Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
1.9.2010 | 22:25
Fimmti hver kjósandi vill ekki framfarir.
Niðurstaðan í nýjustu skoðanakönnuninni er um margt merkilegt. Það er ótrúlegt að Vinstri flokkarnir skuli njóta stuðnings 45% kjósenda sem taka afstöðu.
Hvað eru kjósendur eiginlega að hugsa að ætla að kjósa Vinstri græna áfram. Þessi afturhaldsflokkur kemur í veg fyrir að nokkur atvinnuuppbygging eigi sér stað í landinu. Einu úrræðin sem þessi blessaði flokkur kemur auga á er skattpíning.
Er það virkilega svo að fimmti hver kjósandi í landinu sé bara hinn ánægðasti með að Vinstri grænir stöðvi alla atvinnuuppbyggingu í landinu.
Ótrúelg staðreynd er það. Ef kosið væri um næstu helgi mætti sem sagt alveg eins búast við að Samfylking og Vinstri grænir fengju bara áfram umboð til að stjórna landinu.
![]() |
16% myndu skila auðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.9.2010 | 20:35
Aðalgrín forystumanna Vinstri stjórnarinnar er að tala um,kattasmölun,tussufínt og rassahopp.
Já húmor manna er dálítið misjafn. Eftir því var t.d. tekið þegar Jóhanna Samfylkingarformaður talaði um þingmenn Vinstri grænna sem ketti og að erfitt væri að smala slíkum köttum. Samfylkingarfólk veltist um af hlátri en Vinstri grænir sáu ekki húmorinn í þessu.
Apstoðamaður Menntamálaráðherra talaði um að eigið plott til að plata fréttamenn væri tussufínt. Eflaust fanns Vinstri grænum þetta rosaflottur húmor,en fáum öðrum. reyndar fanns mörgum mjög óviðeigandi að aðstoðarmaður menntamálaráðherra skyldi velja svona orð af öllum þeim orðum sem til eru í íslensku og þykja smekklæegri.
Nýjasta dæmið er svo húmor Þórunnar Samfylkingarkonu sem segist hafa verið að taka þátt í gríni þegar einhver gerði hróp að henni fyrir utan stjórnarráðið. Hún sagði við fréttamanninn , segðu frænda þínum að hoppa upp í rassgatið á sjálfum sér. Skrítinn húmor það. En kannski er þetta einhver ný íþróttagrein innan Samfylkingarinnar sem iðkuð er, svokalla rassahopp.
Jú húmor Vinstri manna er oft dálítiðið sérstakur.
![]() |
Ég biðst innilega afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.9.2010 | 11:46
Misjöfn staða sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Segja má að Reykjanesbær hafi átt fjölmiðlaumræðuna að miklu leyti síðustu daga. Slæm fjárhagsstaða sveitarfélagsins hefur verið mikið til umræðu. Einnig hefur blandast inní umræðuna staða atvinnumála og að hin tæra Vinstri stjórn soppar allar hugmyndir um atvinnuuppbyggingu.Reykjanesbær tók þá ákvörðun á sínum tíma að selja nánast allar fasteignir sínar og leigja síðan. Þetta er að reynast ssvietarfélaginu mjög erfitt.
Það sem kom á óvart var að heyra að Sandgerðisbær og Sveitarfélagið Vogar eru mjög skuldsett sveitarfélög og virðast eiga í þó nokkrum vandræðum. Merkilegt er að þessi sveitarfélög fetuðu einnig þá leið að selja fasteignir og leigja síðan af þeim aðila sem keypti fasteignirnar.
Sveitarfélögi Garður og Grindaví fóru ekki þessa leið. Fasteignir voru ekki seldar. þessi tvö sveitarfélög standa vel í dag.
Ég man að það var þó nokkur pressa á okkur í Garðinum á sínum tíma að selja fasteignir og leigja síðan. Dregin var upp mjög falleg mynd af þeim miklu kostum sem væru því sam fara að fara þessa leið. þetta átti að vera gífurlega hagstætt fyrir sveitarfélagið.
Á þessum tíma var ég bæjarstjóri í Garðinum og gat alls ekki komið auga á þessa miklu kosti. Félagar mínir í bæjarstjórn á þessum tíma voru einnig sannfærðir um að kostirnir væru ekki fyrir hendi að selja allar eignirnar og leigja síðan.
Þessi stefna þáverandi bæjarstjórnar er nú að skila sér í því að Sveitarfélagið Garður er í hópi þeirra sveitarfélaga sem best stendur á landinu.
31.8.2010 | 20:19
Skrítið ef Jóhanna fórnar Rögnu dómsmálaráðherra.
Það er ekkert undarlegt að formenn Samfylkingar og Vinstri grænna reyni aðeins að hressa uppá Vinstri stjórnina með mannabreytingum og að hrókera eitthvað milli ráðuneyta og flokkanna.
Það vekur samt furðu ef Ragna dómsmálaráðherra þarf að taka pokann sinn og yfirgefa ráðuneytið. Mjög almenn sátt hefur verið um störf Rögnu sem dómsmálaráðherra og í öllum skoðanakönnunum ber höfuð og herðar yfir aðra ráðherra þegar spurt er um traust.
Ótrúlegt ef Jóhanna fórnar Rögnu.
![]() |
Gylfi og Ragna hætta í stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2010 | 11:58
Er Árni Páll á móti Ástum?
Árni Páll,félagsmálaráðherra,hefur vakið athygli fyrir ótrúleg vinnubrögð sem eiga ekkert skylt við að taka faglega á málum. Árni Páll sniðgengur allar venjulegar leikreglur til að reyna að koma sínum gæðingum í toppstöður.
Runólfsævintrýrið varð frægt um land allt,þegar átti að troð honum inní embætti umboðsmanns skuldara. 'Arni gat ekki hugsað sér að Ásta forstöðumaður Ráðgjafastofunnar fengi embættið. Reyndar klúðraðist málið svo í höndum Árna að hann varð að bakka.
Ekkert virðist Árni hafa lært að Runólfsævintýrinu, því enn ætlar hann sér að taka U-beygju í venjulegum vinnubrögðum og sniðganga stjórn Íbúalánasjóðs við að velja sér forstjóra. Ekki kemur til greina að starfandi forstjór taki við embættinu enda heitir hún Ásta.
þetta gerist þrátt fyrir að meirihluti stjórnar Íbúalánasjóðs hafi verið búinn að samþykkja Ástu.Nei,ráðherrann vill veita manni sér þóknanlegum góðan bytling.
Það er talað um uppstokkun í ríkisstjórninni. Miðað við vinnubrögð Árna Páls hlýtur hann að vera ofarlega á lista þeirra sem Jóhanna ætlar að losa sig við, eða hvað?
30.8.2010 | 23:30
Jóhannes fær 90 milljónir fyrir að hætta. Hvað ætli Jón Ásgeir myndi fá?
Aldeilis er flott að vera viðskiptavinur hjá Arion banka. Fyrirtæki Bónusfeðga skulda nokkra tugi milljarða hjá bankanum. Þrátt fyrir það er Jóhannes leistur út með 90 milljón króna lokagreiðslu. Ætli öðrum viðskiptavinum standi svona til boða? Maður veltir fyrir sér hvað Arion banki myndi greiða Jóni Ásgeiri fyrir að hætta.
Ekki nóg með þessa greiðslu fær Jóhannes að velja nokkrar þokkalegar verslanir útúr pakkanum og kaupa á 1200 milljónir króna. Bankinn segist ekki lána Jóhannesi þessa upphæð. Merkilegt nokk að aðili sem skuldar bankanum milljarða tugi skuli fá tækifæri til að kaupa nokkrar verslanir og geta reitt fram úr erminni 1200 milljónir króna. Já,þeir Baugsfeðgar virðast eiga eitthvað skotsilfur enn undir koddanum.
Auðvitað er það fagnaðarefni ef bankarnir eru að breytast í svona góðgerðastofnanir, þar sem engu skiptir þótt menn skluldi tugi milljarða. Aiðvitað ganga hagsmunir (sumra) viðskiptavina framar hagsmunum bankans.
![]() |
Jóhannes hættir hjá Högum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.8.2010 | 18:59
Vilja Vinstri grænir setja allt í kalda kol á Suðurnesjum?
Þær eru ekki skemmtilegar fréttirnar sem berast af Suðurnesjum þessa dagana. Reykjanesbær á í verulegum fjárhagsvandræðum,þar sem nánast allar áætlanir um ný atvinnutækifæri hafa brugðist.
Íbúum fækkar á Suðurnesjum, lítið dregur úr atvinnuleysi, tekjr sveitarfélaga dragast saman. Ef áfram heldur á þessari braut eiga fleiri sveitarfélög eftir að lenda í vandræðum.
Nú er það svo að velt hefur verið upp og unnið að mörgum hugmyndum um ný atvinnutækifæri hér á Suðurnesjum.Því miður hefur það reynst óskaplega erfitt að koma málum vegna andstöðu Vinstri grænna í ríkisstjórn.
Hvernig geta þingmenn Samfylkingarinnar hér í kjördæminu sætt sig við að Vinstri grænir komi í veg fyrir að Suðurnesin fái tækifæri til að spjara sig. Þingmenn Samfylkingar hér í kjördæminu verða nú að grípa tilo róttækra ráða og hreinlega hóta að hætta stuðningi við Vinstri stjórnina fái atvinnumál Suðurnesjamanna ekki grænt ljós hjá VG.
![]() |
Búið að verja 40 milljörðum í verkefnið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.8.2010 | 17:34
Sex afrek Jóns Gnarr borgarstjóra.
Einkennilegt er að fylgjast með fréttum af Jóni Gnarr,borgarstjóra Reykjavíkur. Stóru málin sem hann er að fást við frá kosningum eeru dálítið sér á parti og spurning hversu mikið þau snerta hagsmuni Reykvíkinga.
Lítum á sex afrek hins nýja borgarstjóra en öllum málum hafa verið gerð mjög góð skil í fjölmiðlum. Ekki gat ég fundið nein önnur afrek hjá borgarstjóranum, sem ratað hafa í fréttir fjölmiðla.
1. Jón birtist sem Drag drottning á Hinsegin dögum.
2. Borgarstjóri hættir að reykja.
3. Breytti á borgarstjóraskrifstofunni og hengdi upp eigin myndir og kom upp sturtuaðstöðu.
4. Fór í heitu pottana á menningarnótt. Enginn vildi tala við borgarstjóra.
5. Stóð viðn kosningaloforð og úthlutaði bitlingum.
6. Braut siðareglur Reykjavíkurborgar og þáði jeppa frá einkafyrirtæki.
Já, þetta eru engin smá afrek hjá hinum nýja borgarstjóra á fáuum vikum. Hvers vegna á að vera að vinna í fjárhagsáætlun og svoleiðis vitleysu?
30.8.2010 | 12:58
Hann klikkar ekki hrokinn hjá Sigurði Kaupþingsmanni.
Eftir að hafa lesið viðtöl við Sigurð Einarsson,fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings,mætti halda að maðurinn kiti á sig sem einhvers konar kóng eða höfðingja,sem væri yfir allt hafinn. Hann væri óskeikull og það væri allt öðrum að kenna hvernig fór fyrir íslenska bankakerfinu. Hann sjálfur væri yfir gagnrýni hafinn og allt sem miður hefur farið væri örðum að kenna.
Þetta er hreint með ólíkindum. Það er eins og Sigurður Einarsson gerir sér ekki á nokkurn hátt grein fyrir því mikla hruni sem varð á tug þúsunda heimila landsins vegna spilamennsku hans og félaga hjá Kaupþingi og öðrum bönkum landsins.
Það er almenningur sem þarf að súpa seyðið af vitleysunni og borga brúsann. Sigurður getur eflaust haldið áfram að lifa í lúxus í London og sýnt okkur smælingjunujm á Íslandi áfram hroka.
![]() |
Vill rannsókn á vinnubrögðum sérstaks saksóknara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.8.2010 | 20:35
Besti flokkurinn og Samfylkingin í Reykjavík hækka lán allra landsmanna.
Eflaust er nauðsynlegt að hækka gjaldskrá Orkuveitunnar eftir flottræfilshátt og ævintýramennsku Alfreðs og R-listans á sínum tíma. Það hlýtur reyndar að vera mjög vafasamt að taka svona stór stökk í hækkunum.
Það sem er þó verst við þessa hækkun Jóns og Dags er landsmannaað hún hækkar vísitöluna og þar með hækka öll lán landsmanna hvort sem þeir búa í Rekjavík eða annars staðar.
Hækkunin hefur áhrif á verðbólguna,þar me' hækkar vöruverð. Í framhaldinu verður svo ekki hægt að lækka vexti o.s.frv.
Já,ævintýramennska R-listans í Orkuveitunni ætlar að verða öllum landsmönnum dýr.
![]() |
Samkeppniseftirlitið skoðar hækkanir OR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar