Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
17.7.2010 | 17:21
Sólarskattur ?
Já,mikið rosalega er veðrið flott hérna sjá okkur allavega S-Vestanlands. Það er um að gera fyrir fólk að nota blíðuna. Væntanlega mun nefnilega AGS og Steingrímur J. uppgötgva að það gæti verið ágætis skattaleið að leggja sólarskatt á landann. Embættismenn Vinstri stjórnarinnar gætu þá gengið milli staða og kannað hverjir væru nú að notfæra sér sólina og rukkað hvern og einn um smá skatt fyrir þennan lúxus.
Það virðast nefnilega engin takmörk vera fyrir því hvað AGS og Steingrímur J. láta sér detta í hug til að auka við skattpíningu á almenningi. Það er því aldeilis ekkert fráleitt að þeir sjái þarna leið til að ná inn nokkrum krónum í ríkiskassann.
![]() |
Áframhaldandi blíða |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
17.7.2010 | 13:36
Nýtt Eyjaævintýri að hefjast.
Það er gaman að fylgjast með að nú er að hefjast nýr kafli í samgöngumálum til og frá Vestmannaeyjum. Þessi stutta sigling frá Eyjum í Landeyjahöfn er hreint og beint alveg stórkostleg breyting til hins betra á samgöngumálum til og frá Eyjum.
Auðvitað væru göng besti kosturinn en það er dálítið fjarlægur draumur,þannig að hér er á ferðinni næst besti kosturinn.
Ég er alveg sannfærður um að þessi nýi þáttur í samgöngumálum á eftir verða stórkostleg bót fyrir samfélagið í Eyjum og reyndar fyrir alla landsmenn. Með þessari breytingu eru Vestmannaeyjar komnar í raunverulegt vegasamd á Íslandi.
![]() |
Allt gekk samkvæmt áætlun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.7.2010 | 21:27
Varið ykkur á hókus pókus trixi ESB.
Daníel Hannan þingmaður breska íhaldsflokksins fundaði hér á Íslandi um ESB mál. Merkilegt að RUV skuli ekk telja neitt fréttnæmt af fundinum. Stöð 2 sagði frá fundinum.
Daniel Hannan sagði að á lokastigi viðræðna myndi ESB draga fram hókis pókus aðferð og segjast geta fallist á viðbótarsamning þar sem Íslendingar ráði yfir fiskimiðunum. Allir voða kátir og íslenska þjóðin tilbúin að samþykkja. Varið ykkur á þessu hókus pókus bragði, kanínan sem dregin er upp er ekki eins og hún sýnist.
Verði þetta samþykkt mun fljótlega spánskur eða portúgalskur togari sigla inná Íslandsmiðin og hefja veiðar. Íslendingar munu að sjálfsögðu kæra til Evrópudómstólsins. Dæmt verður eftir lögunum og Brussel samningnum sem segir að ESB ráði yfir miðunum og því sé þessum togurum heimilt að veiða. Það vigtar ekkert þó einhver viðbótarsamnngur sé gerður.
Varið ykkur á þessu sagði Daniel Hannan.
Hann sagði jafnframt að það væri trú ESB forystunnar að Íslendingar væru nú gjörsamlega á hnjánum og myndu samþykkja hvað sem er til að komast í ESB klúbbinn. Þetta fer vel saman við það sem Samfylkingin setur á oddinn.
![]() |
Útifundur gegn ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.7.2010 | 20:04
Vinstri grænir bera alla ábyrgð að sótt er um aðild að ESB.
Jæja,þá ætlar ESB að dæla í okkur peningum til að undirbúa Ísland undir aðild að ESB. Auðvitað munu ESB þjóðirnar reyna allt til að ná okkur inní ESB. Auðvitað vilja þessar þjóðir ná yfirráðum yfir okkar góða landi.
Það er full ástæða til að undirstrika það rækilega að það eru Vinstri grænir sem bera höfuð ábyrgð á því að við erum að sækja um aðild að ESB. Sumir VG menn segja að þetta séu aðeins könnunarviðræður og það sé allt í góðu,en segjast vera mjög sannfærðir um að við eigum ekki að ganga í ESB.
Hvers vegna í óskupunum þurfum við að sækja um ef við vitum að hagsmunum okkar er betur borgið fyrir utan ESB. Það hreinlega gengur ekki upp hjá VG að segja það.
Samfylkingin hefur ekkert farið leynt með það að hún vill afhenda ESB okkar land. En hingað til hefur VG talað í aðra átt en fyrir þeirra tilstilli er allt komið á fulla ferð í svokölluðum aðlögunarferli fyrir okkur í ESB.
Einhvern tímann hefði það ekki þótt gott innan raða VG að þiggja fjármuni frá erlendum stórþjóðum til að gera okkur líklegri að fallast á inngöngu í ESB.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað mjög skýrt og tekið heiðarlega afstöðu. Eðlilegt er að draga umsóknina til baka þar sem menn eru sannfærðir um að hag Íslands sé betur borgið utan ESB.
Það þýðir lítið fyrir þingmenn VG að tala einnig í þessa átt en samþykkja svo að hefja aðildaviðræður á fullu við ESB og þiggja greiðslur frá bandalaginu til að hægt sé að sannfæra þjóðina.
Mikið rosalega getur VG lagst lágt til að halda í ráðherrastólana.
![]() |
Ísland á nú rétt á ESB-styrk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2010 | 13:24
Ætlar norræna velferðarstjórnin að hækka matvöruverð um 17% ?
Ein af tillögum AGS er að virðisaukaskattur verði hækkaður á matvörum. Hækkunin mun leiða til 17% hækkunar á matvöruverði. Ætlar norræna velferðarestjórnin virkilega að ganga þetta skref, sem yfirboðarar Vinstri stjórnarinnar segja henni að gera.
Nú þegar verðbólgan hefur farið lækkandi virðist það vera mikill höfuðverkur hjá Vinstri stjórninni og allra leiða leitað til að ná henni upp aftur. Hækkun á matvöruverði leiðir af sér hækkun á vísitölunni. Þá hækka lánin og ekki verður hægt að lækka vexti.
Vinstri stjórnin segir að hún ráði öllu alveg sjálf. Hvers vegna er þá landsstjórinn hér á vegum AGS að setja fram hugmyndir um hvernig hækka á skatta. Það hefur komið fram að það var Steingrímur J. af öllum mönnum sem bað AGS um hjálp til að finna leiðir hvernig væri hægt að hækka skatta á almenningi.
Hvers vegna nánast þegir verkalýðshreyfingin núna. Leiðtogar Vinstri stjórnarinnar verða að fá skýr skilaboð um það frá almenningi að nóg er komið af skattahækkunum og mikið meira en það. Þjóðin verður að standa saman og neita að taka á sig hærri byrðar hvort sem það er í formi beinna skatta eða hækkun á matarskatti eða eldsneytissköttum.
14.7.2010 | 00:48
Framtíðin björt hjá Tottenham.
![]() |
Redknapp hjá Tottenham til 2013 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.7.2010 | 20:07
Hvers vegna þarf Vinstri stjórnin að láta AGS vinna skattatillögur ef hann ræður engu?
Það hlýtur að vera einstakt að ríkisstjórn láti stofnun eins og AGS vinna skattatillögur en segist svo ekkert þurfa að fara eftir þeim. Halda Jóhanna og Steingrímur J. virkilega að einhver trúi þeim. Auðvitað verður það AGS sem ræður enda stjórna þeir efnahagsmálum þjóðarinnar.
Miðað við alla sérfræðingana í stjórnarráðinu er alveg með ólíkindum að það þurfi AGS til að segja ríkisstjórninni hvað hún eigi að gera til að skattpína þjóðina enn frekar.
Hvernig er það eiginlega. Hvað varð um Indriða Þorláksson vinstri hönd Steingríms J ? Maður hefði nú ímyndað sér að hann væri nógu skattaglaður fyrir Vinstri stjórnina, en svo kemur bara í ljós að hann var algjört góðmenni í skattamálum samanborið við landshöfðingjann hjá AGS.
![]() |
Skattahækkun mælist illa fyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.7.2010 | 16:49
Tekjuháa fólkið má bara fara segir Ögmundur.
Það hefur farið hrollur um marga við að heyra og sjá fréttir um fyrirhugaðar skattahjækkanir. Talað er um skattahækkanir á tekjuskatti,virðisaukaskattshækkanir á matvörum og hækkun á eldsneyti.
AGS miðar hátekjur við 375 þús.mánaðartekjur. Jóhanna verkstjóri segir að ekki verði miðað við svo lágar tekjur ,en útilokar ekki skattahækkanir. Hækkun á matvörum og eldsneyti bitnar á öllum og hækkar að auki verðbólguna og þar með lánin.
Skelfing eru nú kveðjurnar kaldar frá Ögmundi þingmanni til fólks sem hefur háar tekjur og leyfir sér að mótmæla skattpíningu Vinstri stjórnarinnar. Ögmundur segir,þið megið bara fara.
Ekki eru þessar kveðjur nú hvetjandi fyrir ungt fólk að afla sér menntunar og komast þannig í þokkalegar tekjur.
Eflaust er það draumur Ögmundar og fleiri Vinstri grænna að búa þannig þjóðfélag á Íslandi að enginn megi hafa góðar tekjur. Gerist það þá verði ríkið aðö grípa til sinna ráð og taka háa skatta svo það sé nú öruggt að sem fæstir geti haft það gott. Ögmundur og félagar sjá Kúbu í hyllingum sem fyrirmynd fyrir hið nýja Ísland. Og enn eru margir sem styðja stefnu Vinstri grænna.
13.7.2010 | 15:11
Hvernig ætli ESB vinir Össurar taki daðri hans við Kínverja?
Össur gefur undir fótinn í allar áttir. Hann vill vera helsti vinur ESB landanna og tilbúin að ganga ansi langt í þeim efnum. Össuri líður vel innan um alla þá stóru í ESB.Nú daðrar Össur dátt við Kínverjana og vill fara í orkuútrás með þeim.
Nú er það spurningin hvernig ESB höfðingjarnir taka daðri Össurar við Kína kommana.
![]() |
Ræddi við varaforseta Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.7.2010 | 13:56
Atli skammar Steingrím J. og segir VG hafa brugðist.
Það gerist nú ekki oft að ég sé sammála Jóhönnu verkstjóra og formanni Samfylkingarinnar. En í þessu Magma er ég henni sammála. Menn fóru eftir lögum. Það er svo allt annað mál hvaða skoðun menn hafa á þessum lögum og hvort það sé a´stæða að breyta þeim vegna framtíðarinnar.
Nú kemur Atli Gíslason þingmaður VG fram á sjónarsviðið og skammar Steingrím J. fyrir að hafa brugðist. Talar um að VG hafi brugðist á sinni vakt.
Þetta er svolítið merkilegt þar sem Atli er lögfræðingur og situr á þingi, en Steingrímur J. er nú menntaðaur á allt öðru sviði en lögfræði. Einhvern veginn finns manni að maður eins og Atli hefði einmitt átt að vera á vaktinni fyrir VG, telji hann að ekki hafi rétt verið staðið að málum.
Það er ansi ódýrt hjá VG að kenna alltaf einhverjum öðrum um. Það hefur margoft verið upplýst um þetta svokallaða skúffufyrirtæki í Svíþjóð, sem notað var til að uppfylla lagaákvæðin við kaup á HS orku.
Ég er viss um að allir landsmenn vissu þetta utan einhverjir örfáir í VG, sem af einhverjum ástæðum segja nú að þetta komi þeim mjög á óvart.
Ég trúi ekki að Svandís umhverfisráðherra og Atli Gíslason hafi ekki vitað um þetta fyrir löngu.
Hvers vegna þau vilja nú reyna að gera sér einhvern pólitískan mat úr Magma er ótrúlegt nema þau vilji með þessu gera tilraun til að sprengja Vinstri stjórnina.
![]() |
Ekki farið á svig við lögin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar