Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
28.3.2011 | 11:48
Ætlar Steingrímur J. að hlýða AGS og hækka bensínskattinn?
Hingað til hefur vinstri stjórnin verið eins og lamb og stjórnað í anda AGS. Samkvæmt fréttum fjölmiðla er AGS nú með hugmynd um að hækka bensínskattinn.Getur verið að Steingrími J. detti virkilega í hug að framkvæma þann vilja AGS. Bensínverð er nú í algjöru hjámarki og meira en helmingur verðsins er vegna skattheimtu ríkisins.Ætli AGS og Steingrímur J. að auka enn við skattheimtuna hlýtur almenningur að grípa til sinna ráða. Ég er meira að segja viss um að Hallgrímur Helgasonog Hörður Torfason munu þá vakna af sínum vinstri Þyrnirósarsvefni og mæta aftur á Austurvöll.
Merkilegt var að heyra fréttir frá íhaldsmönnum í Bretlandi. Þeir ætla að lækka skatta á bensíni til að koma á móts við almenning.
Vinstri stjórn á Íslandi sem þykist vera hagsmunagæsluaðila almennings hefur frekar hug á að hækka skattana heldur en lækka þá.
27.3.2011 | 14:31
Helstu siðapostular landsins taka sæti þrátt fyrir ógildar kosningar.
Merkilegt að heyra nú í helstu siðapostulum landsins,sem tóku þátt í kosningunni til Stjórnlagaþings. Þeir sjá ekkert athugavert við að taka sæti í stjórnlagaráði þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi dæmt kosninguna ógilda. Til viðbótar má svo benda á að þeir eru kjörnir í ráðið af minnihluta alþingismanna.
Siðapostularnir hafa ekki sparað kveðjurnar og talað um spillingu í þjóðfélaginu. Samt ætlar fólk að taka sæti þrátt fyrir ógildar kosningar.
Þetta er fólkið sem ætlar að búa til nýjar leikreglur fyrir Ísland. Þvílíkur skrípaleikur.
![]() |
Eru hugsi um stjórnlagaráð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.3.2011 | 13:32
Förum í mál við Breta vegna hryðjuverkalaganna.
Mun nær er fyrir Íslendinga að standa saman að því að fara í mál við Bretana vegna hryðjuverkalaganna sem þeir beittun okkur heldur en að kljúfa þjóðina í fylkingar vegna Icesave.
Trúi hreinlega ekki að þjóðin ætli 9.apríl n.k. að láta kúga sig til að borga Icesave. Stöndum frekar saman um að draga Breta til ábyrgðar vegna þess tjóns sem þeir hafa leitt yfir Ísland vegna þess að setja á okkur hryðjuverkalög.
![]() |
86% vilja fara í mál við Breta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.3.2011 | 00:42
Eru Jón og Ögmundur næstir út ?
Sirkusinn heldur áfram í þingliði Vinstri grænna. Nú er Jón Bjarnason á móti eigin ríkisstjórnar um breytingar á Stjórnarráði Íslands. Jón er á móti stjórnarsáttmála Samfylkingar og VG um sameiningu ráðuneyta. Samt situr hann í ríkisstjórninni. Jón segist á móti ESB. Samt situr hann í ríkisstjórn sem er í aðlögunarferli að ESB.
Ögmundur er einnig með smá upphlaup. Setur fyrirvara varðandi afgreiðsluna.
Nú er það spurning hvort þeir félagar Jón og Ögmundur eru á leiðinni út eins og Atli og Lilja.
Össur segir ríkisstjórnina hafa styrkst mjög við brotthvarf Atla og Lilju. Erfitt er að sjá þau rök,þar sem það liggur alveg ljóst fyrir að Jón og Ögmundur eru komnir í lykilstöðu. Jóhanna verður að gjöra svo vel og hætta öllum hugmyndum um sameiningu ráðuneyta,þar sem Jón Bjarnason á í hlut eða Ögmundur. Hætti þeir stuðningi er hin tæra vinstri stjórn fallin.
![]() |
Á móti stjórnarráðsfrumvarpinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2011 | 17:26
Ætla 56% virkilega að samþykkja að greiða skuldir einkabanka.
Ótrúlegt að samvæmt skoðanakönnun ætla 56% að samþykkja Icesave. Hreint með ólíkindum að meirihluti kjósenda vilji taka að sér að greiða skuldir gamla Landsbankans. Hvers vegna á almenningur að greiða skuldir sem einkabanki stofnaði til?
Ætlar meirihluti kjósenda virkilega að láta Breta og Hollendinga kúga sig til hlýðni?
26.3.2011 | 14:53
Jafnréttisbarátta Samfylkingarinnar í verki er að segja upp konum hjá borg og ríki.
Það er ekki nóg að Jóhanna Sigurðardóttir hafi brotið jafnréttislögin heldur hefur ríkisstjórnin með sinni fáránlegu stefnu í heilbrigðismálum leitt til uppsagnar fjölda kvenna. Þetta er jafnréttisstefna Samfylkingarinnar í reynd.
Þingkonur Samfylkingarinnar leggja blessun sína yfir þetta allt og sjá ekkert athugavert við að formaður þeirra brjóti jafnréttislögin.
Sama er uppá teningnum hjá Degi B. Eggertssyni,varaformanni Samfylkingarinnar. meirihlutinn í Reykjavík ræðst á kvennastörfin eins og fram kemur í fréttinni á mbl.is þar sem 70 konum er sagt upp og 3 körlum.
Aðgerðirnar hjá borg og ríki sannar rækilega að allt tal Samfylkingarinnar um jafnrétti kynjanna er innantómt blaður. Samfylkingin hefur ráðist hressilega á störf kvenna í landinu.
Að þingmenn Samfylkingarinnar skuli sitja þegjandi yfir þessu öllu er með ólíkindum.
![]() |
70 konum og 3 körlum verður sagt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.3.2011 | 14:07
Hrikaleg þróun í auknum resktararkostnaði sveitarfélags.
Alveg er það með ólíkindum hvernig allur reksturskostnaður var spenntur uppúr öllu á góðærisárunum. Báknið óx og óx. Ríkisstarfsmönnum fjölgaði og fjölgaði og allur reksturs kostnaður óx og óx hjá ríkinu. Það er mikill blettur á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn að þessi þróun átti sér stað. Nú hefur Sjálfstæð'isflokkurinn ávallt haft það á sinni stefnu að draga úr bákninu hjá ríkinu. Það gerðist því miður ekki og nú stendur ríkið frammi fyrir gífurlegum niðurskurði.
Á dögunum sendi bæjarstjórinn í Garði kynningarblað um rekstur sveitarfélagsins. Alveg er það rosalega sláandi að frá árinu 2007 og til ársins í ár hefur launakostnaður og annar rekstrarkostnaður aukist um 47%. Á sama tíma hafa skatttekjur aukist aðeins um 9%. Þetta gerðist hjá fyrrverandi meirihluta bæjarstjórnar undir forystu núverandi formanns Fjárlaganefndar Alþingis.
Meirihluti Sjálfstæðismanna í Garði stendur því frammi fyrir miklum vanda að skera niður og reyna jafnframt að vinna að bættu atvinnuástandi þannig að tekjur aukist.
Sveitarfélagið Garður verður að ná sér á strik að nýju eftir klúður meirihluta N-listans á síðasta kjörtímabili.
Hvert eru foringjar vinstri flokkanna eiginlega að stefna. Þeir brjóta lög og telja enga ástæðu að segja af sér. Þeir hunsa dóm Hæstaréttar. Það er eðlilegt að mörgum blöskri það foringjaræði sem ræður ríkjum hjá Samfylkingunni og Vinstri grænum.
Þvbílíkur skrípaleikur með stjórnlagaþingið. Hæstiréttur dæmdi kosningarnar ógildar. Alþingi bar því annaðhvort að hætta við stjórnlagaþingið eða boða til nýrra kosninga. Svo einfalt er það.
Að breyta þessu í stjórnlagaráð og skipa þá sömu og voru dæmdir út vegna ólöglegra kosningar er þvílíkur skrípaleikur að annað eins þekkist ekki í hinum vestræna heimi.
Það er til fyrirmyndar hjá Ingu Lind að afþakka sæti í ráðinu. Auðvitað ættu hinir 24 að gera nákvæmlega það sama.Þeir geta ekki tekið sæti í stjórnlagaráð, þar sem kosning þeirra var dæmd ógild af Hæstarétti.
![]() |
Þiggur ekki sæti í stjórnlagaráði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er ekki hátt risið á Jóhönnu Sigurðardótttur forsætisráðherra og formanni Samfylkingarinnar þessa dagana. Hún er rækilega minnt á sín fyrri orð á Alþingi þegar aðrir áttu í hlut. Nú ætlar hún að reyna að skauta framhjá því að hafa brotið jafnréttislög.
Voiðbrögð Jóhönnu í þessu máli eins og öðrum er að kenna undirmönnum sínum um. Hún hafi hvergi komið nálægt. Hún neitar sem sagt ábyrgð sem yfirmaður. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún bregst þannig við.
Og aumt var það að senda aðstoðarmann sinn í Kastljós þátt gærkvöldsins. Hún þorði ekki að mæta þar.
Fall Jóhönnu er mikið. Fyrir nokkrum misserum var hún sá stjórnmálamaður sem flestir treystu og héldu að hún myndi gera eitthvert gagn. Nú eru þeir vandfundnir sem bera eitthvert traust til Jóhönnu. Hennar tími er liðinn. Mesta gagn sem hún gæti gert þjóðinni er að bruna til Bessastaða og segja af sér.
Reyndar hlýtur í framhaldi af þessu máli og fleirum að koma fram vantrausttillaga á Alþingi á Jóhönnu forsætisráðherra. Tillaga um vantraust hlýtur að verða samþykkt. Innan raða Samfylkingarinnar eru t.d. þingkonur sem leggja mikla áherslu allavega í orði á jafnrétti. Nú reynir á hvort einhver meining er á bak við fallegu orðin.
![]() |
Flytur skýrslu um úrskurð kærunefndar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2011 | 20:35
Góð skipti fyrir Hreyfinguna að fá Lilju í stað Þráins.
Talið er mjög líklegt að Lilja Mósesdóttir þingmaður muni ganga til liðs við þingflokk Hreyfingarinnar. Eins og kunnugt er yfirgaf Þráinn Bertelsson Borgarahreyfinguna og gekk til liðs við Vinstri græna. Það má því segja með sanni að það væru aldeilis góð skipti fyrir Hreyfinguna að fá Lilju í stað Þráins.
Lilja er mikil baráttu og hugsjónakona. Maður finnur að hún vill virkilega leggja sitt af mörkum til að bæta hag hins almenna borgara og að betra Ísland verði til. Þráinn er aftur á móti hrokafullur eigin hagsmunaseggur.
![]() |
Lilja á fundi hjá Hreyfingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 829242
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar