Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.12.2010 | 15:38
Þjóðin hlýtur að fá að kjósa um nýjan samning.
Nú berast þær fréttir að enn á ný séu Steingrímur J. og Jóhanna komin með pennan á loft til að skrifa undir nýjan Icesave samning við Breta og Hollendinga. Þeim viðirst vera mikið í mun að við greiðum fyrir skuldir sem einkabanki stofnaði til. Það hefur engin geta sýnt fram á að almenningi á Íslandi beri einhver lagaleg skylda til að greiða umrædda Icesave skuld gamla Landsbankans.
Þjóðin fékk að segja álit sitt á síðasta samningi sem Steingrímur J. og Jóhanna vildu endilega samþykkja. Þjóðin var ekki á sama máli og kolfelldi samninginn.
Það hlýtur að liggja í augum uppi að kjósendur á Íslandi verða að fá að segja sitt álit í kosningum hvort samþykkja eigi nýjustu samningsdrögin.
Ef hægt er að sýna fram á að þetta sé verulega hagstæður samningur og það sé til mikilla bóta fyrir okkur að samþykkja þá mun þjóðin segja já.
Aftur á móti hljóta enn að standa mjög sterk rök fyrir því að íslenskur almenningur eigi ekki á nokkurn hátt að þurfa að greiða fyrir skuld sem einkabanki stóð algjörlega að. Hvers vegna í óskupunum á að skattpína íslensakn almenning næstu árin til að greiða skuld sem við berum enga ábyrgð á. Eins og þetta lýtur út hljótum við að segja nei við slíkum skuldbindingu.Aðalatriði er að þjóðin fái að segja sitt álit. Ef Alþingi vísar þessum nýjustu samningsdrögum ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu verðum við að treysta því að Ólafur Ragnar forseti neiti að skrifa undir og þar með fari Icesavesamkomlagið í þjóðaratkvæðagreiðslu.
![]() |
Samkomulag að nást um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2010 | 23:00
Hvernig væri að Samfylking bæði almenning einnig afsökunar á síðustu tveimur árum.
Það er út af fyrirsig ágtrætt að Samfylkingin skuli biðjast afsökunar á afglöpum sínum í aðdraganda hrunsins. En það hefði einnig verið nauðsynlegt fyrir Samfylkinguna að biðja almenning á Íslandi afsökunar á klúðrinu síðustu tvö árin. Damfylking hefur leitt ríkisstjórnina og í stað þess að slá skjaldborg um heimili landsins hefur ástandið farið versnandi frá viku til viku.
Almenningur er að kikna undan skattpíningu. Lítið gerast í uppbyggingu atvinnulífsins. Fólk flýr land í stórum stíl. Auðvitað hefði Samfylkingin einnig átt að biðja þjóðina afsökunar á síðustu tveimur árum.
4.12.2010 | 17:18
Brandararnir fljúga á flokksráðsfundi Samfylkingarinnar.
Það þurfti sérstaka samþykkt á flokksráðsfundi Samfylkingarinnar til að taka fram að hér eftir aætlar flokkurinn að hlusta á gagnrýni.Auðvitað ber að fagna því ef Samfylkingin ætlar að taka upp ný vinnubrögð og hlusta á gagnrýni og taka eitthvert mark á henni.
Það mun reyna á þessa samþykkt á næstu vikum þ.e. hvort Samfylkingin ætlar að pína í gegn nýjum Icesave samnini. Það mun reyna á hvort Samfylkingin hefur virkilega farið í endurhæfingu eða hvort þetta er enn einn leikþátturinn.
![]() |
Samfylkingin biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2010 | 15:57
Enn er Davíð Oddsson aðalmaðurinn hjá Samfylkingunni.
Enn er Davíð Oddsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins aðalmaðurinn í huga forystu Samfylkinarginnar. Þrátt fyrir að Davíð hafi hætt í forystu Sjálfstæðisflokksins kemst ekkert annað að í höfðinu á Jóhönnu og felirum Samfylkingarmönnum en Davíð Oddsson. Hann er enn hinn stóri og hættulegi óvinur Jóhönnu og Samfylkingarinnar.
Auðvitað verður að virða þeim til vorkunnar í Samfylkingunni að Davíð dregur oft upp í Morgunblaðinu spaugilega hlið á Jóhönnu og þeim félögum í Samfylkingunni. Þrátt fyrir að Jóhanna sé alkunnur húmorysti bæði hér á landi og víðar virðist hún illa geta tekið skotum Davíðs.
Reyndar er þetta Davíðs tal í Jóhönnu orðin alvarleg þráhyggja hjá henni,en sýnir betur en flest annað að enn er Davíð áhrifamikill í íslenskri pólitík.
![]() |
Heitir öðrum viðbrögðum en hjá Sjálfstæðisflokki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2010 | 14:28
Samfylkingin komst að því að flokkurinn fylgir ekki eigin stefnu.
Það þurfti heila nefnd með flottu nafni,umbótanefndin,til að komast að því að Samfylkingin þeirra eigin stefnu sem samþykkt var á æðstu stöðum í flokkskerfinu. Frægt er að Össur fær sér hænublund á fundum. Nú er spurningin hvort öll forystan hafi sofnað og ekki vitað hvaða stefnu bar að fylgja.
Þetta er nú svo sem niðurstaða, sem flestir ef ekki allir hefðu getað sagt forystu Samfylkingarinnar.
Svo hljóta Samfylkingarmenn að spyrja sig núna, fylgir flokkurinn eigin stefnu eða er hann enn að fylgja einhverri allt annarri stefnu en hann sjálfur hefur.
Það er dularfullur flokkur sem segist ekki fylgja eigin stefnu. Kjörorð Samfylkingarinnar fyrir næstu kosningar verður væntanlega.: Kjósendur varið ykkur á Samfylkingunni. Flokkurinn fylgir ekki eigin stefnu. Ekki eyða atkvæði á flokkinn. Kjósið einhvern annan lista, sem er nær stefnu Samfylkingarinnar en við erum.
![]() |
Fylgdu ekki eigin stefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2010 | 11:49
Vinnubrögð Jóhönnu í Icesave fyrir Landsdóm.
Það kemur betur og betur í ljós hvers konar þvingunarvinnubrögðum Jóhanna formaður Samfylkingunni beitir. Nú e upplýst hvernig hún beitti þvingunum til að ná fram Icesave samningi við Breta og Hollendinga. Það er ekki henni að þakka að þeir samningar urðu ekki að veruleika.
Nú hlýtur Alþingi að samþykkja að gerð verði ítarleg rannsókn á vinnubrögðum Jóhönnu varðandi Icesave. Hvers vegna beitti hún þessum vinnubrögðum, sem hefðu þýtt tugmilljarða meiri kostnað fyrir Íslendinga? Hékk þetta saman við ESB. Vildi Jóhanna keyra í gegn samkomulag við Breta og Hollendinga hvað sem það kæmi til meða að kosta til að þóknast Bretum og Hollendingum svo við fengjum jákvæðara andrúmsloft í ESB.
Það er nauðsynlegt að rannsóknarnefnd fari yfir öll vinnubrögð og alla þætti stjórnvalda varðandi Icesave.
Eftir slíka rannsókn gæti hæglega komið upp sú staða að Alþingismenn þyrftu að greiða atkvæði um ákæru um að draga þurfi Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir Landsdóm vegna vinnubragða hemnnar í Icesave málinu.
![]() |
Jóhanna hótaði afsögn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2010 | 16:35
Kostulegt hjá Kosti.
Verðkannanir eru af hinu góða séu þær framkvæmdar á þann hátt að þær séu fullkomlega samanburðarhæfar. Við vitum t.d. að epli og epli þarf ekki endilega að vera það sama. Það getur verið mikill gæðamunur á tveimur tegundum,þannig að eigi könnun að vera marktæk verður að bera saman nákvæmlega sömu tegund. Þetta gildir að sjálfsögðu um allar vörur.
Það er því nauðsynlegt að taka fram ef borið er saman hvort um sé að ræða Egils appelsín í öllum verslunumum sem bornar eru saman eða einhvern annan framleiðenda í sumum tilfellum. Þetta skiptir öllu máli eigi samanburður að vera marktæklur.
Svona kannanir hafa mikil áhrif á hvar almenningur verslar.
Nú hefur maður engar skýringar séð frá Kosti hvers vegna þeir vilja ekki vera með. Þær skýringar verða þeir að gefa,annars getur þessi verslun fljótlega ðakkað saman og lokað.
Á meðan ekki koma skýringar er þetta kostulegt hjá Kosti að neita þátttöku í verðkönnun.
![]() |
Bökunarvörur ódýrastar í Bónus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2010 | 15:09
Nefnd,önnur nefnd og fleiri nefndir uppáhald Vinstri manna.
Meirihlutinn í Reykjavík kemur nú fram í dagsljósið eins og ekta Vinstri flokkur. Núskal fetað í fótspor ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms J. og öll mál leyst með því að búa til nefndir. Nú ætar Jón Gnarr og Dagrur að skipa nefnd til að yfirfara kerfið.Alltaf til nóg af peningum í svona nokkuð.
Já það er ekki skrítið þótt vinstri flokkarnir í Reykjavík vilji hækka álögurnar á íbúana.
![]() |
Vilja skipa umbótanefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2010 | 13:04
Eru ýmsar stórframkvæmdir að fara í gang? Loksins eitthvað jákvætt?
Vonandi er það rétt hjá Steingrími J. að ríkið væri hársbreidd frá því að ná samkomulagi við lífeyrissjóðina um fjármögnun ýmissa stórframkvæmda á næstu árum. Verði þetta að staðreynd eru það einhverjar jákvæðustu fréttir ársins. Það skiptir öllu að koma atvinnulífinu í gang og draga úr atvinnuleysinu.
Atvinna, uppbygging atvinnulífsins er það sem skila mun þjóðinni áfram. Ekki skattpíning og keðjuverkandi niðurskurður.
Flestir vilja örugglega frekar sjá lífeyrissjóðina stuðla að stórframkvæmdum í þjóðfélaginu heldur en standa ío sameppnisverslunarrekstri eins og Húsasmiðjunni og Blómavali.
Vonandi verður þessi jákvæða frétt að staðreynd.
![]() |
Hársbreidd frá samkomulagi um framkvæmdir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Margur er orðinn yfir sig leiður á pólitíkinni á Íslandi. Það fer ekkert á milli mála að margir vilja sjá eitthvað nýtt gerast í stjórnmálunum, breytt vinnubrögð og nýtt fólk til áhrifa.
Allt í sjálfu sér gott að segja um það. En telur fólk virkilega að menn hafi gengið veginn til góðs að fá Jón Gnarr,sem forystumann í íslenskum stjórnmálum.
Þegar Jón Gnarr er spurður útí skattahækkanir í Reykjavík og hækkanir á þjónustugjöldum eru svörin. Af því nara. Þetta er bara svona.Það með e málið afgreitt frá hans hálfu. Borgarbúum kemur ekkert við hvernig Besti flokkurin kemst að þessari niðurstöðu.
Ef þetta eru hin nýju stjórnmál og breyttu vinnubrögðin þá skil égt ekki hvað hefur breyst til hins betra. Miðað við komu Jóns Gnarr og Besta flokksins er erið að færa vinnubrögðin áratugi aftur í tímann. Almenningi kemur ekkert við hvernig er stjórnar. Það þarf ekki að útskýra neitt. Þetta er bara svona, af því bara.
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar