20.5.2020 | 23:45
Einelti á Alþingi
Nýlega var birt niðurstaða könnunar um starfsumhverfi Alþingis. Það kemur m.a.fram í niðusrtöðu að hátt hlutfall þingmanna telur sig hafa orðið fyrir einelti.Getur þetta virkilega verið svo á þessum sérstaka vinnustað hljóta margir að spyrja.
Því miður hefur maður séð augljóst dæmi um einelti í garðs þingmanns af hálfu Pírata. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur þurft að sitja undir sífelldum persónulegum árásum og svívirðingum af hálfu sumra þingmanna Pírata.Svo langt hefur það gengið að Þórhildur Sunna hefur vænt Ásmund um þjófnað. Reyndar fékk Þórhildur Sunna áminningu vegna þessara orða. Aðrir Píratar s.s. Björn Leví hefur haldið áfram á sömu braut. Hér er alveg augljóst dæmi um hvernig Ásmundur hefur mátt þola einelti af hálfu Pírata. Auðvitað hljóta þingmenn að taka það nærri sér sem verða fyrir slíkum árásum að maður tali nú ekki um áhrif á sína nánustu í fjölskyldunni.
Nú geta menn haft allar skoðanir á kjörum þingmanna,hvort sem það eru laun,húsnæðisfríðindi,dagpeningar eða aksturspeningar. Aðalatriðið er hvað varðar Ásmund að skrifstofa Alþingis hefur aldrei gert athugasemd við hans reikninga.
Ef Alþingi væri venjulegur vinnustaður hefðu sumir þingmenn Pírata varla geta haldið sinni vinnu vegna eineltisframkomu sinnar.
Nú kemur það fram í þessari könnun sem um ræðir að margir þingmenn telja sig hafa orðið fyrir einelti. Fram kemur m.a. hjá skrifstofustjóra Alþingis að það verði að taka þessari niðurstöðu alvarlega og þingmenn verði að ræða þessi mál og gera breytingar til þess betra.
Enn og aftur segi ég,hvaða erindi eiga Píratar á Alþingi. Miðað við framgöngu þeirra gagnvartt öðrum þingmönnum er hreint ótrúlegt að 11-12% kjósenda skuli treysta þeim til að sitja á Alþingi.
19.5.2020 | 23:17
Vinstri menn komu framsali kvótans á
Enn og aftur skapast mikil umræða um kvótann og þau verðmæti sem hann skapar mörgum. Nýjasta umræðan er um hvernig Samherjamenn afhenda börnum sínum verðmætin,sem fyrst og fremst er gífurlega mikil eign á kvóta.
Margir vilja kenna Sjálfstæðismönnum um hvernig margir útgerðarmenn hafa hagnast mikið gegnum tíðina á kvótanum.
Þessu fólki væri hollt að rifja upp söguna. Hverjir komu framsali kvótans á? Þann 5.maí 1990 voru lög samþykkt á Alþingi sem heimiluðu framsal kvótans. Í ríkisstjórn sátu þá Framsóknarflokkurinn,Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið.Þessi aðgerð frá 1990 hefur skapað þann möguleika að mþeir stóru hafa getað safnað að sér gríðarlegu magni af kvóti,sem samkvæmt þessu kerfi skapar þeim milljarða í hagnað.
Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði á móti framsali árið 1990.
Það er því mjög skrítið að heyra nú þingmenn Samfylkingar og VG gagnrýna kvótakerfið og þá sérstaklega framsalið.
Ég held að það sé rétt sem Þorsteinn Pálsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir,að útgerðir ættu ekki að fá lengri afnot af kvótanum heldur en í 25-30 ár. Auðvitað verður að undirstrika að útgerðir hafa aðeins veiðihemildir en eiga ekki kvótann eða fiskinn í sjónum.
18.5.2020 | 16:39
Geta Sjálfstæðismenn sætt sig við að VG ráði svona miklu?
Staða mála á Suðurnesjum er grafalvarleg. Atvinnuleysi er 25% og stefnir jafnvel í meira. Það var því fagnaðarefni að heyra fréttir um að NATO væri með fyrirhugaðar framkvæmdir uppá 12-18 milljarða. Slík innspýting hefði verið fábær og skapað mörg hundruð störf og lagað ástandið mikið. Hvað gerðist? Forysta VG sagði stórt NEI við svona framkvæmd og létu þar ráða eldgömul sjónarmið sem ekki eiga við lengur. Sveitarfélögin Suðurnesjabær,Vogar og Reykjanesbær eru meðal þeirra 9 sveitarféga þar sem ástandið er verst vegna Kórónu veirunnar.Ætla þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi virkilega að sætta sig við að VG geti stöðvað þessar framkvæmdir. Ríkisstjórnin þarf á ykkar stuðningi að halda til að geta lifað áfram,þannig að þið getið haft úrslitaáhrif.
Heilbrigðisráðherra hefur barist hatrammlega fyrir því að sjúklingar geti ekki leitað á Klíníkina með stuðni Sjúkratryggingar Íslands. Frekar eru sjúklingar sendir til útlanda með margföldun kostnaði.Hvaða vit er nú í þessari stefnu Svandísar. Hvernig geta Sjálfstæðismenn sætt sig við þetta?
Það sýndi sig nú í Covid 19 að gott var að geta leitað til Ísleskrar erðagreiningar,þrátt fyrir að það sé einkafyrirtæki.Einkafyrirtæki geti nefnilega verið góð fyrir land og þjóð.
Það er orðin þörf á að halda áfram að virkja í landinu. Við þurfum aukið rafmagn ef við ætlum að ná okkur upp úr kreppunni. Það verður einnig mikil þörf í næstu framtíð vegna rafbílavæðingar og að rafmagn komi í hafnirnar til að geta selt skemmtiferðaskipum.
En það er eitt í veginum. VG er á móti virkjunum og leggst mjög eindregið gegn slíkri uppbyggingu. Geta Sjálfstæðismenn sætt sig við að afturhaldsflokkurinn VG geti stöðvað eðlilega þróun í jafnmikilvægu máli og að halda áfram að virkja.
15.5.2020 | 11:39
Köld kveðja frá Vinstri grænum
Grafalverlegt ástand er í atvinnumálum er mikið á Suðurnesjum.Fjöldi þeirra sem hafa misst vinnuna eða eru á hlutabótaleiðinni er mikill.
Stopp ferðaþjónustunnar hefur verulega mikil áhrif á Suðurnesjum. Það er því ótrúlegt að VG skuli stoppa 12-18 milljarða framkvæmdir sem Nató fyrirhugaði hér. Þetta hefði skapað fleiri hundruð störf og mikla innspýtingu hér á þessum erfiðu tímum.Það hlýtur að vera erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn að kyngja þessari fáránlegu afstöðu VG.
Nú hljóta allar sveitarstjórnir á Suðurnesjum að senda frá sér harðorð mótmæli og kröfu um að VG endurskoði þessa afstöðu sína.
Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hlýtur að koma saman og senda frá sér mótmæli og áskorun til VG að endurskoða afstöðu sína.
Þingmenn Suðurkjördæmis hljóta að berjast sameiginlega fyrir því að VG endurskoði þessa fáránlegu neikvæðu afstöðu sinnar að stoppa atvinnuuppbyggingu sem í boði er.
![]() |
Þungt högg að verða af hundruðum starfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2020 | 10:51
Slagur í Framsókn?
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segist ekki útiloka formannsframboð í Framsóknarflokknum.Þetta segir hún í viðtali í Hlaðvarpi Viljans. Þetta hljkóta að teljast nokkur tíðindi þar sem ekkert hefur heyrst um að núverandi formaður Sigurður Ingi Jóhannsson sé á förum úr embættinu af eigin frumkvæði.
Margir Framsóknarmenn hafa eflaust áhyggjur af frekar slöku gengi flokksins í skoðunakönnunum og telja að undir forystu Lilju myndi flokknum vegna betur. Sumir voru svo bjartsýnir að Lilju myndi takast að sameina Framsóknarmenn að nýju og þar með væru dagar Miðflokksins taldir.
Eftir uppákomu Miðflokksmanna á Klaustursbarnum á sínum tíma,þar sem ákveðnir þingmenn létu ýmis miður falleg orð falla um Lilju eru engar líkur á því. Aftur á móti tækist Lilju sem formanni Framsóknarflokksins eflaust að ná mörgum fylgismanni Miðflokksins til baka í sinn gamla Framsóklnarflokk.
Það verður spennandi að fylgjast með þróun mála hjá Framsónarmönnum næstu mánuðina.
13.5.2020 | 13:02
Tekur Bláfugl og Play við farþegafluginu
Icelandair rær nú lífróður í tilraunum til að bjarga félaginu frá gjaldþroti.útlitið virðist ansi svart því illa gengur að ná samningum við flugmenn og flugfreyjur félagsins.Það liggur fyrir að það tekst ekki að fá inn aukið fjármagn nema að hægt verði að sýna fram á verulegan sparnað í rekstri. Þar vegur launakostnaður ansi þungt. Starfsfólkið hlýtur því að standa frammi fyrir að þurfa að sætta sig allavega tímabundið við kjaraskerðingu ellegar missa vinnuna.
Ríkisstjórnin hefur sagt að hún komi ekki til hjálpar nema að félaginu takist að ná í aukið fjármagn frá sínum hlutföfum. Lífeyrissjóðirnir segjast ekki auka sitt fjármagn nema ríkið komi til hjálpar og að staðið verði við kjarasaminga. Algjör patt staða.
Á meðan bíða flugfélög eins og Bláfugl og Play og væntanlega fleiri eftir afdrifum Icelandair. Þau segjast tilbúin að annast farþegaflugið.
Vonandi kemur ekki til þess að Icelandair leggi upp laupana. Það er svo mikið atriði fyrir okkur að eiga íslenskt flugfélag áfram,sem hefur staðið sig vel í þjónustunni.
![]() |
Bláfugl geti fyllt skarð Icelandair |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.5.2020 | 14:43
Vill hún fórna eldri borgurum?
Sigríður Andersen þingmaður og fyrrberandi sómsmálaráðherra er yfirleitt ansi öfgafull í skloðunum sínum. Nú telur hún að það eigi aðm afnema þær ferðatakmarkanir sem í gildi eru. Hún telur að opna verði landið þetta gangi ekki lengur að hafa landið svona lokað. Það fari alveg með efnahagsástandið.
Sem betur fer hafa stjórnvöld treyst þríeykinu til að taka ákvarðanir hvað varðar heilbrigðismálin og farið í öllu eftir þeirra tillögum. Við höfum sloppið vel. Það hefur tekist að vernda okkar viðkvæmu hópa s.s. eldri borgara. Tala látinna er margfalt hærri í mörgum löndum eins og t.d. Svíþjóð,Bandaríkjunum,Bretlandi,Belgíu og fleiri löndum.
Það er ansi mikil áhætta að fara eftir tillögu Sigríðar Andersen. Viljum við taka áhættuna á að fórna eldri borgurum í stórum stíl í þeirri von að laga efnahagsástandið?
Það er örugglega farsælast fyrir okkur að treysta áfram þríeykinu fyrir heilbrigismálunum. Þingmenn hafa nóg annað gera en skipta sér af þeim.
11.5.2020 | 18:15
Aðalatriðið að námsfólk fái vinnu
Enn einu sinni vekur skoðun og afstaða Pírata undrun. Það virðist vera aðalatriðið hjá Þórhildi Sunnu að koma sem flestum námsmönnum á atvinnuleysisbætur.Þessi hugsunarháttur er með ólíkindum. Félagsmálaráðherra,Ásmundur Einar Daðason,hefur réttilega bent á að atvinnuleysisbætur eigi að vera neyðarúrræði. Aðalatrið er að skapa störf sem ungt námsfólk getur sótt í. Það er mun nær heldur en skella öllum á atvinnuleysisbætur.
Við komumst ekki útúr kreppunni sem nú gengur yfir ef hugsunarhátturinn er sá að best sé að allir eða flestir séu á bótum og þær bara hækkaðar eins og krafa Pírata stendur til. Til að komast úr kreppunni þarf atvinnulífið að fara í gang,þannig skapast verðmæti til að standa undir heilbrigðis-og velferðarkerfinu.
Það er eins og Píratar haldi að það sé nóg að prenta peninga og láta alla á bætur,það þurfi ekki nein verðmæti að skapa.
Enn og aftur. Ótrúlegt að 11-12 % kjósenda treysti þessu fólki að stjórna landinu.
![]() |
Unga fólkið enn og aftur skilið eftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2020 | 16:29
Björn Leví á rangri hillu
Afrekaskrá Björns Leví á Alþingi felst í því að leggja bfram óhemjumagn af fyrirspurnum. Í mörgum tilfellum er erfitta að sjá hvaða tilgangi þær eiga að þjóna.Gera lítið annað en að ráðuneytisfólk geti ekki sinnt sínum störfum á meðan þau þurfa að eyða tíma í að útbúa svör.Það er alveg ljóst að Björn Leví er á rangri hillu að gegna starfi þingmanns. Svona maður þarf að vera spurningahöfundur í Gettu betur og þá fyrst og fremst í hraðaspurtningum. Þær spurningar eru að mestu leyti tilgangslaus fróðleikur,sem keppendur reyna að svara.
Stefán Eiríksson útvapsstjóri myndi gera þjóðinni mikið gagn með því að ráða Björn Leví, sem spurningahöfund á RUV.Það er örugglega fínn vinnustaður fyrir Björn Leví,þar getur hann gengið um á sokkalestunum og verið jakkalaus og engin neitt að vesenast yfir því.
![]() |
Fyrirspurnadrottningar og -kóngar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2020 | 13:47
Rýtingur í samstöðu
Græðgin á sér líti takmörk.Það sannast nú á þessum erfiðu tímum í íslensku þjóðfélagi. Nokkur stór og sterk fyrirtæki ákváðu að notfæra sér hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar og ná sér í fjármuni úr ríkissjóði. Þetta gera fyrirtækin á sama tíma og þau eiga digra sjóði og greiða eigendum sínum arð. Það er rétt hjá Bjarna Benediktssyni að þessi fyrirtæki reka rýting í þá samstöðu sem ríkt hefur í landinu.
Í viðtali nú á dögunum segir einn af forstjórum eins af stærstu fyrirtækjarisans þegar hann var spurður gagnrýnum spurningum hvers vegna þau væru að sækja peninga úr ríkissjóði. Jú,ástæðan var að ein verslun þurfti að loka á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækjasamstæðan skilar samt hagnaði upp á 7 milljarða oggreiðir hluthöfum arð. Forstjórinn viðurkenndi að til væru digrir sjóðir. Hvers konar siðferði er þetta þá, að sækja peninga úr ríkissjóði.
Þetta er rýtingur í bakið á launþegum,sem hafa skapað hagnað þessara fyrirtækja. Þarf nokkur að vera undrandi á að láglaunafólk hneykslist og telji það réttmætar kröfur að fá hærri laun.
Nú reynir á ríkisstjórnina að sjá til þess að fyrirtæki sem hafa misnotað aðstoðarpakka ríkissjóðs verði látin borga til baka þá fjármuni,sem þau þurftu sannarlega ekki á að halda frá ríkissjóði.
Skeljungur hefur endurskoðað sína ákvörðun og greitt til baka. Það hlýtur að vera krafa allra að önnur fyrirtæki sem eru að misnota aðstöðina endurgreiði einnig.
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar