Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Getur einhver tekið mark á Samfylkingunni hér eftir?

Stórkostlegt,stórkostlegt. Flokkurinn sem segist berjast fyrir gagnsæi. Flokkurinn sem segist vilja hafa allar styrkveitingar uppi á borði. Flokkurinn sem segist vilja að allt bókhald stjórnmálaflokka sé opið. Flokkurinn sem segist boða heiðarleika .Það er þá svona sem Samfylkingin fer í kringum hlutina til að Steinunn Valdís sleppi. Heldur forysta Samfylkingarinnar virkilega að almenningur samþykki svona vinnubrögð.

Eftir þessa uppákomu er öruggt að Samfylkingin fær titilinn spilltasti flokkur landsins.

Merkilegt var svo að hlusta á Jóhönnu Samfylkingarformann segja að útífrá mætti alls ekki koma gagnrýni,sem sýndi að allir væru ekki sammála. Þetta er flokkurinn sem segir að allt eigi að vera uppi á borði. Almenningur eigi aðn hafa aðgang að öllum upplýsingum.

Hér eftir verða það ekki margir sem taka mark ámálflutningi Samfylkingarinnar.


mbl.is Skoða ekki styrki Steinunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

N-listinn í Garði er beintengdur flokkapólitík.

Blað N-listans kom út í gær hérna í Garðinum. N-listinn gagnrýnir D-listann og segja að þeir sem skipa sér undir einn flokkslista geti ekki tryggt vönduð vinnubrögð og víðara sjónarhorn.

Ansi finnst mér þessi gagnrýni koma úr miklu glerhúsi. Jú,það er rétt að auðvitað er D-listinn flokkslisti og ég hef áður sagt að ég hefði kosið að hafa ekki svona beintengingu,en að N-listinn skuli leyfa sér að gagnrýna flokkapólitík er fáránlegt. Sé nokkuð framboð beintengt flokkapólitík er það N-listinn.

Í blaði N-listans er lögð áhersla á að við íbúar Garðsins verðum að kjósa þingmann Samfylkingarinnar í bæjarstjórn til að tryggja hagsmuni sveitarfélagsins sem best.

Hvers konar rugl er þetta eiginlega. Ég hef ekki séð að þingmenn væru á þennan hátt sem Oddný Samfylkingarþingmaður gerir að reyna að beintengja sig í bæjarstjórn.

Þinmaður eins og Oddný hlýtur að vinna jafnvel að málefnum Garðsins á Alþingi sama hvaða meirihluti er í Garðinum.

Þingmaður eins og Oddný hlýtur að vinna jafnvel að málefnum Garðsins á Alþingi sama hvaða bljarstjóri er í Garðinum.

Það er því algjört bull að það styrki eitthvað málstað Garðsins hvort Oddný Samfylkingarþingmaður situr í Bæjarstjórn Garðs eða ekki. Það skiptir ekki nokkru máli.

Svo geta menn haft sína skoðun á því hvort það sé betra fyrir Garðinn að D-listinn fái meirihluta eða N-listinn nú eða hvort það þjónaði hagsmunum Garðsins best að L-listinn kæmist í oddaaðstöðu.

Um það kjósum við á laugardaginn, en furðulegt er að N-listinn skuli halda því fram að þingmaðurinn muni vinna eittmhvað betur á Alþingi sitji hún einnig í bæjarstjórn. Þau rök ganga ekki upp.


Framtíðarsjóður til framtíðar.

Sveitarfélagið Garður á myndarlegan sjóð sem varð til við sölu hlutabréfa í Hitaveitu Suðurnesja. Samkvæmt ársreikningi sveitarfélagsins eru vaxtatekjur vegna þessara peniningaeignar að bjarga rekstrinum. Ef þessara vaxtatekna nyti ekki við væri bullandi halli á rekstrinum.

Í blaði N-listans sem kom út í kvöld ritar Benedikt efsti maður listans mjög málefnalega grein um nauðsyn þess að gæta vel að þessum framtíðarsjóði.

Það er mikið rétt. Miðað við alla óvissuna sem ríkir í þjóðfélaginu má alls ekki ganga á höfuðstól þessa sjóðs. Það máalls ekki koma inn sá hugunaháttur að það sé nú í lagi að taka eitthvað af höfuðstólnum til að nota í framkvæmdir.

Sumir segja. Það er bara fínt að eyða öllum sjóðnum í góðar framkvæmdir því sveitarfélögin á Suðurnesjum verða bráðum sameinuð. Þetta er hættulegur hugsanaháttur og gæti sett sveitarfélagið í verulega erfiða stöðu, því það liggur ekkert fyrir um sameiningu á næstunni.

Á laugardaginn verða svo kjósendur í Garðinum að ákveða hvoru  þeir treysta betur Ásmundi bæjarstjóra eða Oddnýju þingmanni  fyrir varðveislu framtíðarsjóðsins.


Vinnum saman ekki til í orðabók Dags.

Furðuleg yfirlýsing Dags Samfylkingarleiðtoga að það sé langsótt að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Auðvitað á Dagur erfitt með að sætta sig að kjósendur sjá ekki draumaprinsinn birtast í Degi.Nú stefnir í að það verði ný og áður óþekkt staða uppi í Reykjavík hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Það gengur því ekki að nánast útiloka samstarf við einvern flokkinn.

Það er mikill munur að hlusta á málflutning Hönnu Birnu þrátt fyrir mótlætið í skoðanakönnunum. Auðvitað hljóta framboðin í Reykjavík að þurfa að vinna saman eftir kosningar.

Ég held að álokasprettinum sjái fleiri og fleiri kjósendur að besti kosturinn er að fela Hönnu Birnu og félögum á D-listanum forystu borgarmálanna.


mbl.is Samstarf við Sjálfstæðisflokk langsótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir styrkja framboðslistana?

Mikið fjölmiðlafár hefur verið um styrki til stjórnmálaflokka og einstakra frambjóðenda frá fyrirtækjum.Því hefur verið haldið fram að þaðsé óeðlilegt að einstakir frambjóðendur eða framboð þiggi háa styrki frá fyrirtækjum. Það geti skapað óeðlilegan þrýsting á afgreiðslu mála og hagsmunaárekstur.

Auðvitað er það af hinu góða að allt þetta komi fram og nú ættu að vera til skýrari reglur.

Fyrir þessar sveitarstjórnarkosningar er mikið um útgáfustarfsemi, alls konar uppákomur og allt kostar þetta peninga. Hverjir fjármagna?Það ætti að vera skylda framboðaað upplýsa fyrir kosningar hverjir það eru sem fjármagna kosningabaráttuna.

Það er ekki síður mikilvægt að þetta sé upplýst í minni sveitarfélögum heldur en þeim stóru.

Fyrirtæki eða fjársterkir aðilar í litlum sveitarfélögum geta séð sér hag í því að fjármagna kosningabaráttuna og telja sig þá eigi inni greiða þegar þar að kemur.

Menn hefðu kannski betur hlustað á Davíð Oddsson,þáverandi formann Sjálftsæðisflokksins, sem sagðist reiðubúinn að samþykkja að fyrirtæki mættu ekki styrkja stjórnmálaflokka.Hvers vega ætli Samfylkingin hafi ekki viljað það?

Aðalatriðið er sem sagt að framboðslistar upplýsi það fyrir kosningar hverjir fjármagna kosningabaráttuna.

 


Það skiptir máli hver stjórnar sveitarfélaginu.

Eflaust hafa einhverjir fengið létt áfall þegar þeir sáu forsíðu Moggans í dag. Enn er fylgi Besta flokksins alveg hreint ótrúlega mikið í Reykjavík og verður þaðörugglega í kosningunum. Nú er Reykjavík stærsta fyrirtæki landsins,þannig að það skiptir ansi miklu máli að hæfir einstaklingar veljist til forystu. Það eru örugglega ekki þeir hagsmunir sem ráð ætli kjósendur að taka þá ákvörðun að hafna Hönnu Birnu og félögum, heldur eru kjósendur að refsa fjórflokknum. Spurning hvort það er ekki ansi mikil áhætta að ætla að fela Besta flokknum þá ábyrgð að stjórna Reykjavík næstu fjögur árin.

Það verður spennandi að fylgjast með hvort Sjálfstæðismönnum í Eyjum tekst að halda sínum meirihluta. Elliði bæjarstjóri hefur staðið sig mjög vel og rekstur sveitarfélagsins er í blóma. Þar á bæ hafa menn farið sér hægt í allri góðærisvitleysunni og standa því mjög vel. Ég held að Vestmannaeyjar hljóti að vera eitt al öruggasta vígi Sjálfstæðisflokksins.

Í Reykjanesbæ verða úrtslitin aftur ámóti tvísýn. Mjög hart er sótt aðÁrna Sigfússyni og félögum. Auðvitað er fjárhagsstaða bæjarins slæm því allt hefur verið á fullu. Reyndar vær það með ólíkindum ef kjósendur ætla að koma Vinstri mönnum þar til valda. Vinstri grænir í ríkisstjórn hafa gert allt til þess að setja lappirnar fyrir alla atvinnuuppbyggingu.Ég held að kjósendur muni sjá að besti kosturinn er að fela Árna og félögum á D-listanum áfram meirihlutastjórn.

Í Garðinum er barist hart. D-listinn leggur allt undir til að ná hreinum meirihluta. Það er mikil kraftur í ksoningastarfinu og spurning hvort það skilarv tilætluðum árangri. Reyndar held ég að það hafi verið röng ákvörðun að brjóta hefðina í Garðinum og byrja nú á því að taka upp beintengingu við Sjálfstæðisflokkinn og nota D. Það hefur enginn stjórnmálaflokkur boðið fram undir eigin bókstaf fyrr í Garðinum.

Ég held að það sé nokkuð öruggt að listi Oddnýjar Samfylkingarþingmanns heldur ekki sínum meirihluta. Spurningin er hvað nýju framboði L-lista allra Garðbúa tekst. Á listanum er fólk sem hafnar flokkapólitík D-listans,en á listanum eru örugglega þó nokkrir fylgjendur Sjálfstæðisflokksins.

Garðurinn hagnaðist vel á því að selja hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja. Vaxtatekjurnar eru að bjarga rekstri bæjarins. Ef Garðurinn hefði ekki þessar vaxtatekjur væri reksturinn rekinn með verulegu tapi. Það skiptir því miklu máli að ekki sé hróflað við framtíðarsjónum,því þá er voðinn vís.

Það er því spurningin hverjum kjósendur í Garðinum treysta best til þess að halda vel á málum án þess að draga upp fallega glansmynd um allt það sem menn vilja gera. Það er ekki raunhæft nema menn ætli að fórna framtíðarsjóði sveitarfélagsins.

Það skiptir ansi miklu máli hverjir fara með stjórn sveitarfélags. En það eru kjósnedur í öllum sveitarfélögum landsins sem taka ákvörðina.

Spurning hér í Garði hvort L-listanum tekst að komast í oddaaðstöðu.

 


mbl.is Mikið forskot Besta flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki allt í lagi með Vinstri stjórnina að ætla enn að grípa til skattahækkana.

Steingrímur J.segir bara kokhraustur að ekki verði um víðtækar skattahækkanir að ræða nú og gert var í fyrra. Flestum finnst nú nóg komið af skattahækkunum. Nær væri fyrir ríkisstjórnina að koma atvinnulífinu almennilega í gang til að skapa tekjur fyrir þjóðfélaginu í stað þess að stuðla að algjörri stöðnun og auka á atvinnuleysi.

Furðulegt að það skuli enn vera til kjósendur sem ætla að kjósa Samfylkinguna og Vinstri græna tiláhrifa í sveitarstjórnum laandsins.


mbl.is Skattar munu hækka eitthvað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterk staða Ásmundar. Verður bæjarstjóri hvort sem D eða N fær meirihluta.Spurning hvað gerist ef L-listi kemst í oddaaðstöðu.

Hún er dálítið sérkennileg staðan í bæjarpólitíkinni í Garðinum. Það er eiginlega nákvæmlega sama staðan uppi hvað varðar ráðningu bæjarstjóra hvort sem D-listinn eða N-listinn fær hreinan meirihluta. Núverandi bæjarstjóri verður áfram.

Reyndarveit ég ekki hvað gerist ef L-listi allra Garðbúa kemst í oddaaðstöðu.Ég hef ekki séð neitt frá þeim hvernig þeir hugsa sér að standa að ráðningu bæjarstjóra.

D-listinn er með Ásmund sem bæjarstjóraefni. N-listinn segist ætla að auglýsa eftir bæjarstjóra. Það hlýtur að vera til málamynda. N-listinn réði Ásmund fyrir um ári úr hópi 52 tveggja umsækjenda.Ef N-listinn fær meirihluta og auglýsir eftir bæjarstjóra hlýtur Ásmundur að sækja um því hann er með bestu meðmælin frá N-listanum sjálfum, sem valdi hann úr hjópi 52< umsækjneda sem hæfastan til að setjast í stól bæjarstjóra. Þetta er því alveg pottþétt.

Komist L-listinn í oddaaðstöðu eins og vel gæti átt sér stað veit ég ekki hvernig þeir ætla að standa að ráðningu bæjarstjóra. Þeir hljóta að upplýsa það í vikunni.


Nánast allir sammála Hönnu Birnu og félögum en ætla samt ekki að kjósa D-listann.

Nánast allir Reykvíkingar eri smmála stefnu Sjálfstæðisflokksins að ekki beri að hækka skatta á næsta kjörtímabili. 70% Reykvíkinga eru ánægðir með störf Hönnu Birnu sem borgarstjóra.

Miðað við þetta allt saman gæti maður ímyndað sér að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík færi létt með það að vinna hreinan meirihluta í borginni.

Nú þessum örfáu dögum fyrir kosningar eru nánast engar líkur til þess. Sveitarstjórnarkosningarnar núna snúast nefnilega ekki í hugum kjósenda um málefni byggðarlagsins. Kjósendur ætla að nota kosningarétt sinn til að gefa fjórflokknum rækilega áminningu um að þeir vilji ný og önnur vinnubrögð í stjórnmálunum.

Það hlýtur að vera sárt fyrir Hönnu Birnu og félaga að þurfa að sætta sig við tap vegna þess.


mbl.is Nær allir Reykvíkingar eru andvígir skattahækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja kjósendur í Reykjanesbæ að Vinstri grænir stjórni bænum?

Það er margt sem bendirtil þess að allt sé í járnum í Reykjanesbæ hvort Árni Sigfússon og félagar haldi meirihluatnum í Reykjanesbæ.

Er það virkilega vilji kjósenda að afhenda Vinstri grænum völdin í Reykjanesbæ. Það er erfitt að skilja það miðað að Vinstri grænir hafa lagt allsherjar stopp á atvinnuuppbyggingu í bænum.

Ótrúlegft ef það verður niðurstaðan.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 829267

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband