Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sveitarfélögin verða að hugsa sinn gang. Íbúar þola ekki meiri álögur.

Það gengur ekki ef sveitarfélögin ætla að taka undir kolvitlausa stefnu Vinstri stjórnarinnar hvað varðar að eina lausnin sé fólgin í hærri álögum á íbúana.

Því miður virðast sum sveitarfélög ætla að ganga þessi sömu spor og Vinstri stjórnin og fara lengra og lengra ofaní vasa íbúanna. Sæu stefna leiðir til enn meiri stöðnunar og fólk hreinlega gefst upp í stórum stíl og flyst til útlanda.

Reykjavíkurborg hefur nú boðað skattahækkanir og hækkanir á þjónustugjöldum. Auðvitað er það rétt hjá forseta ASÍ að þessi varhugaverða vinstri stefna hefur áhrif á kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar. Það eru takmörk fyrir hversu mikið er hægt að skattpína íbúana.

Sjálfstæðismenn hafa nú meirihluta hér í Garði. Framundan er að leggja fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2011. Það verður fróðlegt að sjá hvort bæjaryfirvöld hér muni fara aðrar leiðir heldur en að auka álögurnar á íbúana.


mbl.is Hækkanir hafa áhrif á launakröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri stjórnin hreint ótrúlega dugleg.

Margir tala um að Vinstri stjórnin geri ekkert. Enn sé engin lausn komin fyrir heimilin. Enn sé allt óleyst í atvinnuuppbyggingu. Allt er þetta rétt, en Vinstri stjórnin hefur á einu sviði sýnt af sér fádæma dugnað. Á stuttum valdatíma hefur henni tekist að skipa rúmlega 250 nefndir og ráð. Auðvitað verða menn að vera sanngjarnir og sjá að mikill tími ráðherra fer í að velta vöngum og leita að nöfnum til að setja í allar þessar nefndir. Ráðherrar verða að gæta sín að setja ekki skyldmenni sín eins og syni eða dætur í nefndirnar. Ekki má heldur setja í nerfndirnar pólitíska samflokksgæðinga ráðherranna,þannig að þetta tekur mikinn tíma frá ráðherrunum að sinna þessu nefndarvali.

Hvernig er hægt að ætlast til að ráðherrarnir geti á meðan verið að vasast í málum eins og vanda heimilanna og uppbyggingu atvinnulífsins. Og svo tfór auðvitað mikill tími í lýðskrumið í kringum kosninguna til stjórnlagaþings.

Nú eru nefndirnar orðnar svo margar að það hlýtur að þurfa að skipa nokkrar nefndir til að fylgjast með og halda utanum allar þessar nefndir.

Enn á ný verða því vinstri ráðherrarnir að setjast niður og eyða tíma sínum í að manna eftirlitsnefndirnar með hinum nefndunum. Já, það er mikið að gera og von að Jóhanna sé þreytt.


Ástamál, kynferðisleg áreitni og ólétta vöktu meiri athhygli en stjórnlagaþing.

Fréttaáhugi okkar Ísleninga kom vel í ljós á síðustu dögum. Landsmenn hafa mun meiri um áhuga á að lesa og hlusta á fréttir af ástamálum Gunnars í Krossinum og Jónínu Ben.að maður tali nú ekki um ásakanir nokkurra kvenna í garð Gunnars um kynferðislega áreitni. Einnig virðist óléttaKatrínar menntamálaráðherra vakið mikinn áhuga landans.

Almenningur sýndi kosningunum lítinn áhuga. Ef til vill má rekja áhugaleysið að einhverju leiti  til fréttamats fjölmiðla. Umfjöllun um stjórnlagaþingið hafði ekki forgang.

Reyndar tel ég áhugaleysið aðallega stafa af því að kjósemdur sjá ekki tilganginn í að láta kosningu til stjórnlagaþings hafa forgang og eyða í það hundruðum milljóna.


mbl.is Gunnar stígur til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna hlýtur að bruna á Bessastaði á morgun.

ótrúlega léleg kosningaþátttaka á laugardaginn er svo mikið kjaftshögg fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur,forsætisráðherra, að hún hlýtur að láta það verða sitt fyrsta verk í fyrramálið að bruna á Bessastaði og biðjast lausnar.

Stjórnlagaþingið var af hálfu Jóhönnu og Samfylkinarinnar kynnt sem eitt helsta áhugamál þjóðarinnar og með því yrði stór skref stigið til að byggja upp hið nýja Ísland.

Almenningur á Íslandi hefur svarað Jóhönnu. Almenningur telur að á meðan mörg stórmál eru óafgreidd af hálfu ríkisstjórnarinnar til bjargar tugþúsundum heimila sé ekki rétti tíminn til að standa í verulegum kostnaði við stjórnlagaþing.

Þessi sögulega lélega þátttaka í kosningunum á laugardaginn eru skýr skilaboð til Jóhönnu að þjóðin vill ekki sjá hana lengur sem forsætisráðherra landsins.


mbl.is Kosningaþátttakan áfall fyrir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlustar enginn á Jóhönnu? Sex hundruð milljónir, til hvers?

Það er alveg á tæru að Jóhanna Sigurðardóttir ,forsætisráðherra og formaður Samfylkingar er ekki í augum þjóðarinnar sá leiðtogi sem hún þarfnast. Þegar kosið var um Icesave sendi Jóhanna þau skilaboð til þjóðarinnar að svona atkvæðagreiðsla væri bara skrípaleikur. Hún sagðist ætla að hafa kosninguna að engu og sat heima. Kjósendur hlustuðu ekki á Jóhönnu og yfir 60% tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og felldu samninginn nánast samhljóða.

Jóhanna og Samfylkingin hefur mikið lagt upp úr kosningum til stjórnlagaþings. Jóhanna skrifaði fallegar greinar og hvatti almenning til að taka þátt í kosningunni. Í það var látið skína að þetta væru einhver merkilegustu spor sem væri verið að stíga í sögu landsins.

Kjósendur hafa talað. Innan við 40% kjósenda mætti á kjörstað. Væntanlega telja margir að mörg önnur mál séu brýnni,em þessi kosning nú.

Auðvitað velta margir fyrir sér hvaða tilgangi það þjónar nú á þessum tímu að eyða 100 milljónum í þjóðfund og 500 milljónum í stjórnlagaþing.

Eftir sem áður verða það svo þingmenn sem ráð því hvernig stjórnarskráin lítur út.


mbl.is 36,77% kosningaþátttaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki fullt af lögfræðingum á Alþingi?

Það vekur furðu okkar sem ekki erum lögfræðimenntuð að Alþingi skuli senda frá sér lög sem reynast svvo ekki standast,þannig að vilji þingmanna nær ekki fram. Greiðslujöfnunarúrræðin koma til með að hrynja meira og minna fyrst lögin um að ekki skuli gengið að ábyrgðarmönnum standast ekki.

Nú spyr maður, er ekki fullt af þingmönnum á Alþingi sem hafa lögfræðimenntun? Nú kemur það í ljós að þingmönnum var bent á veiluna í lögunum. Samt var ekkert gert til að taka á málinu.

Ríkisstjórnin er með fullt af lögmönnum í sinni þjónustu. Samt leggja menn fram lagafrumvarp sem ekki stenst. Hvernig í óskupunum stendur á þessu?

Ríkisstjórn og Alþingi hljóta nú að taka málið upp að nýju. Það er alveg lágmarkskrafa almennings að þau lög sem sett eru á þingi og eiga að koma til bjargar illa stöddum heimilum séu það vel undirbúin að þau standist.


mbl.is Bentu þingmönnum á veiluna í lögunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fordæmi komið hjá Landsbankanum til að afskrifa hjá almenningi.

Já, Landsbankinn sýnir nú aldeilis gott fordæmi að afskrifa skuldir uppá milljarða og heimila svo sömu aðilum lántöku upp á hressilega upphæð.

Landsbankinn er í eigu ríkisins og sýnir aldeilis gott fordæmi. Þetta hlýtur að vera liður stjórnvalda í að koma til móts við illa stödd heimili og fyrirtæki.

Loksins er eitthvað jákvætt að gerast eða hvað?

Eru það bara sumir sem fá úrlausn sinna mála en aðrir ekki? Getur það virkilega átt sér stað.


mbl.is Skuldsetning hafin á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort ráða fjármálafyrirtækin eða ríkisstjórnin? Kemur svar eftir helgi?

Hagsmunasamtök heimilanna bíða eftir fundi með forystumönnum ríkisstjórnarinnar,því lítið bólar á fréttum um aðgerðir til bjargar illa stöddum heimilum.

Auðvitað eru margir farnir að óttast að það séu fjármálafyrirtækin sem ráða för en ekki ríkisstjórnin.

Hvers vegna í óskupunum setur Alþingi ekki lög sem taka á þessu og gefa út tilskipan til fjármálafyrirtækjanna. Ef við eigum að trúa því að það sé virkilegur vilji ríkisstjórnar að hjálpa illa stöddum heimilum hlýtur að vera hægt að setja lög sem skylda fjármálafyrirtækin til að gera það sem ætlast er til.

Almenningur getur ekki mikið lengur tekið svarið þetta kemur eftir helgi sem gilt svar. Það kemur að því að almenningur hefur ekki leng ur þolinmæði að bíða.


mbl.is Vilja fund með ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar með fór hrósið í garð Ólafs Ragnars.

Í síðasta pistli mínum hrósaði ég Ólafi Ragnari,forseta,fyrir að hafa sagt það á erlendri grundu að almenningur á Íslandi fengi að greiða um það atkvæði ef íslenskir ráðamenn ætluðu enn á ný að skrifa undir tugmilljarða skuldbindingu vegna Icesavereikninga gamla Landsbankans.

Því miður stóð hrós til forsetans ekki lengi. Eins og ávallt þegar Ólafur Ragnar segir eitthvað við erlenda fjölmiðla fylgir í kjölfarið leiðrétting þar sem dregið er úr fyrri yfirlýingu. Sagt að fjölmiðlar hafi misskilið,rangtúlkað eða oftúlkað.

Nú er Ólafur Ragnar frábær tungumálamaður,þannig að það ætti að vera auðvelt fyrir hann að gera sig skiljanlegan. Aftur á móti er það óskiljanlegt að hann skuli ekkert meina með yfirlýsingunum eða þannig lítur það allavega út.

það liggur alveg ljóst fyrir í hugum almennings að við eigum ekki að taka á okkur milljarða skuldir vegna Icesave sukksins í Bretlandi og Hollandi.

Þjóðin verður að treysta á að Ólafur Ragnar vísi aftur nýjum Steingrímssamningi til afgreiðslu þjóðarinnar.


mbl.is Segir forseta ekki taka afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almenningur fær að ráða hvort við greiðum Icesave fyrir einkabanka.

Ég hef nú ekki alltaf verið sérstaklega hrifinn af Ólafi Ragnari forseta, síður en svo. Oft hef ég verið mjög óhress með hann. Ólafur Ragnar stendur sig vel í Icesave deilunni. Auðvitað á þjóðin að fá að greiða atkvæði aftur um það ef Steingrímur J. ætlar enn á ný að skrifa undir tugmilljarða skuldir við Breta og Hollendinga.

Auðvitað er grundvallaratriðið að það var einkabanki sem stofnaði til þessara skulda. Almenningur á Íslandi var ekkert spurður og ber enga ábyrgð á skuldum gamla Landsbankans.

Það er gott að Ólafur Ragnar skuli strax gefa það út að þjóðin verður spurð að því hvort hún vilji borga tugmilljaraða vegna skulda sem gamli Landsbankinn á að greiða. Þær eignir sem til eru í Bretlabdi og Hollandi eiga að renna uppí skuldina og þar með punktur.

Almenningur á Íslandi er ekki reiðubúinn að btaka á sig til viðbótar við allt annað tugmilljarða greiðslu á skuld, sem hann getur á engan hátt verið ábyrgur fyrir.

Það er gott hjá Ólafi Ragnari að gefa þetta út núna. Það hlýtur að opna augun á Steingrími J. og Jóhönnu fyrir því að þjóðin mun aldrei samþykkja greiðslur Icesave vitleysu Landsbankamanna.


mbl.is Lokaorðið hjá kjósendum segir forseti Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 829245

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband