21.8.2012 | 20:39
Hræsni Jóhönnu.
Jóhanna Sigurðardóttir segir að alls ekki megi hætta í ESB vegferðinni. Jóhanna segir að ekki megi fyrir nokkurn mun taka réttinn af þjóðinni að fá að kjósa um ESB samning. Hún blæs á rök VG ráðherranna að rétt sé að staldra við. Staðan sé þannig í ESB að það sé full ástæða að staldra við og meta stöðuna að nýju.
Hrlsni Jóhönnu er mikil þegar hún beitir þeim rökum að þjóðin eigi að ráða. Hvers vegna má ekki spyrja þjóðina hvort hún vilji þetta ESB ferli. Ekki vildi Jóhanna leyfa þjóðinni að kjósa hvort hefja ætti viðræður.Ef Jóhönnu væri svona annt um að þjóðin fái að ráða þá hlýtur hún að samþykkja að þjóðin kjósi um það hvort haldið verður áfram í ESB vegferðinni.
Hefur nokkur trú á að Jóhanna samþykki það?
21.8.2012 | 12:59
Steingrímur J.hrósar sér af verkum ríkisstjórnar Geirs H.Haarde.
Steingrímur J. er furðulegur stjórnmálamaður. Nú skrifar hann í erlenda fjölmiðla heljarinnar grein þar sem hann hrósar sér af neyðarlögum sem ríkisstjórn Geirs setti á haustdögum 2008. Steingrímur J. greiddi ekki atkvæði með setningu neyðarlaganna. SteingrímurJ. greiddi ekki atkvæði með samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Nú segir Steingrímur J. að rétt viðbrögð 2008 hafi hreinlega bjargað Íslandi frá gjaldþroti.
Auðvitað viðurkenna allir sanngjarnir menn að Geir H.Haarde og hans fólk bjargaði Íslandi eftir bankahrunið með nákvæmlega réttu vinnubrögðunum. En kaldhæðnislegt er það að Steingrímur J. var einn af framvarðarsveitinni sem ákærði Geir fyrir Landsdómi og vildi koma honum í fangelsi.
Skömm Steingríms J. mun ekki gleymast í sögunni þótt hann grípi nú til þess ráðs að hrósa sjálfum sér af verkum Geirs H.Haarde.
Evrópa geti lært af Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nú reynir á þingmenn VG, hvort ræður meira stefna VG eða ráðherrastólar.
Ekki brot á stjórnarsáttmálanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.8.2012 | 15:32
Eyjamenn hækka lægstu laun.
22.6.2012 | 17:02
Jóhanna hlýtur að segja af sér.
18.6.2012 | 11:26
Bónus fyrir mætingu í þingsal?
Mestu áhyggjur mqargra þingmanna núna virðast vera að þurfa að mæta í vinnuna. Mikil orka fer í það að reyna að ljúka þingstörfum í stað þess að ræða málin. Hvað er eiginlega að því þó þingstörf séu bróðurpartinn af sumrinu. Flestir launþegar verða að búa við það að taka frí í 4-6 vikur. Er það bara ekki aalt í lagi þótt þingmenn búi við sömu starfsskilyrði og aðrir launþegar.
Mörgum finnst furðulegt að sjá þingsálinn nánast tóman þegar merkilegar umræður fara fram. Nú er upplýst að þingmenn sitji í staðinn og horfi á EM í fótboltanum og Aðþrengdar eiginkonur.Mörgum finnst einnig skrítið að við atkvæðagreiðslur er oft fjöldi þingmanna fjarverandi.
Þingmenn kvarta mjög um sín lélegu laun. Það er því spurning hvort rétt væri að komu upp bónuskerfi hjá þeim fyrir mætingu. Eitthvað verður að gera svo þingmenn fáist til að stunda sína vinnu.
Sjö varaþingmenn á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.6.2012 | 13:26
Mesti ófriður á Alþingi í 34 ár. Hver er skýringin?
Hátíðarhöld hafin á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2012 | 13:36
Eru ekki 63 þingmenn ?
Það hlýtur að vekja athygli að jafn stórt mál og breytingar á stjórnarráði eru samþykktar með 28 atkvæðum. Það eiga að sitja 63 á Alþingi,þannig að svona sórt mál fer í gegn með minnihluta þingmanna. Atkvæði féllu þannig að 28 samþykktu og 21 á móti. Árni Páll sat hjá. Hvar eru þeir 13 sem vantar uppá? Varla getur það verið að um svo mikil veikindaforföll sé að ræða. Varla getur það verið að þingmenn skrópi og mæti ekki á vinnustaðinn. Varla getur það verið að þeir séu að sinna öðrum málum þegar jafn stórt má l er á dagskránni.
Það hlýtur að þurfa að fá á því skýingar hvers vegna svona stórt mál fer í gegn á minnihluta atkvæða. Eða er það svo að menn geri samkomulag um það hverjir megi vera fjarverandi þannig að hlutföllin raskist ekki. Getur það verið?
Breytt stjórnarráð samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2012 | 12:53
Íslandsmeistari þingmanna í málþófi hótar.
Jóhanna Sigurðardóttir á Íslandsmet þingmanna í málþófi. Hún talaði samfellt í rúmar 11 klukkustundir í pontu Alþingis fyrir nokkrum árum. Þessi ræðutími minnir mun meira á leiðtoga kommúnistaríkja heldur en hér á Íslandi. Castró á Kúbu var t.d. mjög þekktur fyrir sínar löngu ræður.Nú virðist Jóhanna vera með allt aðrar skoðanir á að málin séu rædd. Nú skammar hún Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn fyrir að vilja ræða málin. Nú skulu mál Jóhönnu keyrð í gegn án mikillar umræðu. Jóhanna sýnir enn og aftur Alþingi lítilsvirðingu og beitir hótunum. Ef þið hættið ekki að tala verðið þið sitja hér á þingi langt fram á sumar.
Bíddu við. Eru þingmenn ekki á árslaunum? Er eitthvað athugavert við það þótt þeir séu í vinnu í maí og júní líka?
Þingmenn verða að stoppa yfirgang Jóhönnu og Steingríms. Það er ekki boðlegt að henda fyrir ingmenn illa undirbúnum málum og heimta að þau séu rædd án umræðu.
Fundað fram á sumar ef þarf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þeir standa sig vel lífeyrissjóðirnir í að bæta kjör sinna stjórnarmanna.Auðvitað sjá stjórnarmenn í Framtakssjóði Íslands að það gengur ekki lengur að láta menn búa við einhver sultarlaun. Auðvita dettur ekki nokkrum manni í huga að sitja stjórnarfundi og fá bara 100 þús.kr. á mánuði. Hvað ætli það séu haldnir margir stjórnarfundir á mánuði? Að sjálfsögðu verða menn að fá sómasamleg laun. Það dugir ekkert minna en 80% kauphækkun. Viðbrögð miðstjórnar ASÍ eru furðuleg. Í stað þess að fagna þessari kauphækkun eru þeir með einhverja stæla og mótmæla.Að sjálfsögðu á ASÍ að fagna. Lífeyrissjóðirnir eru hér að gefa fordæmi. Fyrst stjórnarlaun eiga að hækka um 80% hljóta stjórnvöld og atvinnurekendur að taka mið af hækkunargleði Framtakssjóðs á launum sinna forystumanna. Lífeyrisþegar geta nú vænst þess einnig að fá verulegar leiðréttingar sinna mála.
Ekki getur það verið að leiðtogarnir vilji bara hækka við sig launin og skilja óbreytta launþega og lífeyrisþega eftir með óbreytt. Getur það nokkuð verið ??
Ósátt við hækkun stjórnarlauna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 828783
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar