Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
10.5.2011 | 13:12
Verður þetta svona í sumar?
Enn og aftur er ferð Herjólfs til Landeyjahafnar felld niður. Þrátt fyrir fjögurra mánaða stopp er enn nánast allt við það sama. Svo virðist vera sem gagnlítið dæluskip hafi verið fengið, sem afkastar ekki neinu. Hver tók þessa ákvörðun?
Það gengur bara ekki að þetta ástand verði áfram svona. Framundan er aðal ferðamannatríminn. Eyjamenn kynntust því síðasta sumar hversu gífarleg jákvæð áhrif það hefur á viðskipti öll að fá tugþúsundir ferðamanna. Eyjamenn sjálfir kynntust nýjum möguleikum á ferðum til fastalandsins, þar sem þeir voru nánast komnir í beint vegasamband.
Það gengur ekki það ástand sem nú er. Hvar eru tillögur stjórnvalda til að breyta til hins betra. Það hlýtur að vera krafa Eyjamanna og annarra að Landeyjahöfn verði kláruð þannig að hún þjóni tilgangi sínum. Það hlýtur að v era krafa okkar allra að fá hagstæðara skip til siglinga milli lands og Eyja.
Það hlýtur að vera krafa okkur allra að þannig sé staðið að dýpkun hafnarinnar að hún sé fær flesta daga ársins.
Það er alveg á hreinu að ekki er hægt að búa við þetta ástand lengur.
![]() |
Herjólfur siglir ekki í hádeginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2011 | 17:42
Þráinn þingmaður hlýtur að hækka launin getur sjálfur ekki lifað af rúmum 500 þús.kr.
Þráinn Bertelsson þingmaður VG lýsti því yfir á Alþingi að hann gæti ekki lifað af þingfararkaupinu, sem eru rúmar 500 þús.kr. á mánuði.
Launþegar hljóta að fagna þessari yfirlýsingu Þráins. Þessi þingmaður hefur líf ríkisstjórnarinnar í hendi sér og getur því ráðið því sem hann vill ráða.
Framundan eru kjarasamningar við opinbera starfsemnn. Þeir eiga samkvæmt þessu von á verulegri kjarabót. Þráinn Bertelsson er varla að gaspra eitthvað út loftið. Hann segist ekki geta lifað af rúmum 500 þús.kr, á mánuði, sem engin ástæða til að draga í efa að sé rétt hjá honum.
Nú eru það ansi stórir hópar í þjóðfélaginu, sem hafa alls ekki þessi laun og það ekkert nálægt því. Sá sem er atvinnulaus hefur t.d. um 160 þús. á mánuði. Lægstu laun eiga að vera komin í 204 þús. árið 2013,þannig að það er langt í land að þau verði 500 þúsund.
Það hlýtur að vera mikið umhugsunarefni fyrir stöðu margra hópa í þjóðfélaginu að þingmaður lýsi því yfir að hann treysti sér ekki að lifa á rúmum 500 þús.kr, mánaðarlaunum. Hvernig á fólk að fara að því að franfleyta sér og standa við ýmsar skuldbindingar með miklu lægri laun.
Þingmaðurinn hlýtur að fylgja þessari yfirlýsingu sinni eftir að því að breyta sér fyrir verulegum bótum fyrir launþega landsins. Hann hefur líf vinstri stjórnarinnar í hendi sér. Nú reynir á Þráinn Bertelsson. Það eru nefnilega fáir launþegar sem geta bætt sér upp léleg kjör með listamannalaunum.
![]() |
Löngu tímabærar kjarabætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2011 | 12:53
Vinstri grænir á fullt i virkjanaframkvæmdir.
Flestir fagna því að kjarasamningar hafa náðst til 3ja ára. Samningurinn grundvalllast á því að valin er atvinnuleiðin. Ríkisstjórnin hefur lofað að mikil innspýting verði ´ði uppbyggingu á næstunni.
Það ber að fagna því að Vinstri grænir hafa mnú snúið við blaðinu og fallist á að virkjað verði á fullu til að atvinnutækifæri skapist til frambúðar.
Suðurnesjamenn hljóta sérstaklega að fagna að Vinstri grænir ætla ekki lengur að standa í vegi fyrir að álver rísi í Helguvík.
Það hefði aldrei verið skrifað undir svona kjarasam,ning nema menn hafi vissu fyrir að framkvæmdir fari nú á fullt. Það gæti ekki gerst nema aðilar vinnumarkaðarins hafi vissu fyrir stuðningi ríkisstjórnarflokkanna fyrir innihaldi samningann frá hendi ríkisins.
Fagna ber að Vinstri grænir hafa nú snúið frá afturhalds og stöðnunarsetfnu sinni.
![]() |
Kaupmáttur talinn vaxa um 3-4% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2011 | 12:36
Fyrir kosningar var Steingrímur J. á móti ESB. Nú segir hann að sennilega,væntanlega sé betra að vera utan ESB. Hvernig verður næsta yfirlýsing.
Það fór ekkert milli mála fyrir síðustu kosningar að Steingrímur J. og hans flokur voru á móti ESB. Eftir kosningar samþykkti SJS aðildaviðræður, en sagist vera á m´ðoti ESB.
Nú segir SJS að sennilega eða væntanlega sé betra að vera utan ESB.
Hvernig verður næsta yfirlýsing hjá SJS. Verður hún að ef til vill sé betra að vera innan ESB ??
![]() |
Stöndum betur utan ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2011 | 21:57
Jón hefur ekki stuðning Þráins og Jón styður ekki tillögur Jóhönnu.
Enn vakna upp spurningar hversu lengi hin vesæla vinstri stjórn getur lifað lengi úr því sem komið er. Nú lýsir Þráinn Bertelsson því yfir að hann styðji ekki Jón Bjarnason sem ráðherra. Jón Bjarnason neitar að styðja breytingar á ráuneytunum, sem gera ráð fyrir að ráðuneyti hans verði ekki til eitt og sér.
Rétt að minna á að á pappírnum hefur ríkisstjórnin eins nauman meirihluta á þingi og mögulegt er.
Miðað við yfirlýsingar Þráins hlýtur hann a'ð bera fram vantrausttillögu á Jón Bjarnason.
Miðað við yfirlýsingar Jóns Bjarnasonar er erfitt að sjá hvernig Jóhanna ætlar að kopma málum í gegn til að losna við Jón.
Er eitthvert vit í að hafa svona ríkisstjórn?
![]() |
Styður ekki Jón sem ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2011 | 17:03
Fyrrverandi ritstjóri skrifar um meinta heimsku Vestmannaeyinga.
Einn mesti hrokagikkur landsins Jóna Kristjánson fyrrverandi ritstjóri DV ræðir um meinta heimsku Vestmannaeyinga á síðu sinni. Ég sá þessi skrif hans á eyjar.net. Satt best að segja varð ég undrandi og hneykslaður á að sjá slík skrif um núverandi og fyrrverandi íbúa Verstmannaeyja.
Jónas segist haldinn þeim fordómum að telja Vestmannaeyinga heimska eftir kynnum sínum af þingmönnum gegnum tíðina. Ekki veit ég hvað fær Jónas til að draga slíka ályktun um íbúa Vestmannaeyja. Ég man eftir þingmönnum eins og Guðlaugi Gíslasyni, Garðari Sigurðssyni, Magnúsi H.Magnússyni, Karli Guðjónssyni, Guðmundi Karlssyni og Árna Johnsen, sem allir hafa verið fulltrúar Eyjamanna á þingi. Alveg er ég sannfærður um að hver og einn þessara þingmanna hafa gert mun meira gagn fyrir sitt byggðarlag og þjóðina heldur en Jónas Kristjánsson.
Hroki og sjálfumgleði þessa fyrrverandi ritstjóra er með eindæmum. Hvernig hann leyfir sér að tala niður til Vestmannaeyinga er gjörsamlega óþolandi. Að tala um íbúa væntanlega bæði núverandi og fyrrverandi Eyjamenn sem heimska er með öllu óþolandi.
Í Vestmannaeyjum hefur búið og býr alveg ágætis fólk, sem vinnur af miklum dugnaði fyrir sitt samfélag og þjóðina alla. Að maður,sem gegnt hefur ábyrgðarstöðu í þjóðfélaginu eins og Jónas Kristjánsson skuli leyfa sér skrif þar sem hann segist haldinn fordómum um meinta heimsku Vestmannaeyinga lýsir alveg ótrúlegu innræti.
Það hljóta margir að hafa skömm á Jónasi fyrir þessi skrif.
3.5.2011 | 14:16
Ótrúlegur sandkassaleikur ASÍ og SA.
Oft er nú talað um sandkassaleikinn á Alþingi,en svei mér þá ég held að forystumenn ASÍ og SA slái þeim við. Villi atvinnurekandi hefur verið með málin á algjörum villigötum. Hann hleypur frá einu tilboðinu yfir í annað og setur sífellt ný skilyrði.Loksins virðast einhverjir viti bornir menn innan SA hafa tekið fram fyrir hendurnar á Vilhjálmi og lýstu því yfir að SA væri tilbúið í langtímasamning.
Nei, þá er5 Gylfi farinn í fýlu og segir ekki hægt að haga sér svona. Nú vilji hann ekki sjá samninginn sem hann var reiðubúinn að samþykkja fyrir nokkrum dögum.
Launþegar og atvinnurekendur geta ekki horft uppá þennan skrípaleik forystumannanna. Hafi 3ja ára samningurinn sem SA bauð fyrir nokkrum dögum verið góður að mati ASÍ hlýtur hann að vera jafngóður í dag.
Hvers vegna í óskupunum fagnar ekki ASÍ því ekki að hafa náð því markmiði að SA skrifi undir samning og hætti sínu sífelldu skilyrðum um hagsmunagæslu LÍÚ.?
![]() |
Funda hjá ríkissáttasemjara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2011 | 17:43
Gott hjá Guðlaugi Þór.
Auðvitað þarf Björn Valur að svara til saka fyrir óhróður sinnar og svívirðinga í garð Guðlaus Þórs,alþingismanns. Framkoma Björns Vals á þingi hefur verið með slíkum óskupum að það er með ólíkindum að kjósendur skuli hafa komið honum á þing.
Menn geta haft alls konar skoðanir á Guðlaugi Þór sem persónu og þingmanni. En það er fráleitt að brigsla honum um að hafa þegiðp greiðslur til að styðja einhver fyrirtæki, einstaklinga eða málefni.
Það getur engum heilvita manni dottið í hug að þingmenn vinni þannig. Það hvarlar ekki að mér að Björn Valur sé sérstaklega að gæta hagsmuna útgerðarfyrirtækisins,sem hann þáði laun hjá. Það hvarlar ekki að mér að hann þiggi eitthvað fyrir stuðning sinn í Icesave og fleiri málum.
Það gengur ekki að menn eins og Björn Valur geti ausið óhróðri og svívirðingum yfir menn.
![]() |
Ætlar að stefna Birni Val |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2011 | 11:57
Ögmundur boðar mikla launahækkun hjá opinberum starfsmönnum.
Það hlýtur að vera hressilegt fyrir núverandi foruystu BSRB að fá önnur eins tíðindi og Ögmundur innanríkisráðherra boðar núna. Þetta er mikilvægt innlegg í kjarabaráttu opinberra starfsmanna sem framundan er.
Ef við miðum einungis við laun Jóhönnu forsætisráðherra,sem eru um 1 milljón á mánuði erum viðö að tala um að lægsti launaflokkur hjá opinberum starfsmönnum verði rúmar 300 þús.kr. á mánuði. Þetta verður mikil kjarabót fyrir stóran hóp launþega.
Ríkisstarfsmenn og starfsmenn sveitarfélaga hljóta að fagna þessu mjög. Ögmundur er fyrrverandi formaður BSRB og núna í lykilstöðu innan ríkisstjórnarinnar til að koma þessum hugmyndum sínum í framkvæmd.
Það getur ekki verið að þessi hugmynd Ögmundur sé lýðskrum eitt til að slá ryki í augu launþega svona á baráttudegi verkallýsðins. Ekki vil ég trúa því að Ögmundur vinni þannig.
Sem sagt launþegar ríkis og sveitarfélaga eiga von á verulegri launahækkun í samningunum sem eru framundan.
![]() |
Hæstu laun verði þreföld lægstu laun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2011 | 21:12
Gott hjá Pétri Blöndal að skamma SA og ASÍ.
![]() |
Spyr hvort SA og ASÍ ætli í framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar