Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
24.2.2011 | 00:28
Öruggt nei eftir yfirlýsingu Steingríms J.
Margir hafa örugglega velt fyrir sér að réttast væri að segja já við Icesavesamningnum. Skoðanakönnun sýndi það svart á hvítu að meirihluti þjóðarinnar ætlaði að greiða þannig atkvæði. Eflaust vilja margir meta það svo að heppilegra sé að gera það uppá frið við erlendar stórþjóðir. Sumir hafa litið þannig á að við mættum ekki eyðileggja fyrir okkar gagnvart ESB.
Margir Íslendingar hafa litið svo á að Icesave væri rosalega stórt mál. Ef við samþykkjum ekki værum við dæmd sem Kúba eða N-Korea norðursins. Hér yrðu engar framfarir næstu árin.
En nú kom Steingrímur J. fram og sagði varðandi Icesave: " Ég tel þetta mál ekki svo stórt".
Gott að vita það. Það sannfærir mann enn betur að auðvitað eigum við að segja nei. Hvers vegna að samþykkja samning sem felur í sér mikla óvissu og kostar okkur tug milljarða,þegar það er í augum fjármálaráðherra ekki svo stórt mál.
Steingrímur J. hefur örugglega sannfært meirihluta þjóðarinar að réttast sé að segja nei.
![]() |
Icesave-málið ekki það stórt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2011 | 17:38
Eina sem almenningur á að greiða er atkvæði.
Það er alveg rétt hjá ASÍ að hvetja félagsmenn til að greiða atkvæði í Icesave kosningunni. Auðvitað verða allir að mæta á kjörstað á láta vilja sinn í ljós.
Það gengur ekki að almenningur á Íslandi verði að borga skuldir semeinkabanki stofnaði til. Það breytir engu þótt Hollendingar hafi í hótunum við okkur og segi að fáum ekki inngöngu í ESB. Okkur er alveg hjartanlega sama um ESB. Hagur okkur er mun betri utan ESB.
Eina sem Íslendingar eiga að greiða varðandi Icevesave er atkvæði sitt í kosningunum.
![]() |
ASÍ hvetur alla til að greiða atkvæði um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2011 | 13:08
Nýir frambjóðendur hljóta að geta boðið sig fram.
Nú er rætt um hvaða leið eigi að fara varðandi hið fyrirhugaða stjórnlagaþing í framhaldi af ógildingu fyrri kosningar. Ríkisstjórnin hefur leitað leiða og skipað nefnd, sem kannar hvort hægt sé að komast framhjá niðurstöðu úrskurðar Hæstaréttar með t.d. skipun nefndar sömu aðila og hlutu kosningi.
Þá er rætt um að kjósa samhliða kosningunni um Icesave. Rætt er um að´til stjórnlagaþings verði þá sömu aðilar í framboði og voru síðast. Það getur ekki staðist að þannig verði staðið að málum.
Kosning til stjórnlagaþings var dæmd ógild í heild sinni. Verði nýjar kosningar hlýtur að þurfa að byrja á byrjunbarreit. Auglýsa verður að nýju eftir frambjóðendum.Um nýjar kosningar verður að ræða, þar sem menn hljóta að eiga rétt á að bjóða sig fram, þótt þeir hafi ekki tekið þátt í kosningunni, sem dæmd var ógild.
Ætli ríkisstjórnin að standa þannig að verkum að eingöngu sömu frambjóðendur og síðast verði í framboði er næsta öruggt að þær kosningar verða einnig dæmdar ógildar. Það væri svo sem eftir öðru hjá þessari aumu Vinstri stjórn.
21.2.2011 | 17:26
Ólafur Ragnar bjargar Sjálfstæðisflokknum.Fær hann gullfálka?
Hefði Ólafur Ragnar tekið þann kostinn að skrifa undir Icesave lögin með þeim rökum að nú væri aukinn meirihluti á Alþingi með þeim,þar sem stór hluti þingflokks Sálfstæðisflokkins hefði samþykkt væri staðan ömurleg fyrir flokkinn. Hefði Ólafur Ragnar beitt þeim rökum og Icesave orðið að lögum væri allt logandi í illdeilum innan Sjálfstæðisflokksins. Ansi margir Sjálfstæðismenn telja að það eigi alls ekki að samþykkja að almenningur á Íslandi greiði fyrir skuldir einkabanka.
Ólafur Ragnar bjargaði Sjálfstæðisflokknum frá þeirri stöðu. Hingað til hafa margir Sjálfstæðismenn verið mjög á móti Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta, en nú er allt eins líklegt að Bjarni formaður sæmi hann gullfálka fyrir að hafa bjargað sér og flokknum.
21.2.2011 | 12:54
Síðast gáfu Jóhanna og Steingrímur J. atkvæðagreiðslunni langt nef og sátu heima.Hvað gera þau nú?
Eins og síðast þegar Ólafur Ragnar,forseti,vísaði Icesave málinu til þjóðarinnar lekur nú fýlan af Jóhönnu og Steingrími J. Þau sýndu þjóðinni algjöra lítilsvirðingu síðast og sátu heima. Örugglega einsdæmi í heiminum að forystumenn ríkisstjórnar taki ekki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvað ætla þau að gera núna?
Hefðu Jóhanna og Steingrímur J. skynjað þjóðarviljann hefðu þau að sjálfsögðu átt að samþykkja þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er með ólíkindum að Samfylkingin og meirihluti þingmanna VG skuli leggjast gegn þjóðaratkvæðagreiðslu. Þau máttu vita að forsetinn gat ekki annað en vísað málinu til þjóðarinnar til að vera samkvæmur sjálfum sér.
Nú verður að fara fram ítarleg kynning á kostum og göllum samningsins sem liggur fyrir.
![]() |
Undrast mjög ákvörðun forseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2011 | 22:16
Steingrímur J.vonsvikinn og undrandi að fólkið í landinu eigi að ráða.
Ólafur Ragnar,forseti, brást ekki og vísar Icesave málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Auðvitað gerir hann það eina rétta. Það er þjóðarinnar að taka ákvörðun í þessu máli og algjörlega rökrétt í framhaldi af fyrri atkvæðagreiðslu.
Ef þessi samningur er jafn góður fyrir þjóðina og sumir stjórnmálaleiðtogar halda fam verður þeim varla skotaskuld úr því að sannfæra meirihluta kjósenda.
Hvers vegna óttasr Jóhanna og Steingrímur J. sína eigin þjóð? Það er fullkomlega eðlilegt að kjósendur meti nú kosti og galla Icesave samningsins. Það er þjóðarinnar að taka ákvörðun um hvort samþykkja á eða fella samninginn.
![]() |
Vonsvikinn og undrandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2011 | 12:35
Við völdum velferðina segir Árni Páll. Hvar hefur ráðherrann verið?
Ég var að hlusta á Árna Pál,ráðherra, í þættinum Sprengisandi í morgun. Þar sagði Árni Páll að Vinstri stjórnin hefði valið velferðina. Sem sagt fólk hefur það bara gott hér á Íslandi. Ætli þeir sem misst hafa vinnuna séu sammála, ætli þeir sem fara í verslanir séu sammála,ætli fólk telji sífelldar skattahækkanir til velferðar. Ætli fólk sem fær skertar bætur telji það velferð. Ætli fólkið sem velur þann kostinn að flytja af landi brott geri það vegna mikllar velferðar á Íslandi. Svona mætti áfram telja upp.
Svei mér þá, í hvaða heimi lifir eiginlega Árni Páll. Það er alveg á hreinu að hann þekkir lítið til baráttu tugþúsunda Íslendinga vegna kjaraskerðingar og að endar ná ekki á nokkurn hátt saman.
Og svo fullyrðir ráðherrann að Vinstri stjórnin hafi valið velferðina? Fyrir hverja?
19.2.2011 | 13:55
Fyrst hirti Landsbankinn peningana af almenningi og svo á sami almenningur að borga brúsann fyrir Landsbankann.
Alþingi hefur nú samþykkt að almenningur á Íslandi borgir skuldir sem einkabankinn Landsbankinn er ábyrgur fyrir. Alemmningur átti engan þátt í vitleysunni,sem eigendur Landsbankans stóðu að. Það veltur núna allt á forsetanum hvort hann vísar málinu til þjóðarinnar og verður samkvæmur sjálfum sér eða hvort hann stendur með Steingrími J. og Jóhönnu gegn þjóðinni.
Eigendur gamla Landsbankans fengu almenning til að kaupa hlutabréf í bankanujm. Landsbankinn plataði almenning til að leggja peninga á peningamarkaðsreikninga. Tugir þúsunda af venjulegu fólki töpuðu miklu. Nú vill Alþingi að þetta sama fólk borgi skuldirnar sem eigendur Landsbankans eru ábyrgir fyrir.
Þetta gengur ekki.
Spennandi verður að heyra hvað Vilhjálmur Egilsson atvinnurekendapsotuli segir núna. Það var útilokað að hækka laun bræðslumanna umfram aðrar stéttir. Ekki verður um það deilt að mikið álag er á bræðslumönnum á meðan loðnan er unnin. Í augum Vilhjálms réttlætir það ekki launahækkun. Nú skapa opinberir aðilar fordæmi með því að hækka fámennan hóp verulega í launum.Viðbrögð ASÍ eru furðuleg. Auðvitað eiga Gylfi og hans fólk að fagna því að hægt sé að hækka laun svona hressilega. Kjararáð hefur gefið fordæmi að hækka verði laun verulega hjá almenningi. Aukið álag er hjá allmörgum stéttum ef ekki flestum og það hlýtur að réttlæta verulegar bætur.
Vilhjálmur sagði að það gengi ekki að fámennur hópur fólks fengi launahækkanir umfram aðra þá færi öll skriðan af stað. Samkvæmt því telur Vilhjálmur að þetta sé fordæmi fyrir mikilli launahækkun á vinnumarkaðnum.
![]() |
Forseti ASÍ gagnrýnir kjararáð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.2.2011 | 12:42
Loksins,loksins fer penninn á loft á Suðurnesjum.
Loksins er komið að því að jákvætt skref er stigið í uppbyggingu atvinnumála á Suðurnesjum. Í dag fer fram undirskrift um byggingu kísilverksmiðju. Stór og mikil fjárfesting,sem skapar mörg störf á uppbyggingartímanum og einnig framtíðarstörf.
Já, það er ánægjulegt að loksins taka menn upp pennann til að skrifa undir samning.
Þetta er bjartur og fallegur dagur á Suðurnesjum.
![]() |
Samningar um kísilverksmiðju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar