Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
26.5.2011 | 17:04
Bíddú nú við, bjargar ekki Evran öllu?
Samfylkingin hefur nú um langt skeið boðað okkur að allur vandi þjóðarinnar væri leystur með upptöku Evrunnar. Allt verðlag myndi lækka með inngöngu í ESB og upptöku Evru. Verðbólga tilheyrði sögunni og verðtrygging lána mætti í næstu framtíð eingöngu lesa um í sagnfræðiritum.
Þessi frétt frá Grikklandi um að þeir gætu þurft að hækka með Evruna hlýtur að kollvarpa ýmsum kenningum Samfylkingarinnar. Gæðastimpillinn og lausn allra vandamála, sem Samfylkingin setur á ESB aðild hlýtur að vekja upp spurningar hvers vegna ESB og Evran gátu ekki bjargað Grikklandi.
Kannski kemur skýring Samfyllkingarinnar á stöðunni að Grikkir eigi enga Jóhönnu og Össur, það væri eftir öðru hjá Samfylkingunni.
![]() |
Grikkir gætu þurft að hætta með evruna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2011 | 14:59
Skjaldborgin var um fjármálakerfið en ekki heimilin. Hvernig geta þingmenn stutt Jóhönnu og Steingrím J.?
Það hefur vakið verulega athygli að Jóhanna og Steingrímur J. tóku stöðu með fjármálakerfinu gegn heimilum almennings á Íslandi. Allt þetta hásetmmda tal um skjaldborg heimilin voru innantóm slagorð. Jóhanna og Steingrímur J. tóku stöðu með erlendum Vogunarsjóðum og gáfu þeim veiðileyfi í íslensk heimili.
Hvernig geta heiðvirðir þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænn stutt Jóhönnu og Steingrím j. Eflaust hafa margir óbreyttir þingmenn innan þessara flokka haldið að verið væri að vinna til að bæta ástand heimilanna. Óbreyttir þingmenn sem talað hafa fjálglega um að leysa beri skuldavanda heimila og fyrirtækja að hugsa sinn gang núna.
Jóhanna og Steingrímur J. hafa sýnt af sér sík afglöp, sem ráðherrar að þau geta ekki setið áfram. Mál þeirra hljóta að fara fyrir Landsdóm. það er einnig lágmarks krafa almennings til óbreyttra þingmanna Samfylkingar og Vinstri grænna að þeir sjái til þess að Jóhanna og Steingrímur J. yfirgefi ráðherrastóla sína.
![]() |
Tóku stöðu gegn heimilunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.5.2011 | 23:51
Fátækt á Íslandi. Hvernig getur sveitarfélagið brugðist við?
Ég fór í dag á fund hjá Samtökum eldri Sjálfstæðismanna í Valhöll. Fundarefnið var fátækt á Íslandi. Bæði í erindum framsögumanna og fundarmanna kom skýrt fram að ástandið er mjög alvarlegt og kjör margra versnað svo um munar. Sýnt var framá hversu röng stefna Vinstri stjórnarinnar er og meirihlutans í Reykjavík. Þessi stefna mun hafa keðjuverkun og leiða til enn meiri fátæktar.
Eftir fundinn fór ég að velta fyrir mér skyldu sveitarfélagsins á þessum erfiðu tímum. Sem betur fer er Sveitarfélagið Garður þannig í stakk búið að það getur tekið á vandamálinu og létt undir með íbúum.
Það sem skiptir mestu máli í sveitarfélaginu er að atvinnuástand sé gott, að þjónustan við íbúana sé góð og að ekki verði fækkun íbúa. Við verðum ð hafa þá trú að þetta kreppuástand og atvinnuleysi sé tímabundið og framundan séu bjartari tímar. Það er því skylda sveitarfélagins að reyna að brúa þetta bil. Fækkun íbúa leiðir eingöngu til lægri tekna bæði hvað varðar útsvör og fasteignagjöld og þá eru færri til að standa undir þjónustunni.
Það er því mikið atriði að íbúar finni að bæjaryfirvöld hafi vilja til þess að koma til móts við þá á þessum tímum. Hvað er hægt að gera?
Sveitarfélagið á að taka ákvörðun um að lækka byggingaleyfisgjöld frá því sem nú er. Það mun skila sér í auknum tekjum þegar til lengri tíma er litið.Sé hagstæðara að byggja hér þá kemur fólkið.
Sveitarfélagið á að lækka fasteignagjöld tímabundið hjá þeim sem hafa verið atvinnulausir í 6 mánuði eða lengur.
Sveitarélagið á að lækka leikskólagjöld tímabundið. Það myndi hjálpa barnafólki verulega.
Sveitarfélagið á að taka upp ókeypis skólamáltíðr, allavega tímabundiö á meðan þetta ástand ríkir í þjóðfélaginu,
Sveitarfélagið á að taka upp frístundakort sem t.d. gæti numið 50 þúsund krónum á nemanda í grunn og fjölbrautarskóla. Þetta kort mætti nýta til íþróttaiðkunar,tónlistarnáms o.s.frv.
Nauðsynlegt er að sveitarfélagið efli vinnu við umhverfismál og gefi nemendum lengri tíma til að vinna í Vinnuskólanum.
Sveitarfélagið þarf að fara í verkefni sem henta atvinnulausum og gera það í samráði við Svæðisvinnumiðlun.
Gangstéttaframkvæmdir,viðhaldsverkefni stofnana o.fl.er einnig nauðsynlegt að fara í til að skapa aatvinnu.
Nú kann einhver að segja. Hvar á að fá peninga til að standa undir þessu öllu saman. Ég veit að þetta kostar sitt, en það mun skila sér í bæjarkassann síðar meir,ef farið væri eftir þessum hugmyndum.
Svo bendi ég á að nýlega var bæjarstjórnin að samþykkja að selja restina í HS og færi rúmar 90 milljónir í kassann. þessum fjármunum væri vel varið í þessi verkefni.
Það sem skiptir öllu er að koma til móts við íbúa nú á þessum erfiðu tímum hjá mörgum. Sveitarfélagið Garður er sem betur fer þannig statt að það á alla möguleika á að gera enn betur við íbúana.
25.5.2011 | 19:53
Samviska Steingríms J. Sigfússonar.
Í kvöld var fréttaskýringaþáttur á Stöð 2 um Icesave. Þar kom fram að nú er fullvíst að íslenska þjóðin þarf ekki að greiða krónu vegna Icesave. Engin málaferli verða. Eignir þrotabús Landsbankans nægja til greiðslu vegna Icesave.
Fréttamenn veltu skiljanlega upp þeirri spurningu hvers vegna hömuðust Jóhanna og Steingrímur J. og fullyrtu að við yrðum að taka á okkur skuldbindingar einkabankans. Ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu sagði að Ísland yrði Kúba norðursins ef vip segðum ekki já við Icesave. Jóhanna sagði að ekki væri hægt að gera kjarasamninga ef við segðum ekki já.
Nú blasir allt önnur mynd við.
Hver er ábyrgð Jóhönnu og Steingríms J. Geta þau setið áfram eins og ekkert hafi bgerst?
Steingrímur J. segist ekkert samviskubit hafa vegna Icesave. Hann kennir bara öðrum um.Þetta er sami Steingrímur J. sem beitti sér fyrir ákæru á hendur Geir H.Haarde og að Geir verði dreginn fyrir Landsdóm.
Steingrímur J. hefur enga samvisku af öllum þeim kostnaði sem Icesave vitleysan hefur kostað þjóðina með alls konar skýrslum og sérfræðingum. Steingrímur J. hefur enga samvisku af því þótt hann hafi verið reiðubúinn að láta íslenskan almenning greiða 500 milljarða vegna Icesave.
Steingrímur J. situr sem fastast í ráðherrastól og segist hafa hreina samvisku, en Steingrími J. finnst sjálfsagt að draga Geir H.Haarde fyrir Landsdóm.
24.5.2011 | 11:28
Björn Valur næsti formaður Vinstri grænna?
Eðlilegt er að flestir landsmenn séu orðnir þreyttir og óhressir með hina tæru Vinstri stjórn þegat æðsta ráð Vinstri grænna treystir sér ekki til að lýsa yfir eindregnum stuðningi við ríkisstjórn Jóhönnu. Æsta ráðið treysti sé sem sagt ekki til að lýsa yfir eindregnum stuðningi. Það er athyglisvert þótt hljótt hafi farið í fjölmiðlum.
Nú er ýjað að því að Steingrímur J. ætli að láta af formannsembætti VG. Satt best að segja hef ég ekki mikla trú á því. Vinsur hans Castró á Kúbu var mun lengur foringi kommanna þar í landi. Það er einnig venja í norður Kóreu að þar sitji foringinn á valdastóli eins lengi og menn standa í lappirnir og jafnvel lengur. Hvers vegna ætti Steingrímur J. að hætta ?
Ef það gerist samt að Steingrímur J. ætli að hætta hlýtur bergmál hans sjálfs að taka við foringjaembættinu. Enginn þingmaður Vinstri grænni er eins þægur og undirgefinn foringja sínum og Björn Valur. Hann hefur varið hvað sem er hjá Steingrími J. Hann sá t.d. ekkert athugavert við að borga Bretum og Hollendingum nokkur hundrað milljarða að óþörfu vegna þess að Steingrímur J. sagði það rétt.
Björn Valur sér ekkert athugavert að siga erlendum Vogunarsjóðum á íslenskan almenning í stað þess að koma á móts v ið þjóðina. Það er Sjaldborgin sem VG stendur fyrir þ.e. um fjármagnseigendur og erlenda Vogunarsjóði.
Að sjálfsögðu mun Steingrímur J. láta æðsta ráð Vinstri grænna velja menn eins og Björn Val í foringjaembættioð taki hann ákvörðun um að stíga til hliðar. S teingrímur J. gæti á áfram stjórnað VG í gegnum Björn Val.
Hvernig dettur einhverjum í hug að Steingrímur J. fari að hleypa einhverri konu í æðsta embætti þessa karlrembuflokks sem VG er.
![]() |
Talið er að formannsslagur í VG sé hafinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ein lúaklegustu vinnubrögð, sem Steingrímur J. beitti sér fyrir var að ákæra Geir H.Haarde fv. forsætisráðherra og draga fyrir Landsdóm. Samfylkingin spilaði leikinn þannig að hennar fv.ráðherrar slyppu,en Geir sæti einn uppi að ákæru.
Í Silfri Egils í gær kom fram að þau skötuhjú Jóhanna og Steingrímur J. létu erlenda Vogunarsjóði hafa kröfur gömlu bankanna á spottprís. Fram kom að það væri á 6 % af nafnverði. Þar með var útséð að hægt væri að koma á móts við heimili og fyrirtæki landsins til að leiðrétta skuldir.
Til viðbótar þessum afglöpum má svo bæta við Icesave málinu, sem verður þeim Jóhönnu og Steingrími J.til ævarandi skammar.
Vissulega er hægt að taka undir leiðara Morgunblaðsins í dag þar sem skorað er á stjórnarandstöðuna að hefja nú þegar undirbúning á ákæru á Jóhönnu og Steingrím J. vegna afglapa í ráðherrastarfi.
Þingmenn sem tóku þá ákvörðun að ákæra Geir H.Haarde hljóta að vera jafn tilbúnir nú a ákæra Jóhönnu og Steingrím J. fyrir afglöp í ráðherrasrafi. Það er auðvelt að sýna framá að þeirra ákvarðanir og gjörðir hafa nú þegar og koma til með að skapa íslenskum almenningi miklu og óþarfa tjóni. Tökum undir áskorun til þingmanna að Jóhanna og Steingrímur J. ver'i dregin fyrir Landsdóm.
23.5.2011 | 11:30
Að hóta og refsa eru vinnubrögð Vinstri grænna.
Forystumenn Vinstri grænna láta það nú út ganga eftir flokksráðsfund að mikil samheldni ríki innan flokksins og almenn ánægja ríki með vinstri stjórnina.Þá er það útgefið að mikill sáttatónn ríki innan flokksins. Hjá flokknum sé friður,ást og kærleikur í garð hvers annars það sem einkennir starfið.
Einhverra hluta vegna skrifa þau þrjú sem nýlega yfirgáfu þingflokkinn ekki undr þetta. Þau segjast ekki hafa fundið þennan sáttavilja, heldur séu þau vinnubrögð efst á listanum að hóta og refsa. Innan VG sé ekki talað um málamiðlanir. Þar ríkir foringjaræði. Steingrímur J. er foringinn og hann hefur rétt fyrir sér. Öðrum ber að hlýða.
![]() |
Vitnar um hótanir forystu VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2011 | 17:28
Ólafur Ragnar sér eftir að hafa svikið félaga Karl Marx.
Einn helsti aðdáandi og stuðningsmaður útrásarvíkinganna var Ólafur Ragnar,forseti. Þær voru ekki ófáar ferðirnar í einkaþotunum sem Ólafur Ragnar fór með útrásar og bankaliðinu. Þær voru ekki ófáar ræðurnar sem Ólafur Ragnar hélt til að lofsyngja útrásarvíkinga. Þær voru þó nokkrar orðurnar sem Ólafur Ragnar veitti útrásarvíkingum og bankafurstunum.
Nú kemur Ólafur Ragnar fram og segist harma það mjög að hafa yfirgefið kenningar félaga Karl Marx. Já,Ólafur Ragnar sér mikið eftir að hafa yfirgefið kommúnistasetfnuna sína.
Til huggunar fyrir Ólaf Ragnar hefur hann nú ríkisstjórn sinna gömlu kommafélaga,sem reyna eins og þeir geta að draga alla niður, þannig að þjóðin öll búi við lakari kjör,hledur en ástæða er til.
Auðvitað var frelsið og efirlitsleysið af hálfu hins opinbera orðið fáránlegt,en að boða það að kenningar Karls Marx um kommúnistaþjóðféla leiði okkur til betra þjóðfélags er fáránlegt.
Ég held að þjóðin þurfi að fá nýjan forseta.
![]() |
Lýðræðið sigrar peningaöflin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.5.2011 | 17:57
Enn lofar Jóhanna Suðurnesjamönnum þrátt fyrir fyrri svik.
Komi ráðherrar vinstri stjórnarinnar til Suðurnesja renna loforðin uppúr þeim að allt sé bjartara framundan og nú sé í vændum blómatíð í atvinnuuppbyggingu. Frá síðasta loforðaflaumi vinstri stjórnarinnar hafa 200 manns bæst á atvinnuleysisskrá.
Nú mætir Jóhanna forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar á fund og segir álverið í Helguvík alveg að koma. Eiga Suðurnesjamenn núna að trúa Jóhönnu?
Hingað til hefur ekkert verið að marka loforð ráðherra til Suðurnesjamanna. Hefur eitthvað breyst í kolli Jóhönnu á síðustu dögum? Er líklegt að atvinnuástandið batni t.d. í Garði oog Grindavík eftir að kvótafrumvarpið verður samþykkt?
![]() |
Álverið á leiðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þasð verður að viðurkennast að erfitt verður að slá út brandara Vinstri grænna. Þeir hafa ályktað að hjá þeim eigi að ríkja ást,friður og kærleikur. Á dagskrá fundar VG hlýtur að hafa verið einhvers konar brandarakeppni um hver gæti toppað með bestabrandaranum.
Það fer ekki á milli mala að VG tókst að velja frábæran brandara. Þjóðin veltiist um af hlátri að Vinstri grænir skuli velja sér kjörorð um ást,frið og kærleika.
Á kjörtímabilinu hefur allt logað í illdeilum innan flokksins og m.a. þrír þingmenn gefist upp og sagt sig úr flokknum.
Segja má að eitt kjörorð hefði kannsi átt möguleika á að sigra í brandarakeppni VG. Ef valið hefði verið:
Vinstri grænir svíkja ekki sín kosningaloforð.
![]() |
Ást, friður og kærleikur í VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar