21.9.2011 | 10:34
Slæm staða hjá stjórnarandstöðunni.
Vinstri stjórn Jóhönnu og Steingríms J. hefur nánast glatað öllu trausti landsmanna. Miðað við þessu stöðu væri eðlilegt að álykta að stjórnarandstöðuflokkarnir nytu mikils traust hjá miklum meirihluta þjóðarinnar. Staðreyndin er allt önnur.Samkvæmt nýrri skoðanakönnun segjast 63% vera mjög eða frekar óánægð með störf stjórnarandstöðunnar.
Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur stjórnarandstöðuflokkanna og hlýtur því að þurfa að taka þennan skell til alvarlegrar skoðunar. Hvers vegna nær málflutningur flokksins ekki til kjósenda. Hvers vegna virkar það ekki ábyrgt sem flokkurinn heldur fram í málflutningi sínum.
Kjósendur vilja sýnilega breytingar á forystuliði Sjálfstæðisflokksins og endurnýjun á frambjóðendum til þings. Það sýndi sig greinilega þegar stuðningsmenn flokksins voru beðnir að velja milli Bjarna núiverandi formanns og Hönnu Birnu. Mikill meirihluti Sjálfstæðismanna vill fá Hönnu Birnu til að taka að sér forystuhlutverkið.
Í nóvember verður Landsfundur Sjálfstæðisflokksins haldinn. Framtíð flokksins veltur á því hvernig landsfundurinn tekur á málum. Tekst það að búa til trúverðuga stefnu. Hlusta fulltrúar á grasrótina í flokknum sem vill sjá breytingar á forystunni. Það á eftir að koma í ljós.
Átti Sjálfstæðisflokkurinn sig ekki á stöðunni er hætt við að ný framboð geti fengið hljómgrunn eins og gerðist í Reykjavík.Auðvitað má það ekki gerast að eitthvert flokkaflakkaraframboð með stuðningi
geimfaraflokksins komist til valda á Alþingi.
Það er í höndum trúnaðarmanna Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi hvort það gerist eða ekki.
20.9.2011 | 21:35
Verður Jóhanna næst í röðinni hjá þingmanni Vinstri grænna?
Björn Valur hinn fullkomni þingmaður Vinstri grænna er nú að færa út kvíarnar. Nú finnst honum kominn tími til að ráðast að ráðmönnum í Evrópuríkjum. Forsætisráðherra Ítalíu kallar hann ræfil.Í leiðinni sendi hann nú ráðamönnum á Íslandi í ríkisstjórn Geirs H.Haarde tóninn.
Nú þegar Björn Valur hefur afgreitt forseta Íslands sem ræfil og bætt forsætisráðherra Ítalíu við auk fyyrri ráðamanna á Íslandi er spurning hvað Jóhanna Sigurðardóttir fær yfir sig.
Varla er Björn hættur. Jóhanna hefur setið manna lengst á þingi. Tekið þátt í fjölda ríkisstjórna,þannig að eitthvað hlýtur Björn Valur að kalla svona stjórnmálamann.
Jóhanna hlýtur að verða næst fyrir fúkyrðum Björns Vals.
Mikið rosalega er þeir heppnir hjá VG að eiga svona fullominn mann eins og Björn Val í sínum röðum.
björn Valur hlýtur að verða næsti formaður Vinstri grænna.
![]() |
Kallar Berlusconi ræfil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.9.2011 | 17:16
Klýfur einræðisbrölt borgarstjóra Besta flokkinn?
Pressan greinir frá því að margir forystumenn í Besta flokknum séu meira en lítið óhressir með einræðisleg vinnubrögð Jóns Gnarr,borgarstjóra. Eru þar nefndar yfirlýsingar geimverunnar um framboð á landsvísu sem þeir segjast ekki hafa verið spurðir um.
Pressan greinir frá því að menn hugi að mótframboði gegn Jóni Gnarr um forystuhlutverkið í Besta flokknum.
Já, það hlaut að koma að því að sæmilega hugsandi menn í Besta flokknum séu lítt hrifnir af einræðislegum tilburðum Jóns Gnarr.
20.9.2011 | 16:03
Eru Bretland og Bandaríkin vinaþjóðir okkar?
Alltaf er talað um að Bretland og Bandaríkin sem okkar helstu vinaþjóðir. H´ðun er skrítin vináttan sem ráðamenn þessara þjóða sýna okkur. Bretar settu á okkur hryðjuverkalög og forseti USA setur á okkur þvingunaraðgerðir vegna hvalveiða okkar.
Er ekki kominn tími til að við hættum að tala um þessar þjóðir sem einhverjar sérstakar vinaþjóðir.
Við erum í Nato klúbbnum með þeim. Þýðir það ekki neitt, nema að við eigum að hlýða þeim sbr. að skrifa undir stuðning við innrásina í Írak.
Svo leggur Samfylkingin höfuðáherslu að komast í ESB klúbbinn með Bretum.
![]() |
Lögfræðingahópur metur lögsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.9.2011 | 13:50
Betri samgöngur í stað gæluverkefna.
Ef byggð í landinu á að vera víðar heldur en á höfuðborgarsvæðinu verður að setja samgöngumál í algjöran forgang.Fréttir sem birtast reglulega af lélegum vegum á Vestfjörðum eru ótrúlegar á árinu 2011. Og enn skal haldið áfram að hunsa óskir heimamanna. Merkilegt að maður sem hefur gefið sig út fyrir að starfa fyrir fjöldann eins og Ögmundur sýnir í starfi sínu hroka og yfirgang. Hvers vegna er ekki hlustað á heimamenn. Hvers vegna í óskupunum á ekki að velja hagkvæmari vegalagningu samkvæmt ósk heimamanna.
Gott hjá fundarmönnum að sýna Ögmundi að þessi vinnubrögð hans ganga ekki.
![]() |
Gengu af fundi með Ögmundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2011 | 15:27
Björn Valur kallar orðbragð sitt um forsetann sárasaklaus ummæli.
Enn hef ég ekki séð neinn taka upp hanskann fyrir Björn Val þingmann VG vegna orðbragðs hann um forsetann á Alþingi.Steingrímur J. hefur ekki einu sinni treyst sér til þess.
Björn Valur hefur enn ekki beðist afsökunar á orðum sínum, segir að hann hefði ekki átt að nota orðið forsetaræfill úr ræðustól. Engin afsökunarbeiðmni til forsetans og bætir svo við til að kóróna skömmina.
"Sárasaklaus ummæli mín um forsetaræfilinn vöktu athygli langt umfram það sem verðskuldað má telja."
Það ömurlegasta við allt þetta allt saman er að Björn Valur skuli hafa verið kosinn til að sitja á Alþingi.
Björn Valur hefur á þingi rætt um ábyrgð og menn ættu að segja af sér. Miðað við dfómhörku hans gagnvart öðrum hlýtur hann að íhuga alvarlega stöðu sína eftir þetta og ætli hann að vbera samkvæmur sjálfum sér segir hann af sér þingmennsku.
![]() |
Hefði ekki átt að nota orðið forsetaræfill |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2011 | 11:37
Vinstri stjórnin búin að finna lausnina til að bjarga þjóðinni.
Það hlaut að koma að því að Vinstri stjórnin fyndi lausnina til að bjarga þjóðarskútunni. Eftir mikla yfirlegu og kaup á alls konar sérfræðiálitum er lausnin fundin. Það þarf að fjölga ráðherrum landsins. Best væri að hafa þá svona 15 talsins. Auðvitað gengur það ekki að ráðherrarnir þurfi að leggja á sig allt of mikla vinnu. Allir hafa heyrt Jóhönnu segja hvað þetta sé erfitt og hún sé svo þreytt. Fjölga verður aðstoðarmönnum uppí 33. Þetta hlýtur að bjarga þjóðinni.
Nú ekki má hafa Reykjavík í reiðuleysi. Björgunaraðgerðin gagnvart borginni felst í að fjölga borgarfulltrúum í 33.
Eftir að Vinstri stjórnin hefur dottið niður á þessa frábæru lausn getur almenningur tekið upp gleði sína. Nú er búið að gera það sem gera þarf. Nú þarf ekki lengur að tala um illa stödd heimili eða ræða um einhverja Sjaldborg. Vinstri stjórnin er búin að redda öllu með því að fjölga og fjölga embættismönnum.
Svo eru alls konar menn út í þjóðfélaginu að tala um að Vinstri stjórnin geri ekkert. Hér sé allt stopp,engar framkvæmdir og atvinnuleysi. Er þetta nú sanngjarn áróður, þegar Vinstri stjórnin er búin að finna lausn á öllum vandanum. Hvers á Vinstri stjórnin og stjórnarþingmenn að vera eyða dýrmætum tíma sínum í að ræða skuldavanda heimila og að koma atvinnulífinu í gang.
Auðvitað ræða Samfylkingin og Vinstri grænir ekki slík mál. aðalatriðið er að fjölga ráðherrum, aðstoðarmönnum og borgarfulltrúum.
Samfylkingin og Vinstri grænir hafa örugglega aukið fylgi sitt verulega með að detta niður á svona frábæra lausn.
![]() |
Ráðherrar gætu orðið 15 talsins og aðstoðarmenn 33 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2011 | 17:12
Skiptir máli hvernig hvalur er drepinn eða hverjir drepa ?
Obama Bandaríkjaforseti hótar þvingunum á Íslendinga hætti þeir ekki hvalveiðum hið snarasta. Merkilegt,miðað við að Bandaríkjamenn sjálfir stunda það að drepa hvali. Er þetta ekki heilmikill tvískinnungur hjá Bandaríkjamönnum?
Athyglisvert var að heyra málsvara íslensku náttúruverndarsinna segja að það gengdi allt öðru máli með veiðar Bandaríkjamanna. Það væru ekki iðnaðarveiðar heldur frumbyggjaveiðar. Það skiptir sem sagt öllu hvernig og hverjir drepa.
Auðvitað eiga Íslendindar fullan rétt á að nýta sér hvalasofnana innan skynsamlegra marka. Reynist ekki markaður fyrir kjötið erlendis sjá menn ekki tilgang í veiðum þar sem arðsemin er ekki fyrir hendi. En ef markaður er til staðar eigum við auðvitað að hafa heimild til a veiða.
18.9.2011 | 12:07
Gleymum ekki framkomu Breta við okkur.
Gott að fá upplýsingarmnar upp á borðið að hryðjuverkalögin sem Bretar settu á okkur hafa veruleg áhrif. Beinn kostnaður okkatr eru rúmir 5 milljarðar. Auðvitað er kostnaðurinn mun meiri. Setning hryðjuverkalaganna skaðaði okkur og er eflaust enn að gera það. Framkoma Breta gagnvart okkur er óafsakanleg.
Svo vilja menn endilega fara í ESB klúbbinn með Bretum. Merkilegt að við skyldum nánast sitja hjá þrátt fyrir yfirgang Breta gagnvart okkur. Við hefðum átt að slíta stjórnmálasambandi við Breta eftir þessa framkomu og hóta úrsögn úr Nato.
Það er ekkert skrítið að Óalfur Ragnar,forseti, skammi stjórnvöld fyrir aumingjaskap.
![]() |
Milljarða tjón vegna hryðjuverkalaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.9.2011 | 14:22
Árni Johnsen líkir vinstri stjórninni við sauðnaut.
Nokkrir þingmenn hafa verið drjúgir við ræðuflutning á septemberþingi. Sumir hafa farið út um víðan völl í umræðunni. Aðrir hafa notað persónulegar svívirðingar um menn. Toppinn þar á Björn Valur vegna orðbragðs um forsetann. Jóhanna forsætisráðherra hefur svo reynt að beita kúgun,hótunum og þvermóðsku til að reyna að fá einræðsivald yfir ráðherraskipan og fleiri atriðum. Sem betur fer tókst henni ekki að ná markmiðinu.
Þetta blessaða septemberþin verður þó örugglega ekki til að auka virðingu almenning fyrir störfum þingsins.
Árni Johnsen er sennilega frumlegasti þingmaðurinn og nálgast oft umræðuefnið á einkennilegan hátt. Í umræðunnni gerði hann mikið úr því að vinstri stjórnin væri eins og sauðnaut. Árni sagði að ræktun sauðnauta hefði mistekist hér á landi vegna þess að þau hefðu fengið rangt fóður. Árni sagði að ríkisstjórnin væri að troða í íslensku þjóðina röngu fóðri fóður.
Samlíking Árna um vinstri stjórnina og sauðnautin er merkileg.
Spurning hvort við værum betur eða jafnilla stödd með sauðnaut í ráðherrastólum henldur en vinstri ráðherrana.
Óneitanlega setur Árni svip á störf þingsins með tali um skúma,sauðnaut,mammúta og nashyrninga.
Kannski semur hann lag og texta um þetta.
![]() |
Ræðusnilld á septemberþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar