Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Æ, mikil skömm er að vinnubrögðum Sparisjóðsins.

Sparisjóður Vetsmannaeyja var á sínum merkileg stofnun og Eyjamenn vildu stuðla að framgangi hans. Sparisjóðurinn reyndist íbúunum vel og kom oft til hjálpar þegar á þurfti að halda.

Það hefur ekki farið framhjá neinum að tugþúsundir heimila eiga nú í miklum fjárhagsvandræðum og rætt er um úrræði til hjálpar og bjargar heimilum. Í því sambandi er m.a. greiðsluaðlögun.

Það er með ólíkindum að Sparisjóður Vestmannaeyja skuli velja sér mál 75% öryrkja og ábyrgðarmanna hennar til að láta reyna á fyrir dómstólum. Upphæðin er 1 milljón.

Forystumenn lánastofnana segjast vilja koma með jákvæðu hugarfari til hjálpar. Eitthvað virðist það málum blandað við hverja bankarnir eiga.

Hvað vinnst með því að herja á ábyrgðarmenn konunnar og koma þeim í vandræði eftir að öryrkjakonan hafði fengið niðurfellingu. Það var alls ekki tilgangur laganna.

Nú hlýtur að vakna upp sú spurning, hvort Sparisjóður Vestmannaeyja í þessu tilfelli hefur afskrifað skuldir hjá öðrum einstaklingum eða fyrirtækjum. Hefur sama verið látið ganga yfir alla?

Reiði almennings stafar ekki síst f því að horfa uppá milljarða afskrifafaða hjá einstaklingum og fyrirtækjum, en svo skal ráðist að öryrkjum og ábyrgarmönnum hans með hörku til að ná í 1 milljón.

Enn og aftur,alveg furðulegt af Sparisjóðnum að velja þetta mál til að láta brjóta á.

Vonandi grípur Alþingi inní málið eins og tilgangur laganna var að hjálpa fólki en ekki auka vandann.


mbl.is Lög um ábyrgðarmenn andstæð stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú slær Jón Bjarnason öll sín fyrri met í stöðuveitingum.

Jón Bjarnason ráðherra hefur verið ansi djarfur í að skipa "rétta" aðila í hinar ýmsu stöður hjá ráðuneyti sínu. Mörgum hefur blöskrað sá klíkuskapur og pólitík sem þar hefur ráðið för.

Nú hefur Jóni samt tekist að slá öll sín fyrri met er hann skipar son sinn til að fara yfir fiskveiðistjórnunarmál.

Jón lítur á sig sem einhverskonar einræðisherra sem ekki þarf að fara eftir venjulegum reglum.


mbl.is Ráðherra ver ráðningu sonar síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagan endalausa, erlendir fréttamenn miksskilja Ólaf Ragnar eða ?

Enn og aftur gerist það þegar Ólafur Ragnar talar við erlenda fréttamenn eða að erlendar fréttastofur vitna í hans orð að embættismenn á Íslandi verða að gefa út yfirlýsingar að menn hafi misskilið Ólaf Ragnar,forseta.

Þetta er hreint ótrúlegt. Nú er það nýjasta að sagt er frá miklum vinaryfirlýsingum Ólafs Ragnar við Írani. Sagt að íslenski forsetinn sé ánægður með aukin samskipti ríkjanna og Ólafur ragnar hjafi lýst yfir mikilvægi Írans í heiminum.

Nú verður Össur utanríkisráðherra framvegis að fara með í ferðir Ólafs og sjá til þess að hann sé með skrifaðar ræður,sem lesnar hafa verið yfir af starfsmönnum utanríkisráðuneytisins.

Það er ekki einleikið að allar yfirlýsingar Ólafs Ragnars með erlendum ráðamönnum skuli misskiljast eða er það ekki raunin?


mbl.is Sérkennileg frásögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir ráðherrar og tvö kjördæmi þeirra.

Það hefur í gegnum tíðina verið mikið atriði fyrir kjördæmin að eiga ráðherra í hópi þingmanna. Það hefur verið ágætis ávísun á fyrirgreiðslu til heimamanna og ávísun á meiri framkvæmdir o.s.frv.

Nú kemur í ljós í gagnrýninni á Steingrím J. fyrir að hafa greitt milljónatugina í Aðaldal að fordæmi er til fyrir slíkri greiðlsu þvert á ráðleggingar. Það tilfelli var í ráðherratíð Árna M., en greidd var til ábúenda á Torfastöðum.

Það sem sameiginlegt er með greiðslu til þessara aðila er að þeir voru í kjördæmi ráðherrans.

Svo eru menn að tala um að eitthvað hafi breyst til batnaðar eftir hrunið. Steingrímur J. beitir nákvæmlega sömu vinnubrögðunum og Árni M. gerði.

 


mbl.is Greitt til Torfastaða gegn ráðleggingum ríkislögmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andlitsþvottur í nýja stjórnarskrá.

Umræður á Alþingi er oft athyglisverðar. Í dag hafa þingmenn rætt um hvort þingmenn væru hreinir í farman. Aðrir þingmenn koma svo upp í pontu og gefa yfirlýsingar um að þeir séu búnir að þvo sér í framan og séu því með anlitið flott og hreint.

Auðvitað skiptir hreinlæti miklu máli fyrir þingmenn. Það gengur auðvitað ekki að þingmenn komi skítugir í framan til starfa á Alþingi. Það verður að taka fast á þessu máli. Tíma þingmanna er mjög vel varið í þessa umræðu. Vandi heimila og fyrirtækja verður að bíða enn um sinn á meðan anlitsþvottaumræðan fer fram. Það skiptir ekki máli þetta með heimilin. Reyndar á að koma lausn í þau mál öðru hvoru megin við helina segir Jóhanna. Hvaða helgi er ekki alveg ljóst,en þingmenn hafa þá bara betri tíma til að þvó sér í framan.

Þeir sem ná kjöri á Stjarnlagaþingið verða að leggja mikla áherslu á að í nýrri stjórnarskrá verði tekið mið af þessari alvarlegu umræðu sem fram hefur farið á Alþingi um andlitsþvott. Það verður að vera kafli í stjórnarskránni þar sem fjallað er um hvernig þingmenn skuli bera sig að við andlitsþvott.


mbl.is Þingmenn þvoi sér í framan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjóst Steingrímur J. við hagvexti þegar allt er stopp og á niðurleið?

Hugsanagangur vinstri manna er oft á tíðum stórfurðulegur. Hvernig geta þeir reiknað með hagvexti þegar allt atvinnulífið er í lamasessi. Ekkert er að gerast í atvinnuuppbyggingu. Skattar hækka og hækka þannig að það dregur úr möguleikum fólks til að versla og kaupa þjónustu.

Hvernig geta vinstri menn búist við hagvexti þegar ekki má vinna að verðmætasköpun í þjóðfélaginu.

Þetta ástand mun ekki lagast svo lengi sem Vinstri stjórn er í landinu.


mbl.is Spá um hagvöxt ákveðin vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki bjargaði ESB aðild Grikkjum og Írum.

Samfylkingin hefur dregið upp þá mynd  að með aðild að ESB hyrfu vandamál okkar Íslendinga. Allt myndi lagast. Vextir lækka,verðtryggingin væri úr sögunniog verðlag yrði svo lágt að öll þjóðin gæti lifað eins og greifar. Ekki þyrfti að hafa áhyggjur af sjávarútveginum. ESB myndi samþykkja allt sem við vildum í þeirm efnum. Bændur fengju alls konar styrki og gætu lifað lúxuslífi þótt þeir slyppu við að elta rollur,mjólka kýr, hamast í svínum og þyrfti ekki að tína egg og slátra kjúklingum.Sem sagt lúxuslíf í ESB. Og að sjálfsögðu hendum við krónunni og notum Evrur.

Eitthvað hefur klikkað í þessari fallegu hugsjón í Grikklandi og Írlandi. Þar hrundi allt og verða þessar þjóðir nú að leita eftir neyðaraðstoð. þetta gerist þrátt fyrir að þjóðirnar eru  í ESB.

Nú er meira að segja svo komið að Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkinarinnar gerist sálusorgari og reynir að hughreysta Íra. Ætli Írar eigi samt ekki svolítið erfitt að skilja hvers vegna þessi sami helgi Hjörvar heldur að allt bjargist á Íslandi ef við bara göngum í ESB klúbbinn.


mbl.is Reyndi að hughreysta Íra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki einfalt að fá svar hvort um aðlögun eða ekki aðlögun er að ræða?

Ótrúlegur er málflutningur Steingríms J. leiðtoga VG þegar hann segir að Ísland sé ekki í aðlögun að ESB. Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar Steingríms J. er unnið á fullu við að samræma lög og reglugerðir Íslands og ESB. Svokölluð rýnivinna fer fram.

Auðvitað vill Steingrímur J. halda blekkingaleiknum áfram vegna svika sinna við stefnu Vinstri grænna í ESB málinu.

Það ætti að vera auðvelt að skilgreina á milli hvort Ísland er í könnunarviðræðum eða í aðlögun.

Hvers vegna láta þingmenn eins og Ásmundur , Atli Gíslason og fleiri VG menn svona ef þetta er bara svona smá spjall við ESB en alls engin aðlögun.

Einhvern veginn finnst manni Steingrímur J. vera að plata í þessu máli eins og fleirum.

 


mbl.is Ekki um fyrirfram aðlögun að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur J. vill skjóta sendiboðann, sem sagði frá leynimakkinu.

Eins og vænta mátti eru viðbrögð Steingríms J. við því  að hann og Árni Páll þáverandi félagsmálaráðherra hafi staðið í leynilegum tölvupóstsendingum sín á milli gert að aðalatriðinu.

Steingrímur J. sakar Barnaverndarstofu um að hafa lekið tölvupósti til fjölmiðla.

Sem sagt, Steingrímur J. harmar fyrst og fremst að þetta 30 milljón kr. greiðslan skuli hafa komist í fjölmiðla.

Átti ekki allt að vera uppi á borði og gagnsætt hjá Vinstri stjórninni.


mbl.is Sakar Barnaverndarstofu um að leka póstunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er skömm Vinstri flokkanna ekki nógu mikil í garð Geirs H.Haarde?

Mikill meirihluti þjóðarinnar var hneykslaður á vinnubrögðum vinstri flokkanna þegar þeir samþykktu að draga Geir H.Haarde fyrrverandi forsætisráðherra einan fyrir landsdóm.

Þrátt fyrir þá skömm halda vinstri flokkarnir áfram á sinni braut. Nú skal draga að skipa Geir verjanda. Nú skal breyta lögunum um landsdóm áður en Geir verður kallaður fyrir hann.

Er skömm vinstri flokkanna ekki nógu mikil í vinnubrögðunum gagnvart Geir nú þegar?

Landsmenn sjá hvers konar ofstæki ræður hér för hjá Vinstri flokkunum.


mbl.is Átelur vinnubrögð landsdóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 829247

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband