Hlustum á Pál Magnússon

Á þessum skrítnu tímum finnum við vel hevrsu það skiptir miklu máli að hafa hafa fjölbreytta fjölmiðla. Ekki viljum við hverfa aftur til þess tíma að hafa eingöngu ríkisrekna fjölmiðla.Frjálsir einkareknir fjölmiðlar verða að vera til þannig að við fáum fréttir og upplýsingar frá fleiri en einum aðila. Fjölmiðlaflóran hér á landi hefur verið fjölbreytt en nú eru blikur á lofti. Um leið og eftirspurn almennings eftir fjölmiðlum eykst minnka auglýsingatekjur mikið.Það lítur því miður út fyrir að margir ferjálsir fjölmiðlar gefist upp von bráðar ef ekkert verður að gert. Viljum við það?

Páll Magnússon,þingmaður Sjálfstæðisflokksins,og formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis hefur vakið athygli á því að aðgerða er þörf strax.Páll hefur mikla reynslu sem fjölmiðlamaðuir og þekkir þessi mál manna best. Það verður að ghlusta á Pál. Ríkisstjórnin boðar frekari aðgerðir strax eftir páska. Inn í þeim pakka þurfa að vera aðgerðir sem treysta rekstur og afkomu fjölmiðla næstu mánuðina.

Fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra hefur verið til umræðu mánuðum saman og mun taka allt of langan tíma til að bíða eftir niðurstöðu.

Hluistum á Pál. Grípa þarf strax til aðgerða. Fjölmiðlafrumvarpið getur beðið þar til áastandið í þjóðfélaginu verður eðlilegra.

Við viljum öll hafa fjölmiðlana lifandi,hvort sem það er sjónvarp,útvarp,dagblöð,tímarit eða héraðsfræettablöð.


Hvað fá eldri borgarar 1.júní ?

Ríkisstjórnin ætlar að tilkynna fleiri rfnahagslegar aðgerðir eftir páska. Flestum finnst ríkisstjórnin hafa staðið sig í að koma með ráðstafanir til að efla atvinnulífið og að fólk geti haldið sinni vinnu með hlutastarfa leiðinni.

Eitt vekur þó óneitanlega athygli í hópi okkar eldri borgara. Öryrkjar fá eingreiðslu 1.júní n.k uppá 20 þús. krónur,skattfrjálsar og án skerðingaráhrifa. Það er gott mál.

En hvers vegna eiga eldri borgarar að sitja eftir og fá ekkert. Það er réttlætismál að eldri borgarar sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins fái einnig þessa eingreiðslu.

Það verður spennandi að sjá og heyra eftir páska hvort það verður ekki raunin að eldri borgarar fái þessa greiðslu. Annað væri ósanngjarnt.


Hver á að borga?

Stjórnrandstaðan átti sviðið í Silfrinu á RUV í dag. Þasu voru yfirleitt ágætlega málefnaleg og ræddu málin af yfirvegun. Einn aðili skar sig þó úr,fulltrúi Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Hún taldi að ríkisstjórnin væri að gera alltof mikið fyrir fyrirtækin. Það ætti frekar að greiða öllum borgaralaun,það ætti að setja meiri peninga í alls konar rannsóknir og til mennatmála.

Allt er þetta kannski æagætt en hver á að borga? Það er ótrúlegt að þingmaður skuli ekki gera sér grein fyrir að til að þjóðfélagið gangi þurfa hjól atvinnulífsins að snúast. Ríkissjóður fær ansi litlar tekjur ef ekkert atvinnulíf er.Það kemur lítið af peningum í ríkiskassann ef fólk hefur ekki atvinnu. Það kemur lítið í ríkiskassann ef við höfum ekki vinnu sem skapar verðmæti.

Grundvöllurinn til aðhalda uppi okkar góða velferðarkerfi er að atvinnuhjólin snúist og fólk hafi vinnu.

Það er því atriði núme eitt hjá ríkisstjórninni að gera ráðstafinir til að tryggja að atvinnulífið fari í gang eins fljótt og mögulegt er eftir að við losnum við veiruna.


Gott hjá Bjarna og Svandísi

Það ber að fagna því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir hafa nú stigið það skref að framlengja vaktaálagsaukanum hjá hjúkrunarfræðingum. Það hlýtur að vera gífurtlegt álag á heilbrigðisstéttum vegna Covid 19. Þetta hlýtur að auka líkurnar á því að aðilar nái samningi um nýjan kjarasamning við hjúkrunarfræðinga.

Þetta er jákvætt skref. Aftur á móti hlýtur það að koma til skoðunar að umbuna nú á þessum erfiðu tímum fkeiri stéttum innan heilbrigðiskerfisins vegna mikils álags á tímum Covid 19.

Þessi faraldur sýnir okkur hvað það skiptir miklu máli að heilbrigðisþjónustan sé í góðu lagi. Þá skiptir ekki öllu að hafa gott húsnæði og tæki. það skiptir öllu að hafa gott starfsfólk.


mbl.is Vaktaálagsauki hjúkrunarfræðinga framlengdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni málefnalegur ekki hægt að sdegja það sama um Þórhildi Sunnu eða Birgi Þórarinsson

Ég tel að það hljóti allir að vera sammála því að það gangi ekki að samningar hafi ekki náðst við hjúkrunarfræðinga í heilt ár. Þetta var rætt á Alþingi í dag. Það gera sér allir grein fyrir því hversu mikilvægt starf hjúkrunarfræðingar ekki síst í ástandi eins og nú er. Auðvitað á að greiða þessari stétt ásamt öðrum heilbrigðisstéttum aukaálag fyrir þann tíma sem nú er.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræddi þessi mál á málefnalegan hátt og sagði að smningur hefðu náðst í stærstu málunum eins og styttingu vinnuviku og breytingar á vaktavinnu.Taldi hann að stutt væri í að samningar næðust.

Það er ekki hægt að segja að sumir þingmenn ræði málin á málefnalegan hátt.Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sagði að inntakið hjá ríkisstjórninni væri: "Við höfum engan áhuga á að semja við ykkur." Svona upphrópanir eiga ekki að líðast. Auðvitað hafa ráðherrar áhuga á að semja og þessi ríkisstjórn hefur sett verulegt viðbótarfjármagn til heilbrigðisstofnana frá því sem áður var. 

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata slær ekkert af ómálefnalegum málflutningi um þessi mál frekar en önnur. Hvað kemur það nú við kjaramálum hjúkrunarfræðinga,hvort Bjarni Benediktsson hafi á einhverjum tímapunkti skreytt bleika tertu.

Það hlýtur að vera lágmarkskrafa kjósenda að þingmenn geti rætt jafn mikilvægt mál og kjaranál hjúkrunarfræðinga á málefnalegan hátt.


mbl.is Gagnrýndi Bjarna og vísaði til kökuskreytinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frosti og Ólína þykjast vita betur en sóttvarnarlæknir og landlæknir

Það er hálf nöturlegt að lesa frétt á dv.is um það að Ólína Þorvarðardóttir og Frosti Sigurjónsson þykjast hafa sérfræðimenntun hvað gera eigi til að koma í veg fyrir smit Kórónu veirunnar.

Sem betur fer er almennt traust til þríeykisins,sem heldur blaðamannafund daglega og upplýsir okkur um stöðu mála.Það bendir allt til þess að almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld hald vel utanum um málin og taki réttu ákvarðanirnar.

Rétt að vekja athygli á því að bæði Frosti og Ólína eru fyrrverandi þingmenn. Í því sambandi hljótum við að fagna því að forystumenn ríkisstjórnarinnar hafi tekið þá ákvörðun að treysta þríeykinu,Víði,Þórólfi og Ölmu til að stýra aðgerðum sem þau gera af myndarskap.

Hugsið ykkur ef stjórnmálamenn eins og Frosti og Ólína væru við völd og og væru sjálf að stjórna aðgerðum.

Sem betur fer treystum við fagfólkinu,sem hefur benntun til að leiða okkur í gegnum þennan erfiða skafl.


Allir í stjórnarandstöðunni halarófu á eftir Sigmundi Davíð

Merkilegir hlutir gerðust á Alþingi á dögunum. Stjórnarandstaðan flutti sameiginlega tillögur undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins. Þetta sýnir að Samfylkingin,Viðreisn,Píratar og Flokkur fólksins hafa nú ákveðið að fylkja sér bakvið populista foringjann í Miðflokknum.

Miðflokkurinn og fylgiflokkar hans stunda nú yfirboð á erfiðum tímum. Ríkisstjórnin lagði fram ítarlegar tillögur í þeirri viðleitni að halda hjólunum í þjóðfélaginui gangandi. Forystumenn ríkisstjórnarinnar segja að vel megi vera að það þurfi að endurskoða áætlunina og það verði gert ef ástæða þykir til.Það var ekki nóg fyrir populistana það varð að koma yfirboð.

Það er vissulega merkilegt að Samfylkingin,Píratar ,Viðreisn og Flokkur fólksins flykki sér nú á bakvið Sigmund Davíð og treysti Miðflokknum fyrir forystuhlutverki í stjórnarandstöðunni.

Nýjustu skoðanakannanirt sýna að kjósendur kunna ekki að meta lýðskrum Miðflokksins.


Aukinn stuðningur við ríkisstjórnina.Populisaflokkarnir tapa fylgi

Kjósendur kunna að meta hvernig stjórnvöld taka á vandamálum sem herja á okkur samhliða Covid 19.Stjórnvöld hafa verið mjög ákveðin í sínum aðgerðum og veitt góðar upplýsingar um það sem gert er til að vinna að því að koma okkur í gegnum skaflinn.

Fólk kann einnig að meta að ríkisstjórnin er ekki með neinn þrýsing á almanna varnir eða heilbrigðisyfirvöld. Ríkisstjórnin treystir fagfólkinu eins og mikill meirihluti þjóðarinnar gerir. Það er því eðlilegt að ríkisstjórnin auki stuðning sinn um rúm 14% milli kannanna.

Það má einnig lesa út úr nýjustu könnun MMR að populistaflokkarnir Miðflokkurinn og Flokkur fólksins tapa báðir fylgi. Á þessum tímum sér fólk í gegnum yfirboð,upphrópanir og sleggjudóma forystufólks þessara flokka.


mbl.is Stuðningur við ríkisstjórnina jókst töluvert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er ekki tími lýðskrumara

Það er til mikilla fyrirmyndar hjá stjórnvöldum að treysta algjörlega framvarðarsveit lögreglu og heilbrigðisyfirvalda. Fram kom hjá Víði Reynissyni og Þórólfi Guðnasyni á kynningarfundinum í dag að engin pólitíksur þrýstingur væri á þau að gera hlutina eitthvað öðruvísi en gert hefur verið.

Því miður eru þeir til sem nú þykjast sérfræðingar í hevrnig geri eigi hlutina eða hvernig hefði átt að gera þá. það eru því miður aðilar sem nú gerast lýðskrumarar í þeirri trú að þeir geti aflað msér vinsælda. Við þurfum að varastvb slíkt fólk. Sem betur fer stendur mikill meirihluti þjóðarinnar saman og treystir okkar fagfólki. Höldum því áfram.

Stjórnvöld kynntu stóran pakka í gær til að bregðast við ástandinu. Hér er um gífurlega stóran björgunarpakka að ræða. Stjórnvöld hafa sagt að vel geti svo farið að endurskoða þurfi þessar aðgerðir eftir því hvernig mál þróast.

Aðalatrið er að að fólk haldi sinni vinnu og að ríkissjóður komi sterkt inn með hlutastarfaleiðinni. Auðvitað er það svo hagur allra að fyrirtækin geti haldið áfram sinni starfsemi. Grundvallaratrið á þessum erfiðum tímum er að fólk haldi sem mestu af sínum launum.

Nú er það svo að lýðskrumarar munu örugglega á næstu dögum sjá ýmislegt að í tillögum stjórnvalda. Þeir munu koma með alls konar yfirboð til að slá pólitíkskar keilur í von um að afla sér vinsælda.

Það er ekki staður eða stund fyrir lýðskrumara um þessar mundir. Íslenska þjóðin stendur saman og treystir sínu fagfólki og treystir stjórnvöldum til að koma okkur í gegnum þennan erfiða skafl.


Furðulegar yfirlýsingar formanna stjórnarandstöðuflokka

Það er sjaldgæft að stjórn og stjórnarandstaða séu sammála um þær tillögur sem afgreiddar eru. Þetta er staðreyndin hvað Velferðarnefnd Alþingis varðar. Nefndin samþykkti einróma frá sér tillögur til að mhjálpa fyrirtækjum og launþegum til að komast í gegnum skaflinn sem við glímum nú við.Upphaflegu tillögurnar sem lagðar voru fram hafa tekið miklum breytingum sem sínir að nefndarmenn hvort sem þeir styðja ríkisstjórn eða eru í stjórnarandstöðu hafa haft áhrif.

Miðað við þetta ánægjulega samstarf koma yfirlýsingar formanna stjórnarandstöðuflokka í Fréttablaðinu á ávart. Þar segja Logi Einarsson form.Samfylkingar,Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar,Sigmundur Davíð formaður Miðflokks og Inga Sæland formaður Flokks fólksins að ekkert samráð hafi verið haft við stjórnarandstöðunnar um samráð varðandi aðgerðir.

Þetta er ekki í samræmi við þá staðreynd,sem fram kemur í vinnu og tillögum Velferðarnefndar. Það er rétt að vekja athygli á því að Helga Vala,þingmaður Samfylkingar er formaður Velferðarnefndar og stýrði því vinnunni.

Hefði nú ekki verið nær fyrir Loga formann Samfylkingar að hrósa Velferðarnefndinni fyrir að ná samstöðu.

Hefði nú ekki verið nær fyrir Loga að hrósa Helgu Völu formanni fyrir góð vinnubrögð,sem tryggði aðkomu bæði stjórnar og stjórnarandstöðu að góðri lausn.

Eru formenn stjórnarandstöðunnar ekki í neinum tengslum við sína þingmenn?

En að lokum,hrós til Velferðarnefndar að vinna saman að lausn og leggja pólitísku deilumálin til hliðar á meðan við komumst í geggnum skaflinn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband