Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.5.2010 | 10:31
Kominn tími til að rannsaka lífeyrissjóðina.
Það ber að fagna því að ASÍ undirbúi skipun óháðrar rannsóknarnefndar til að kanna samskipti lífeyrissjóða og bankanna.
Reyndar tel ég að Alþingi ætti að samþykkja að skipuð verði rannsóknarnefnd til að fara ofaní mál lífeyrissjóðanna. Sú nefnd þyrfti að skoða hvernig lífeyrissjóðirnar hafa spilað með fjármuni almennings í alls herjar sukkinu.
Hvaða fyrirtækjum lánuðu lífeyrissjóðirnir. Hvernig fóru fulltrúar atvinnurekenda atkvæði sitt í stjórnum lífeyrissjóða.
Hvernig væri að skoða siðferðið í lífeyrissjóðunum. Hvað með alls konar lúxusferðir o.s.frv.
Ef við ætlum a byggja upp nýtt Ísland þarf að fara fram ítarleg úttekt á störfum lífeyrissjóðanna. Það eru jú þeir aðilar sem hafa umráðarétt yfir lang stærstu sjóðum sem til eru í landinu.
![]() |
Óháð rannsókn á lífeyrissjóðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2010 | 17:15
Eyðimerkurganga Lilju Mósesdóttir hjá Vinstri grænum.
Rosalega held ég hún hljóti að vera orðin þreytt hún Lilja á allri eyðimerkurgöngunni hjá Vinstri grænum. Lilja vildi taka heimilá vanda heimilanna.Lilja var á móti ESB. Lilja var á móti Icesave. Og enn einu sinni er Lilja á annarri skoðun en Steingrímur J. VG vilja ekki hlusta á skynsamlegu raddirnar innan flokksins.
Þessi eyðimerkurganga Lilju hjá VG hlýtur að vera þreytandi.Reyndar er stefna og framkvæmdaleysi VG og Vinstri stjórnarinnar ansi þreytandi fyrir alla landsmenn.
![]() |
Telur rétt að lækka launin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2010 | 10:18
Hvernig hefðu fjölmiðlar látið ef þetta hefðu verið Sjálfstæðisflokkurinn og Davíð ?
Gaman að velta fyrir sér hvernig sumir fjölmiðlar hefðu látið ef það hefði verið Sjálftsæðisflokkurinn sem hefði verið að pukrast með leynimakk um hækkun launa til Davíðs Oddssonar,fyrrverandi Seðlabankastjóra í stað Samfylkingarinnar og Más núverandi Seðlabankastjóra
Hvernig ætli forsíða Fréttablaðsins hefði litið út. Ég sé fyrir mér risafyrirsögn uppfulla af vandlætingu um einkavinavæðingu og spillingu.
Einnig býst ég við að Stöð 2 hefði látið í sér heyra að maður tali nú ekki um fréttastofu RUV.
Merkilegt hvernig fjölmilðar taka nú með silkihönskum á Jóhönnu og Samfylkingunni.
Finnst fjölmiðlum ekkert athugavert við hneykslunartón Jóhönnu nú þegar hún segir að ekki komi til greina að hækka laun Serðlabankastjóra en það var forsætisráðuneytið sem lofaði Má launahækkun.
Sama Jóhanna var þá einnig forsætisráðherra.
Í einhverjum löndum hefði forsætisráðherra þurft að segja af sér eftir slíka uppákomu.
![]() |
Enginn vill segja hver gaf loforð um óbreytt laun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2010 | 23:47
Skrípaleikur Jóhönnu Samfylkingarformanns. Það var forsætisráðuneytið sem lofaði Seðlabankastjóra launahækkun.
Alveg er það stórkostlegt að sjá núna hvernig búið er negla Jóhönnu Samfylkingarformann og upplýsa hvers konar sýndarmennsku vinnubrögð hún notar. Jóhanna kemur fram full vandlpætingar og segir að engin embættismaður í ríkiskerfinu eigi að hafa hærri laun en forsætisráðherra.
Samkvæmt fréttum RUV í kvöld er það upplýst að það var forsætisráðuneytið sem lofaði Má Seðlabankastjóra launahækkun. Heldur Jóhanna virkilega að kjósendur taki mark á henni eftir þetta.
Er hægt að hugsa sér meiri hráskinnsleik.
3.5.2010 | 21:10
Við hvað var Már Seðlabankastjóri að miða? Einstakt að kalla launahækkun launalækkun.
Ég hlustaði á Má Seðlabankastjóra í Kastljós þætti kvöldsins. Hans rök eru þau að Kjararáð hafi lækkað hans laun. Hann segist ekki myndi þiggja 400 þús. króna launahækkun til viðbótar við það sem hann hafði. Rétt að undirstrika það sem hann sagði um viðbótina.
Aftur ámóti sagði hann að tvenn lög giltu annars vegar um kjararáð og hins vegar um Seðlabankann. Már sagði að sjálfsögðu gæti bankaráðið bætt sér skerðinguna frá því sem var. Það væri þá spurning um hvað mikið launin hefðu átt að lækka. Sem sagt hækki bankaráðið launin um 300 þús á mánuði þá er það lækkun frá þvú sem var.
Heitir þetta að vilja ekki launahækkun? Már Seðlabankastjóri viðhafði fáránlegar kúnstir í Kastljósi kvöldsins.
![]() |
Már myndi ekki þiggja launahækkunina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2010 | 11:26
Siðferði Samfylkingarinnar er furðulegt.Laun Seðlabankastjóra eiga að hækka um 400 þúsund á mánuði.
Samfylkingin er furðulegur stjórnmálaflokkur svo ekki sé meira sagt. Það er ekki langt síðan að Jóhanna Sigurðardóttir kom fram í fjölmiðlum og talaði um að ofurlaun í stjórnkerfinu gengi ekki. Samfylkingin hefði ákveðið að vinstri stjórnin tæki á þessum málum. Ekki nokkur strafsmaður í opinbera kerfinu skyldi vera hærra launaður en forsætisráðherra. Þetta átti að ganga í almenning. Þarna var hinn sterki leiðtogi Samfylkingarinnar að tala,sem ekki þolir neitt óréttlæti eða sukk og svínarí.
Svo er það náttúrlega spurningin hvort þetta hafi gengið eftir. Margir efast og reyndar vita að margir eru enn hærra launaðir en forsætisráðherra. Vel má vera að annað sé ekkio hægt,en hvers vegna var þá Samfylkingin að boða annað.
Og alveg er það nú stórkostlegt að Samfylkingunni skuli nú á þessum tíma svona rétt eftir útgáfu rannsóknarskýrslunnar detta í hug að ætla að hækka laun Seðlabankastjóra um 400 þús. á mánuði.
Sagt er að það hafi verið búið að lofa Seðlabankastjóra þessari hækkun.
Já,spillingin grasserar enn hjá Samfylkingunni.
![]() |
Laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2010 | 19:48
Átti ekki ESB og Evran að bjarga öllu? Ætli Jóhanna verkstjóri hafi heyrt um Grikkland?
Ótrúlegt að ástandið skuli vera svona í Grikklandi. Þessi ágæta þjóð er þó bæði aðili að ESB og myntin er Evra. Samfylkingin hefur nú hingað til talið okkur trú um að ESB og Evran væri heslti björgunarhringur okkar.
Merkilegt er það einnig að þetta skuli koma fyrir í Grikklandi,því ekki var Davíð Oddsson Seðlabankastjóru þar. Samt gat svona hrun átt sér stað í Grikklandi.
Auðvitað má búast við að viðbrögð Jóhönnu verkstjóra verði að henni komi þetta mjög á óvart.
Einhverjir Samfylkingarmenn hljóta nú að efast um að öll okkar vandamál okkar Íslendinga leysist bara við það að ganga í ESB og taka upp Evru.
![]() |
Björgunarpakkinn samþykktur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2010 | 17:05
Enn eru það kúlulán. Hver lánaði Jóni Ásgeiri rúmar 400 milljónir?
Svei mér þá,ég held að margir hafi nú haldið að kúlulán væru úr sögunni miðað við það semá undan er gengið. Nei,ekki aldeilis. Frétt kom um það að Jón Ásgeir hefði nýlega fengið kúlulán uppá rúmar 400 milljónir.Ekki þarf að greiða vexti eða afborganir af láninu næstu 10 árin.
Mikið er talað um háa styrki og lánveitingar til stjórnmálamanna og það gagnrýnt harðlega. Það er óskup eðlilegt að það sé gert og stjórnmálamenn verði að leggja spilin á borðið.
En hvað með útrásarmann eins og Jón Ásgeir,sem á ansan stóran þátt í öllu hruninu. Kemur okkur ekkert við hvernig hann getur fengi rúmar 400 milljónir lánaðar með kúluláni.Hvernig í óskupunum er þetta hægt?
Einhverra hluta vegna hefur Fréttablaðið ekkert kafað ofaní þetta mál,þrátt fyrir mikla rannsóknarblaðamennsku á þeim bæ. Einhverra hluta vegna hefur Stöð 2 ekki heldur kafað ofaní þetta mál.
Ætli það komi henni Jóhönnu verkstjóra Vinstri stjórnarinnar svo ekki gífurlega á óvart að þetta óskabarn Samfylkingarinnar skuli enn geta notið þeirra forréttinda að fá kúlulán uppá hundruðir milljóna.
2.5.2010 | 14:25
Það styttist í sveitarstjórnarkosningar.
Nú eru aðeins 27 dagar þar til kosið verður til sveitastjórna landsins. Ekki fer enn mikið fyrir kosningabaráttu en hún er væntanlega að fara af stað af fullum krafti. Margir hafa áhyggjur af því að kosningaþátttraka verði dræm. Almenningur hefur fengið sig fullsaddan af pólitíkinni á síðustu mánuðum og ekki jókst trú manna á stjórnmálunum eftir útgáfu rannsóknarskýrslunnar.
Það eru miklar líkur til þess að afstaðan til stjórnmálaflokkanna á landsvísu komi til með að hafa áhrif í sveitarstjórnarkosningunum. Ef maður lítur aftur í tímann þá gerist það árið 1978 að staða Sjálfstæðisflokksins var mjög slæm á landsvísu. þetta hafði gífurleg áhrif í sveitarstjórnarkosningunum það ár. Alls staðar varð verulegt fylgistap hjá D lista nema í Vestmannaeyjum og Grundarfirði. Þetta ár tapaðist t.d. meirihluti Sjálfstæðismanna í Reykjavík í fyrsta skipti.
Nú er spurning hvort þetta fylgistap D-lista verður aftur raunin í kosningunum í lok maí. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins munu örugglega reyna að benda á að refsa verði Sjálfstæðismönnum í sveitarstjórnum ekki síður en í Alþingiskosningum. Auðvitað má segja að það sé ansi ósanngjarnt því víðast snúast málefnin um einstök mál í hverju sveitarfélagi.
Í mörgum minni og meðalstórum sveigtarfélögum eins og t.d. hér í Garðinum snúast málin ekki um flokkapólitík heldur um hverjum við treystum best til að halda á hagsmunum sveitarfélagsins.
29.4.2010 | 14:26
Steingrímur J. úthlutar störfum og peningum í beinni.
Hann Steingrímur J. er ekkert að fara venjulegar leiðir þegar hann úthlutar störfum og peningum. Steingrímur J.hefur sennilega missklið allt talið hjá Samfylkingunni að allt ætti að vera uppi á borði og yrði að vera gagnsætt. Seingrímur J.gengur alla leiðina og úthlutar störfum og peningum í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Svona vinna þeir sem telja sig eiga að ráða og öðrum eins og Alþingi komi lítið við hvað hann gerir.
Athygli vakti á sínum tíma þegar hann reddaði Guðjóni Arnari vinnu í ráðuneytinu í beinni útsendingu og nú úthlutar Steingrímur J. peningum í beinni.
Er nú hægt að biðja um meira gagnsæi. Til hvers að vera burðast með þetta lýðræði og kosta fjármunumí rekstur Alþingis þegar við höfum mann eins og Steingrím J.Sigfússon ?
![]() |
Ráðherrar útdeili ekki peningum í sjónvarpsviðtölum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 829270
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar