Bankamálaráðherrar Framsóknar og Samfylkingar.

Merkilegt er að fylgjast með hvernig það virðast vera samantekin ráð hjá Vinstri flokkunum ásamt sumum fjölmiðlum að kenna Sjálfstæðisflokknum um einkavæðingu og fall bankanna.Það er eins og menn ætli gjörsamlega að horfa framhjá því að Framsóknarflokkurinn var með ráðherra bankamála og þar með eftirlitsþáttinn.

Í síðustu ríkisstjórn var Samfylkingin með ráðherra bankamála og þar með eftirlitsstofnanir. Samfylkingin átti að vera á vaktinni þegar allt hrundi.

Að sjálfsögðu getur Sjálfstæðisflokkurinn ekki skotið sér undan ábyrgð en það er fráleitt að setja málin alltaf fram á þann hátt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið einn í ríkisstjórn s.l. 18 ár.

Þeir flokkar sem fóru alla tíð með yfirstjórn bankamála hljóta að bera mestu ábyrgð á hvernig fór þ.e. Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin.


mbl.is Pólitísk tengsl áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju reynið þið Sjálfstæðismenn sífellt að benda á einhvern annan í stað þess að axla ábyrgð og viðurkenna mistök.  Sjálfstæðisflokkurinn skýtur sér ekki á bak við Framsókanrflokkinn og Samfylkinguna í þessu mikla máli.  Þar ber hann einn flokka mesta ábyrgð.

petur (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 11:32

2 identicon

Ég er alveg sammála því að menn gleyma því algjörlega að níðast á Halldóri Ásgrímssyni og Valgerði Sverris en eins og Árni Páll Árnason sagði svo réttilega um árið að þá er nú betra að vera í góðri stjórnarandstöðu heldur en að veslast upp í stjórn með Sjálfstæðisflokknum eins og því miður raunin var með Framsókn. Og þeirra svar við því er að skerpa á stefnunni og vera fastari á henni.

Stefán (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 11:43

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Að sjálfsögðu. En ekki Seðlabankinn!

Jón Halldór Guðmundsson, 23.3.2009 kl. 12:11

4 identicon

Ég held að Pétur hafi óvart gleymt að færa fram rök í færslunni sinni þarna. Er þetta bara ég, eða eru þetta bara eintómar fullyrðingar? Þetta sér maður ósjaldan á moggablogginu.

Rúnar (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 12:33

5 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Alltaf reynið þið Sjálfstæðismenn að koma sökini á aðra. Ég er ansi hræddur um að bankakerfið hafi verið komið á ansi kaldann klaka þegar Samfylkingin fór í stjórn með Sjálfstæðisflokknum, en auðvitað ber hún kanski einhverja ábyrgð. En mesta ábyrgðin er hjá Sjálfstæðisflokki og Framsókn, það þýðir ekkert fyrir ykkur Sjálfstæðismenn að fyrra ykkur frá þeirri ábyrgð, þið ásamt Framsókn nánast gáfuð bankana í hendur óreyðumanna. Það er bara svo einfalt, og reynið að fara að kingja því.

Hjörtur Herbertsson, 23.3.2009 kl. 16:15

6 Smámynd: Sigurður Jónsson

Það sannast vel það sem ég hef haldið fam. Vinstri menn þola alls ekki þegar bent er á að þeir hafa nú einnig setið í ríkisstjórnum. Samfylkingin getur á engan hátt skotið sér unadn því að hún sat í ríkisstjórn þegar bankarnir hrundu. Jóhanna Sigurðardóttir sat í fyrri ríkisstjórn og ber einnig ábyrgð hvernig fór.

Sigurður Jónsson, 23.3.2009 kl. 16:23

7 identicon

Forsætisráðherrann var á þessum tíma Geir Haarde, seðabankastjóri á þessum tíma Davíð nokkur Oddsson, og fjármáaráðherra  Árni Matthisen, fyrrum stofnfjáreigandi í Sparisj Hafnarfjarðar.

Svona er það nú piltar hver fylgdist með hverjum. Peningmál virðast erfið sjálfstæðismönnum, líka í sveitastjórnum.

kv

Jón Einarsson (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 17:39

8 identicon

Og ekki gleyma Finni Ingólfsyni !

Manninum sem byrjaði á einkavinavæðinguni !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 828293

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband