Söguleg tíðindi. Ingibjörg Sólrún og Davíð Oddsson sammála um vaxtahækkun.

Stundum er p´litíkin ansi skrítin. Fyrir nokkrum dögum var Seðlabankinn gagnrýndur fyrir að halda uppi allt of háuum stýrivöxtum. Gagnrýnin var í þá átt að það ætti hreinlega að reka bankastjóra Seðlabankans.

Fyrir nokkrum dögum lækkaði Seðlabankinn stýrivextina í 12 %. Margir fögnuðu m.a. Samfylkingin.

Nú hækkar Seðlabankinn stýrivextina í 18%. Í viðtali við Ingibjörgu Sólrúnu segir hún að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi ekki sett skilyrði um hækkun. Samt styður hún hækkun Davíðs og félaga.

Já,það er margt skrítið í pólitíkinni.

Annars skilur maður ekki að það virðist allt önnur hagfræði gilda hér á landi en annars staðar. Samkvæmt fréttum er líklegt að Bandaríkjamenn lækki stýrivexti í 1% til að hleypa lífi í efnahagslífið.Takið eftir verið er að tala um 1 % hjá okkur er staðreyndin 18 %.

Hér virðist aftur á móti að vera aðalatriðið að setja sem flest fyrirtæki og heimili á hausinn. Verður þjóðin eitthvað bættari með lægri verðbólgu ef meirihluta fyrirtækja og heimila verður farinn á hausinn. Merkilegt að Samfylkingin nú vera sammála Davíð um vaxtahækkun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

   Ingibjörg Sólrún er kominn í þá stöðu sem hún hefur ekki burði til að gegna, ruglið sem hefur runnið upp úr henni undanfarna daga er ekki nokkrum manni bjóðandi.

haraldurhar, 29.10.2008 kl. 13:06

2 identicon

Hálfsannleikur getur verið óhrekjandi lygi Sigurður minn. Í þessari annars ágætu færslu þinni vantaði að minnast á þá nöturlegu staðreynd að Davíð sagði þjóðinni að hann væri að hækka stýrivexti um 50% að kröfu IMF, en Ingibjörg fullyrti hins vegar að IMF hefði ekki gert kröfu um þessa sömu stýrivaxtahækkun. Annað hvort þeirra skötuhjúa er því sannarlega að ljúga að þjóðinni. Spurningin núna er hvort þeirra á að víkja tafarlaust?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 15:26

3 Smámynd: Sigurður Jónsson

Já það er hreint ótrúlegt að þetta skuli ekki vera á hreinu. Það hlýtur einhver að geta upplýst hvað er hið rétta í málinu. Segir Davíð satt,segir Ingibjörg satt.Það skiptir nefnilega ansi miklu máli hvort IMF setti skilyrðin eða ekki.

Sigurður Jónsson, 29.10.2008 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband