Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Steingrímur J. og Jóhanna fyrir Landsdóm?

Fyrir allt venjulegt fólk er vonlaust að skilja að Jóhanna og Steingrímur J. skuli hafa ætlað að skuldbinda þjóðina til að greiða allt að 500 milljörðum fyrir Icesave. Þau ætluðust til þess að þingmenn samþykktu það án þess að fá að lesa yfir samninginn.

Nú stefnir í að greiðsla Íslendinga vegna Icesave verði ekki meira en 10 milljarðar og jafnvel líklegra að þjóðin þurfi ekki að borga eina einustu krónu .

Er ekki rétt að Jóhanna og Steingrímur J. berti ábyrgð á sínum gjörðum.Hvar er núna ráðherraábyrgðin.Nú hljóta margir þingmenn innan Samfylkingar og Vinstri grænna að taka málið upp á Alþingi og krefjast þess að Jóhanna og Steingrímur J. verði ákærð og dregin fyrir Landsdóm.

Það hljóta að teljast alvarleg afglöp í ráðherrastarfi að hafa ætlað að skuldbinda þjóðina uppá 500 milljarða þegar staðreyndin stefnir í O.


mbl.is Kostnaður ríkisins væri 11 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar Samfylkingin að rústa sjávarplássum landsins?

Vinnubrögð Jóhönnu og Jóns Bjarnasonar varðandi kvótafrumvarpið er með ólíkindum. Útbúið er frumvarp og ætlast til þess að það verði samþykkt á Alþingi. Fram hefur komið í fréttum af fundi þingmanna Samfylkingar í Vestmannaeyjum að spurt hafi verið um áhrif og afleiðingar á sajávarútveginn í sjávarplássum verði frumvarpið samþykkt. Þingmenn Samfylkingar í Suðurkjördæmi upplýsa að ekki sé búið að láta fara fram vinnu um hvaða áhrif samþykkt frumvarpsins hefur. Þetta eru hreint forkastanleg vinnubrögð.

Útgerðarmenn og samtök sjómanna hafa varað við afleiðingum af samþykkt frumvarpsins. Jóhanna og Samfylkingin ætlar ekki að hlusta á nein viðvörunarorð.

Hér í Garði byggist afkoma sveitarfélagsins að mikluleyti á sjávarútvegi. Bæjarstjórn Garðs hlýtur að láta gera úttekt og athugun á því hvaða afleiðingar það hefur fyrir Garðinn verði frumvarp vinstri stjórnarinnar samþykkt. Það er skylda bæjarstjórnar að láta vel í sér heyra í þessu stóra hagsmunamáli. Það gengur ekki að Samfylkingunni og Vinstri grænum takist að rústa sjávarplássi eins og Garðinum.


mbl.is Í bága við stjórnarskrá?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Íslandsvinurinn" Gordon Brown næsti framkvæmdastjóri AGS ?

Verður meint áreitni Strauss -Kakn fv.forstjóra AGS á hótelherbergi til þess að Gordon Brown fv.forsætisráðherra verður næsti framkvæmdastjóri.

Það hlýtur að fara um Steingrím J. að fá Brown sem æðsta yfirmann AGS.Varla er hægt að flokka Brown sem sérstakan Íslandsvin, en Steingrímur J. er svo óútreiknanlegur í pólitíkinni að alveg eins má búast við stuðningsyfirlysingu frá honum varðandi Brown.

Að sjálfsögðu hlýtur Samfylkingin að fagna að fá skoðanabróður sinn sem framkvæmdastjóra AGS.


mbl.is Evrópa sameinist um forstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er Stefán Ólafsson?

Sjálfstæðisflokkurinn hefur það á stefnuskrá að skattar skuli vera eins lágir og hægt er. Hófleg skattheimta sé mun líklegri til að örva hagkerfið heldur en skattpíningarstefna vnstri flokkanna.

Maður einn heitir Stefán Ólafsson og er mikill háskólaspekúlant og hefur rannsakað og skrifað mikið um að skattar hafi hækkað í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins þótt þeir hafi lækkað. Með alls konar kúnstum og forsendum fær Steán ávallt þessa niðurstöðu.

Nú þegar vinstri stjórn er í landinu skrifar Stefán og segir þau skrif byggð á rannsóknum sem sýna að láglaunahópar hafi aldrei haft það eins gott og núna.Láglaunafólki hafi verið hlýft og það hafi það bara ágætt.

Nýútfefin skýrsla frá OECD hlýtur þvín að koma á óvart,en þar segir að skattar hafi aukist mest hjá einstæðum foreldrum á Íslandi.

Reyndar  vissu þetta nú flestir aðrir en Stefán háskólaspekúlant. Nú heyrist ekkert frá Stefáni, en væntanlega er hann að finna upp nýja formúlu til að segja einstæðum mæðrum og öðru láglaunafólki að það hafi aldrei borgað eins lága skatta og hafi aldrei haft það eins gott.

Ekki má Stefán bregðast Samfylkingunni.


Jón Gnarr segir já. Dagur segir nei.

Nú hefur það verið staðfest að fjárhagsstaða Reykjavíkur er mun betri en gert var ráð fyrir. Sjálfstæðismenn geta vel við unað að hafa rekið borgina svo vel. Sjálfstæðismenn héldu því ávallt fram að algjör óþarfi væri að hækka skatta á íbúa Reykjavíkur.

Nú þegar staðreyndir liggja fyrir segir Jón Gnarr borgarstjóri að vel megi skoða hvort lækka eigi álagningaprósentu útsvars. Auðvitað er það rétt noðurstaða í ljósi staðreynda. Það vekur athygli að oddviti Samfylkingarinnar segir NEI. Ekki ástæða til að lækka útsvarið þrátt fyrir jákvæða niðurstöðu.

Dagur er trúr stefnu Samfylkingarinnar að það beri að hækka skatta og hvika ekki frá því þótt í ljós komi að ákvörðun um hækkin hafi verið tekin á röngum forsendum.

Nú verður spennandi að sjá hvor gefur sig borgarstjóri eða formaður borgarráðs.


mbl.is Fagnar ummælum borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur og félagar í VG í hernaðarbrölti með NATO.

Einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar að Ögmundur Jónasson og félagar í Vinstri grænum væru í samstarfi við Bandaríkjamenn og aðrar NATO þjóðir að skipuleggja hernaðaræfingar á Íslandi.

En nú er þetta staðreynd. Það verður aldeilis flott að sjá myndir af Ögmundi og öðrum forystumönnum VG með herforingjum NATO.


mbl.is Áhersla á varnaræfingar í lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig getum við platað Ísland í ESB? Össur í baktjaldamakki með forystumönnum ESB.

Á heimasíðu Heimssýnar segir frá því að Össur utanríkisráðherra eigi nú í baktjaldamakki með ýmsum forystumönnum ESB hvaða gulrót þurfi að sýna Íslendingum svo þeir fáist til að ganga í ESB.

Alveg er það hreint ótrúlegt hvað Össur og fleiri í Samfylkingunni virðast vera tilbúnir að leggjast lágt til að ná sínu markmiði að Ísland skuli inní ESB.

Reyndar þarf svo sem engum að koma þetta á óvart. Það sem kemur hins vegar á óvart að forysta Vinstri grænna horfir aðgerðarlaus á vinnubrögð Össurar.


Launahækkanir verða fljótar að fara.

Framundan eru örugglega miklar verðhækkanir á ýmsum vörum og þjónustu. Það er eflaust full ástæða til þess að hækkalandbúnaðarafurðir eins og sýnt er framá í fréttinni á mbl. Þetta sýnir best hversu nauðsynlegt það er að launþegar fái launahækkun til að mæta auknum kostnaði í resktri heimila. Eflaust mun svo verslun og þjónusta þurfa að velta launahækkunum út í verðlagið.

Við búum við það fáránlega kerfi að allt er verðtryggt nema launin. Á meðan þetta kerfi er há okkur er alltaf ú hætta fyrir hendi að kauphækkanir étist upp á skömmum tíma í verðhækkunum,sem leiða svo til þess að öll lán hækka og launþegar sitja uppi með brúsann.

Langlundargeð er mikið. Það gengur ekki að allt sé v erðtryggt nema launin. Ótrúlegt að forysta launþega skuli ekki hafa sett hnefann í borðið.

 

 


mbl.is Útlit fyrir hækkun á verði mjólkurafurða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað væri gert við Þráin Bertelsson væri hann nemandi?

Einu sinni lýsti ágætur maður Alþingi eins og bekk í gagnfræðaskóla,þar sem agaleysið væri algjört.Satt best að segja eru enn til þeir þingmenn sem haga sér eins og ódælustu nemendur sem fyrirfinnast.Einn þingmaður sker sig úr fyrir ljótt orðbragð, hroka og hvernig hann fyrirlítur skoðanir aönnnarra. Þessi þingmaður telur sig vera mikið gáfnaljós enda leyfði hann sér að kalla góðan hluta landsmana fábjána.

Þessi þingmaður er að sjálfsögðu Þráinn Bertelsson. Þeir hljóta að skammast sín verulega sem greiddu Þránni atkvæði. Maðurinn er með afbrigðum orðljótur í garð samþingmanna sinna og fjallar lítið sem ekkert um málefni hvað þá að hann flytji vönduð frumvörp.

Það sem er þó sýnu alvarlegast er að þessi maður hefur líf heillar ríkisstjórnar í hendi sér.

Hvað væri gert við nemanda sem hagaði sér ítrekað eins og Þráinn. Væntanlega fengi hann áminningu. Það stendur því næst Steingrími J. hans formanns að veita honum tiltal. Láti hann ekki segjast væri svona nemendur látinn yfirgefa skólann og fengi meðferð hjá sálfræðingi.

Fjárhagur Alþingis er ekki uppá marga fiska til að ráða sérfræðinga til að meðhöndla orðljóta þingmenn, þannig að búast má við að þjóðin sitji uppi með Þráinn Bertelsson á þingi enn um sinn.


Skömm Steingríms J. og sumra Samfylkingarþingmanna er algjör.

Stundum ber það við að alþingismönnum er sjálfum nóg boðið um fíflaskapinn sem fram fer á Alþingi. Hneykslast þeir þá mjög á öðrum þingmönnum og segja að þeir hafi stuðlað að því að Alþingi hafi glatað virðingu sinni.

Þetta eru jafnvel sömu þingmenn og tóku þá skammarlegu og pólitísiku ákvörðun að draga Geir H.Haarde  einan fyrrverandi ráðherra fyrir Landsdóm vegna vanrækslu í starfi. Niðurlæging Alþingis náði hámarki með þessari ákvörðun. Allir sem þekkja til starfa Geirs H.Haarde vita að þar fer samviskusamur og heiðarlegur stjórnmálamaður. Skömm þeirra þinmanna sem samþykktu að ákæra Geir einan er mikil.

Hugsið ykkur að maður eins og Steingrímur J. formaður VG með áratuga þingreynslu skuli leggjast svo lágt að ákæra Geir fyrir vanrækslu í ráðherrastarfi.

Þessi sami Steingrímur var í þrígang tilbúinn að láta þjóðina greiða hundruðum milljarða meira vegna Icesave heldur en niðurstaðan varð. Ekki dettur mér anna í hiug en Steingrímur hafi haldið að hann væri að gera rétt. Ætli Steingrími J. fyndist það eðlilegt að nýr þingmeirihluti dragi hann fyrir Landsdóm þegar þar að kemur og ákæri hann fyrir vanrækslu og afglöp í starfi sem hefði getað kostað almenning hundruði milljarða meira en raunin varð. Ætli sumir myndu þá ekki hrópa pólitískar ofsóknir.

Þingmenn sem tala um að Alþingi hafi glatað virðingu sinnu ættu að líta í eigin barm. Mikill meirihluti þjóðarinnar hefur skömm á vinn ubrögðunum gagnvart Geir H. Haarde.


mbl.is Alþingi hefur glatað virðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband