Áttum að samþykkja Svavarssaminginn segir Steingrímur J.

Steingrímur J.Sigfússon sagði á Sprengisandi að við hefðum átt að samþykkja Svavarssamninginn í Icesave. Það haefði tamið efnhagsbatann á Íslandi að við skyldum ekki samþykkja Svavarssamninginn. Það er flott að fá þessa afstöðu fram einu sinni enn hjá Steingrími J.

Hvernig má það vera að staða okkar væri betri ef við hefðum þurft að borga hundruði milljarða til Breta og Hollendinga,sem svo kom í ljós að við áttum ekki að greiða.

Afstaða Steingríms J. sýnir og sannar að Vinstri grænir mega aldrei aftur komast í ríkisstjórn.


Álfheiður og Svandís mættar í mótmælin

Á sínum tíma voru þeir til sem héldu því fram búsáhaldabyltingunni hefði verið stjórnað úr innsta hring Vinstri grænna. Sumir sögðu m.a.s. að þingmenn eins og Álfheiður og Svandís hefðu gefið mótmælendum ráð og jafnvel fyrirskipanir. Það gekk svo langt að yfirmaður lögreglunnar hélt álíka skoðunum fram opinberlega. Þær stöllur þóttust hvergi hafa komið nálægt,enda alverlegt mál ef alþingismenn standa fyrir árásum á sína eigin stofnun.

Núþegar ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafði starfað í 3 daga var blásið til mótmæla við stjórnarráðið. Nú skal því mótmælt að nýr meirihluti ætli að hverfa frá pólitískri afskiptasemi af rammaáætlun og færa hana í það horf sem vinnuhópur utan þingmanna skilaði til Alþingis.

Nú skal því mótmælt að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur ætli að gera það sem þeir sögðu í kosningabaráttunni.

Það vekur að sjálfsögðu athygli að nú eru þær mættar í mótmælin Álfheiður Ingadóttir og Svandís Svavarsdóttir. Þetta eru konurnar sem sögðust engan þátt hafa átt í látunum við Alþingishúsið og stjórnarráðið á sínum tíma.  Er það mjög trúverðugt?


Meirihluti þjóðarinnar vill virkja

Eins og við mátti búast ætlar fámennur hópur að neita að viðurkenna úrslit kosninganna. Þessi hópur tekur sér frí úr vinnunni til að mæta fyrir utan stjórnarráðið til að mótmæla að fari eigi eftir tillögum um rammaáætlun, sem vinnuhópur samþykkti. Það kom alveg skýrt fram hjá Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki fyrir kosningar að þeir mundu afturkalla pólitíks inngrip vinstriflokkanna í rammaáætlunina. Það lá alveg skýrt fyrir að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur ætluðu að setja kraft í atvinnuuppbyggingu og til að svo mætti verða þyrfti að virkja enn frekar.

Eigi lífskjör að batna á Íslandi verðum við að auka þjóðartekjurnar. Það er með ólíkindum að vel menntað fólk skuli halda að eingöngu sé hægt að auka atvinnu með því að skapa fleiri opiber störf,fleiri,sérfræðinga, fleiri nefndir o.s.frv. Hvernig á að greiða þessu fólki laun? Verður þjóðfélagið ekki að auka sínar tekjur til að standa undir velferðar og menntakerfinu?


Árásirnar á Vigdísi

Vigdís Hauksdóttir er einn af þeim þingmönnum sem maður tekur eftir. Hú er gjörsamlega ófeimin við að láta skoðanir sínar í ljós og berst fyrir sínum sjónarmiðum. Auðvitað hlýtur slíkur þingmaður að verða umdeildur. En hvers vegna í óskupunum eys fólk yfir hana alls konar svívirðingum,sem eiga ekkert skylt við málefnalega umræðu. Að sjálfsögðu er maður langt frá því sammála öllu sem hún segir eða skrifar,en hvers vegna er eitthvað að því að hún haldi fram sínum sjónarmiðum.

Vigdís fékk fína kosningu í sínu kjördæmi og því eðlilegt að hún undrist að fá ekki ráðherrastól, en ekki ætla ég að blanda mér í innanflokksmál Framsóknar.En hart er ef ósvífnar árásir á Vigdísi hafa or'ið þess valdandi að hún nýtur ekki trausts samflokksþingmanna sinna til aðm gegna ráðherraembætti.

Margir binda miklar vonir við að vinnubrögð Alþingis breytist til hins betra og menn vinni málefnalega. En það eru ekki bara þingmenn sem þurfa að breyta sínum vinnubrögðum. Allir sem skrifa á opoinberum vettvangi verða einnig að gæta hófs í persónulegri gagnrýni. Það gengur ekki að nota það ógeðslega orbragð,sem því miður er allt of algengt í umræðunni.

 


Slæmar tölur frá Eyjum

Í laugardagsblaði Norgunblaðsins er greint frá því að Vestmannaeyjabær sé að kaupa til baka fasteignir sem seldar voru til Fawsteignar árið 2004. Fram kemur í viðtali við Elliða Vignisson,bæjarstjóra, að bæjarsjóður hafi árið 2004 fengið í sinn hlut 1100 milljónir króna. Bærinn leigði svo þessar eignir af Fasteign og hefur greitt í leigu á þessum tíma 1300 milljónir króna. Nú er Vestmannaeyjabær að kaupa eignirnar til baka á 1800 milljónir. Það er ansi slæmt að sjá þessar tölur.

Mikið rosalega getum við hér í Garðinum verið sátt við að hafa ekki selt okkar fasegnir inní Fasteign. Í dag er staðan þannig að Sveitarfélagið Garður á allar sínar fasteignir skuldlausar og gat á þessum árum byggt nýjar eignr,sem nú hafa verið greiddar að fullu.

Sem betur fer er fjárhagsstaðan í Eyjum góð,þannig að þeir ráða við pakkann,en það hlýtur samt aðö vera sárt að þurfa að greiða svo háa upphæð fyrir mistök fyrri meirihluta.


Flottur forseti Alþingis

Það er verulega ánægjulegt að Einar K.Guðfinnsson skuli verða forseti Alþingis. Einar hefur mjög mikla þingreynslu og hefur sýnt það í störfum sínum sem þingmaður og ráðherra að hann vandar mjög til vinnubragða.

Einar er mjög líklegur til að geta aukið traust fólks á Alþingi. Hann hefur boðað það að hann vilji eiga gott samstarf við alla þingmenn.

Forseti Alþingis er mikil virðingarstaða og flott að Einar K. Guðfinnson komi til með að gegna því embætti.


mbl.is „Þakklátur fyrir tækifærið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt hrunið hjá Jóhönnu nema Simson

Það hlýtur að vera erfitt hjá Jóhönnu Sigurðardóttur um þessar mundir. Hún skilur Samfylkinguna eftir í rúst. Aldrei hefur ríkisstjórnarflokkur tapað öðru eins fylgi og Samfylkingin í síðustu kosningum.

Jóhanna gat fram að deginum í gær montað sig af að hún ætti þó Íslandsmet í ræðuhaldi. Flutti ræðu í 10 klukkustundir og 8 mínútur. Illgjarnir aðilar hafa kallað þetta málþóf,en auðvitað eiga allir að vita að vinstri menn gera ekki slíkt. Þeir eru bara málefnalegir í sinni gagnrýni eins og Björn Valur varaformaður Vinstri grænna hefur margsannað með sínum málflutningi.

En nú gerist það að Stefán nokkur Pálsson slær met Jóhönnu með 13 og hálfri klukkustund í ræðuhöldum. Það var reynda við hæfi að það væri um teiknimyndapersónur.

Það eina sem nú stendur uppúr á stjórnmálaferli Jóhönnu að hún er fræg teiknimyndapersóna í Simsons þáttunum.

Vonandi fær hún að hafa þann heiður í friði um ókomin ár.


mbl.is Talaði í þrettán og hálfan tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjartara framundan

Það er vissulega ástæða fyrir almenning að fyllast bhartsýni nú þegar hin tæra vinstristjórn fer úr stólunum og við tekur ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Nú getum við séð fram á að atvinnulífið nái að blómstra. Nú getum við séð fram á réttlátari skatta. Nú getum við séð fram á að komið verði á móts við skuldsett heimili.

Við munum sjá fram á allt önnur vinnubrögð heldur en Jóhanna og Steingrímur J. stóðu fyrir. 

Það er vissulega ástæða að fagna nýrri ferskri ríkisstjórn.


mbl.is Hanna Birna innanríkisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kostaði vinstri vitleysan?

Eitt er það sem ný ríkisstjórn þarf að upplýsa þjóðina um. Hvað kostuðu delluverkefnin mikið. Hvað kostaði öll vitleysan í kringum stjórnlagaráðið.Þetta er gott dæmi um að Jóhanna Sigurðardóttir hlustaði á neina gagnrýni eða rök,sem henni féllu ekki. Ofuráhersla lögð á vinnubrögð sem gátu ekki gengið upp. Hvað kostaði þetta mikið?

Hvað kostar ESB umsóknin? Það var vitað fyrir lifandis löngu að það gæti ekki gengið að ætla að koma okkur í ESB klúbbinn.Jóhanna ,Árni Páll og Össur óðu áfram með offorsi og hlustuðu ekki á neinn. Það er nauðsunlegt að upplýsa þjóðina um kostnaðinn.

Hvað er búið að eyða miklu af peningum vegna breytinga sem áttu að gera á fiskveiðistjórnuninni,sem allir vissu að enginn meirihluti var fyrir. Samt héldu Samfylkingin og Vinstri grænir áfram.

Hvað þurfa íslenskir skattborgarar að greiða vegna hinna pólitísku ofsókna á hendur Geir H.Haarde?

Hvað hefur samningaferli vinstri stjórnarinnar vegna Isave kostað þjóðina. Hvað hefði það kostað þjóðina ef Svavars samningurinn hefði verið samþykktur. Steingrímur J sagði Svavar harfa staðið sig frábærlega og um einstaklega hagstæðan samning að ræða fyrir íslensku þjóðina. Sem betur fer tókst að stoppa vitleysuna. þjóðin þarf samt að fá að vita hvað Steingrímur J.ætlaði að leggja á þjóðina.

Það er nauðsynlegt leg að Íslendingar fái svör við þessum spurningum.


Við losnum við vinstri stjórnina í vikunni

Nú er komið að því, sem landsmenn hafa beðið eftir í rúm fjögur ár. Vinstri stjórn Jóhönnu og Steingríms J. pakkar saman í vikunni og hverfur úr stjórnarráðinu. Mikið fagnaðarefni. Þjóðin hefur fengið mikið meira en nóg að reynslunni af hreinræktaðri vinstri stjórn. Skilaboð kjósenda í kosningunum voru skýr. Við gefum vinstri stjórn frí um, langan tíma.

Það er ánægjulegt að í vikunni skuli taka við ríksstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.Það sést alls staðar að það er mun léttara yfir fólki. Loksins verður eitthvað gert til að koma á móts við fólk, skattpíningarstefna og stöðnunarstefna mun hverfa og í staðinn taka við uppbyggingarstefna í atvinnumálum,þannig hjólin taki að snúast.

Bjarni Benediktsson,formaður Sjálfstæðisflokksins,hefur haldið mjög vel á spilunum eftir kosningar í stjórnarmyndunarviðræðum við Sigmund Davíð. Ríkisstjórn þeirra verður sterk. Bjarni hefur náð að sýna það síðustu vikurnar að hann er sterkur leiðtogi Sjálfstæðisflokksins.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband