Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvað ætli Steingrímur J. hefði kallað svona vinnubrögð hér áður fyrr?

Forystumenn Vinstri stjórnarinnar hafa gefið sig út fyrir að vera fulltrúar allt annarra vinnubragða heldur en þeirra sem hafa verið svo algeng á Íslandi. Vinstri stjórnin hefur talað um fagleg vinnubrögð í stað einkavæðingar og klíkuskapar. Ákvarðanir væru teknir með hliðsjón af því hvað menntaðir ráðgjafar legðu til.

Allt hljómar þetta óskup fallega. Undir Vinstri stjórn rís hið nýja Ísland laust við allt sukk,einkavinavæðingu og spillingu.

Það kemur því aldeilis á óvart að sjá fréttina í Fréttablaðinu í morgun að Steingrímur J. og Árni Páll hafi sem ráðherrar kokkað saman að greiða vegna meðferðarheimilis í Aðaldal 30 milljónir króna, þrátt fyrir andstöðu Barnaverndarstofu,. Ekki var leitað álits lögfræðings um skyldu ríkisins varðandi þessa greiðslu.

Er þetta dæmi um hin faglegu og gagnsæju vinnubrögð Vinstri stjórnarinnar? Eða er þetta dæmu um hin sígildu gömlu vinnubrögð um klíkuskap og einkaákvarðanir ráðherra til þeirra sem þeir telja eiga skilið svona greiðslur.

Fróðlegt verður að heyra skýringar ráðherra í þessu máli.

Í hvaða kjördæmi ætli Aðaldalur sé?

 


mbl.is Ráðherrar sömdu þrátt fyrir mótmæli Barnaverndarstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kommar eru,voru og verða alltaf kommar.

Merkilegt að Lilja Mósesdóttir skuli nú stíga fram og vitna um að VG og Samfylkingin eru ekkert annað en gamlir kommúnistaflokkar. Leiðtogarnir byggja flokka sína á að gagnrýni sé illa séð og það eigi að trúa og treysta því sem leiðtogarnir segja.

Öðru hvoru er kallað á nokkra útvalda til að klappa og hrópa húrra fyrir leiðtoganum.

Lilja lýsir einstaklega vel hugsunarhætti forystumanna Vinstri flokkanna í orðum sínum.

Steingrímur J. og Jóhanna eru eins og gömlu kommaleiðtogarnir. Gott að Lilja hefur séð þetta.

Svo þykjast þessir Vinstri flokkar vilja lýðræðislega umræðu. Hafa menn virkilega trú því að Jóhanna og Steingrímur J. komi til með að hlujsta mikið á niðurstöður Stjórnlagaþingsins verði tillögurnar ekki í þeirra anda.


mbl.is Líkjast kommúnistaflokkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir ESB flokkur og Nato sinnar?

Áður fyrr héldu flestir að VG stæði fyrir ákveðnar skoðanir,sem ekki væri gefinn fyrir mikinn afslátt af sínum hugsjónum. Eftir að VG komst í ríkisstjórn hafa hugsjónirnar horfið. Nú sk,ipta þær ekki máli.

Hver hefði t.d trúað því að meirihluti forystu VG samþykkti að halda áfram aðlögun að ESB og þiggja þaðan fjármuni til að reyna að sannfæra Íslendinga um inngöngu.

Hver hefði trúað því að VG lýsti yfir stöðu við Nato, sem þeir hafa hingað til litið á sem hernaðarbandalag.

Já, það er eins gott að Ameríski herinn er farinn, því annars hefði VG örugglega samþykkt ánægju með veru hans hér.

Já, það má mikið á sig leggja fyrir ráðherrastóla.


mbl.is Segir VG vera ESB-flokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fær 50% lífeyrisgreiðslur af réttindum maka síns.

Verðbréfabrask lífeyrissjóðanna í góðærinu vakti furðu og hneykslan margra. Það er ekki mikið talað um þetta hvorki af verkalýðshreyfingunni eða atvinnurekendum þrátt fyrir gífurlegt tap,sem bitnar á félögum sjóðanna.

Fjárfestingar lífeyrissjóðóðanna nú eftir hrun hafa vakið furðu og hneykslun margra. Það er verið að nota fjármuni sjóðfélaga til að braska með. Hvers vegna þurfa lífeyrissjóðirnir t.d. að eiga Húsasmiðjuna og Blómaval?

Rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna uppá marga, marga milljarða hefur vakið undrun,hneyslan og reiði margra.

En hvað með réttindi sjóðfélaga? Ég hitti konu í morgun,sem misst mann sinn fyrir stuttu. Hún sagði mér að hún fengi 50% lífeyrissjóðsgreiðslu af þeim réttindum sem hann átti í sjóðnum. Ég hef verið hugsi í dag eftir að konan sagði mér þetta. Getur þetta virkilega átt sér stað. Var maki hennar ekki að borga inní sjóðinn gegnum árin til að ölast réttindi? Hvaða rétt hefur sjóðurinn til að skerða réttindi til eftirlifandi maka hans?

Er óréttlætið virkilega svona mikið?

Ég held að það sé full ástæða fyrir fjölmiðla að kafa svolítið ofaní lífeyrissjóðina. Það er nefnilega ekki líklegt að verkalýðshreyfingin eða atvinnurekendur eyði miklum tíma í að skoða svona mál og bæta stöðu félaganna.


Hugmyndasamkeppni um nýja skatta?

Á einu sviði hefur V instri stjórnin sýnt af sér mikinn dugnað og verulegt hugmyndaflug. Hækkun skatta eru ær g kýr Vinstri stjórnarinnar.Hugmyndafræði Vinstri manna felst í því að lausn allra mála sé að hækka skatta og hækka þá enn meira.

Nú er svo komið að Steingrímur J.  og félagar eru að komast í þrot með að finna nýjar leiðir til skattpíningar á almenning og fyrirtæki. Það hefur flogið fyrir að nú standi til að efna til almennrar hugmyndasamkeppni til að finna nýjar leiðir til skattahækkunar. Einhver verðlaun munu vera í boði til þeirra sem geta bent á nýjar skattahækkunarleiðir.

Hvað með að skattleggja hvert orð sem menn segja. Nú svo væri auvelt að skattleggja hvert orð sem menn setja á bloggið eða á facebook. Það eru sem sagt til margar matarholur til að ná í nokkrar krónur.

Fylgist vel með í blöðunum næstu daga um hugmyndasamkeppni Vinstri stjórnarinnar um nýjar leiðir til skattpíningar.


mbl.is Hækkun skatta og skerðing bóta rýrir kaupmátt um 0,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í næstu viku og eftir helgi eru hefðbundin svör Vinstri stjórnarinnar.

Þegar Vinstri stjórnin er spurð hvað líði tillögum til úrbóta fyrir illa sett heimili landsins er svarið, tillögurnar koma eftir helgi.

Þegar spurt er hvað líður endurskoðunun á hinum fáránlegu niðurskurðartillögum í heilbigðismálum er svarið, tillögurnar koma í næstu viku.

Það versta er að hver helgin á eftir annarri líur og ekkert gerist. Hver vikan á eftir annarri líður og engar tillögur koma.

Það eina sem ekki tekur óralangan tíma hjá Vinstri stjórninni er að ákveða hækkun skatta á heimili og fyriræki. Þær tillögur þurfa ekki langan undirbúning.


mbl.is Tillögur vonandi í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja 92% Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn?

Stundum eru niðurstöður í könnunun svolítið einkennilegar. Nú er því slegið upp að 38% vilji ekki Sjálfstæisflokkinn í ríkisstjórn. Þrátt fyrir þetta nýtur Sjálfstæðisflokkurinn 35% stuðnings meðal kjósenda.

Aðeins um 8% vilja ekki Framsóknarflokkinn í rísstjórn samkvæmt þessari könnun. Ef draga á þá ályktun að 92% kjósenda vilji hafa Framsókn í ríkisstjórn ner merkilegt að flokkurinn skuli ekki njóta nokkurs fylgis meðal kjósenda.

Merkilegt væri einnig að sjá niðurstöðu ef spurt hefði verið, hvaða flokk vilt þú hafa í ríkisstjórn.

Það gæti orðið fróðlegt að bera þessa niðurstöðu saman við það sem kæmi út væri spur um óska flokk í ríkisstjórn.


mbl.is Flestir vilja ekki Sjálfstæðisflokkinn í stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir: Vilja halda aðlögun áfram í ESB en hafna aðild að ESB. Hvernig gengur það upp?

Þau eru einkennileg vinnubrögðin hjá forystu Vinstri grænna. Steingrímur J. og hans stuðningsmenn vilja halda aðlögunarferlinu að ESB áfram en lýsa samt yfir að þau hafni aðild að ESB.

Til hvers að eyða hundruðum milljóna í alls konar rýnivinnu til að aðlagast ESB ef það liggur ljóst fyrir að menn segja alveg ákveðið, inn í ESB förum við ekki. Er ekki nóg annað að gera viðp vinnukrafta stjórnsýslunnar og peninga ríkissjóðs en stunda svona skrípaleik.

Ef það er einhver meining á bak við það hjá Vinstri grænum að ætla að standa við sína stefnuskrá í ESB, þá segja menn stopp núna. Hættum þessu rugli með rýnivinnuna og aðlögunarferlið í ESB.


mbl.is VG tekst á um ESB-inngöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir þurfa að borga fyrir klúður Framsóknar vegna húsnæðislánanna?

Sigmundur Davíð slær til hægri og vinstri og kennir öææum öðrum um hvernig mál standa en Framsóknarflokknum.

Nú berast fréttir um skelfilega stöðu Íbúðalánasjóðs og að ríkissjóður verði að dæla þangað tugum milljarða. Hverjir ætli beri nú höfuðábyrgð á því hvernig sú staða er. Eru Framsóknarmenn búnir að gleyma kosningaloforðunum um 90% lánin, sem settu allt á hliðina. Verð fasteigna varð óraunhæft og allt hrundi.

Sigmundur Davíð getur ekki kennt öllum öðrum um en algjörlega hvítþvegið Framsóknarflokkinn.

Og svo má ekki gleyma því, að Sigmundur Davíð er sá aðili sem færði Samfylkingunni og Vinstri grænum völdin á silfurfati. Það var hann og aðrir Framsóknarmenn, sem bera ábyrgð á því að þjóðin situr uppi með hreinræktaða vinstri stjórn.


mbl.is Sósíalistar og stórkapítalistar ná saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilbrigðisráðherra hefði átt að hugsa fyrst.

Það er mjög gott hjá Elliða bæjarstjóra í Vestmannaeyjum að óska eftir að landlæknir láti fara fram öryggisúttekt vegna boðaðs niðurskurðar stjórnvalda í heilbrigðisþjónusttunni. þessi beiðni Elliða snýra að sjálfsögðu að vestmannaeyjum, en svona úttekt þyrfti örugglega einnig að fara fram varðandi aðra staði á landsbyggðinni.

Það er með ólíkindum að heilbrigðisráðherra skuli hafa samþykkt að leggja fram þessar tillögur um niðurskurð í heilbrigðisþjónustunni á landsbyggðinni. þetta er einhver alvarlegasta árás sem gerð heur verið á landsbyggðina af nokkurri ríkisstjórn. Fólk á landsbyggðinni þarf einmitt á því að halda að búa við mikið öryggð varðandi heilbrigðisþjónustu.

Dæmin sanna að veðurfar á Íslandi er oft þannig að það er ekki auðvelt að ferðast um landið. Það sýndi sig t.d. rækilega að sjálfur heilbrigðisráðherrann treysti sér á dögunum ekki að fara akandi út á landsbyggðina vegna ófærðar. Miðað við þá staðreynd er furðulegt að sama heilbrigðisráðherra skuli detta í hug að setja fram svona tillögur sem skapa mikið hættuástand fyrir t.d. ófrískar konur víða á landsbyggðinni.

Á sama tíma og heilbrigðisráðherra vill skera niður í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni eyðum við 100 milljónum í dagsfund í Laugardalshöllinni, ríkið ætlar að eyða a.m.k. 500 milljónum í stjórnlagaþing .Við erum á fullu að ausa út peningum vegna ESB umsóknar. Forsætisráðuneytið hefur eytt 500 milljónum í alls konar sérfræðiþjónustu.

Hefði ekki verið nær fyrir heilbrigðisráðherra að hugsa aðeins áður en árásin á landsbyggðina var gerð.


mbl.is Óskað eftir úttekt landlæknis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 829248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband