Fimmti hver kjósandi vill ekki framfarir.

Niðurstaðan í nýjustu skoðanakönnuninni er um margt merkilegt. Það er ótrúlegt að Vinstri flokkarnir skuli njóta stuðnings 45% kjósenda sem taka afstöðu.

Hvað eru kjósendur eiginlega að hugsa að ætla að kjósa Vinstri græna áfram. Þessi afturhaldsflokkur kemur í veg fyrir að nokkur atvinnuuppbygging eigi sér stað í landinu. Einu úrræðin sem þessi blessaði flokkur kemur auga á er skattpíning.

Er það virkilega svo að fimmti hver kjósandi í landinu sé bara hinn ánægðasti með að Vinstri grænir stöðvi alla atvinnuuppbyggingu í landinu.

Ótrúelg staðreynd er það. Ef kosið væri um næstu helgi mætti sem sagt alveg eins búast við að Samfylking og Vinstri grænir fengju bara áfram umboð til að stjórna landinu.


mbl.is 16% myndu skila auðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þó of margir kjósendur hafi bara gullfiskaminni eru nú fæstir búnir að gleyma í boði hverra hrunadansinn mikli var.

Þórir Kjartansson, 1.9.2010 kl. 23:11

2 identicon

Sæll.

Þetta er að verulegu leyti vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur látið það yfir sig ganga að vinstri menn fullyrði að hrunið sé frjálshyggjunni og Sjálfstæðisflokknum að kenna. Þingmennirnir eru einnig ferlega slappir upp til hópa, maður heyrir sáralítið í þeim og þeir virðast mjög ragir við að gagnrýna ríkisstjórnina. Frjálshyggjan hefur það ekki á stefnuskrá sinni að bjarga þremur illa reknum fyrirtækjum, frjálshyggjan þenur ekki út ríkið eins og Sjálfstæðismenn gerðu. Sjálfstæðisflokkurinn er í raun miðjuflokkur, þar liggur vandi hans.

Þórir, ef "hrunadansinn" var m.a. Sjálfstæðisflokknum að kenna hvernig ætlar þú þá að skýra hrunið um nánast allan hinn Vestræna heim? Er það s.s. stjórnmálaflokkum að kenna ef einkafyrirtæki eru illa rekin? Hvað olli bankahruninu í t.d. Bretlandi? Hvers vegna þurftu Bretar að dæla miklum peningum í sína banka? Var það vegna Sjálfstæðisflokksins? Hverjir voru nú við völd í Bretlandi á árunum fyrir hrun? Hvaðan komu allt í einu allir þeir fjármunir sem hægt var að fá að láni víða um heim? Frá Sjálfstæðisflokknum?

Þessi málflutningur vinstri manna um að hrunið sé einhverjum stjórnmálaflokk að kenna heldur einfaldlega ekki vatni og er þeim sem halda þessu fram til minnkunnar.

Jon (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 07:21

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Sæll Jon.     Hér voru lengi við völd (allt of lengi) tveir menn sem kallast  Dabbi og Dóri.  Þeir voru einræðisherrar hvor í sínum flokki og vegna þess hvernig stjórnskipulagið hér er upp byggt voru þeir líka einræðisherrar á Íslandi.  Einræði hefur aldrei gefist vel. Þeir slepptu lausum samviskulausum lýð, sem hafði það eitt að leiðarljósi að ryksuga upp hverja krónu sem finnanleg var í þjóðfélaginu og draga undir sig prívat og persónulega. Þennan þjófalýð hvöttu þeir áfram lengi vel með dyggum stuðningi hámenntaðra heimskingja í bönkum og viðskiptalífi.  Það verður þó að segja þeim til hróss að sennilega áttuðu þeir sig um síðir en þá var allt um seinan.   Þó hlutur þjófanna sé vondur er þáttur stjórnmálamannanna sem gerðu þetta mögulegt jafnvel verri og engin furða þó þeir liggi undir ámæli fyrir það.   Svo  er þetta tal um efnahags og bankahrun í löndunum í kringum okkur dálítið þreytt. Það er löngu komið fram að sú niðursveifla útskýrir engan veginn það sem hér gerðist.   Já og kæri Jón, Þið frjálshyggjumenn ættuð auðvitað að stofna ykkar eigin flokk yst til hægri og fá Hannes Hólmstein fyrir formann. Þá gæti kannski ég og ótal margir fleiri snúið til baka í gamla flokkinn okkar.

Þórir N. Kjartansson, fyrrverandi sjálfstæðismaður.

Þórir Kjartansson, 4.9.2010 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 828276

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband