20.9.2013 | 11:35
Samfylking og VG ekki í ríkisstjórn?
Alveg er það með ólíkindum að hlusta núna á foruystumenn Samfylkingar og Vinstri grænna.þ Þau hamast við að skammast út í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Árni Páll, Steingrímur J. og Katrín formaður VG setja upp hneykslunarsvip og skilja ekkert í að ekki sé búið að leysa hin og þessi málin. Botna ekkert í stöðu Íbúðalánasjóðs, botna ekkert í að það vanti leiguíbúðr. Skilja ekkert í slæmri stöðu ríkissjóðs. Hvers vegna í óskupunum hefur Bjarna og sigmundi Davíð ekki tekist að leysa öll málin á þeim rúmu hundrað dögum sem þeir hafaverið í ríkisstjórn.
Árni Páll,Steingrímur J. og Katrín eru alveg búin að gleym því að þeirraflokkar sátu í rúm fjögur ár í ríkisstjórn. Það sem þau skammast nú mest útí eru mál, sem þau stjórnuðu. Hvers vegna eru heilbrigðismálin í molum? Ekki er það vegna núverandi stjórnar.
Allir eru óþolinmóðir að bíða eftir betri tíð eftir óstjórn vinstri flokkanna. Það verður að gefa nýrri ríkisstjórn vel fram á haustið til að hún geti sýnt á spilin sín. Á meðan ætti Árni Páll,Steingrímur J. og Katrín að hafa hljótt um sig. Kjósendur hafa ekki enn gleymt stjórnarháttum þeirra.Það þýðir ekkert fyrir þau að láta eins og Samfylking og VG hafi aldrei verið í ríkisstjórn.
18.9.2013 | 20:23
Klúður í Reykjavík?
Ætla Sjálfstæðismenn virkilega að standa í því að skjóta sig illilega í lappirnar. Hvernig getur mönnum dottið í hug að ætla að fara nokkra áratugi aftur í tímann og hafa einhverja klíku til að stilla upp framboðslista, Slíkt mun aldrei verða til þess að skapa fylgi.
Það eina sem er raunhæft er að efna til prófkjörs,þar sem allir Sjálfstæðismenn í Reykjavík geta tekið þátt. Hefur það ekki verið venjan að efsti maður í úrslitum prófkjörs er oddviti listans og um leið borgarstjóraefni. Það getur varla verið einfaldara.
Kjósa um tvær leiðir við val á lista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.9.2013 | 13:44
Reykjanesbær höfuðborg Íslands?
Það er alveg með ólíkindum að fylgjast með málflutningi og framgöngu all flestra borgarfulltrúa í Reykjavík. Þeir hamst eins og þeir geta með yfirlýsingar um að flugvöllurinn í Vatnsmýri verði að fara. Það er eins og ekkert byggingarland sé til á höfuðborgarsvæðinu svo mikið er þei niðri fyrir að losna við innanlandsflugvöllinn úr höfuðborginni.
Það er eins og það skipti engu máli að flugvöllurinn skapar fleir hundruð bein störf í Reykjavík auk allra óbeinna starfa í þjónustu og heilbrigðiskerfinu.
Það er alveg rétt sem Árni Sigfússon sagði í viðtali að vilji Reykvíkingar endilega losna við flugvöllinn er Reykjanesbær alveg tilbúinn að taka við innanlandsfluginu á Keflavíkurflugvöll.
Í framhaldinu væri þá rétt að flytja stjórnsýsluna og Alþingi til Suðurnesja.Auðvitað á þá að byggja fyrirhugað hátæknihús á Suðurnesjum. Sendiráðin flytjast til Suðurnesja. Hótel munu rísa upp fleiri og fleiri á Suðurnesjum. Við stígum skrefið til fulls og gerum Reykjanesbæ (Reykjanesborg) að höfuðborg Íslands. Þá geta blessaðir borgarfulltrúar Reykjavíkur tekið gleði sína.
Eitt er alveg á hreinu,þjóðin hefur ekki efni á að byggja nýjan flugvöll vilji borgarfulltrúar Reykjavíkur endilega losna við flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. Innanlandsflugið flyst þá til Keflavíkur.
16.9.2013 | 17:07
286.000 króna mánaðahækkun.Er kjaranefnd lausnin fyrir alla ?
Það hefur að vonum vakið athygli hver rausnarleg kjaranefnd er að úrskurða topp embættismönnum launahækkanir. Allt uppí 286 þús.kr hækkun á mánuði til starfsmanns sem þó hafði um 1400 þús. á mánuði fyrir. Rausnarlegt er einnig að hafa þetta afturvirkt í eitt ár.
Það virkar því ósköp kjánalegt þegar foruystumenn ríkisstjórnar koma nú fram á sviðið og segja við launþega. þið verðið að gæta hófs í ykkar launakröfum. Ef launverða hækkuð mikið fer allt á hliðina.
Þetta virkar eitthvað svo asnalega þegar nefnd skipuð af ríkinu ákveður tug prósenta launahækkun til topp embættismanna hjá ríkinu.
Spurning hvort launþegahreyfingin á að fara fram á að kjaranefnd ákveði laun allra í landinu.Ætli það kæmi rausnarleg hækkun út úr því? Hgsið ykkur,einn aðili er að fá mánaðarhækkun sem nemur hærri upðphæð en verkamaður hefur í dag á mánuði.
Reyndar er það svo,eigi verðbólgan ekki að fara á fullt,að raunhæfustu kjarabætur þeirra lægst launuðu og þeirra sem er með miðlungstekjur er hækkun skattleysismarka. Það er mun sanngjarnara heldur en prósentuhækkun á öll laun.
29.8.2013 | 00:37
Er ekki allt í lagi Kristján Þór?
Hvernig getur heilbrigðisráðherra dottið í hug að loka skurðstofunni á Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum.Ég hef haft mikla trú á Kristjáni Þór Júlíussyni. Á landsfundum Sjálfstæðisflokksins hef ég stutt hann í forystuhlutverkin sem hann hefur leitað eftir. Ég hélt að Kristján Þór skyldi manna best þörf landsbyggðarinnar til að hafa góða og örugga þjónustu. Sérstaða Vestmannaeyja er mikil. Eins og við þekkjum til er ekki alltaf flugfært til Eyja. Það er ansi löng leið að eiga að keyra með sjúkling frá Landeyjahöfn. Reyndar er ekki öruggt að það sé alltaf fært að sigla þangað eins og dæmin sanna.
Um 60 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun að flugvöllurinn verð áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Helstu rökin í þeim efnum er nálægðin við sjúkrahús. Fullyrt er að það hafi bjargað mörgum mannslífum.
En hvað með Vestmannaeyjar? Það er svo fáránlegt að ætla að skerða þjónustuna svona og með því að skapa óvissu og hættuástand. Það er grundvallaratriði fyrir samfélag eins og Vestmannaeyjar að geta boðið uppá góða heilbrigðisþjónustu. Liður í þeirri þjónustu er að starfrækt sé skurðstofa.
Ágætu þingmenn Suðurkjördæmis. Beitið ykkur í þessu máli og komið í veg fyrir lokun skurðstofunnar í Eyjum.
Eins og þruma úr heiðskíru lofti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.6.2013 | 14:51
Sjálfstæðismenn. Ekki svíkja loforðið.
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur lýstu því yfir fyrir kosningar að hætta bæri viðræðum um inngöngu Íslands í ESB. Það hefur verið staðið við þetta að því leyti að öll vinna og viðræður hafa verið stoppaðar.
Sjálfstæðisflokkurinn boðaði það mjög stíft fyrir kosningar að ekki yrði haldið áfram með viðræður nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreisðlu. Þjóðin ætti að segja sitt álit hvort halda ætti áfram eða hætta alveg.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir að kosið yrði um málið á kjörtímabilinu. Sérstaklega var rætt um að það gæti átt sér stað á fyrri hluta kjörtímabilsins.
Nú segir Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins að þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki á dagskrá og gefur það fyllilega til kynna að ekki standi til að halda hana.
Sjálfstæðismenn ættu að hafa í huga hvernig fór hjá Vinstri grænum eftir að hafa svikið öll sín loforð varðandi ESB.
Það gengur ekki standi til að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu. Forysta Sjálfstæðisflokksins verður að gefa það út að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreisðlu.
Þjóðaratkvæði um ESB ekki á dagskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.6.2013 | 23:24
20% dýrara á Íslandi
Ansi er hún slándi fréttin um að bensínverð á Íslandi sé 20% dýrara á Íslandi en í löndum Evrópu. Díselverð er 15 % dýrara. Er þetta eðlilegt? Samkeppniseftirlitið hefur ákvðið að hefja rannsókn.
Miðað við fjölda olíufélaga hér er undarlegt að það skuli nánast alltaf vera sama verð hjá öllum. Reyndar er alveg ótrúlegur fjöldi bensínstöðva hér á landi og væntanlega hefur það áhrif á álagninguna til hækkunar.
Miðað við kosningalofirð Sjálfstæðisflokksins getum við reiknað með að ríkið dragi úr sinni skattheimtu,þannig verð lækkar á næstunni. Það verður spennandi að heyra fréttirnar frá sumarþinginu sem hefst á morgun. Þar á að tilkynna skarttalækkanir.
5.6.2013 | 10:01
Kuldahrollur Steingríms J.
Steingrímur J.Sigfússon fyrrverandi formaður Vinstri grænna og fyrrverandi allsherjarráðherra í hinni tæru vinstri stjórn segist fá kuldahroll af tilhugsuninni um að nýja ríkisstjórnin ætli að stuðla að því að eitthvað fari að gerast í Helguvík.
Þetta er merkilegt í ljósi þess að þessi sami Steingrímur J. spilaði út milljörðum til að skapa möguleika á jákvæðri þróun á Bakka í sínu eigin kjördæmi.
Það er með ólíkindum sú mikla andstaða sem er hjá Vinstri grænum við að framkvæmdir geti farið á fullt í Helguvík.Steingrímur J. sagði það hreint út í viðtali nýlega að hann fengi kuldahroll af tilhugsuninni um að Ragnheiður Elín iðnaðarráðherra ætlaði að reyna að liðka til fyrir framkvæmdum í Helguvík.
Steingrímur J. undirstrikar það rækilega með orðum sínum hvernig vinstri stjórnin vann gegn Suðurnesjum.
3.6.2013 | 13:34
Vilja ekki súpu og brauð
Guðmundur Steingrímsson og Árni Páll Árnason er alveg æfir af reiði. Það hefur svo sannarlega komið fram í fjölmiðlum. Hvernig dettur þeim Sigmundi Davíð og Bjarna Benediktssyni það eiginlega í hug að senda stjórnarandstöðunni matseðil nú við upphaf sumarþings án þess að hafa samráð við Guðmund og Árna Pál.
Auðvitað er eðlilegt að þeir séu illir,sárir og svekktir. Sérstaklega þegar kemur í ljós að það á að bjóða stjórnarandstöðunni uppá súpu og brauð fyrsta dag þingsins.
Að sjálfsögðu hefði það verið almenn kurteisi hjá þeim félögum Bjarna og Sigmundi Davíð að hafa þá með í ráðum Guðmund og Árna Pál. Kannski hefðu þeir viljað hafa pizzu eða lambasteik svona fyrsta daginn.
Fyrstu dagar þingsins ætla ekki að byrja vel. Kannski verður málþóf um matseðil þingmanna. Já,þa-ð byrjar ekki vel samráðið sem nýja ríkisstjórnin boðaði.
Fengu matseðil en ekki þingdagskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.6.2013 | 22:27
Bjartsýni ríkir í sjávarútvegi
Eitt af því sem skýrir hrun Samfylkingar og Vinstri grænna í síðustu kosningum að stjórni var í stríð við allt og alla. Eitt dæmi um það var stríðið við þá sem starfa í sjávarútvegi. Vinstri stjórnin hélt öllu í heljargreipum. Engin treysti sér í fjárfestingar vegna óhóflegrar skattpíningar með veiðigjöldunum.Allir eru sammála að útgerðin þarf að greiða sanngjarnt gjald vegna heimilda til veiða en ekki gjald sem slátrar öllum minni útgerðum.
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur boðuðu að gjaldið yrði tekið til endurskoðunar. Sjávarútvegsráðherra hefur boðað að unnið verði þannig í málunum að samstaða náist. Það kveður við nýjan og breyttan tón. Núverandi ríkisstjórn ætlar ekki í stríð heldur skapa sátt. Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa fagnað og nú munu fjárfestingar fara af stað sem skila miklu í þjóðarbúið.
Það er mun léttara yfir öllu í þjóðfélaginu eftir að Vinstri stjórninni var gefið frí.
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar