16.9.2011 | 17:41
Guðmundur og geimveran saman?
Tækisfærisinninn Guðmundur Steingrímsson mun nú eig í viðræðum við Besta flokkinn um samstarf og væntanlega að mynda hræðslubandalag til að bjóða fram til Alþingis.
Mikið rosalega ætlar Guðmundur að leggjast lágt ætli hann í samflot með Jóni Gnarr,geimveru, og öðrum álíka.
![]() |
Viðræður við Besta flokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.9.2011 | 14:00
Talibanatal Össurar. Líkir Sjálfstæðismönnum við hryðjuveramenn.
Ræða Össurar á þingi þar sem líkir þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem Talibönum er ótrúlega ósvífin. Er Össur að reyna að toppa Björn Val. Svona orðbragð á ekki að geta verið notað af ráðherra og það utanríkisráðherra.
Fyrirsagnir sem við höfum séð um Talibana eru t.d. Talibanar þjarma að konum í Afganistan. Talibanar myrða barn og lögreglumann. Talibanar drepa flesta sakleysingja.Talibanar halda 25 drengjum. Talibanar eru morðingjar. Talibanar hengdu 8 ára barn.
Össur líkir þingmönnum Sjálfstæðisflokksins við Talibana. Er þetta nú ekki fulllangt gengið hjá utanríkisráðherra landsins?
![]() |
Talibanar Sjálfstæðisflokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.9.2011 | 10:22
Námskeið fyrir þingmenn í mannasiðum.
Þingmenn segjast hafa miklar áhyggjur af því að almenningur beri ekki lengur neina virðingu fyrir Alþingi og því starfi sem þar fer fram. Nokkrir þingmenn geta kennt sér um hvernig komið er að maður tali nú ekki um forystumenn núverandi ríkisstjórnar sem sýna þingmönnum hroka og yfirgang.
Það er vissulega hægt að taka undir með Styrmi Gunnarssyni að nauðsynlegt er að hafa námskeið fyrir þingmenn í mannasiðum. Það er fáránlegt að það eina sem virðist kennt er að segja háttvirtur og hæstvirtur. Þessi orð nota þingmenn óspart í ræðum sínum en láta svo fylgja með alls konar niðrandi ummæli um andstæðing sinn og oft á tíðum slíkt orðbragð sem ekki væri liðið að nemendur viðhefðu í grunnskóla. Nærtakast er að taka dæmi um Björn Val þingmann VG.
Hvernig getur almenningur borið virðingu fyrir Alþingi eftir að hafa horft á útsendingu frá vinnustaðnum. Þegar sýnd er yfirliotsmynd blasa við auðir stólar og aftur auðir stólar. Einn þingmaður í ræðustól,sem talar um eitthvert mál sem hann segir að sé stórmál og snerti hagsmuni allra Íslendinga. Í mesta 3-4 þingmenn sitja í salnum og enginn ráðherra í sínum stól.
Svo koma þingmenn og spyrja einn af þessum þremur í salnum út í ræðuna og hann kemur og veitir andsvar og þingmaðurinn svarar andsvari og aftur kemur þingmaður og veitir andsvar við andsvari og þannig koll af kolli. Þessi leikur á þingi stóð til klukkan fjögur síðustu nótt.
Já, það þarf vissulega að halda námskeið í mannasiðum fyrir þingmenn og ráðherra.
![]() |
Þingmenn fari á námskeið í mannasiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2011 | 21:18
Hvað tákna gullhamrar og smjaður Jóhönnu til Sivjar?
Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingar er ekki þekkt í langri þingsögu sinni fyrir sérstaklega málefnalegar umræður eða þar fari mikill mannasættir. Frekar er hún þekkt fyrir að vilja beita sínu valdi óspart og að vera ekki manneskja málamiðlana og sátta. Ekki hefur heldur mikið farið fyrir léttleika í hennar málflutngi.
Jóhanna mun enn eiga met í ræðulengd á þingi þegar hún var í málþófsstuði.
En nú bregður svo við að Jóhanna slær Siv Framsóknarþingmanni gullhamra fyrir sína ræðu og smjaðrar á allan hátt fyrir henni. Jóhanna setur upp gæðasvip eins og hún sé þreytt á þessu sífellda masi og þrasi á þingi. Nú er það hún sem fagnar Siv fyrir málæefnalega umræðu. Er Jóhanna að breytast í einhvern húmorista eða hvað er eiginlega að gerast.
Er Jóhanna kannski að gefa siv undir fótinn að það sé nú gott að vera þæg og hliðholl ríkisstjórninni. Jóhönnu veitir ekki af að fá stuðning og kannski freistar ráðherrastóll. Siv þekkir nú þessa þægilegu stóla.
![]() |
Svona eiga vinnubrögðin að vera |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2011 | 12:46
Björn Valur talar um forsetaræfilinn. Hvað orð á að nota um Björn Val?
Það er ótrúlegt hvað Björn Valur þingmaður VG leyfir sér að hrauna yfir aðra. Varla er orðbragð hans,framkoma og vinnubrögð til að auka virðingu Alþingis. Menn geta haft allar skoðanir á Olafi Ragnari,forseta, en að leyfa sér að kalla forseta landins úr ræðustól Alþingis forsetaræfilinn er þvílók ósvífni að ekki nær nokkurri átt. Það vekur furðu að forseti Alþingis skuli ekki hafa vítt þingmanninn fyrir slíkt orðbragð.
Ég tilheyri ekki aðdáendaklúbbi Ólafs Ragnars, en maður ber virðingu fyrir embættinu sem hann gegnir. Það gengur ekki að þingmaður leyfi sér slíka ósvífni eins og Björn Valur.
Hvaða orð á eiginlega að nota um þingmann eins og Björn Val?
![]() |
Talaði um forsetaræfilinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2011 | 10:39
Baldur og Konni endurvaktir.
Nú hefur Björn Valur þingmaður VG komið fram á sviðið og Steingrímur J. talað í gegnum hann.
Í gamla daga var það mjög vinsælt að fá þá Baldur og Konna til að skemmta. Konni var frábær brúða sem Baldur talaði í gegnum. Baldur var skemmtilegur búktalari.
Nú eru komnir fram á sviðið nýir skemmtikraftar, Steingrímur J. og Björn Valur. Húmorinn er kannski ekki sá sami eða jafngóður og var hjá þeim félögum í gamla daga.
Munurinn liggur einnig í því að allir fatta að það er Steingrímur J.sem er að tala en ekki brúðan Björn Valur.
![]() |
Krefur forsetann svara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2011 | 17:12
Steingrímur J. neitar að hlýða rauða spjaldinu.
Steingrímur J. er gamall íþróttamaður ásamt því að hafa verið íþróttafréttamaður og því manna best að vita hvað rauða spjaldið þýðir.
Þjóðin hefur gefið vinstri stjórninni rauða spjaldið. 75% þjóðarinnar eru á móti stjórninni samkæmt skoðanakönnunum. Flokkur Steingríms J. er í frjálsu fylgistapi.
Steingrímur J. neitar að hlýða rauða spjaldinu og segir þetta engin áhrif hafa. Hann ætlar að spila leikinn þrátt fyrir rauða spjaldið.Spurning hversu lengi hann kemst upp með að vera inná.
![]() |
Lítið fylgi hefur ekki áhrif |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Björgvin G.Sigurðsson,þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og fv.bankamálaráðherra skrifar mikla lofgrein um frábær störf samþingmanns síns í kjördæminu, Oddnýjar G.Harðardóttur. Tilefnið Björgvins er að Sjálfstæðismenn séu með rógsherferð gegn henni. Þetta er eldgamalt trix sem Björgvin beitir sem varnarstyrk,þegar erfitt er að ræða málefnalega gagnrýni.
Áhyggjur Sjálfstæðismanna á Suðurnesjum svo og annarra eru vegna þess ástands sem ríkir hér. Atvinnuleysi hér er mest á landinu. Illa gengur að koma nokkrum stórum verkefnum í framkvæmd. Íbúum fækkar í sveitarfélögunum og fjárhagsstaða þeirra versnar. Er eitthvað skrítið að Sjálfstæðismenn vilji ræða þessi mál. Er eitthvað skrítið að íbúar geri kröfu til þingmanna Samfylkingar, sem bera ábyrgð á ríkisstjórninni.
Eftir lestur greinar Björgvins á vef Víkurfrétta mætti halda að hér væri allt í hinum mesta sóma. Þongmenn Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi hefðu unnið þrekvirki til að koma málum áfram. En er það svo?
Ekki eru framkvæmdir á álverinu í Helguvík á fullu. Hafa þingmenn Samfylkingar lamið í borðið og beitt sínum áhrifum? Íbúar hér hafa ekki orðið varir við það.
Hafa þingmenn Samfylkingar mótmælt að ekki er orðið við ósk Sandgerðis og annarra sveitarfélaga á Suðurnesjum að fyrirhugað fangelsi verði byggt á svæðinu. Hafa menn heyrt þingmenn Samfylkingar mótmæla? Ég veit ekki betur en Björgvin hafi lagt til að b yggt yrði á Eyrarbakka og Oddný sat hjá í bæjarstjórn Garðs þegar samþykkt voru mótmæli.
Hafa þingmenn barist fyrir loforðinu um að Landhelgisgæslan yrði flutt til Suðurnesja,sem Ögmundur innarríkisráðherra hefur hafnað. Hafa Samfylkingarmenn látið í sér heyra?
Ekkert varð að því að leigja skurðstofur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja? Hafa þingmenn Samfylkingar í kjördæminu látið í sér heyra og mótmælt?
Hvað með að taka á móti erlendum sjúklingum á sjúkrahúsinu á Ásbrú ?
Vinstri grænir stöðvuðu allar hugmyndir um aðstöðu fyrir þjónustu við vopnlausar herflugvélar. Létu þingmenn Samfylkingar í kjördæminu í sér heyra og mótmæltu.
Verði kvótafrumvarpið samþykkt mun það hafa mjög neikvæð áhrif á sjávarútvegfsplássin hér á Suðurnesjum. Hafa þingmenn Samfylkingar barist á móti frumvarpinu. Hefur einhver heyrt af framgöngu þingmanna Samfylkingar í Suðurkjördæmi?
Hér er fátt eitt upp talið. Það er eðlilegt að Suðurnesjamenn séu orðnir langþreyttir á ástandinu.Sjálfstæðismenn hér á Suðurnesjum telja það líklegast til árangurs að skapa ný atvinnutækifæri. Það er ömurlegt að mikill fjöldi íbúa þurfi að ganga um atvinnulaus. Sjálfstæðismenn hafna stöðnunar og skattastefnu Vinstri grænna. Auðvitað hafa Sjálfstæðismenn beint málefnalegri gagnrýni sinni til þingmanna Samfylkingarinnar í kjördæminu. Það er ekki rógsherferð Björgvin. Íbúar Suðurnesja ætlast til að þið gerið miklu meira. Þið berið ábyrgð á aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í mörgum stórum haagsmunamálum Suðurnesja.
13.9.2011 | 00:21
Skerum og skerum niður á sjúkrahúsum og elliheimilum en fjölgum aðstoðarmönnum ráðherra.
Vinstri stjórnin leggur mikla áherslu á niðurskurð á sjúkrastofnunum og heimilum aldraðra. Svo hart er skorið niður að forsvarsmenn stofnana segja að ekki sé hægt að gera meira öðruvísi en að leggja niður ýmsa þjónustuþætti eða láta notendur greiða enn meira heldur en gert er i dag.
Ráðherrar hinnar tæru vinstri stjórnar segja þetta sé bráð nauðsynlegt því ríkiskassinn sé tómur.
En svo er til nóg af peningum í kassanum þegar rætt er um annað. Ekkert mál finnst Jóhönnu og hennar liði að fjölga aðstoðarmönnum ráðherra. Upplýst hefur verið að fjölgun aðstoðarmanna ráðherra kosti ríkissjóð allt að 120 milljónum króna á ári.
Er eitthvað vit í svona vinnubrögðum? Er nú ekki betra að treysta rekstrargrundvöll heilsugæslunnar og heimil aldraðra heldur en fjölga aðstoðarmönnum ráðherra.
Það er eðlilegt að vinstri stjórnin hafi ekki neitt traust meðal þjóðarinnar þegar svona er unnið.
12.9.2011 | 17:29
Tala Jón og Össur ekki sama tungumálið?
Uppákoman í ríkisstjórninni er nú hreint kostuleg. Það er eins og Jón Bjarnason og Össur Skarphéðinsson tali sitt hvort tungumálið.
Vissi Jón ekki hvað var verið að samþykkja þegar Samfylkingin og forysta Vinstri grænna sótti um aðild að ESB. Gerði Jón sér ekki grein fyrir að með því að sækja um verður hann að uppfylla allt sem hinir háu herrar í Brussel vilja. Auðvitað er Jóni vorkunn að vilja standa við stefnu VG og hafna aðild að ESB. Hvað hélt Jón þegar hann settist í ráðherrastól og ríkisstjórnin sendi umsókn í ESB?
Össur hefur keyrt þetta áfram því hann sér hvergi ljós nema í Brussel og segir væntanlega háu herraunum þar að taka lítið mark á Jón,hann sé að misskilja allt.
Fróðlegt væri að vita hvernig Steingrímur J. talar við hina háu herra í Brussel. Miðað við hvernig hann sagði sitt á hvað í Magma og uppbyggingu álvers í Helguvík væri það athyglisvert. Steingrímur J. vill örugglega ekki spilla neitt aðlögunarferlinu við ESB þótt hann æsi sig upp á móti ESB á flokksráðsfundum VG.
Jóni er vorkunn. Það mun litlu breyta þótt hann skreppi til Brussel að tala við hina háu herra ESB. Það verður ekki litið á Jón, sem neinn séra Jón heldur bara litla Jón frá Íslandi. Össur hefur örugglega sagt háu herrunum að hafa ekki áhyggjur af litla Jóni. Steimngrímur J. formaður VG muni sjá til þess að aðlögunin hjaldi áfram.
![]() |
Er reiðubúinn að fara til Brussel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 828896
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar