15.10.2008 | 15:27
NETÞJÓNABÚ Í ÁRNESI ?
Miðað við það erfiða ástand sem nú ríkir í okkar landi skiptir miklu að horfa til framtíðar og kanna alla möguleika á að stofna til nýrra fyrirtækja sem geta skapað okkur gjaldeyristekjur.
Sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps hefur rætt um möguleika á að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Liður í þeirri viðleitni er undirritun viljayfirlýsingar við Greenston ehf. s.l. föstudag um að kannaðar væru möguleikar á byggingu netþjónabús hér í Árnesi. Sveitarfélagið er tilbúið að útvega lóð fyrir 50.000 fermetra byggingu á 100.000 fermetra lóð.
Fyrir liggur viljayfirlýsing Landsvirkjunar um útvegun á a.m.k. 50MW orku.
Verði umræddar hugmyndir að veruleika mun það skapa 20 störf í Skeiða-og Gnúpverjahreppi og 20 óbein störf hér og í nágrannasveitarfélögunum.
Ég eins og margir aðrir hef bent á að það skiptir miklu að nýta orkuna sem verður til hér á svæðinu okkar.Það nær engri átt að öll orkan sé flutt í burtu.Það eru til svo miklir möguleikar hér á svæðinu til atvinnuuppbyggingar.
Aðilar komu aftur í morgun til að kynna sér nánar staðhætti og aðstæður hér í sveitinni. Hér er um mjög spennandi hugmyndir að ræða sem vonandi verða að veruleika.
Það skiptir öllu fyrir þjóðina að nýta þá miklu möguleika sem felast í orkunni. Takist okkur að nýta hana á skynsamlegan hátt mun birta fyrr upp í okkar efnahagsvanda.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú eru menn að tala af viti.
Gestur Guðjónsson, 15.10.2008 kl. 16:29
Þetta eru svo sannarlega gleðifregnir! Vonandi getur af þessu orðið og það sem fyrst. Máski ég nái mér í kerfisstjóraréttindi og sæki um þegar að kemur...
Sigurjón, 15.10.2008 kl. 16:58
Veit einhver hvar maður getur nálgast almennar upplýsingar um þetta Greenstone félag? Maður hefur heyrt fréttir af því að þeir séu í samskiptum við ótal sveitastjórnir um uppbyggingu netþjónabúa. Ég hef heyrt af slíkum viðræðum við Akureyri, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Húnaþing, Ölfus og nú Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Ég velti því fyrir mér hvort að þeir ætli sér uppbyggingu á öllum þessum stöðum eða eru þeir bara að halda öllum en enda svo á að velja einn stað.
Bjarki (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 11:06
www.greenstonenet.com
Þeir munu kynna þessa álitlegu staði og eftir því sem fram hefur komið er mjög líklegt að byggð verði fleiri en eitt netþjónabú.Við höfum þá trú að staðsetning í Skeiða-og Gnúpverjahreppi sé mjög góður kostur.
Sigurður Jónsson, 16.10.2008 kl. 11:32
Já, ekki verður langt að leggja rafmagnslínur úr t.d. Hvammsvirkjun.
Sigurjón, 16.10.2008 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.