Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Nú reynir á Jóhönnu og siðareglurnar. Samkvæmt eigin orðum hlýtur hún að segja af sér.

Það þarf ekki að hafa mörg orð um þetta. Miðað við það sem Jóhanna Sigurðardóttir sagði árið 2004 að sá sem bryti af sér gagnvart jafnréttislögum ætti að segja af sér. Nú hlýtur forsætisráðherra að láta það sama ganga yfir sig eins og hún vildi að gilti um forvera sína á ráðherrastól.Nú hefur Jóhanna sett ráðherrum ákveðnar siðareglur. Hún hlýtur því að axla ábyrgðina að hafa brotið jafnréttislögin og segja af sér.

 


mbl.is Sakaði ráðherra árið 2004 um vankunnáttu á jafnréttislögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna setur siðareglur en brýtur sjálf jafnréttislög.

Það getur varla verið til sá maður sem ekki sér í gegnum sýndarmennsku stjórnmál Jóhönnu Sigurðardóttur foirmanns Samfylkingarinnar.

Síðasta tilraun hennar til að ganga í augun á kjósendum er að setja ráðherrum siðareglur. heilög Jóhanna belgir sig út yfir hvað hún vilji nú hafa allt á hreinu í öllu stjórnmálastarfi. Hún sé boðberi faglegra vinnubragða, allt á að vcera svo flott,fínt,gagnsætt og samkvæmt lögum og reglum.

Á sama tíma og Jóhanna belgir sig út með sinn heilagleika úrskurðar Kærunefnd jafnréttismála. Jóhanna braut gegn jafnréttislögum varðandi veitingu á starfi.

Þar með datt Jóhanna af heilaga stallinum sínum.


mbl.is „Þetta er áfellisdómur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin áhrif á ESB umsókn segir Össur. Ásmundur Einar situr sem fastast og tryggir aðlögunarferlið í ESB.

Össur utanríkisráðherra er kokhraustur og segir brotthvarf Atla og Ögmundar engin áhrif hafa á stefnu vinstri stjórnarinnar að leiða okkur inní ESB.

Sennilega er þetta hárrétt mat hjá Össuri. Ásmundur Einar er með smá mjálm öðru hvoru um ESB, en lætur það samt haa sinn gang í aðlöguninni. Jón Bjarnason mjálma stundum svolítið hærra en eg alvhvæsir ekki. Jón vill alls ekki missa ráðherrastólinn og lætur þetta því eftir Samfylkingunni að keyra málið áfram.

Það er ljóst að mjálm þeirra Ásmundar Einars og Jóns Bjarnasonar er merkingarlaust. Þeir höfðu það í hendi sér að fella ríkisstjórnina og stöðva þar með aðlögunina að ESB. Það gerðu þeir ekki. Þeir bera ´því manna mest ábyrgðina á aðlögun Íslands í ESB.

 


mbl.is Ásmundur áfram í þingflokki VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram ASG, aðlögun að ESB, Icesave og foringjaræði.

Eins og við mátti búast berja Jóhanna og Steingrímur J. hausnum við steininn þótt tveir þingmenn VG segi skilið við hina tæru vinstri stjórn. Steingrímur J.lætur þetta ekkert á sig fá og ætlar að halda áfram að verja AGS, láta Breta og Hollendinga kúga okkur, leggjast á framlappirnir fyrir framan ESB og biðja náðarsamlegast að fá að koma inn. Áfram ætlar Steingrímur J. að stjórna í anda félaga sinna á Kúbu og N-Kóreu. Og Ögmundur,Jón Bjarnason og Ásmundur ætla að vera klappstýrur hjá Steingrími J.
mbl.is Stefna stjórnarinnar óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forystumenn Vinstri grænna í Suðurkjördæmi hafna stefnu flokksins.

Hann er undarlegur flokkur þessi Vinstri grænir. Nú keppast flokksfélögin í Suðurkjördæmi að samþykkja ályktanir til að reka Atla Gíslason þingmann flokksins í Suðurkjördæmi.

Atli segist segja sig úr þingflokknum vegna þess að Steingrímur J. og forystan hafi gjörsamlega brugðist að framfylgja stefnu Vinstri grænna.  Atli og Lilja gerðu verl grein fyrir því hvernig VG hefur gjörsamlega sniðgengið öll helst stefnumál VG.

Það er því merkilegt að VG í Suðurkjördæmi skuli nú vinna að því að koma Atla af þingi. Mér vitanlega sagði Atli sig ekki úr flokki VG heldur eingöngu þingflokknum.

Það er eftir öðru hjá VG í Suðurkjördæmi að vilja reka þingmann sinn, sem vill berjast fyrir stefnu VG.

Það hljóta að opnast augu margra í Suðurkjördæmi að það er ekki hægt að styðja þennan ósamstæða hóp sem tilheyrir VG.


mbl.is Hvetja Atla til að stíga til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr Lilju flokkur?

Sagan endalausa á fullu innan herbúða vinstra fólks. Sagna endurtekur sig aftur og aftur. Vinstri menn geta ekki unnið saman. Hver höndin er uppá móti annarri. Það hefur oft verið reynt að sameina vinstra fólk undir eitt merki,en ávallt mistekist. Rétt er að minna á að Steingrímur J. stofnaði Vinstri græna vegna þess að hann þoldi ekki að tapa fyrir Margréti Frímannsdóttur í formannskjöri.

Það var nöturlegt að heyra þau Atla og Lilju fara yfir það hvernig VG hefur svikið nánast allt í stefnuskrá sinni eftir að flokkurinn komst til valda. Hver hefði trúað því að Steingrímur J. myndi gerast helsti talsmaður AGS, Icesave og ESB.

Það hefur ekkert farið milli mála að Lilja Mósesdóttir nýtur mikilla vinsælda meðal óbreyttra kkjósenda vinstri flokkanna. Það eru því allar líkur á að þrýstingur muni verða mikill á hana að stofna enn einn vinstri flokkinn til að framfylgja stefnumálunum, sem Steingrímur J. og marfgir aðrir í forystu VG hafa sagt skilið við.

Það er því mjög miklar líkur á að til verði nýr stjórnmálaflokkur á vinstri kantinum undir forystu Lilju Mósesdóttur. Sá flokkur mun örugglega gera útaf við Vinstri græna. Stjórnmálaferill Steingríms J. sem leiðtoga er því senn á enda.


mbl.is Algjört uppnám innan VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Velferðarstjórn" Jóhönnu setur met í atvinnuleysi.

Fram hefur komið að í fyrsta skipti er atvinnuleysi mest á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Raunar eru m.a.s. tölurnar hærri ef við bætum við þeim sem flutt hafa til útlanda vegna atvinnumissis hér.

Hin tæra vinstri stjórn Jóhönnu og Steingríms J. er gjörsamlega að fara með allt í rúst. Það sýnir sig best á því að vinstri stjórnin skuli nú hafa sett norðurlandamet í atvinnuleysi. Þvílíkt öfugnefni að hún sé kennd við norræna velferð.


Er eitthvað að marka Ögmund,Guðfríði og Ásmund ? Er Þráinn Bertelsson lykilmaðurinn? Ætlar Sigmundur Davíð að hoppa uppí hjá Jóhönnu?

Fróðlegt verður að fylgjast með viðbrögðum Ögmundar,Guðfríðar Lilju og Ásmundar Daða í framhaldi af úrsögnum Atla og Lilju úr þingflokki VG. Ögmunndur og félagar hafa gefið sig út fyrir að hafa hugsjónir og taka eigi upp vinnubrögð á Alþingi. Ætla þau þrjú að sætta sig áfram við ólýðræðisleg vinnubrögð Steingríms. Ætlar Ásmundur Daði enn einu sinni að éta Icesave ofan í sig? Ætlar Ásmundur að kokgleypa inngönguna í ESB til að halda lífi í vinstri stjórninni.

Hver hefði trúað því að Þráinn Bertelsson hafi nánast líf og framtíð hinnar tæru vinstri stjórnar í hendi sér. Ætli kjósendur hans hafi órað fyrir þessu? Kannski getur Þráinn sett skilyrði um að listamannalaun verði hækkuð til þeirra sem sitja á þingi.

Nú svo er eitt tiol viðbótar. Sigmundur Davíð formaður Framsóknarflokksins er Guðfaðir þessarar vesælu vinstri stjórnar. Hann á stærsta þáttinn í því að hafa leitt Jóhönnu og Steingrím J. til valda, þegar hann myndaði ríkisstjórn fyrir þau.

Ætli það gerist núna að Sigmundur Davíð hoppi uppí rúmið á stjórnarheimilinu og fái fínan ráðherrastól og kannski fleiri Framsóknarmenn. Það væri alveg eftir öðru.


AGS stjórnar Steingrími J. Ekki málfrelsi innan VG.

Það hefðu þótt tíðindi fyrir nokkrum misserum hefði einhver spáð því að VG myndi klofna vegna þess að Steingrímur J. hlýddi í einu og öllu því sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segði honum að gera.

Ein af höfuðástæðum þess að Atli og Lilja yfirgefa þingflokk VG er undirlægjuháttur forystu flokksins við AGS.

Athyglisvert er einnig að heyra þau nefna það sem ástæðu að ekki sé málfrelsi innan VG. Þar ríkir foringjaræði og hinir óbreyttu mega ekki mótmæla Steingrími J, formanni. AGS stjórnar Steingrími J. og svo eiga hinar að hlýða Steingrími J. sem sagt AGS.

Nú verður Jóhanna að drífa sig í kápuna og bruna til Bessastaða og biðjast lausnar fyrir sig og stjórn sína. Þjóðin verður að fá að velja að nýju sína þingmenn. Tími Jóhönnu er liðinn.


mbl.is Ætla ekki að styðja stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG að springa. Fellur Vinstri stjórnin?

Það hlaut að koma að þessu. Það hefur legið ljóst fyrir að nokkrir þingmenn Vinstri grænna eiga enga samleið með forystunni. Spurning hvort fleiri þingmenn fylgi á eftir eins og t.d. Ásmundur Daði og Guðfríður Lilja.

Þessi stórtíðindi í pólitíkinni hljóta að vekja upp spurninguna hvort þessi vesæla vinstri stjórn er að syngja sitt síðasta.


mbl.is Segja sig úr þingflokki VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 829242

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband