Samviska Steingríms J. Sigfússonar.

Í kvöld var fréttaskýringaþáttur á Stöð 2 um Icesave. Þar kom fram að nú er fullvíst að íslenska þjóðin þarf ekki að greiða krónu vegna Icesave. Engin málaferli verða. Eignir þrotabús Landsbankans nægja til greiðslu vegna Icesave.

Fréttamenn veltu skiljanlega upp þeirri spurningu hvers vegna hömuðust Jóhanna og Steingrímur J. og fullyrtu að við yrðum að taka á okkur skuldbindingar einkabankans. Ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu sagði að Ísland yrði Kúba norðursins ef vip segðum ekki já við Icesave. Jóhanna sagði að ekki væri hægt að gera kjarasamninga ef við segðum ekki já.

Nú blasir allt önnur mynd við.

Hver er ábyrgð Jóhönnu og Steingríms J. Geta þau setið áfram eins og ekkert hafi bgerst?

Steingrímur J. segist ekkert samviskubit hafa vegna Icesave. Hann kennir bara öðrum um.Þetta er sami Steingrímur J. sem beitti sér fyrir ákæru á hendur Geir H.Haarde og að Geir verði dreginn fyrir Landsdóm.

Steingrímur J. hefur enga samvisku af öllum þeim kostnaði sem Icesave vitleysan hefur kostað þjóðina með alls konar skýrslum og sérfræðingum. Steingrímur J. hefur enga samvisku af því þótt hann hafi verið reiðubúinn að láta íslenskan almenning greiða 500 milljarða vegna Icesave.

Steingrímur J. situr sem fastast í ráðherrastól og segist hafa hreina samvisku, en Steingrími J. finnst sjálfsagt að draga Geir H.Haarde fyrir Landsdóm.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband