Skilningsleysi þingmanna á sérstöðu Eyjamanna

Umræða hefur nú staðið yfir á Alþingi um tillögu Hönnu Birnu innaríkisráðherra að fresta yfirvinnubanni/verkfalli hluta áhafnar Herjólfs. Það vita allir sem vilja vita að áhrif þessarar deilu sem staðið hefur vikum saman lama allt samfélagið í Eyjum á öllum sviðum. Samfélagið í Eyjum er lamað og tekjutap mikið.

Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með umræðum á þingi.Vinstri flokkarnir hafa allt á hornum sér og telja þetta ekki svo stórt vandamál að það réttlæti inngrip ríkisstjórnarinnar. Steingrímur J.hafði helst við framvarpið að athuga að greinargerðin væri ekki nógu löng.Ótrúlegt hversu skilningsleysi sumra þingmanna er mikið gagnvart sérstöðu Eyjamanna.

Mér varð hugsað til þess hvað þingmenn sem búsettir eru í Reykjavík segðu ef Miklabrautin væri lokuð fyrir allri umferð föstudag,laugardag og sunnudag. Það myndi ekki ganga upp í hugum þeirra eða Reykvíkinga. Það hefðu þá örugglega heysrt háværar raddir að ríkið gripi inní.

Málið er að samgöngur Eyja byggjast fyrst og fremst á Herjólfi. Það er þjóðvegurinn milli Vestmannaeyja og fastalandsins.

Þasð getur ekki gengið að vegurinn til og frá Eyjum sé lokað þrjá daga í viku.

Allir Vestmannaeyingar hljóta að fagna að nú verður þjóðvegurinn opinn alla daga vikunnar milli lands og Eyja.


mbl.is Segir inngripin standast stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur setur í skóinn

Nú styttist í að jólasveinarnir byrji að setja eitthvað fallegt í skóinn hjá þægu og góðu börnunum. Sigmundur Davíð boðar nú að hann ætli að slást í hóp jólasveinanna og gleðja landsmenn. Upprisa millistéttarinnar heitir það hjá forsætisráðherra vorum. Nú gleðjast allir landsmenn og mikil tilhlökkun að heyra boðskap Sigmundar í vikulok næstu viku.

Í anda jólanna, allir fá þá eitthvað fallegt í það minnsta niðurfellingu og leiðréttingu skulda. Svo vorun einhverjir að efast að Sigmundur Davíð og hans ríkisstjórn ætluðu að standa við stóru loforðin.

Það verður spennandi að sjá næstu skoðanakannanir og útkomu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks eftir að landsmenn hafa fengið í skóinn.


mbl.is Skuldalækkun með skattabreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar starfsfólk í ráðuneytin?

Flestir hafa örugglega staðið í þeirri trú að ráðuneytin væru ágætlega mönnuð. Þar má allavega sjá flott starfsheiti eins og ráðuneytissjóri,skrifstofustjóri og marga fleiri flotta titla.

Það kemur því nokkuð á óvart hversu núverandi ríkisstjórn fjölgar óspart aðstoðarmönnum ráðherra.

Það er alveg rétt sem Vigdís Hauksdóttir form.Fjárlaganefndar segir. Ætli ríkisstjórnin að fara þessa leið verður að fækka að sama skapi starfsfólki í ráðuneytunum.

Það er auðvitað alveg hægt að skilja þá afstöðu að ráðherrar treysti ekki einhverjum rótgrónum embættismönnum og vilji frekar fá aðstoðarfólk sem það treystir. En þá verða menn að fara leið Vigdísar og fækka á móti í ráðuneytunum.


mbl.is Aðstoðarmennirnir orðnir sextán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klaufalegt hjá atvinnurekendum

Ósköp er þetta klaufalegt hjá atvinnurekendum að henda fram svona auglýsingu eins og birtast á sjónvarpsskjánum. Það gengur ekki að ætla að einfalda málin svo að það séu eingöngu launafólk sem beri ábyrgð á verðbólgunni. Auðvitað þarf að gera kjarasamninga á hófstilltum nótum. En eru atvinnurekendur alfarið saklausir? Hvað með verðhækkanir á vörum og þjónustu langt umfram það sem samið var um í kjarasamningum. Hvað með opinberar stofnanir? Eiga þær enga sök á verðbólgunni.

Ég veit ekki betur en ríkisstjórnin boði hækkanir t.d. á bensíngjaldinu. Það hefur áhrif á hækkun vísitölunnar.

Það er vitanlega klaufalegt að henda nú fram stríðshanskanum þegar vilji og skilningur er á því að það þarf þjóðarsátt um kjarasamninga. Grundvallaratrið er að allir taki þátt.

Og í lokin. það hefði verið skynsamlegra hjá atvinnurekendum að nota alla peningana sem auglýsingarnar kosta til að bæta aðeins kjör launafólks.


mbl.is Kjaraviðræður í auglýsingatíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málþófssöngur Vinstri grænna

Hugsið ykkur hvernig pólitíkin er. Nú stefnir í að VG ætli að viðhafa málþóf á Alþingi. Ekki þarf að fara marga mánuði aftur í tímann og rifja upp hversu þingmenn hneyksluðust óskaplega á því sem þau kölluðu þá málþóf Sjálfstæðismanna og Framsóknar. Sögðu að þessir flokkar væru að eyðileggja lýðræðið og koma i veg fyrir að vilji meirihluta Alþingis næði fram að ganga.

Sjálstæðimenn og Framsóknarmenn sögðu á þeim tíma að málin þyrftu ítarlega umræðu.

Hvað segir Katrín formaður VG nú. Nei,nei við ætlum ekki að viðhafa málþóf heldur verður að fara fram ítarleg umræða um svona stórt mál.

Það er eins og fyrrverandi stjórnarflokkar og núverandi stjórnarflokkar hafi hreinlega haft skipti á ræðunum og vinnubrögðum.

Einhverjir bjuggust við breyttum vinnubrögðum.


mbl.is Langar umræður um brottfall laga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr Seðlabankastjóri ?

Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. lét það verða sitt fyrsta verk að losa sig við Davíð Oddsson úr Seðlabankanum. Þau sögðu það ekki ganga að Seðlabankastjóri talaði ekki og framkvæmdi ekki í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar.

Það er því undarlegt núna hvernig vinstri menn láta við Sigmund Davíð forsætisráðherra. Sigmundur Davíð hefur bent á að Már Guðmundsson sé í bullandi pólitík,sem vart fer framhjá nokkrum manni sem fylgist með pólitík.Kannsi ekkert skrítið þar sem hann var ráðinn til að framfylgja stefnu hinnar tæru vinstri stjórnar.

Er eitthvað undarlegt við það þó forsætisráðherra telji það nauðsynlegt að Seðlabanjkastjóri tali á sömu nótum og stefna núverandi ríkisstjórnar er.

Vinstri menn töldu það ekki ganga að hafa Davíð Oddsson,sem æðsta mann í Seðlabankanum. þeir ættu því að hafa manna besta skilning á að það gengur ekki að hafa Má Guðmundsson,sem æðsta mann í Seðlabankanum núna.

Sigmundur Davíð hlýtur að vera með það á prjónunum að fá nýjan Seðlabankastjóra.


mbl.is Sakaði Sigmund um að veitast að Seðlabankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott hjá Ragnheiði Elínu og Bjarna Ben.

Það var virkilega flott hjá Ragnheiði Elínu iðnaðarráðherra að láta forystu Landsvirkjunar vita af því að það er ríkisstjórnin sem ræður. Hörður forstjóri er ráðinn sem embættismaður og hlýtur að eiga að lúta og fara eftrir vilja ríkisstjórnarinnar. Það er jú ríkið sem á Landsvirkjun.

Það gengur ekki að Landsvirkjun dragi lappirnar. Eigi þjóðin að ná sér á strik og lífskjör batni verður að virkja og setja allt á fullt.

Það er flott hjá Njarna formanni Sjálfstæðisflokksins að skipa nýja stjórn í Lasndsvirkjun. Það er nauðsynlegt að gefa vinstri afturhaldsöflunum frí frá stj

órnarsetu í Landsvirkjun. Það þarf að skipa fólk sem hefur áhuga á að byggjha hér upp atvinnulífið. Það verður ekki gert nema að Landsvirkjun fari á fullt í að virkja.


Einu sinn var til Sjálfstæðisflokkur

Er það virkilega að verða þróunin að barna börnin okkar geta sagt þegar þau verða fullorðinn,einu sinni var til stjórnmálaflokkur sem hér Sjálfstæðisflokkur. Það er hreint ótrúlegt og um leið sorglegt að sjá hvernig fylgi Sjálfstæðisflokksins er á hraðri niðurleið í höfuðvígi flokksins í gegnum tíðina. Það er ekki mjög langt síðan að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík fékk yfir 60% fylgi. Í þá tíð leiddi Davíð Oddsson flokkinn í Reykjavík.

Prófkjörið um helgina í Reykjavík náði ekki til kjósenda.Þátttakan með afbrigðum léleg. Útkoman er listi sem nær ekki neinu flugi. Það gengur ekki að konum sé hafnað. Enginn ferskleiki á listanum.Það er ekki vænlegt að hafa þrjá miðaldra karla í efstu sætunum. Væntanlega verður forysta flokkins að breyta listanum og það hlytur að gerast. Strax heyrist að einhverjir ætli ekki að taka sæti,þannig að það auðvildar kannski breytingar.

Staða flokksins í Reykjavík og á æandsvísu getur haft verulefg áhrif í sveitarstjórnum þar sem flokkurinn býður fram. Það hlýtur að vera mikið umhugsunarefni fyrir Sjálfstæðismenn t.d. hér á Suðurnesjum þar sem flokkurinn hefur yfirleitt verið sterkur.

Sjálfstæðismenn um allt land verða nú alvarlega að hugsa sinn gang ef ekki á illa að fara í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor.


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks aldrei minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn þarf Vigdís að bíða

Æ,skelfing er að heyra að engin breyting verður á ráðherraliðinu í bráð. Margir hafa beðið spenntir eftir því að Vigdís Hauksdóttir,Framsóknarflokki,settist í ráðherrastól. Það verður nefnilega ansi erfitt fyrir Sigmund Davíð að ganga fram hjá henni. Vigdís hlaut mjög góða kosningu í sínu kjördæmi.

Það kemur örugglega mikill hressileiki með Vigdísi inn í ríkisstjórnina. Hún segir hlutina umbúðalaust og ekkert að skafa af hlutunum.

Fyrir fjölmiðla verður það óskastaða að fá Vigdísi í ráðherrastól. Þá verða ekki vandræði með krassandi fyrirsagnir. Hvað Þurfum við eiginlega að bíða lengi eftir að Vigdís Hauksdóttir verði ráðhera?


mbl.is Engar breytingar á ráðherrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mínus 400 Landsspítali plús 100 í Umhverfisráðuneyti

Forgangsröðun vinstri stjórnarinnar var með ólíkindum. Jóhanna og Steingrímur kölluðu stjórnina sína norræna velferðarstjórn.Þvílík öfugmæli. Á Landsspítalanum var skorið niður og skorið niður. Starfsmönnum fækkað um 400.

Á sama tíma fjölgaði Svandís í Umhverfisráðuneytinu og stofnunum þess starfsfólki um 100. Hvers konar forgangsröðun var þetta eiginlega?

Það er ekki öfundsvert hlutverk hjá ríkisstjórn Sigmundar Davíð og Bjarna Benediktssonar að vinda ofan af vinstri vitleysunni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband