Nýr flokkur Jóns og Bjarna?

Það hefur ansi mikið kvarnast úr þingflokki Vinstri grænna á þessu kjörtímabili. Menn hafa gengið í aðra flokka,eru utanflokka og svo stofnað ný stjórnmálasamtök. Menn yfirgefa VG vegna svika við stefnuskrána, foringjaræðis og að ekki séu leyfðar aðrar skoðanir en formaðurinn hefur, sem Björn Valur sér um að túlka.

Nú berast fréttir af óánægju Jóns Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra og meðreiðarsveins hans Bjarna Harðarsonar. Hér eru á ferðinni miklir anstæðingar ESB. Bjarni var Framsóknarmaður en hélt í sínu sakleysi að hann myndi best tryggja að Ísland veðraði sig ekki upp við ESB með að ganga í VG. Bjarni hélt að VG færi eftir sinni eigin stefnu,en komst að öðru.

Nú velta menn því fyrir sér hvort þeir félagar séu byrjaðir að undirbúa enn einn nýja flokkinn.


mbl.is Bjarni og Jón mættu ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira,meira Björn Valur þá hrynur það litla fylgi sem eftir er hjá VG.

Einhver orðljótasti þingmaður sem situr á Alþingi er Björn Valur hjá VG. Nú hefur hann snúið sér að sínum félögum og hundskammar þá fyrir að fara eftir stefnu flokksins. Í hvert sinn sem Björn Valur opnar munninn eða sendir einhver skrif frá sér fækkar atkvæðum Vinstri grænna.Það voru einhverjir enn til sem segjast ætla að kjósa VG.Eftir Hóla fund Vinstri grænna eru þeir örugglega ekki margir sem treysta sér að kjósa VG. Katrín varaformaður hundskammar þá sem eru á móti ESB.Og svo kemur Björn Valur og bætir um betur á sinn alkunna hátt. Já,Vinstri grænir hljóta að fá langt frí eftir næstu kosningar.
mbl.is Staðan „óljós og ruglingsleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veit Katrín ekki að VG er í stjórn?

Nú er Oddný fjármálaráðherra bráðum aftur óbreyttur þingmaður. Eins og við var búist tekur Katrín Júlíusdóttir aftur við ráðherraembætti. Katrín er ein af frambærilegustu þingmönnum,sem Samfylkingin á. Katrín sýndi það í iðnaðarráðuneytinu að það er töggur í henni. Lítið varð henni samt ágengt i atvinnuuppbyggingnu vegna þröngsýni og afturhaldsstefnu Vinstri grænna. Nú heyrir maður enn á ný að Katrín talar um að beita sér sem fjármálaráðhera fyrir atvinnuuppbyggingu. Ég efast ekki um að Katrín vill þetta,en veit hún ekki enn að Vinstri grænir eru í ríkisstjórn.Svo lengi sem VG er í ríkisstjórn verða engar framfarir í landinu.

Og svo í lokin. Mikið rosalega held ég það væri sterkur leikur hjá Samfylkingunni að losa sig við Jóhönnu úr formannsembættinu og setja Katrínu í staðinn.

 


mbl.is Katrín fjármálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir ætla á ný að bjóða upp á gömlu uppfærsluna um ESB.

Í rúm þrjú ár hafa flestir af þingmönnum og forystuliði Vinstri grænna tekið af fullu þátt í sýndarleik Samfylkingarinnar um ágæti þess að ganga í ESB.Svo langt hefur þjónkun forystu VG gengið að mætir menn eins og Jón Bjarnason og Ásmundur bóndi yfirgáfu flokkinn. Með eitt af höfuðhlutverkum í blekkingarleik Samfylkingarinnar hefur Steingrímur J. farið með. Í rúm þrjú ár hefur hann leikið sína ESB rullu án þess að ýja nokkru sinni að því að tími væri kominn til að hætta sýningum eða a.m.k. að taka smá pásu.

Nú styttist í kosningar. Hinn almenni leikhúsgestur á Íslandi hefur ekki kunnað að meta leiklistartilburði Steingríms J. og félaga. Hinn almenni félagi í VG er orðinn hundleiður á þessum ESB frasa forystu VG. Allt í einu á einni nóttu koma helstu leikarar Vinstri grænna fram á sviðið og segja, nú viljum við aftur uppfæra handritið okkar frá því fyrir síðustu kosningar,þ.e. að vera á móti ESB. Við eigum ekkert erindi þangað hrópa þau nú kvartett Steingrímur J. Katrín,Svandís og Árni Þór. Halda þau virkilega að íslenskir kjósendur fjölmenni til þeirra á þessa sýningu. Auðvitað vita kjósendur að engin meining liggur að baki. Á móti handritinu yrði snarlega hent aftur ef VG kæmist að nýju í stjórn með Samfylkingunni. Enda hefur Jóhanna stórstjarna ESB leiksins sagt hlustið ekki á Vinstri græna. Þau meina ekkert með þessu upphlaupi sína um að stöðva ESB fáránleikann.

Vinstri grænir kunna orðið svo vel hlutverkið um ágæti ESB klúbbsins eftir þriggja ára stanslausa sýningu að þeim tekst ekki að snúa við blaðinu og taka til uppfærslu gamla handritið,Við erum á móti ESB. Það verða ansi fáir sem munu mæta á sýningar VG í vetur og enn fleiri klappa fyrir leikurunum. Leikdómur kjósneda mun svo koma í ljós þegar talið verður uppúr kjörkössunum næsta vor. Þá fyrst munu forystumenn VG sjá að þeir hafa allt of lengi leikið vitlaust leikritþ Kjósendur taka ekkert mark á tilrauninni um að leika kosningaleikritið frá 2009. Það gengur ekki hjá VG árið 2012.


mbl.is „Subbulegar alhæfingar“ í ræðu Katrínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er einhver tilgangur að hafa Þráin á Alþingi?

Einhver dómharðasti þingmaður í garð annarra er Þráinn Bertelsson. Hann fer létt með að tala niður til annarra en upphefja sjálfan sig. Það er kannski eingöngu Björn Valur sem á möguleika í að ná hrokasætinu af Þránni.
Það hlýtur að vera fagnaðarefni fyrir Vinstri græna að Þráinn ætli ekki að mæta á fund þeirra. það verður líka örugglega fagnaðarefni fyrir kjósendur að gefa Þránni frí frá Alþingi í næstu kosningum.
mbl.is Sér engan tilgang í að mæta á fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fór Jóhanna og kvaddi Ólaf Ragnar?

Eitt af stóru málunum hjá Jóhönnu Sigurðardóttur er hvort hún sem handhafi forsetavalds eigi að fylgja forsetanum á flugvöllinn og taka í hendina á honum. Jóhanna getur ekki hugsað sér að uppfylla þetta ákvæði sem er í hennar starfslýsingu. Aftur á móti virðist Jóhanna ekkert hafa á móti launagreiðslunni sem hún fær ,þar sem gert er ráð fyrir að hún kveðji Ólaf Ragnar og taki á móti honum við heimkomu.

Auðvitað má feila um þessa hefð. Spurning hvort það sé ekki full ástæða til að breyta þessu eins og hugmyndir hafa verið uppi um. Þetta er allt of mikil kóngalykt af þessu fyrirkomulagi. 

Frægt varð á sínum tíma þegar Össur utanríkisráðherra neitaði að fara í ferð með Ólafi Ragnari. Össur sagðist ekki vera neinn töskuberi fyrior Ólaf Ragnar. Og nú neitar Jóhanna að vera í fylgdarþjónust fyrir Ólaf Ragnar. Já,forsetinn er ekki í miklu uppáhaldi hjá Samfylkingunni.


mbl.is Ólafur Ragnar í Alaska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað varð um Skjaldborg fjármálaráðherra?

Oddný G.Harðardóttir Samfylkingarþingmaður og núverandi fjármálaráðherra sagði nýlega að vinstri stjórnin hefði sérstaklega unnið að því að gæta hagsmuna þeirra verst settu í þjóðfélaginu.Mikil leit hefur staðið yfir í langan tíma að Skjaldborginni,sem Samfylkingin lofað fyrir heimilin. Loksins var upplýst að Oddný hefði fundið Skjaldborgina og nú væru allir á grænni grein.Eitthvað virðist þetta hafa farið framhjá mörgum á Suðurnesjum miðað við staðreyndirnar sem lagðar eru fram í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.Allavega hefur þetta farið illa framhjá Oddnýju fjármálaráðherra. Oddný hefur örugglega gleymt að líta á atvinnuleysistölurnar og hversu margir hafa flutt í burtu af svæðinu bæði til annarra staða hér á landi og erlendis.Lang hæsta hlufall á vanskilaskrá er á Suðurnesjum. Allt segir þetta sína stöðu um afkomu fólks.

Það má vel vera að Oddný hafi fundið Skjaldborgina undir ráðherrastól sínum, en fáir aðrir  hafa orðið var við hana.


mbl.is Tugir manna að missa bótarétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hliðarspor Lilju slátrar Samstöðu.

Það vekur óneitanlega furðu að Lilja Mósesdóttir ætlar sér ekki að gegna formennsku og forystuhlutverki í Samstöðu. Hin raunverulega kosningabarátta er ekki hafin,þannig að Lilja lætur ekki reyna á það hvort hennar vinna og málstaður eigi hljómgrunn meðal kjósenda. Það hlýtur að þurfa að hafa fyrir því að sannfæra kjósendur um sína kosti og stefnu. Ég hélt að Lilja væri meiri baráttukona heldur en nú kemur í ljós. Samstaða fékk alveg glimrandi start á sínum tíma,en eftir að Siggi Stormur yfirgaf flokkinn fór fylgið í skoðunakönnunum að hrynja. Voru vinsældirnar eingöngu Sigga Stormi að þakka?

Fyrst Lilja tekur þetta hliðarspor minnka líkurnar ansi mikið að flokkurinn nái að fá menn á þing. 


mbl.is Lilja gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íbúar og gestir Nesvalla í Reykjanesbæ geta keypt bjór og léttvín.

Í blaðinu Reykjanes,sem kom út í dag kemur fram í grein að eldri borgarar á Nesvöllum geti keypt sér bjór eða léttvín hvort sem er á matartímum eða þegar sérstakar skemmtanir eru um kvöld og helgar. Sigurður Garðarsson framkvæmdastjóri segir það eiga að vera frjálst val hvers einstaklings að njóta veitinga með,eða án víns.

Reynsla Nesvalla s.l. 4 ár af þessu fyrirkomulagi er góð og hafa bæði íbúar og gestir tekið þessari þjónustu mjög vel,segir Sigurður í blaðinu Reykjanes.

Auðvitað á þetta vera sjálfsagður hlutur fyrir íbúa og gesti á dvalarheimilum aldraðra.


mbl.is Geta sótt um vínveitingaleyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Situr Samfylkingin uppi með Jóhönnu áfram sem formann?

Gífurlegur taugatitringur mun nú vera í forystusveit Samfylkingarinnar. Æðsta ráð flokksins kemur saman um helgina og margir óttast að Jóhanna muni þar tilkynna að hún ætli sér formannsstólinn áfram. Æðsta ráðið gerir sér grein fyrir að það verður ekki auðvelt að fara í næstu kosningar með Jóhönnu sem formann. Óvinsældir ríkisstjórnarinnar fara vaxandi með hverri vikunni og fylgi Jóhönnu hefur hrunið frá því sem áður var.

Reyndar skiptir það litlu fyrir Samfylkinguna hver verður formaður, flokkurinn mun missa megnið af fylgi sínu í næstu kosningum. Kjósendur munu ekki afhenda þessum ESB flokki völdin áfram. það er alveg á hreinu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband