Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
21.6.2010 | 12:53
Nú reynir á samkeppnina.
Ég hélt hreinlega að mér hefði misheyrst um hækkunina hjá Olís. Hélt fyrst að það væri verið að tala um 2 kr. en það var nú ekki svo. Tuttugu krónur skal hækkunin vera á hvern lítra.
Nú reynir á hin olíufélögin að fylgja ekki eftir þessari hækkun hjá Olís. Auðvitað verða viðskiptavinir Olís að snúa sér til hinna olíufélaganna og versla þar á meðan þau hækka ekki. Það er eina leiðin til að sýna Olís að viðskiptavinir láta ekki bjóða sér þetta. Fái þeir engin viðskipti lækka þeir aftur.
![]() |
Olís hækkar verð um 20 krónur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2010 | 11:23
Ókeypis skólamáltíðir eiga að vera hluti af skólastarfinu.
Mér fannst merkilegt það sem Ásta S.Helgadóttir,forstöðukona Ráðgjafastofuum fjármál heimilanna sagði nýlega í viðtali í Fréttablaðinu. Hún mæltist til þess að stjórnvöldhorfi til aðgerða annarra þjóða sem glímt hafa við kreppu. "Finnar segja það hafa bjargað miklu að hafa fríar máltíðir í skólum.Það myndi skipta miklu fyrir börn forledra sem geta ekki borgað skólamáltíðir."
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að sólamáltíðir eigi að vera ókeypis. Það á að vera liður í skólastarfinu að börn gangi í matsalinn og borði hollan og góðan mat. Þar gefst einnig tækifæri að kenna börnum góða siði. Auðvitað mun þetta kosta sveitarfélögin verulega fjármuni,en þetta er spurning um forgangsröðun eins og ávallt.
Á sínum tíma var búið að samþykkja hér í Garðinum að taka upp ókeypis skólamáltíðir, en viðþað var hætt eftir að jafnaðarmaður sigraði í kosningunum 2006 og settist í leiðtogasæti og stól bæjarstjóra.
Reyndar kemur mér það á óvart að félagar mínir sem stóðu að samþykkt um ókeypis skólamáltíðir skuli ekki hafa fylgt því eftir á D-listanum, en þeir hljóta að taka það upp í nýrri bæjarstjórn.
Þetta hefur að mínu mati alltaf verið sjálfsagður hlutur en nú er brýn nauðsyn að taka upp ókeypis skólamáltíðr. Ég trúi ekki öðru en mörg sveitarfélög muni fara þessa leið á næsta skólaári.
Grundvallaratriðið er að öll börn geti fengið hollan og góðan heimilismat án tillits til efnahags.
20.6.2010 | 13:55
Frítt í strætó og ódýrari smábílar og rafmagnsbifreiðar.
Vilji stjórnvöld ná árangri í að draga úr notkun einkabílsins og þá sérstaklega bensínhákanna verður að gjörbreyta stefnunni. Borgaryfirvöld verða að taka upp þá stefnu að hafa ókeypis í strætó. Með því væri örugglega hægt að margfalda notkunina og þegar upp er staðið er ég viss um að það er ekki mikið óhagstæðara fjárhagslega fyrir borgina.
Stjórnvöld verða að endurskoða stefnu sína varðandi gjöld á bifreiðar. Taki stjórnvöld upp þá stefnu að það sé margfalt hagstæðara að kaupa smábíl í bæjarumferðina mun þeim fjölga ört.
Að sjálfsögðu ættu stjórnvöld að leggja höfuðáherslu á að veruleg fjölgun verði á rafmagnsbílum. Verði stuðlað að því að sé hagstæðara að kaupa slíkan bíl en bensínbíl á þeim eftir að fjölga verulega. Þjóðhagslega hlýtur það að vera gífurlega hagstætt.
Sem sagt það eru fyrst og fremst sveitarstjórnir og ríkisvaldið sem geta stýrt því mikið að draga úr notkun einkabílsins og að við drögum verulega úr notkun bensínhákanna.
![]() |
Hvernig líta göturnar út án bíla? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.6.2010 | 12:36
Össur sendir VG gula spjaldið.
Eins og allir vita er þess blessaða tæra Vinstri stjórn ekki mjög samstíga í neinum málum nema skattahækkunum. Nú sendir Össur utanríkisráðherra forystu Vinstra grænna gula spjaldið og skilaboðin eru ef þið getið ekki hlýtt Samfylkingunni opnum við fyrir öðrum möguleika á ríkisstjórnarsamstarfi.
Það vita allir að í VG eru að minnsta kosti tvær fylkingar eða öllu heldur mætti kalla það tvo flokka.
Hróp nú á þjóðstjórn frá Össuri er pólitískt útspil til að sýna VG að fleiri möguleikar eru til en að þeir geti stoppað alla uppbyggingu í þjóðfélaginu. Skiljanlega er Össur og fleiri Samfylkingarmenn orðnir þreyttir á samstarfinu við VG. Samfylkingarfólk sér að ekkert mun gerast í atvinnuuppbyggingu með VG sem ráðandi afl.
Og svo kemur Ögmundur og segist ekki vilja þjóðstjórn. Hvað vill flokkur Ögmundar?
![]() |
Össur hlynntur þjóðstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.6.2010 | 22:20
Hvað ætli forsetinn sem ætlaði ekki að veita fálkaorðu hafi nælt margar?
Á sínum tíma þegar Ólafur Ragnar var að hefja sína kosningabaráttu fyrir forsetaembættinu talaði hann fjálglega um að hann ætlaði að afnema orðuveitingar eins og fálkaorðuna. En eins og svo margt annað hjá Ólafi Ragnari hefur þetta breyst. Nú hefur hann verið forseta duglegastur við að hengja orður í menn.
Það er spurning hvers vegna á að veita einstaklingum fálkaorðu fyrir að hafa stundað sína vinnu sómasamlega. Hvers vegna fær ekki verkamaðurinn sem mætir á hverjum morgni við að hreinsa göturnar fálkaorðu. Við myndum taka eftir ef enginn gerði það. Hvers vegna fær ekki ræstingarkonan fálkaorðu fyrir að halda öllu hreinu. Hvers vegna fær ekki bakarinn sem bakar ný brauð á hverjum morgni fálkaorðu. Mörgum myndi bregða í brún ef enginn væri til að baka brauð. Og svona mætti áfram telja.
Ég held einnig að mörgum finnist ansi lítið koma til þessarar orðuveitingar eftir að menn eins og Sigurður Einarsson og fleiri á hans sviði fengu fálkaorðu nælda í sig en eru nú eftirlýstir af Interpol.
Auðvitað á að veita orður fyrir björgunarafrek og jafnvel afrek á íþróttasviðinu, en það er della að ætla að velja úr ákveðna aðila úr hópi launþega þá sem eiga skilið frekar en aðrir að fálkaorðu.
![]() |
Tólf fengu Fálkaorðuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.6.2010 | 12:43
Ferfalt húrra fyrir réttlætinu.
Það er eftir allt saman fagnaðarefni að við skulum eiga eins góða dómstóla og kom í ljós við uppkvaðningu umdeildra bílalána. Það hefur verið skelfilegt hvernig þessi fjármögnunarfyrirtæki hafa hagað sér síðustu árin. Tugþúsundir féllu í gildruna og tóku þessi myntkörfulán vegna þess að almenningi var talin trú um að það væri mun hagstæðara og því fylgdi lítil áhætta. Annaðö kom í ljós.
Margir hafa því misst bíla sína algjörlega að óþörfu. Hefði það legið fyrir frá byrjun að þetta væri óheimilt væru margir enn á bílum sínum eða væru ekki með hundruð þúsunda reikninga á bakinum.
Það hlýtur að vera stór spurning hvort margir eiga ekki rétt á skaðabnótum frá fjármögnunarfyrirtækjunum vegna ólöglegra samninga og þar af leiðandi ólöglegra vörslusviptinga á bifreiðum.
Þessi dómi ber að fagna núna á 17.júni,þjóðhátíðardegi okkar.
![]() |
Gengistryggingin dæmd óheimil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2010 | 21:46
Jóhanna Sigurðardóttir með óþolandi yfirgang við þingmannanefnd.
á Alþigi var skipuð sérstök nefnd til að fara yfir rannsóknarskýrsluna og koma með tillögur um aeðgerðir. Eitt af hlutverkum þingnefndarinnar er að fara yfir aðdraganda einkavæðingu bankanna.
Fuðulegt að sjá yfirlýsingar frá Jóhönnu forsætisráðherra að ef nefnd Atla Gíslasonar geri ekki eins og henni líkar muni hún taka málið upp aftur.
Hvað finnst þingmönnum um slikan yfirgang. Til hvers er verið að skipa sérstaka þingmenn ef Jóhanna gefur það út fyrirfram að geri nefndin ekki eins og henni þóknast taki hún til sinna ráða.
Það þarf varla að skipa sérstaka nefnd ef það er ekki ætlunin að virða niðurstöðuna ema hún sé Jóhönnu þóknanleg. Já það er eðlilegt að Kínakommarnir séu hrifnir af Vinstri stjórninni.
![]() |
Einkavæðing bankanna rannsökuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2010 | 20:31
Eru Framsóknarmenn á móti dökku fólki?
Mikl er nú málefnafátækt Framsókarmana orðin mikil fyrst þeir gera það að umræðuefni á Alþingi að Árni Páll sé sólbrúnn og sællegur. Guðmundur Steingrímsson Framsóknarmaður vekur athygli á því að Árni Páll hafi ekki tekið þátt í umræðum um bann við ljósabekkjanotkun unglinga.
Svei mér þá. Er ekki allt í lagi með Framsóknarmenn. Hvað kemur okkur það við hvort Árni Páll er dökkur yfirlitum hvort sem það er úr sólbekkjum eða af útiveru.
Mikil er málefnafátækt Framsóknarflokksins ef þingmönnum flokksins þykir ástæða til að taka litarhátt manna til umfjöllunar á Alþingi.
![]() |
Rætt um brúnku Árna Páls á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2010 | 17:57
Ábyrg afstaða Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.
Það er örugglega hárrétt ákvörðun hjá Hönnu Birnu að taka að sér starf forseta borgarstjórnar. Sjálfstæðismenn fóru fram í kosningabaráttunni undir kjörorðinu Vinnum saman. Vinnubrögð Hönnu Birnu eftir að hún tók við starfi borgarstjóra vöktu athygli. Flokkurnn náði verulega að rétta sinn hlut frá síðustu Alþingiskosningum og náði meira fylgi heldur en skoðanakannanir bentu til.
Kjósendur í Reykjavík vilja að borgarfulltrúar vinni saman. Það þýðir þó alls ekki að Sjálfstæðisflokkurinn verði að samþykkja allt sem meirihlutinn leggur til. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu örugglega veita aðhald og reyna að koma sínum málum fram.
Hanna Birna stykir sína stöðu með þessari ákvörðun.
![]() |
Hanna Birna kjörin forseti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2010 | 00:51
Steingrímur J. og Lúðvík bæjarstjóri brandarakarlar vikunnar.
Margir segja að stjórnmálamenn séu leiðinlegir og hafi engan húmor. Þetta er alls ekki rétt. Því til sönnunar er setning Steingríms J.formanns VG að verkefnið sé að takast í efnahagsmálum okkar Íslendinga. Furðuleg yfirlýsing miðað við stöðu mála hjá tugþúsunda einstaklinga og að allt er stopp í atvinnuuppbyggingu.
Hinn brandarakarlinn er Lúðví bæjarstjóri í Hafnarfirði,sem segist njóta mikils trausts. Hann hefur trúlega ekkert skoðað úrslitin í bæjarstjórnarkosningunum.
Já, það er eðlilegt að kommarnir í Kína séu hrifnir af okkar mönnum.
![]() |
Verkefnið er að takast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 829263
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar