Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Vinnubrögð Vinstri grænna furðuleg á Magma málinu.

Hvað eru Vinstri grænir yfirleitt að gera. Í marga mánuði hafa allir vitað af hinu sænska fyrirtæki sem greiðir HS fyrir nýtingarétt. Allir sem eitthvað hafa fylgst með vita að það er ekki verið að selja auðlindir, heldur að leigja afnotarétt.

Ef VG er svona á móti,hvers vegna horfðu þeir á það gerast og vakna svo þegar allt er um garð gengið.

Hvernig ætlum við að byggja upp þjóðfélagið og auka vinnu og tekjur ef hafna á öllum erlendum fjárfestum.

 


mbl.is Vilja upplýsingar um samskipti ráðuneyta við Magma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli Jón Ásgeir hafi lesið þetta?

Nú er spurning hvort Jón Ásgeir hafi lesið og kynnt sér yfirlýsingar  Björgúlfs Thor varðandi hvernig hann hyggst standa við sínar skuldbinbdingar.Einhvern veginn finnst manni þetta nú eðlilegra viðhorf hjá Björgólfi,heldur en kemur fram hjá sumum hinum svokölluðu auðmönnum, sem láta almenning sitja uppi með skaðann. Nú bíðum við eftir að fréttamenn á Stöð 2 og Fréttablaðinu beini spurningu til Jóns Ásgeirs hvort hann sé reiðubúinn að gefa út samskonar yfirlýsingar

Jón Ásgeir er ráðgjafi 365 miðla og hlýtur að benda á að það sé eðlilegt að Baugsfeðgar verði spurðir út í sín mál og hvernig þeir ætli  að sjá til þess að almenningur þurfi ekki að borga brúsann fyrir þá. 

Nú reynir á hina hlutlausu fjölmiðla hjá 365.


mbl.is Allur arður Björgólfs til kröfuhafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Setjist niður í alvöru og semjið.

Það gengur hreinlega ekki að það komi til verkfalls slökkviliðsmanna og sjúkraflutnigsmanna. Það gengur ekki að öryggi almennings sé sett í mikla óvissu og hættu vegna þess að ekki er hægt að ná lausn í kjaradeilu.

Það gengur ekki að þegnum sveitarfélaganna sé boðið uppá það að ekki sé hægt að ná samningi á rúmu heilu ári.

Samninganefndir beggja aðila verða nú að setjast niður í fullri alvöru og semja. það hlýtur að vera hægt að ætlast til þess af báðum aðilum að sanngirni verði sýnd og menn mætist. Báðir aðilar verða að gefa eftir.

Við viljum að þessi stétt hafi laun í samræmi við það mikla mikilvægi sem starf þeirra er. Kjósendur sveitarfélaganna hafa örugglega skilning á því að leiðrétta verður kjör þessarar stéttar.

Eitthvert gæluverkefni má örugglega bíða s.s. eins og að kaupa ísbjörn eða eitthvað álíka.


mbl.is Dapurleg niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú verður auðvelt að semja við Vilhjálm um hærri laun.

Óttalega er þetta nú skrítið að einhver einn maður þótt hann sé framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins geti bara si svona lýst því yfir að nú sé kreppan búin. Ætli þeir sem eru atvinnulausir taki undir þetta? Ætli þeir sem eru með öllu gengistryggðu lánin í vanskilum taki undir þetta? Ætli þeir sem þurfa að borga marg falt hærri skatta núna taki undir þetta? Ætli fyrirtækin sem eru farin á hausinn taki undir þetta? Ætli þeir fjölmörgu sem neyðst hafa til að flytja til útlanda taki undir þetta?

Það eina jákvæða við yfirlýsingu Vilhjálms er að nú þarf launþegahreyfingin ekki að kvíða næstu kjarasamningum.Nú hlýtur Vilhjálmur að vera reiðubúinn að hækka launin,þar sem kreppan er búin að hans mati.


mbl.is „Kreppan er búin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tóku þeir " Beint frá býli" of alvarlega?

Það býr dugnaðarfólk í Hrunamannahreppi og mikið rosalega er grænmetið þeirra nú gott. Margir kaupa það beint af garðyrkjubændum, enda er þetta algjört sælgæti. Kjörorðið "Beint frá býli" hefur mikið verið notað í auglýsingum. Nú virðast  einhverjir hafa talið að þetta kjörorð gæti átt við umfleiar heldur en tómata og agúrkur.

Steingrímur J. hefur verið svo duglegur að hækka áfengisverðið að margir hafa séð að þar væri komið tækifæri á nýrri atvinnugrein fyrir bændur. En auðvitað mega bændur ekki stunda landaframleiðslu og selt " Beint frá býli." Nei hér eftir verðum við að sætta okkur við grænmeti,osta og lopapeysur "Beint frá býli."


mbl.is Landaverksmiðja í Hrunamannahreppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf snjallir hjá Landsvirkjun.

Það virkjun að verður ekki af þeim skafið hjá Landsvirkjun að þeir eru snjallir. Í stað þess að skammast út í Ómar Ragnarsson fyrir hans umhverfisbaráttu samþykkja þeir að veita honum styrk að upphæð 2 milljónir kr. Snjallir.

Auðvitað er gott að menn eins og Ómar séu til og sífellt vakandi að berjast fyrir núttúru landsins og umhverfinu. Auðvitað verða að vera takmörk fyrir því hve miklu menn vilja fórna af okkar fallega landi til að virkja eða eyðileggja á annan hátt. Það er gott ef Landsvirkjun sér einnig þessa hlið.

Það er nefnmilega til nóg af fólki sem sér ekkert fallegt við umhverfið og er tilbúið að fórna því í allar áttir bara ef peningar koma í staðinn.


mbl.is Landsvirkjun styrkir Ómar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkisdagur í sögu Vestmannaeyja.

Dagurinn í dag mun marka merk tímamót í sögu Vestmannaeyja. Í dag hefjast formlegar ferðir Herjólfs frá Eyjum til Landeyjahafnar. Með þessari nýju siglingaleið mun það taka aðeins um 30 mínútur að komast í samband við þjóðvegakerfi Íslands.

Þetta á eftir að gjörbreyta samgöngumálum Eyjamanna og einnig hefur þetta þau áhrif að fleiri munu sjá ´tækifæri til að skreppa yfir sundið og heimsækja Vestmannaeyjar.

Þessi nýja samgönguleið er mikið fagnaðarefni fyrir Eyjamenn og aðra landsmenn.

Til hamingju með daginn.


mbl.is Leggja lokahönd á Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuleg leið Jóns Bjarnasonar ef ná á sáttum í sjávarútvegi.

Jón Bjarnason,sjávarútvegsráðherra, segir eins og fleiri vinstri menn að ná verði sátt um sjávarútvesstefnuna. Sérstök nefnd er starfandi. Það sem vekur furðu er að á sama tíma hendir sami Jón Bjarnason sprengjum til úgerðarmanna.

Fyrst var það skötuslessprengjan og nú er rækjusprengjan.

Menn geta haft misjafnar skoðanir á hvort það er rétt eða rangt að gefa veiðar frjálsar á rækjuna. En það getur ekki verið rétti tíminn að henda svona sprengjum á meðan nefnd er að störfum sem gera á tilraun til að ná sáttum um sjávarútvegsstefnuna.

Svona vinnubrögð eins og hjá Jóni Bjarnasyni auka ekki líkurnar á sáttum.


mbl.is Útgerðarmenn funduðu með ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú kennir Jón Ásgeir systur sinni um.

Jón Ásgeir hefur í gegnum tíðina verið drjúgur að kenna öðrum um hversu illa er komið fyrir hans fyrirtækjum og reyndar honum sjálfum. Lengst hefur aðalóvinur Jóns Ásgeir verið Davíð Oddsson. Jón Ásgeir hefur dregið upp þá mynd að helsta starf Davíðs alla daga hafi verið að finna einhver ráð til að klekkja á sér. Einnig var Sjálfstæðisflokkurinn altaf að eyðileggja allt fyrir Jóni Ásgeiri. Það virðist alls ekki hafa verið til í orðabók Jóns Ásgeirs að hann ætti nú kannsi mesta sökina á því sjálfur hvernig komið er.

Nú held ég að almenningur hljóti að sjá´hvernig vinnubrögð Jóns Ásgeir notar. Nú ætlar hann að kenna systur sinni um og heldur því fram að hún hafi falsað sína undirskrift. Er nú ekki fulllangt gengið? Ótrúlegt finns mér að löglærð kona eins og systir hans beiti slíkum vinnubrögðum.

En endilega að halda áfram að styrkja  fjölskylduna  og versla í Bónus.


mbl.is Systkinin ósammála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin hótaði þingmönnum VG segir Ásmundur Einar.

Merkilegt að lesa lýsingar Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns VG um hótanir Samfylkingarinnar við þimngmenn VG. Ásmundur Einar talar hreint út um þetta i Morgunblaðsgrein. Nú hafa VG frestað umræðum um ESB fram á haustið. Það fer ekkert á milli mála að Ásmundur Einar telur nóg komið af yfirgangi Samfylkingarinnar í ESB afstöðu sinni.

Hann segir að VG verði að samþykkja að draga umdóknina til baka. Það virðist því liggja í loftinu að hin tæra Vinstri stjórn lifi fram á haustið en ekki lengur. Það er öruggt að VG hefur fengið nóg af trúarbragðaofstæki Samfylkingarinnar að troða Íslandi í ESB.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband