Hugmynd um viðmælendur í Silfur Egils.

Það er að koma betur og betur í ljós að ýmsum viðvörunarbjöllum var hringt og gefið til kynna að íslensku bankarnir stæðu illa og veruleg hætta væri á ferðum. Almenningur hefur ekki enn fengið skýr svör við því hvers vegna ekkert var gert til að koma í veg fyrir ósköpin.

Það væri fróðlegt ef Egill Helgason myndi fá fyrrverandi bankálaráðherra þau Valgerði Sverrisdóttur og Björgvin G.Sigurðsson til að setjast saman við borðið í Silfri Egils og fara yfir þessi mál.

Það eru þessir tveir fyrrverandi ráðherrar sem voru yfirmenn bankanna og eftirlitsstofnana. Hvað brást svona herfilega á þeirra vakt.

Ef Egill fær þau saman í Sifur Egils yrði það örugglega fróðlegt fyrir landsmenn að þau upplýstu hvernig allt hrunið gat átt sér stað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Löve.

Heyrðu, ekki gleyma stjórn Seðlabankans. Af hverju gerðu þeir ekkert í málunum. Þeir töluðu eingöngu við flokksfélagana virðist vera. Geir á einkafundum. Björgvin virðist hafa verið hunsaður með öllu.

Davíð Löve., 24.3.2009 kl. 00:32

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Það fengist ekkert upp úr þeim. Ég er ekki viss um að þau séu enn alveg með á því sem hér hefur átt sér stað.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 24.3.2009 kl. 00:42

3 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Þau flutu örugglega að sama feigðarósi eins og við hin. Kveðja frá Sillu systir. (En það væri gaman að fá svör.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 24.3.2009 kl. 01:35

4 identicon

Þetta er ágætistillaga frá þér Sigurður.  En væri ekki rétt að Geir Harde sem var yfirmaður efnahagsmála á Íslandi mætti líka.  Þá væri ekki verra að sjallað væri við Ingibjörgu Sólrúnu og Árna Matt þau munu hafa hlustað á febrúar skýrslu Seðlabankans.  Datt þetta svona í hug til að gæta fyllsta rétlætis.

petur (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 10:36

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Allt það fólk sem að ofan er nefnt og fleirri til ættu að koma í opna yfirheyrslu þing- eða rannsóknarnefndar, þar sem það er krafið svara við hinum ýmsu spurningum.  Slíkar yfirheyrslur gætu tekið nokkra daga í sumum tilfellum.  Slíkt er gert í BNA og ætti að taka upp hér. 

Í svona yfirheyrslur ættu að koma bankastjórarnir fyrrverandi, aðrir háttsettir bankamenn, stjórnarmenn bankanna, forstjórar fyrirtækja Baugs, Stoða/FL, Exista o.fl. o.fl.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.3.2009 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 828253

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband