Fátækt á Íslandi. Hvernig getur sveitarfélagið brugðist við?

Ég fór í dag á fund hjá Samtökum eldri Sjálfstæðismanna í Valhöll. Fundarefnið var fátækt á Íslandi. Bæði í erindum framsögumanna og fundarmanna kom skýrt fram að ástandið er mjög alvarlegt og kjör margra versnað svo um munar. Sýnt var framá hversu röng stefna Vinstri stjórnarinnar er og meirihlutans í Reykjavík. Þessi stefna mun hafa keðjuverkun og leiða til enn meiri fátæktar.

Eftir fundinn fór ég að velta fyrir mér skyldu sveitarfélagsins á þessum erfiðu tímum. Sem betur fer er Sveitarfélagið Garður þannig í stakk búið að það getur tekið á vandamálinu og létt undir með íbúum.

Það sem skiptir mestu máli í sveitarfélaginu er að atvinnuástand sé gott, að þjónustan við íbúana sé góð og að ekki verði fækkun íbúa. Við verðum ð hafa þá trú að þetta kreppuástand og atvinnuleysi sé tímabundið og framundan séu bjartari tímar. Það er því skylda sveitarfélagins að reyna að brúa þetta bil. Fækkun íbúa leiðir eingöngu til lægri tekna bæði hvað varðar útsvör og fasteignagjöld og þá eru færri til að standa undir þjónustunni.

Það er því mikið atriði að íbúar finni að bæjaryfirvöld hafi vilja til þess að koma til móts við þá á þessum tímum. Hvað er hægt að gera?

Sveitarfélagið á að taka ákvörðun um að lækka byggingaleyfisgjöld frá því sem nú er. Það mun skila sér í auknum tekjum þegar til lengri tíma er litið.Sé hagstæðara að byggja hér þá kemur fólkið.

Sveitarfélagið á að lækka fasteignagjöld tímabundið hjá þeim sem hafa verið atvinnulausir í 6 mánuði eða lengur.

Sveitarélagið á að lækka leikskólagjöld tímabundið. Það myndi hjálpa barnafólki verulega.

Sveitarfélagið á að taka upp ókeypis skólamáltíðr, allavega tímabundiö á meðan þetta ástand ríkir í þjóðfélaginu,

Sveitarfélagið á að taka upp frístundakort sem t.d. gæti numið 50 þúsund krónum á nemanda í grunn og fjölbrautarskóla. Þetta kort mætti nýta til íþróttaiðkunar,tónlistarnáms o.s.frv.

Nauðsynlegt er að sveitarfélagið efli vinnu við umhverfismál og gefi nemendum lengri tíma til að vinna í Vinnuskólanum.

Sveitarfélagið þarf að fara í verkefni sem henta atvinnulausum og gera það í samráði við Svæðisvinnumiðlun.

Gangstéttaframkvæmdir,viðhaldsverkefni stofnana o.fl.er einnig nauðsynlegt að fara í til að skapa aatvinnu.

Nú kann einhver að segja. Hvar á að fá peninga til að standa undir þessu öllu saman. Ég veit að þetta kostar sitt, en það mun skila sér í bæjarkassann síðar meir,ef farið væri eftir þessum hugmyndum.

Svo bendi ég á að nýlega var bæjarstjórnin að samþykkja að selja restina í HS og færi rúmar 90 milljónir í kassann. þessum fjármunum væri vel varið í þessi verkefni.

Það sem skiptir öllu er að koma til móts við íbúa nú á þessum erfiðu tímum hjá mörgum. Sveitarfélagið Garður er sem betur fer þannig statt að það á alla möguleika á að gera enn betur við íbúana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru allt umhugsunarverðar tillögur, eins bágborið og efnahagsástandið er, ekki sízt lækkun á byggingaleyfisgjöldum. Hvað ætli þau séu há, miðað við tilkostnað sveitarfélaga, almennt eða til dæmis í Garðinum? Vingjarnleg kveðja.

Sigurður (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband