Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.6.2010 | 15:24
Var þá bara allt í plati hjá Samfylkingunni?
Hugsanlega eftir ansi mörg ár gætum við átt möguleika á að taka upp Evru ef við vildum. Þetta er mat Gylfa viðskiptaráðherra.
Einhverjir hljóta nú að hugsa. Var þaðþetta sem Samfylkingin boðaði. Það átti nú að vera lítið mál fyrir okkur Íslendinga að taka upp Evru. Allt átti að lagast. Vextir áttu að lækka. Vöruverð myndi lækka og það myndi ríkja gósentíð á Íslandi bara ef við gengjum í ESB og tækjum hið snarasta upp Evru.
Nú er komið í ljós að þetta eins og svo margt annað í loforðalista Samfylkingarinnar voru bara innihaldslaus orð, sem enga meiningu höfðu.
![]() |
Verðum ekki með evru árið 2014 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2010 | 11:35
Hlusta þingmenn á vilja kjósenda?
Könnun eftir könnun kemur það í ljós að meirihluti þjóðarinnar er á móti þessu brölti með aðildarumsókn í ESB. Hvers vegna eru við að eyða hundruðum milljóna ef ekki milljörðum í usmókn í bandalag sem við viljum ekki ganga í.
Margir þingmenn VG segjast vilja draga umsóknina til baka. VG hefur flokkssamþykkt fyrir því að vera á móti ESB.
Er það lýðræðislegt að einn stjórnmálaflokkur þ.e. Samfylkingin neyði samstarfsflokk sinn til að sækja um aðild að ESB. Auðvitað lýsir það kannski best VG að láta hafa sig út í þetta. Það sýnir betur en flest annað að VG er tilbúið aðleggja hugsjónir á hilluna fyrir völd.
Reyndar hafa þingmenn nú tækifæri til að samþykkja að draga umsóknina til baka og fylgja þannig vilja meirihluta kjósenda.
![]() |
Meirihluti vill draga umsókn um aðild til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Alveg er það stórkostlegt. Á meðan mörg mál bíða úrlausnar varðandi bráðavanda heimila þá sameinast þingmenn um að ræða og koma í gegn stjórnlagaþingi. Er það nú brýnasta málið. Fram hefur komið að stjórnlagaþing kostar 500 til 1000 milljónir. Á sama tíma ræða stjórnvöld um stórkostlegan niðurskurð. Á sama tíma ræða stjórnvöld um hækkun skatta og þá einkum á atvinnulífið.
Er það skynsamlegt að auka nú verulega skattbyrði þeirra fyrirtækja sem enn reyna að berjast áfram.
Stjórnlagaþing er eflaust gott mál en það gengur ekki að afgreiðsla þess hafi forgang á meðan stór hluti heimila landsins á í verulegum erfiðleikum. Það gengur ekki að stjórnlagaþing hafi forgang á meðan allt er sett í stopp varðandi uppbyggingu atvinnulífsins.
![]() |
Stjórnlagaþing að verða að lögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2010 | 14:32
Flott að koma með tillögu um að draga aðildarumsókn í ESB til baka.
Það er virkilega flott hjá Unni Brá þingmanni Sjálfstæðisflokksins að elggja fram tillögu um að Ísland dragi umsókn sína í ESB til baka.
Nokkrir af þingmönnum Vinstri grænna hafa talað mjög gegn aðildarviðræðum við ESB. Auðvitað verður að láta á þaðreyna enn á ný hvort meirihluti er til staðar að viðræðum um inngöngu í ESB verði haldið áfram.
Kostnaður varðandi þetta aðildarbrölt mælist í hundruðum milljóna ef ekki milljörðum.Það liggur alveg ljóst fyrir að meirihluti kjósenda er á móti þessu ESB brölti.
Það getur ekki gengið að Vinstri grænir segist vera á móti aðildaviðræðum við ESB enteikni svo upp atburðará á Alþingi þannig að viðræður haldi áfram að fullu með tilheyrandi kostnaði.
Það er því flott hjá Unni Brá að fá afstöðu Alþingis á hreint í þessu stóra máli.
11.6.2010 | 22:24
Hvað er álagning mörg prósent á innfluttum vörum?
Nú er fullyrt að innflytjendur og smásalar hafa nýtt sér styrkingu krónunnar til að hækka álagningu. Þessir aðilar fullyrða á móti að styrking krónunnar muni skila sér í lægra vöruverði.
Það á eflaust eftir að koma í ljós,en hver ætlar að fylgjast með því. Munu Neytendasamtökin annast þann þátt fyrir almenning? Einhver verður að gera það því það er erfitt fyrir einstaklinga að geta fylgst með slíku.
Annað sem ekki kemur nokkurn tímann fram. Hver er algeng álagningarprósenta á innfluttum vörum t.d. fötum,skóm, matvælum? Fróðlegt væri að sjá það. Nú er það svo að örfáar verslunarkeðjur ráða nánast öllum markaðnum og geta því leyft sér að miðstýra ansi mikið hvernig álagningu er háttað.
Hvernig er álagningu t.d. háttað í samanburði við verslanir annarra landa.
![]() |
Styrking mun skila sér í verð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.6.2010 | 12:48
Hanna Birna á að verða forseti borgarstjórnar.
Lýðræðið er nú einu sinni þannig að kjósendur ráða. Það var vilji kjósenda að leiða Besta flokkinn til valda í Reykjavík. þeirri niðurstöðu verða allir að kyngja. Meirihlutamyndun Jóns Gnarr og Dags var kannski alveg í takt við það sem Hanna Birnar var að ræða um varðandi ný vinnubrögð þ.e. að það væri liðin tíð að hafa meirihluta og minnihluta.
Ég tel samt rétt og mjög jákvætt að Hanna Birna taki að sér embætti forseta borgarstjórnar. Það sýnir einlægan vilja hennar til að borgarfulltrúar eigi að vinna saman að stjórn borgarinnar. Það styrkir hennar eigin hugmyndafræði.
Það er jákvætt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sýna vilja til samstarfs. Almenningur er gjörsamlega búinn að fá uppí kok af skrípaleiknum á Alþingi. Það mun ekki styrkja Sjálfstæðisflokkinn ætli hann að taka upp vinnubrögð þingmanna í borgarstjórn.
Það er því að öllu leyti rétt hjá Hönnu Birnu að verða forseti borgarstjórnar.
![]() |
Bjóða Hönnu Birnu að taka sæti forseta nýrrar borgarstjórnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.6.2010 | 10:59
Leiðtogi Sandkassans fer endanlega með virðingu Alþingis.
Sagt er að gömlu jálkarnir á Alþingi séu svo fastir í sama farinu að ekki sé að vænta neinna breytinga. Sagt er að þeirra líf og yndi sé að stunda málfundaæfingar og sandkassaleik. Oft höfum við orðið vitni að slíku.
Margir hafa haldið að allt myndi lagast með endurnýjun þingmanna.Þeir sem kæmu nýir hugsuðu öðruvísi og vildu að Alþingi starfaði á annan hátt. Sú mynd birtist ekki í nýjum þingmann Vinstri grænna. Björn Valur hefur stimplað sig rækilega inn sem leiðtogi sandkassans. Málflutningur hans byggist á upphrópunum, ómálefnalegri gagnrýni og dylgjum. Nýjasta dæmið er rógburður hans um Sigurð Kára.
Traust almennings á þingmönnum er ekki mikið. Björn Valur þingmaður Vinstri grænna hefur með framgöngu sinni á Alþingi séð rækilega til þess að það fer endanlega á núll punkt.
Björn Valur myndi gera íslensku þjóðinni og Alþingi mest gagn með að snúa sér að einhverju öðru en sitja á Alþingi Íslendinga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2010 | 17:03
Þá vitum við það Kína er fyrirmyndarlandið hjá Jóhönnu.
Þá óvart að þarf svo sem ekkert að koma að fyrirmyndarland Vinstri stjórnarinnar skuli vera Kína. Þá vitum við að hverju Jóhanna stefnir með land okkar. Reyndar hlýtur eitthvað að hafa skolast til varðandi stjórnlagaþingið. Ekki hef ég trú á að Kínakommarnir séu hrifnir af slíku.
Furðulegt að láta hafa eftir sér að land þar sem mannréttindi eru fótum troðin sé fyrirmyndarland okkar Íslendinga.
Já það er draumur örugglega draumur gamla kommadúettsins Ólafs Ragnars og Steingríms J. að leita sér fyrirmyndar hjá Kínakommum. Nú vill Jóhanna bætast í kommadúettinn þannig að það verði tríó.
Vinsældir Jóhönnu hafa hrunið á Íslandi. Kannski verður hún vinsæl fyrir skoðanir sínar í Kína.
![]() |
Jóhanna: Lítum til Kína eftir fyrirmyndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2010 | 13:52
Hefur Alþingi ekkert þarfara að gera? Landsfundur Sjálfstæðisflokksins þarf að taka á styrkjamálum einstakra þingmanna.
Alveg er það ótrúleg sending sem Alþingi Íslendinga hefur fengið með tilkomu Björns Vals Gíslasonar, þingmanns VG. Það er eins og hann líti á það sem sitt heilaga hlutverk á þingi að henda skít og skammast útí Sjálfstæðisflokkinn. Björn Valur ætti nú frekar að beita áhrifum sínum til að fá Vinstri flokkana til að ræða hagsmunamál almennings þ.e. atvinnuuppbyggingu og lausn á vandamála heimilanna. Það gengur ekki að þingmenn skuli eyða síðustu dögum þingsins í svona bull umræðu.
Aftur á móti þarf Landsfundur Sjálfstæðisflokksins sem fram fer nú í lok mánaðar að fara í alvarlega naflaskoðun og uppgjör. Það mun aldrei ganga að styrkjakóngar flokksins ætli að sitja áfram í trúnaðarstöðum eins og ekkert hafi gerst. Flokkurinn hreinlega þolir það ekki.
Þingmenn eins og Guðlaugur Þór og Sigurður Kári eru virkilega og skemmtilegir og rökfastir og hafa gert margt gott. En styrkjamálið mun þvælast fyrir þeim og gera þeim erfitt fyrir að sinna sínu starfi. Styrkjamál einstakra þingmanna mun reynast flokknum mjög erfitt verði ekkert tekið á því.
Sjálfstæðisflokkurinn slapp frir horn í sveitarstjórnarkosningunum og á alla möguleika á að ná aftur því trausti og fjöldafylgi sem hann hefur lengstum haft í sinni 80 ára sögu. Almenningur mun fylgjast náið með landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þessi landsfundur á eftir að skipta miklu fyrir framtíð flokksins. Mun Sjálfstæðisflokkurinn taka á sínum málum eða ætlar hann að segja að allir styrkirnar til einstakra þingmanna frá bönkum,útrásarvíkingum,auðmönnum og stórfyrirtækjum komi okkur almenningi ekki við. Verði það niðurstaðan verður enn meira hrun í næstu kosningum. Verði tekið af málum af festu þótt það þýði mannabreytingar í forystunni eru möguleikarnir miklar að endurheimta fylgi flokksins.
![]() |
Enn rifist um styrkjamálin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2010 | 11:08
Beðnir að sleppa stórlöxum í laxveiðiám. Verður sama beiðni uppi varðandi stórlaxa í viðskiptalífinu?
Eflaust er það réttmæt beiðni að sleppa stórlöxum sem veiðast í ám þetta sumarið enda fáir eftir. Nú er það spurningin hvort það verður ekki það nákvæmlega sama uppá teningnum varðandi stórlaxana í viðskiptalífinu. Þótt miklu sé til kostað efast margir um að það takist að veiða þá. Þeir ósvífnustu láta ekki sjá og hér á landi og komast sennilega upp með það.
Aðrir stórlaxar segjast engin lög hafa brotið og það sé ekki hægt að veiða þá. Svo eru enn aðrir stórlaxar sem eru fastir á önglinum en eru losaðir varlega og treyst fyrir sínum fyrirtækjum áfram. Það er rétt fyrir lesendur að halda þessu til Haga.
Já ætli þeir sleppi bara ekki stórlaxarnir í vatninu og stórlaxarnir sem lifa á þurru landi.
![]() |
Veiðimenn beðnir að sleppa stórlaxi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 829263
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar