Þjóðin ræður. Flott hjá Bjarna formanni.

Margir voru óhressir með ályktun Landsfundar Sjálfstæðisflokksins varðandi ESB málin. Samþykktin um að hætta viðræðum var túlkuð þannig að flokkurinn væri með allt of harða afstöðu. Þetta gengi mun lengra heldur en að gera hlé á viðræðum og leyfa þjóðinni kjósa um framhaldið. Mikil mistök voru gerð með samþykki um að loka bæri ESB skrifstofunni hér. Hanna BVirna varaformaður hefur sagt það vera mistök en það væri ekki stóra málið í ESB.

Andstæðingarv flokksins og ákveðnir fjölmiðlar hafa gert mikið úr ESB wsamþykktinni og túlkað hana sem Sjálfstæðisflokkurinn hrekti ESB sinna úr flokknum.

Það var því nauðsynlegt og flott hjá Bjarna formanni að lýsa því yfir að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrri hluta næsta kjörtímabils hvort þjóðin vildi taka upp viðræðurnar og halda áfram.

Bjarni sagði jafnframt að ef það væri vilji meirihluta kjósenda að klára bæri viðræðurnar myndi Sjálfstæðisflokkurinn að sjálfsögðu virða það.

 Flott hjá Bjarna.


Sigmundur Davíð verður töframeistari

Þó Einari Mikael takist að framkvæma 10 sjónhverfingar á þremur mínútum verður hann ekki meistari. Sigmundur Davíð formaður Framsoknarflokksins er öruggur sigurvegari í töfralausnum og sjónhverfingum.

Hann er á góðri leið með að sannfæra meirihluta Íslendinga að það sé ekki nokkur vandi að láta 240 milljarða hverfa. það þarf enginn að borga. þeir bara hverfa. Svona eiga töframenn að vera. Þetta tekur Sigmund Davíð engar 3 mínútur. Sigmundur Davíð segir hókus pókus Framsóknarlausn og allar skuldir okkar hverfa. Stórkostlegur sjónhverfingamaður hann Sigmundur Davíð.


mbl.is Einar Mikael stefnir á heimsmet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lúðvík skammar stjórnarliða

Forystumenn visntri stjórnarinnar hafa lagt allt kapp á að kenna Sjálfstæðis-og Framsóknarmönnum að ekki tekst að afgreiða nýja stjórnarskrá. Merkileg kenning þar sem þessir flokkar hafa ekki meirihluta á Alþingi. Þeir eru orðnir nokkuð margir mánuðirnar sem Jóhanna Sigurðradóttir hefur verið að vandræðast með þetta mál á þingi. Dæmi um góða verkstjórn?

Lúðvík Geirsson þingmaður Samfylkingarþingmaður má eiga það að hann var hreinskilinn í dag þegar hann sagði að nokkrir stjórnarliðar væru ekki tilbúnir að samþykkja nýja stjórnarskrá í heild sinni. Lúðvík skammaði þetta fólk innan Samfylkingar og Vinstri grænna. Það væri þeim að kenna,því stjórnin ætti að hafa meirihluta til að koma málinu í höfn.

Gott að Lúðvík skuli með þessu móti afhjúpa leikrit Jóhönnu og vfleiri u8m að ætla að koma sökinni á Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn.

Það er alveg kórrétt hjá Lúðvíki að stjórnarskráin kemst ekki í gegn vegna ágreinings í þeirra eigin röðum. Málið er því dautt og stjórnin verður að viðurkenna það og snúa sér að málunum sem brenna mest á almenningi.


Allt Davíð að kenna?

Alveg er með ólíkindum að heyra umræður á Alþingi þessa dagana. Alveg er það furðulegt að enn virðast sumir þingmenn enn vera á þeirri skoðun að allt sem miður fer sé Davíð Oddssyni ritstjóra Morgunblaðsins að kenna. Nú er nokkuð langt síðan Davíð hætti á þingi. Álfheiður Ingadóttir VG dró upp þá mynd að þingmenn Sjálfstæðisflokksins væri að móast og talaði í þeim dúr að Davíð Oddsson skipulegði allt starf Sjálfstæðisflokksins á Alþingi.

Þór Saari sagði áðan á Alþingi um Árna Pál að hans vinnurögð væru þannig að halda mætti að EDavíð Oddsson væri afturgenginn. Hvers kona umræða er þetta eiginlega.

Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. hefur haft fjögur ár til að koma málum í gegn, þar með töldu stjórnarskrá. Í dag eru eftir á dagskrá Alþingi 40 mál. Dæmi um góða verkstjórn Jóhönnu?

Hefði nú ekki verið nær að ræða málin sem snerta almenning eins og fjárhagsvanda heimila,verðtrygginguna, atvinnuuppbyggingu o.s.frv.


Það á að spyrja þjóðina um framhaldið

Ekki er ég sannfærður um að ESB verði brýnasta kosningamálið eins og Björgvin G.þingmaður heldur fram.Kosningarnar munu miklu frekar snúast um það hvernig hægt verði að koma til hjálpar heimilum landsins. Kosningarnar munu snúast um hvort við viljum áfram stöðnun eða atvinnuuppbyggingu. En að sjálfsögðu verða ESB málin rædd. Ég og margir fleiri Sjálfstæðismenn voru mjög sáttir við þá stefnu að spyrja ætti þjóðina hvort halda ætti viðræðum áfram eða ekki.

Þar hefði komið afgerandi afstaða. Það var því kolrangt af meirihluta landsfundarfulltrúa að samþykkja að hætta bæri ESB viðræðum strax og loka Evrópustofu. Allt of öfgakennt. Þessi afstaða á eftir að kosta Sjálfstæðisflokkinn fjölda atkvæða. Óskiljanlegt að velja þessa leið.

Tillagan um að spyrja þjóðina og láta hana ráða hvort halda ætti áfram var sú sem allir áttu að geta sætt sig við. En því miður náði teboðshreyfingin í Sjálfstæðisflokknum sín fram.


mbl.is ESB eitt brýnasta kosningamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðmundur og Róbert á fullu að sauma Nýju fötin keisarans

Allir kannast við hina sígildu sögu um Nýju fötin keisarans. Það var auðvelt fyrir klæðskerann að fá fólk til að trúa að hann væri að sauma föt úr fínustu efnum handa keisaranum. Enginn vildi viðurkenna að hann sá ekki nein falleg efni,þar til litli strákurinn kallaði og benti á að keisarinn stæði alls nakinn.

Mörgum hefur örugglega dottið í hug þessi saga þegar hlustað er á Guðmund Steingrímsson og Róbert Marshall hjá Bjartri framtíð. Þeir félagar hamast nú og hamast við að sauma fallegan búning á Bjarta framtíð. Telja okkur trú um að nýtt og glæsilegt efni sé á ferðinni. Báðir þessir menn hafa dvalið í faðmi gömlu stjórnmálaflokkanna,sem þeir segja nú ómögulega. það verði að sauma úr nýju efni.

Það er því miður með saumaskap þeirra félaga að þar er hvorki um nýtt eða gamalt efni að ræða. Eins og í sögunni eru þeir að sauma úr engu. Kjósendur koma til með að sjá að þeir standa gjörsamlega naktir. það er ekkrt innihald í öllu orðagjálfrinu um gæði þess efnis sem þeir sauma úr. Það er ekkert efni.


Hvað gera Bjarni og Halldór

Það lítur út fyrir að kjörseðillinn stækki með viku hverri. Mikill áhugi er hjá mörgum að smíða saman framboðslista og bjóða fram. Með sama áframhaldi verður að úbúa nýja kjörkassa eigi að vera hægt að stinga stóru seðlunum í þá.

Hér í Suðurkjördæmi ber svo við að tveir gamalkunnir stjórnmálaskörungar ætla að reyna fyrir sér.

Séra Halldór í Holti hefur yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn eftir áratuga veru þar. Halldór berst fyrir hagsmunum heimilanna og telur að Landfundur Sjálfstæðisflokksins hafi ekki tekið á þeim málum.Þá hefur það komiðm skýr fram að Halldór telur Bjarna ekki heppilegan formann. Spurning hvaða fólk Halldór fær með sér.það veltur á því hvort hann nær árangri.

Bjarni Harðarson bóksali og fyrrverandi þingmaður er vinsæll maður. Í síðustu kosningum gerði hann þau mistök að ganga til liðsm við VG. Bjarni hélt að eitthvað væri ð marka loforð Steingríms J. og félaga um andstöðu við ESB. Auðbitað sveik VG þau loforð. Vinstri grænir mega þó eiga það núna að þeir eru ekki lengur á móti ESB. þeir vilja ganga áfram með Samfylkingunni aðlögunarferlið í ESB.

Bjarni mun örugglega ná góðum árangri í kosningunum. Spurning hvort það verður aðallega á kostnað Framsóknarmanna eða kannski bara allra gömlu flokkanna.


Hvað skal gera Sjálfstæðismenn?

Fram að Landsfundi Sjálfstæðisflokksins var fylgi við flokkinn frá 32% og allt uppí 40%. það leit út fyrir ágætis útkomu í kosningum og að flokkurinn gæti bætt við sig allt að 10 þingmönnum. Nú er fylgið í frjálsu falli. Með sama áframhaldi verður Framsóknarflokkurinn stærsti flokkur landsins. Ætlum við virkilega að horfa á Sjálfstæðisflokkinn fá sína verstu útkomu í sögunni. það styttist í það með sama áframhaldi.

Mistök Bjarna og forystunnar í Icesave verður flokknum dýrkeypt. Öfgaskoðanir í ESB eru ekki til framdráttar. Fuðurlegt að loka á sáttatillögu,sem bæði fylgjendur ESB og andstæðingar gátu sætt sig við. Flokknum hefur ekki tekist að ná eyrum kjósenda með kjörorð sitt Í þágu heimilanna. Það hefur heldur ekki tekist að ná til kjósenda með skattalækkunartillögur.

Reyndar kemur manni þetta ekki á óvart. Það er sama hvaða fólk maður hittir,hvort sem það er rótgróið Sjálfstæðisfólk eða ekki. Fólk vill ekki Bjarna Benediktsson sem formann. Væri Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður og helsti talsmaður flokksins væri staðan allt önnur. Hanna Birna nær til fólksins.

Nú bendir maður á að Bjarni sé ekki flokkurinn. Margt sé af flottu fólki sem verða góðir fulltrúar á Alþingi.Maður spyr hvort fólk vilji áfram tryggja Vinstri flokkunum völdin með Framsókn innanborðs. Því miður nær maður ekki til kjósenda. Kjósendur vilja sjá Hönnu Birnu leiða flokkinn.

Vandi Sjálfstæðisflokksins er mikill. Eitthvað verður að gera a' öðrum kosdti verður flokkurinn áhrifalítill í stjórnarandstöðu. Skelfileg tilhugsun.


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað varð um stóru orð Þráins Bertelssonar?

Þráinn Bertelsson þingmaður hefur gefið sig út fyrir að vera mikill hugsjónamaður og prinsippmaður. Hann vildi breyta þjóðfélaginu og hrista hressilega upp í Alþingi.Nú hefur hann lagt allt slíkt á hilluna og situr og hlýðir í einu og öllu því sem flokksforysta VG segir honum að gera. Allt í lagi að kyngja því þótt Jóhanna og Steingrímur J. komi engum málum í gegn hvorki nýrri stjórnarskrá eða öðru.

Ótrúlegt að horfa á þennan þingmann, sem komst inn á Alþingi vegna stuðnings fólks sem hél að Þráinn myndi eitthvað gera.

Eina sem Þráinn hefur afrekað á Alþingi er að tala niður til fólks og kalla það öllum illum nöfnum.

Miðað við máttleysi hans á Alþingi þurfti það ekki að koma á óvart að hann segið nei við vantrausttillögu þess fólks sem kom honum í þingmannsstarfið.


mbl.is Þráinn studdi ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svandís bakkar með Bakka.

Steingrímur J.Sigfússon,atvinnumálaráðherra,reynir að hysja upp um sig buxurnar gagnvart kjósendum sínum á Norðurlandi. Nú gerir hann örvæntingarfulla tilraun til að lofa öllu fögru varðandi uppbyggingu á Bakka við Húsavík. Nú skal allt sett á fullt og peningum dælt úr ríkissjóði til að koma stóriðju af stað. Auðvitað er það fagnaðarefni fyrir Norðlendinga og þjóðina alla ef eitthvað raunhæft færi nu að gerast þar í atvinnuuppbyggingu. Steingrímur J. er farinn að óttast að ná ekki kosningu miðað við öll sviknu loforðin. Hvort þetta útspil dugar til að halda þingsætinu á eftir að koma í ljós.

Athuglisvert er hvernig Svanís bregst við þessum hugmyndum. Hún hefur allt á hornum sér og sér marga vankanta. Svandís er ekkert að fela afstöðu VG á móti öllu sem heitir atvinnuuppbygging. Það er því alveg ljóst að verði VG áfram í ríkisstjórn gerist ekki nokkur skapaður hlutur í atvinnuuppbyggingu hvorki á Bakka né annars staðar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband