Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
30.9.2010 | 13:08
Er ný bylting framundan?
Reiði meðal almennings er sífellt að aukast vegna þess að stjórnvöld eru ekki að gera nógu mikið til hjálpar illa stöddu fólki. Hér á Suðurnesjum á að bjóða upp á framhalduppboði um 100 íbúðir. Atvinnuleysi er mikið á Suðurnesjum. Ekki tekst að koma neinum atvinnutækifærum af stað vegna andstöðu Vinstri grænna.
Íbúum fækkar og sveitarfélögin verða væntanlega að taka við því fólki sem missir sitt húsnæði. Þannig munu tekjur sveitarfélaga minnka en útgjöld aukast verulega.
Það er því ekki skrítið að almenningur sé að missa þolinmæðina. Vinstri grænir hljóta að skilja það manna best að sú stund nálgast að gerð verði ný búsáhaldabylting og þessari Vinstri stjórn verði komið frá.
Eina sem vit væri í núna er að boða til kosninga, þannig að þeir sem sitja á Alþingi yrðu að reyna að endurnýja umboð sitt og að nýju fólki gæfist kostur á að setjast á þing. Það er eina leiðin til að eitthvað jákvætt geti gerst.
![]() |
Viðbúnaður með venjulegu sniði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2010 | 20:52
Hvaða bakara vildi Steingrímur J. frekar hengja ?
Menn tóku eftir því að Steingrímur J. sagði í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi að hann hefði nú frekar viljað sjá annan ákærðan heldur en Geir H. Haarde.
Yfirflýsingin vakti að sjálfsögðu athygli. Hvað á Steingrímur J. eiginlega við? Varð að senda einhvern fyrir landsdóm. Fyrst Steingrímur J. gat ekki sent þann sem hann taldi eiga það skilið þá var þó betra að senda Geir heldur en engan.
Er Steingrímur J. að segja að það sé verið að hengja bakara fyrir smið. Ekki nefndi þó Steingrímur J. hver það er sem hefði frekar átt að sæta ákæru heldur en Geir.
Furðuleg yfirlýsing hjá Steingrími J.þótt hann reyni af sinni alkunnu mælsku að snúa sig útúr þessu í dag.
Fleiri og fleiri sjá hversu fáránlegt það er að kæra Geir H.Haarde einan. Að sjálfsögðu átti að sleppa ákærum á fyrrverandi ráðherra. Þótt þeir hafi örugglega gert mistök bæði við ákvarðanir og að taka ekki ákvarðanir þá er fráleitt að halda því fram að þeir hafi sýnt af sér refsivert athæfi gagnvart lögum.
29.9.2010 | 15:55
Fólk hlýtur að yfirgefa Samfylkinguna.
Eftir atburði síðustu daga og atkvæðagreiðsluna á Alþingi í gær er ekkertskrítið að fólk yfirgefi Samfylkinguna. Stuðningsmönnum Samfylkingarinnar hlýtur að vera misboðið hvernig þingmenn höguðu sér í atkvæðagreiðslunni.
Þá hljóta margir stuðningsmenn Samfylkingarinnar að vera gáttaðir á framkomu Jóhöþað var gegn hennar Jóhönnu Sigurðardóttur í garð Ingibjargar Sólrúnar.
Jóhanna heldur því blákalt fram að Ingibjörg Sólrún sé að ljúga þegar hú segist hafa skrifað undir yfirlýsingu f.h. Jóhönnu og að Jóhanna hafi verið búin að gefa amþykki sitt.
Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem því er haldið fram að Jóhanna sniðgangi sannleikann þegar henni hentar.
Það er alvarlegt þegar núverandi formaður Samfylkingarinnar segir fyrrverandi formann vera opinberlega að ljúga. Maður spyr sig,hvers vegna hefði Ingibjörg Sólrún átt að vera skrifa undir yfirlýsingu sem tilheyrði verksviði Jóhönnu ef það var gegn hennar vilja.
Er það ekki dálítið ómerkilegt af Jóhönnu að yfirgefa fundinn. Ingibjörg Sólrún skrifar undir og Jóhanna segir núna. Ég hefði aldrei skrifað undir. Trúir einhver Jóhönnu.?
Það er ekkert skrítið þó fólk segi sig úr Samfylkingunni.
![]() |
Sagði sig úr Samfylkingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2010 | 11:37
Hverjir fóru með yfirstjórn bankamála? Samfylking og Framsókn eiga að vita svarið.
Nú er búið að samþykkja að draga Geir H.Haarde, fv. ráðherra einan fyrir landsdóm. Þetta er fáránleg staða að ætla að gera hann einan ábyrgan af stjórnmálamönnum. Ef á annað borð á að ákæra hljóta þeir stjórnmálamenn sem voru yfirmenn bankamála að bera ábyrgð.
Bar bankamálaráðherra engin skylda til að afla sér upplýsinga? Átti hann bara að bíða að einhverjir aðrir létu hann vita?
Í aðdraganda hrunsins voru það Framsóknarmenn, sem báru ábyrgð á bankakerfinu. Í hruninu sjálfu var Samfylkingin með sinn bankamálaráðherra.
Það er ótrúlegur spuninn sem Samfylkingin notaði til að láta Geir H.Haarde vera sá einan sem fær ákæru.
Ég trúi því ekki að almenningur muni veita Samfylkingunni brautargengi eftir þetta.
29.9.2010 | 00:45
Ingibjörg Sólrún: Satt eða ósatt ? Jóhanna: Satt eða ósatt?
Nú eru það orð gegn orði hjá Jóhönnu Sigurðardóttur og Ingibjargar Sólrúnar. Jóhanna segist alls ekki hafa gefið Ingibjörgu neitt umboð til undirritunar yfirlýsingar. Sjálf lét Jóhanna sig hverfa af fundi áður en til undirskriftar kom.
Ingibjörg Sólrún segist ekki hafa skrifað undir nema að fá vissu fyrir að Jóhanna væri samþykkt enda tilheyrðu málefni Íbúðalánasjóð undir félagsmálaráðuneyti Jóhönnu á þeim tíma.
Eitt er alveg ljóst. Önnur hvor þeirra segir ósatt. Það er alveg ljóst að báðar geta ekki haft rétt fyrir sér.
Verst að það kemur sennilega aldrei í ljós hvor er að segja ósatt.
![]() |
Gaf ekki samþykki fyrir undirritun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2010 | 20:25
Skömm sumra þingmanna Samfylkingarinnar er algjör.Uppvísir að pólitískum loddaraskap.
Nokkrir Samfylkingarþingmenn urðu til þess í dag að draga Alþingi eins langt niður og mögulegt er. Að sjálfsögðu geta þingmenn komist að þeirri niðurstöðu að ákæra hefði átt eða ekki. En að nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar komist að þeirri niðurstöðu að eingöngu sé rétt að ákæra fv. ráðherra Sjálfstæðisflokksins en ekki fv. ráðherra Samfylkingarinnar er fáránlegt og sýnir hvers konar vinnubrögð Samfylkingin stundar.
Það er fráleitt með öllu að ætla að láta Geir einan mæta fyrir landsdóm. Aðö sjálfdsögðu má deila um pólitíkina sem stunduð var, að sjálfsögðu geta menn sagt að eitthvað hefði átt að gera. En það er svo auðvelt að vera vitur eftirá. En að halda því fram að Geir hafi gert eitthvað glæpsamegt af sér sem réttlætir að draga hann fyrir landsdóm er fráleot niðurstaða.
Skömm Samfylkingarþingmanna sem sáu til þess að Geir einn er dreginn fyrir landsdóm er mikil.
Það var til mikils sóma fyrir Sjálfstæðismenn að falla ekki í þá freistni að fara að sitja hjá þannig að Samfylkingarráðherrarnir hefðu fengið ákæru. Þingmenn Sjálfstæðismanna voru samkvæmir sjálum sér hvort sem í hlut áttu fv. ráðherrar Sjálfstæðisflokks eða fv. ráðherrar Samfylkingar.
Auðvitað er það svo einkennilegt að sex þingmenn Framsóknarflokksins skuli telja að fv.ráðherrar hafi framið eitthvað glæpsamlegt. Þeir virðast alveg hafa gleymt því hverjir voru í ríkisstjórn á sínum tíma og hverjir það voru sem fóru með yfirstjórn bankamála.
Allur almenningur hlýtur að fordæma mjög þau vinnubrögð sem Samfylkingin notaði í þessu máli.
![]() |
Mál höfðað gegn Geir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þingmenn standa varla í því að samþykkja ákærur á fyrrum ráðherra nema þeir telji nokkuð öruggt að sekt verði sönnuð. Sem betur fer hafi margir bent á hversu fáránlegt það er að ákæra menn fyrir að reka ákveðna pólitík. Það er einnig að vera vitur eftirá og benda á hvað átti að gera. Hvers vegna bentu þingmenn ekki á það á sínum. Sömuaðilar ætla nú að standa að ákærum.
Það er ekki hægt að segja eins og Árni Þór að það sé allt í lagi a ákæra því það sé Landsdómur sem dæmi en ekki þingmenn. Með því að samþykkja að draga fv.ráðherra fyrir landsdóm eru þeir þingmenn sem það samþykkja að þeir telji allar líkur á því að menn hafi brotið af sér og eigi að fá fangelsisdóm.
Það er fráleiitt að ætla að taka slík vinnubrögð uppá Alþingi. Það gengur ekki að ráðherrar verði kærðir fyrir að taka pólitískar ákvarðanir. Er þá ekki ansi mikið tilefni til að ákæra t.d. Steingrím J. fyrir vinnubrögðin í Icesave.
Finnst mönnum virkilega rétt að dæma Steingrím J. í fangelsi þótt hann hafi ekki gætt hagsmuna Íslands í Icesave. Mér finnst það ekki. Hann hlýtur að þurfa að standa frammi fyrir kjósendum.
![]() |
Landsdómur dæmir - ekki Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2010 | 14:06
Úrbætur strax. Nú reynir á Ögmund.
Það gat enginn gert ráð fyrir eldgosi þegar Landeyjahöfn var hönnuð. Gosið í Eyjafjallajökli hafði á sínum tíma veruleg áhrif á allt flug um allan heim. Nú eru afleiðingar gossins að segja til sín í Landeyjahöfn. Að sjálfsögðu verður að bregðast við þessum vanda með því að fá öflugan dælubúnað eða nýtt dæluskip.
Að sjálfsögðu þarf að hefja nú þegar undirbúning að nýju og hentugra skipi.
Eyjamenn hafa sýnt þessum byrjunarörðugleikum mikinn skilning og þolinmæði. En þetta ástand gengur ekki til lengdar.
Nú verðum við að treysta á að Ögmundur ráðherra bregðist skjótt við og gripið verði til nauðsynlegra ráðstafana,
![]() |
Vill aðgerðir strax |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2010 | 00:03
Össur sefur örugglega yfir makrílnum, en er glaðvakandi í að draga Ingibjörgu Sólrúnu fyrir landsdóm.
Hún vakti verulega athygli myndin sem birtist af Össuri á leitogafundi Sameinuðu þjóðanna nú á dögunum. Þar virðist Össur lítinn áhuga hafa á að hlusta og ekki annað að sjá en hann sé stein sofandi.
Það sama verður örugglega hvað varðar makrílinn. Hann mun örugglega ekki beita sér mikið í því hagsmunamáli Íslendinga á meðan við erum í miðju aðlögunarferli að ESB aðild.
Aftur á móti er Össur glaðvakandi í að koma Ingibjörgu Sólrúnu fv. utanríkisráðherra fyrir landsdóm.
![]() |
Sakar Össur um að beita sér ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.9.2010 | 21:17
Skynsamur Framsóknarmaður finnst á Alþingi.
Það er ánægjulegt að sjá að enn er til skynsemdar Framóknarþingmaður.Guðmundur Steingrímsson segist ekki hafa sannfæringu fyrir því að draga fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm. Það á ekki að fara með pólitík fyrir landsdóm. Það á ekki að fara með ámælisverða pólitík fyrir landsdóm.
Guðmundur ræðir einnig um hvernig þingmenn hafi tekið á málum í aðdraganda hrunsins. Áttu þingmenn ekki að gegna sinu hlutverki með aðhaldi og spurningum.
Það er auðvelt að vera vitur eftirá og segja að eitthvað hefðu menn átt að gera á sínum tíma.
Alþingi verður að klára þessa umræðu og fara að horfa fram á veginn. Það kom fram að í ár er búið að bjóða upp 1300 fasteignir og holskefla er framundan. Tugþúsundir heimila er í alvarlegum fjárhagsvandræðum. Biðraðir við úthlutanir matarpakka lengjast.Lítið gerist í uppbyggingu atvinnulífsins.
Er þessi atriði ekki það verkefni sem þingmenn eiga að vera fást við þessa dagana. Það er sláandi að sjá síðustu skoðanakönnun. Helmingur kjósenda getur ekki hugsað sér neina af gömlu flokkunum.
Ætla þingmenn ekki að fara að gera sér grein fyrir að allt er að komast á suðupott í þjóðfélaginu.
Almenningur getur ekki öllu lengur horft uppá aðgerðarleysi ráðamanna og meðan er dögum saman verið í hengingarleik á Alþingi.
![]() |
Hefur ekki sannfæringu fyrir ákærum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 829259
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar