Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

700 milljóna króna kostnaður við Stjórnlagaþing. Heilbrigðisþjónustan á landsbyggðinni hefði haft not fyrir peningana.

Samkvæmt nýjustu fréttum er nú upplýst að kostnaður við Stjórnlagaþingið verði ekki undir 700 milljónum króna. Með þjóðþinginu fer sem sagt kostnaður að nálgast milljarðinn. Miðað við ástand efnahagsmála spyrja örugglega margir, var þetta nú brýnasta verkefnið.

Á sama tíma og ríkisstjórnin telur sig hafa nóg af fjármunum í Stjórnlagaþing skal þjónustan skert í heilbrigðisþjónustu landsbyggðarinnar. Þetta er fáránleg forgangsröð.


Skipta 186 milljarðar engu máli í huga Vinstri grænna?

Hvernig ætli staðan væri hér á landi ef Vinstri grænir hefðu ráðið ferðinni í atvinnulífinu. Það er allavega öruggt að útflutningur á áli næmi ekki 186 milljörðum á fyrstu 10 mánuðum ársins.

Ótrúlegt hvernig Vinstri grænir leggjast sífellt gegn allri atvinnuuppbyggingu í landinu.

Það verða engar framfarir eða lífskjarabætur á Íslandi næstu áratugina ef afturhaldsstefna Vinstri grænna á áfarm að ráða á Íslandi.


mbl.is Útflutningsverðmæti áls eykst um 35%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kattaþvottur hjá Samfylkingunni ?

Jóhanna Sigurðardóttir og aðrir í forystu Samfylkingunni eru miklið áhugafólk um ketti. Frægt varð þegar Jóhanna lýsti þingmönnum Vinstri grænna sem köttum,sem erfitt væri að smala.

Nú boðar Samfylkingin til mikillar hreinsunar samkomu á laugardaginn og eflaust verður þar mikið rætt um hinar ýmsu tegundir katta bæði heimilisketti Samfylkingarinnar og villikettina í Vinstri grænum.

Nú er það bara spurningin hvort þessi umbótafundur Samfylkingarinnar verður bara ekki einn alls herjar kattaþvottur.


mbl.is Skýrsla umbótanefndar kynnt á laugardag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæm staða hjá stjórnarandstöðunni.

Þessi síðasta niðurstaða þjóðarpúlsins hlýtur að valda öllum starfandi stjórnmálaflokkum á Alþingi miklum áhyggjum. Eins og sýnir sig í könnunum er mikil óánægja með Vinstri stjórnina. Það sýnir sig einnig að forystumenn stjórnarflokkanna hafa tapað tiltrú almennings.

Við þessar aðstæður allar væri eðlilegt að draga þá ályktun að nú væri blómatíð til fylgisaukningar fyrir stjórnarandstöðuna. Niðurstaða könnunar er að svo er ekki. Að það skuli aðeins 16% vera ánægð með störf stjórnarandstöðunnar hlýtur að vekja upp ýmsar spurningar.

Sjálfstæðisflokkurinn verður t.d. að taka þetta sem alvarlega aðvörun. Hvers vegna virkar Sjálfstæðisflokkurinn ekki trúverðugur á kjósendur. Auðvitað ber Sjálfstæðisflokkurinn mikla ábyrgð á ástandinu en hefur komið fram og viðurkennt það og viljað læra af sárri reynslu og horfa til framtíðarinnar.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram heilstæða stefnu´varðandi aðgerðir og uppbyggingu að nýju til að vinna sig út úr vandanum.

Þetta virðist ekki ná til kjósenda. Hvers vegna ekki ? Sjálfstæðisflokkurinn verður að taka sín mál til alvarlegrar umfjöllunar.

Nú er það reyndar alveg með ólíkindum ef kjósendur ætla að fara sömu leið og í Reykjavík. Eigum við virkilega von á því að til valda komist einhver Besti flokkur á landsvísu. Finnst kjæósnedum í Reykjavík vera góð reynsla af valdatíma Besta flokksins?

 

 


mbl.is Fáir ánægðir með stjórnarandstöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

63% óánægð með störf Jóhönnu.

Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi eru 63% óánægð með störf Jóhönnu Sigurðardóttur,forsætisráðherra.

Er einhver hissa?

Það sem kemur reyndar mjög á óvart að 21% skuli finnast sem eru ánægðir með störf hennar.

Ég er eiginlega meira hissa á því.


mbl.is Yfir 60% óánægð með störf forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankastjóri Landsbankans hafði engin rök.

Það hafa örugglega margir verið undrandi sem horfðu á þáttinn Návígi á RUV í gærkvöldi. Þar ræddi Þórhallur við bankastjóra Landsbankans.

Það var skelfilegt að hlusta á bankastjórann reyna að réttlæta hvernig bankinn gat samþykkt að heimila aðila sem fengið hefur tugmilljarða afskrifaða að fá einn milljarð að láni hjá Landsbankanum.

Hreint ömurlegt að hlusta á bankastjórann.

Ekki gekk bankastjóranum betur að rökstyðja hvers vegna afhenda á lífeyrissjóðunum Húsasmiðjuna, Blómaval og fleir fyrirtæki án nokkurrar auglýsingar. Hvað varð um gagnsæið sem boðað var. Hvers vegna var ekki látið reyna á hvort einhverjir hefðu áhuga á Vestia?

Bankastjórinn gat ekki komið með nein haldbær rök fyrir vinnubrögðum bankans.

Í lokin kom þó fram hjá bankastjóranum allt annað hljóð þegar spurt var út í lækkun og afskriftir skulda til heimilanna. 

Og hugsið ykkur Landsbankinn er ríkisbankinn, sem við eigum öll saman.


mbl.is Kaupverð á Vestia lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimabrugg í boði Steingríms J.

Steingrímur J. ætlaði að sópa inní ríkissjóð meiri peningum með því að hækka áfengið snarlega. Stengrímur J. hefur verið drjúgur við að hækka áfengið en afleiðingarnar eru óskup einfaldar. Fólk dregur úr neyslu þeirra drykkja sem fást í ÁTVR. Það þýðir samt ekki að áfengisneysla dragist saman í landinu. Margir hafa tekið það ráð að halda sig við heimilisiðnaðinn og framleiða létt og sterk vín til eigin nota. Aðrir sjá sér svo leik á borði og fara í samkeppni við ÁTVR með landa. Það er aðeins lítið brot sem lögreglan nær að góma, þannig að það er verulegur iðnaður sem á sér stað.

Já, þessi skattpíningarstefna Steingríms J. skilar ekki tilætluðm árangri eins og dæmin sanna. Til viðbótar þessu varðandi áfengið eykst svo alls konar svört vinna,þannig að þar tapar ríkið einnig skattpeningum.

 


mbl.is 1200 lítrar af heimabruggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Silfur Egils sigraði í kosningunum.

Einn er sá maður sem getur verulega fagnað þessum úrslitum kosninganna á laugardaginn. Sá maður heitir Egill Helgason. Það virðist hafa verið ansi góður aðgöngumiði að  Stjórnlagaþinginu að hafa verið um nokkurn tíma fastagestur í þætti hans Silfur Egils. Satt best að segja hélt ég ekki að þátturinn hefði þessi gífurlegu áhrif.

Tilgangur með Stjórnlagaþinginu hefur eflasut verið að þar myndi sitja þverskurður þjóðarinnar, en möguleikar þeirra sem ekki eru fastagestir í Silfri Egils voru ansi litlir. Þetta kennir okkur að verði landið gert að einu kjördæmi og persónukosningar innleiddar á sama hátt og í laugardagskosningunum verða það bara andlitin sem sjást á skjánum sem eiga möguleika.

Það er alveg á tæru að Bragi í Kiljunni hjá Agli Ólafssyni  hefði flogið inná Stjórnlagaþingið hefði hann gefið kost á sér.

Já, óvíræður sigurvegari kosninganna á laugardaginn er Egill Helgason.


Jón Gnarr og Besti flokkurinn dýrt gaman fyrir Reykvíkinga.

Það sýnir sig að það ætlar að verða Reykvíkingum dýrkeypt að hafa kosið Besta flokkinn til áhrifa í Reykjavík. Jón Gnarr og Dagur sýna vinstri stefnu sína í verki og sjá ekkert annað en hækka skatta og öll þjónustugjöld sem þeir geta.

Það er hressilegur viðbótarbaggi sem hin venjulega fjölskylda þarf að taka á sig eftir hækkunargleði vinstri manna í Reykjavík.

Hvernig á fjögurra manna fjölskylda að geta tekið á sig 150 þús. kr. hækkun til viðbótar við alla skattpíningu vinstri stjórnarinnar.

Og svo finnst Sóleyju borgarfulltrúa VG ekki nógu langt gengið í skattahækkunum.

Vonandi eru ekki allar sveitarstjórnir landsins eins hugsandi og Jón Gnarr og Dagur B.


mbl.is Allir skattar og gjöld hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýnishorn af hlut landsbyggðarinnar verði landið eitt kjördæmi.

Margir telja mikið réttlæti fólgið í því að gera landið að einu kjördæmi. Jú,jú með því móti er atkvæði allra jafnt,hvar sem þeir búa á landinu. Ansi er ég hræddur um að landsbyggðin hafi fengið sýnishorn af því sem koma skal verði landið gert að einu kjördæmi. Hlutur landsbyggðarfólks er ansi rýr.

Þetta fór einnig eins og margur bjóst við að einungis þeir þekktu næðu kjöri í svona kosningum,þar sem fjöldi frambjóðenda var svo mikill. Varla er hægt að tala um að úrslitin sýni þverskurð af íbúum þjóðarinnar.

Ekki veit ég nú um pólitískar skoðanir allra sem náðu kjöri,en einhvern veginn finnst mér svolítil Samfylkingarslagsíða á niðurstöðunni. Að það skuli gerast má að sjálfsögðu kenna andvaraleysi stuðningsmönnum annarra flokka. Ég veit t.d. að Sjálfstæðismenn höfðu lítinn áhuga á þessum kosningum og töldu þær lítinn tilgang hafa. Rétt að taka fram að ég fór og kaus.

Vonandi tekst þeim sem völdust að vinna gott verk á næstu mánuðum.


mbl.is 25 kjörin á stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband