vegna endurbóta á höfninni í Helguvík.

Samkvæmt fréttinni á mbl. er meirihluti á þingi sem mun samþykkja tillöguna. Reyndar væri fróðlegt að vita hvort það eru ekki allir þingmenn Suðurkjördæmis fyrir utan VG sem styðja tillöguna.

En þetta dæmi sannar rækilega sem önnur dæmi að VG legst gegn öllu sem verða mætti til hjálpar á Suðurnesjum.


mbl.is Ríkið borgi 700 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óbreyttum þingmönnum Samfylkingar og Vinstri grænna blöskrar aðförin að landsbyggðinni.

Fram hefur komið á mörgum mótælafundunum að undanförnu að mörgum þingmönnum Samfylkingar og Vinstri grænna blöskrar aðförin að landsbyggðinni sem fram kemur í boðuðum niðurskurði á heilbrigðissviðinu.

Hreint ótrúlgt að hafa hent svona hugmyndum fram og hvorki rætt þær við þingmenn í kjördæmunum, sveitarstjórnarmenn eða starfsfólk viðkomandi stofnana.

Mörður Árnason boðaði það í Silfri Egils í dag að ef stjórnarflokkarnir kæmu ekki fjárlögunum í gegn þá væri Vinstri stjórnin búin að vera og rétt væri að efna til þjóðstjórnar.

Auðvitað sjá það allir sem eitthvað fylgjast með stjórnmálum að þessi tær Vinstri stjórn er búin að vera þótt hún reyni eitthvað að sitja áfram.


mbl.is Munu fjárlögin njóta þingmeirihluta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott útspil hjá Bjarna. Nú reynir á samstarfsvilja Jóhönnu og Steingríms J.

Það er skynsamlegt hjá Bjarna formanni Sjálfstæðisflokksins að segjast tilbúin í að mynduð verði verkefnastjórn í stað Vinstri stjórnarinnar,sem nú situr. Verkefnastjórn yrði skipuð fulltrúum allra flokka og aðeins til að leysa brýnustu hagsmunamál heimila og fyrirtækja.Verkefnastjórnin þyrfti einnig að hafa aðra hugsun en VInstri stjórnin í atvinnuuppbyggingu.

Jóhanna hefur boðað að hún vilji samstarf allra flokka og hún sé reiðubúin að taka allar hugmyndir að lausn mála til skoðunar. Skynsamlegast að það verði gert með því að setja á laggirnar verkefnastjórn.

Eftir að sú stjórn hefur lokið við sitt verkefni yrði boðað til kosninga.

Nú reynir á Jóhönnu og Steingrím J. hvort einhver alvara er á bak við þeirra orða að það sé nauðsynlegt að ná sátt í þjóðflaginu um aðgerðir.


mbl.is Ný verkefnisstjórn taki við völdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski sjá Vinstri grænir núna að Suðurnesjafólki er alvara.

Atvinnuleysi mest á Suðurnesjum. Þrátt fyrir þessa staðreynd eru tækifærin til atvinnusköpunar hvergi eins mikil á landinu og á Suðurnesjum. Eins og marg oft hefur komið fram hafa ráðherrar Vinstri grænna fyrst og fremst staðið í vegi þess að þessar hugmyndir um atvinnusköpun fengju brautargengi.

Nú ljóta forystumenn VG að gera sér grein fyrir þegar þeir sjá fjölmennið á fundinum í Stapanum að Suðurnesjamenn leggja áherslu á að jákvæðara viðhorf verði frá stjórnvöldum til atvinnuuppbyggingar.

Að láta sér svo detta í hug til viðbótar við atvinnuástandið að ætla að segja upp tugum starfsmanna á sjúkrahúsinu er hreint ótrúlegt.

Vonandi mun hin mikla samstaða meðal sveitarstjórnarmanna og almennings á Suðurnesjum skila þeim árangri að eitthvað jákvætt fari nú loksins að gerast í atvinnuuppbygginbgu á Suðurnesjum.

 


mbl.is Reyknesingar hóta aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 829251

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband