Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
16.11.2010 | 14:56
Það eru víðar kvótagreifar en í sjávarútvegi.
Það hefur verið bras með hina nýju Landeyjahöfn. Ástand á sandburði hefur verið mjög óvenjulegt segja sérfræðingarnir m.a. vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Það er mjög eðlilegt að Siglingastofnun og ríkisvaldið leiti nú leiða til að halda höfninni opinni og það verði gert hiðn fyrsta. Síðan þarf að huga að varanlegum úrræðum.
En eins og í svo mörgu þá eru ljón á veginum. Það er ekki bara i sjávarútveginum sem kvótagreifarnir eru með eign þjóðarinnar í höndunum. Nú er það upplýst að það sé ekki einfald að byggja varnargarð og færa rennslið í Markarfljóti. Það eru nefnilega fjórior bændur sem eiga landið. Væntanlega verður að semja við þá og borga ansi margar krónur til fara í svona framkvæmdir.
Það er með ólíkindum hvernig bændur og fleiri geta átt land og enginn má gera neitt á því nema að þeir leyfi og fái peninga fyrir. Það er jafnvel ekki hægt að fara í einföldustu framkvæmdir nema landeigandinn leyfi það náðarsamlegast.
Svo þarf að tilkynna ti Umhverfisráðuneytisins og Svandís tekur sér a.m.k. fjórar vikur til að ákveða hvort fara þurfi fram umhverfismat.
Er ekki bæði áin og sandurinn á fullrí hreyfingu?
Já það er bara svona, hagsmunir heils sveitarfélags eins og Vestmannaeyja um bættar samgöngur hafa ekki forgang. Hagsmunir svokallaðra landeigenda hafa forgang bæði á þessu sviði sem og öðrum.
Reyndar er það nú svo, að verði eldgos á landareign eða jarðskjálfti verði á landareign sem veldur tjóni þá er það ekki landeigandinn sem bætir tjón heldur sameiginlegur sjóður landsmanna.
16.11.2010 | 14:03
Er ekki norræn velferðarstjórn á Íslandi ?
Þúsundir standa í biðröðum á Íslandi eftir að fá matarpoka. Gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra sem muni sækjast eftir matarpokum nú fyrir jólin muni slá öll fyrri met. Ríki og sveitarfélög standa ekki að þessari hjálp til nauðstaddra, heldur er byggt á frjálsum gjöfum fyrirtækja og sjálfboðavinnu.
Foruystumenn Vinstri flokkanna hafa státað sig af því að á Íslandi væri velferðarstjórn. Vinstri stjórnin gerði sér far um að gæta hagsmuna þeirra verst settu í þjóðfélaginu, Vinstri stjórnin sagðist ætla að slá skjaldborg um heimili landsins.
Það er ansi mikill fjöldi ef 5000 fjölslkyldur þurfa í neyð sinni að leita eftir matarpokum til að geta haldið jól fyrir sínar fjölskyldur.
Það er vissulega hægt að taka undir með Elínu Hirst, þetta ástand er ekki sæmandi vestrænni þjóð.
Eftir því sem mánuðum Vinstri stjórnarinnar,sem kennir sig við norræna velferð fjölgar verður ástandið í landinu verra og verra.
![]() |
Talið að margir leiti aðstoðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.11.2010 | 17:39
ESB segir Ögmund verða að fara í aðlögun og endurhæfingu.
Það lítur út fyrir að Ögmundur Jónasson og fleiri hafi alls ekki gert sér grein fyrir að með því að senda inn umsókn um aðild að ESB væru menn í raun að óska eftir aðlögun. ESB getur alls ekki fallist á að Ögmundur og fleiri Vinstri grænir séu með einhverja sýndarmennsku og skrípaleik við að senda inn umsókn í ESB. Með því að sækja um verða menn að ganga langa veginn og fara í aðlögun og endurhæfingu. þessu ferli lýkurf ekki fyrr en búið er að fínpússa og væntanlega meta stöðuna þannig að nú sé óhætt að láta á ESB aðildina reyna.
Hefði ekki vreið einfaldara fyrir Ögmund og fleiri Vinstri græna að standa bara við sínar eigin samþykktir og vera fyrir utan ESB. Hvers vegna að sækja um aðild ef menn vilja það alls ekki?
Dettur Ögmundi og fleir Vinstri grænum í hug að hinir háu herrar í ESB taki þátt í skrípaleik þeirra félaga í ESB. Sendi menn inn umsókn sem samþykkt hefur verið af ríkisstjórn og meirihluta Alþingis er það alvöru umsókn.
Auðvitað sjá sumir Vinstri grænir að Össur og fleir í Samfylkingunni sitja nú öllum stundum og gera grín að einföldu sálunum í VG, sem héldu að með því að sækja um aðild væru þeir ekki að sækja um, heldur væri eingöngu um smá könnunarviðræður að ræða.
Vinstri grænir og þar með talinn Ögmundur hafa spilað ráðherrastólaleikinn þannig að þeir bera ábyrgðina fyrst og fremst á því að Ísland er á fullu í aðlögunarferli inní ESB.
![]() |
ESB hafnar hugmyndum Ögmundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.11.2010 | 15:54
Því miður ófært,vinsamlegast athugið seinna í dag.
Á sínum tíma þegar maður átti pantað með flugi til eða frá Eyjum var nauðsynlegt að hringja til að athuga hvort flugfært væri. Þá var svarið gjarnan,því miður ófært en hafið samband aftur eftir tvo klukkutíma.Þannig þurftu Eyjamenn oft að bíða jafnvel dögum saman til að athuga hvort hægt væri að fljúga.
Þegar reglulegar siglingar hófust til og frá Þorlákshöfn var það mikil samgöngubót fyrir Eyjamenn og aðra. Það var því mikið tilhlökkunarefni að enn eitt skrefið var í sumar stigið til að bæta samgöngur milli lands og Eyja. Að minnsta kosti hélt maður að svo væri.
Ég var einn af þeim sem hafði mikla trú á þessari siglingaleið og taldi það verða til mikilla hagsbóta. En nú þurfa að koma fram skýringar. Erum við virkilega að fara aftur á það stig sem flugið er. Þarf að hringja til að athuga hvort fært sé með Herjólfi? Nú var fyrir örfáuum dögum upplýst að búiða væri að dýpka nóg ti að Herjólfur gæti siglt til Landeyjahafnar. Nú verður hugsanlega að hætta við fyrstu tvær ferðirnar á morgun vegna þess að ölduhæð verður of mikil.
Það er kannski eðlilegt að leggja verði ferðir niður í fárviðri, en ekki spáir neinu slíku.
Þolinmæði Eyjamanna hefur verið mikil síðustu vikurnar því auðvitað vilja menn hafa trú á þessari nýju leið, en það hljóta að vera takmörk. Það verða allavega að koma skýringar. Kannski verður aðm vera ein örugg ferð daglega til og frá Þorlákshöfn í vetur og svo aukalega í Landeyjahöfn þegar hægt er.
Vonandi eru þetta samt byrjunarörðugleikar með Landeyjahöfnina og að hún verði sú mikla samgöngubót sem að var stefnt.
![]() |
Óvíst með Herjólf í fyrramálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2010 | 21:33
Hvort ráða bankarnir eða Alþingi?
Þetta er undarlegar fréttir. bankarnir hafa ekki orðið við beiðni viðskiptaráðherra. Er virkilega verið að segja okkur að bönkunum sé í sjálfsvald sett hvort þeir vilji fara eftir lögunum. Nú hefði maður ímyndað sér að bankarnir væru reiðubúnir að koma að framtíðarlausnum fyrir íslenskt þjóðfélag og sætta sig við þau lög og reglugerðir sem sett eru.
Ríkisstjórnin þarf að taka af skarið hvort hún ætlar að stilla sér upp með bönkunum og öðrum fjármálafyrirtækjum eða með íslenskum almenningi.
![]() |
Bankar veita ekki skaðleysisyfirlýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2010 | 13:57
Spilað með peninga launþega.
Þær eru athyglisverðar tölurnar sem einn af stjórnarmönnum VR leggur á borðið. Yfirvyggingin á lífeyrissjóðum landsmanna kostar vel á fjórða milljarð. Nú þarf ekki mikinn speking til að sjá að þarna hlýtur að vera hægt að spara verulegar upphæðir.
Það þarf ansi marga launþega til að halda uppi yfirbyggingu lífeyrissjóðanna.
Ég hef áður skrifað um það að ég undrast það mjög að það skulu vera atvinnurekendur, sem meira og minna ráða lífeyrissjóðunum. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að það eru peningar launþega sem mynda lífeyrissjóðanna.Furðulegt að verkalýðshreyfingin skuli sætta sig við þetta fyrirkomulag.
Á síðustu árum hafa lífeyrissjóðirnir tapað gífurlegum upphæðum þannig að skerða verður bætur margra hvað varðar eftirlaunagreiðslur.
Þrátt fyrir þetta er haldið áfram að spila með peninga launþega. Nú er fjárfest í Hússmiðjunni, Blómavali og felri áhættusömum fyrirtækjum. Það er spilað með peningingana enda engin hætta á að dregið verði úr yfirbyggingu lífeyrissjóðanna.
En svo koma lífeyrissjóðirnar fram og láta eins og þeim sé mjög annt um hagsmuni þegna sinna. Þegar rætt er um skuldaniðurfellingu illa stæðra heimila heyrist annar tónn. Við verðum að gæta hagsmuna félagsmanna okkar. Við megum ekki taka áhættu í þeim efnum. Merkilegt að nú má ekki taka áhættu. Við gætum kannski gert eitthvað ef það kostar ekki mikið.
Stórkostlegt.
![]() |
Gagnrýnir rekstrarkostnað lífeyrissjóða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.11.2010 | 13:45
Ögmundur vill hætta skrípaleiknum í ESB og hefja viðræður í stað aðlögunar.
Taugatitringur er orðinn mikill í herbúðum Vinstri grænna. Fleiri og fleiri á þeim bæ sjá að Samfylkingin er að draga þau á asnaeyrunum inní ESB. Í stað viðræðna fer nú fram aðlögun. Ýmsum toppum er boðið í fínar ferðir með öllu tilheyrandi og þeim sýnt spariandlit ESB. Teygja skal lopann eins og með þarf til að sannfæra fleiri og fleiri um gæðastompil ESB. Ekkert verður til sparað til að reyna að lokka Ísland með sín góðu fiskimið og orku í ESB.
Ögmundur Jónasson vill nú hætta þessum skrípaleik. Hætta aðlögun og taka upp alvöru viðræður og gefa því tvo mánuði. Takist samningar greiði þjóðin atkvæði um það í framhaldinu.
Auðvitað er ekkert vit í að Samfylkingin komist upp með þessa aðlögun að ESB.
12.11.2010 | 13:06
Nú reynir á jákvæðan vilja Vinstri stjórnarinnar gagnvart Suðurnesjum.
Á dögunum hélt ríkisstjórn fund hér á Suðurnesjum. Staðsetning fundarins var til að sýna Suðurnesjamönnum að Vinstri stjórninni væri mjög umhugað um hag íbúa Suðurnesja. Fram kom hjá forystumönnum Samfylkingar og Vinstri grænna að þeir vildu slíðra sverðin og nú tækju menn höndum saman og ynnu að atvinnusköpun á svæðinu.
Nú reynir á þennan jákvæða vilja stjórnvalda eftir að Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti að skora á samgönguráðherra að veita ECA flugþjónustuverkefninu brautargengi.
Miðað við þau fallegu orð og fyrirheit sem Vinstri stjórnin gaf Suðurrnesjamönnum fyrir örfáuum dögum verður ekki öðru trúða en þessi beiðni Reykjanesbæjar renni ljúflega í gegn. Í framhaldinu munu skapast fjölmörg ný störf hér á Suðurnesjum.
Fyrirfram þakklæti til Ögmundar og Vinstri stjórnarinnar.
![]() |
Reykjanesbær skorar á ráðherra vegna ECA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samfylkingin og Vinstri grænir monta sig af lýðræðislegum vinnubrögðum. Allt skuli vera uppi á borðum. Þingmenn taki sínar persónulegu ákvarðanir án þess að nokkur þrýstingur sé á þá.
Það kemur því alls ekki heim og saman við þetta það sem Ásmundur þingmaður VG upplýsir varðandi atkvæðagreiðslu um ESB. Ásmundur upplýsir að Jón Bjarnason,ráðherra, hafi verið beittur hótunum og þvingunum ef hann yrði þess valdandi að þjóðin fengi að kjósa um það hvort taka ætti upp aðildaviðræður við ESB. Jón var hreint og beint sagt að þá yrði hann til þess að fyrsta hreinræktaða vinstri stjórnin myndi hrökklast frá.
Já, þetta er hin rétta mynd af lúðræðisástinni hjá Samfylkingunni og Vinstri grænum.
11.11.2010 | 17:17
Breskir íhaldsmenn harma hryðjuverkalög kratanna.
Já, eins og búast mátti við eru íhaldsmenn í Bretlandi mun vinveittari Íslendingum heldur en Verkamannaflokkurinn. Núverandi varnarmálaráðherra Breta, sem er íhaldsmaður harmar það að
Brown og krataflokkur hans settu hryðjuverkalög á okkur. Þar með vorum við sett í hóp helstu glæpasamtaka heimsins.
Já,það er gott að íhaldsmenn stjórna nú í Bretlandi.
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 829248
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar