Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Smá smjörþefur af því sem koma skal hjá ESB.

Evrópusambandið ætlar að mæta Íslandi af hörku vegna þess að við leyfum okkur að veiða makríl.Auðvitað vill ESB ráða því hvort og þá hvað mikið af makríl við veiðum.

Svo geta menn haldið því fram að það verði nú ekki mikið vandamál fyrir okkur að semja um sjávarútvegsmál og fiskveiðar við ESB. Þeir muni sko aldeilis sýna okkur skilning. Já, makríllinn er gott dæmi um það eða hitt þó heldur.

Stækkunarstjóri ESB hefur sagt að engar varanlegar undanþágur verði gerðar á stefnu ESB hvorki í sjávarútvegsmálum eða öðrum. Merkilegt að enn skuli Samfylkingin leiða okkur inní þennan klúbb.


mbl.is ESB lætur hart mæta hörðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrípaleikur hjá Samfylkingunni. Vilja ákæra fv.utanríkisráðherra en sleppa fv.bankamálaráðherra.

Samfylkingin eða réttara sagt hluti hennar stundar alveg ótrúleg vinnubrögð um þessar mundir. Hluti þingmanna Samfylkingarinnar ætlar að ákæra Ingibjörgu Sólrúnu fv.utanríkisráðherra en sleppa Björgvini fv. bankamálaráðherra.

Þetta er gjörsamlega óskyljanlegt. Rökin eru saögð vera að Björgvini ghafi verið haldið utanvið upplýsingar og þess vegna hafi hann ekki getað gripið til neinna aðgerða. Bíddu við, erum við ekki að tala um fv.viðskiptaráðherra. Bar honum ekki skylda til að setja sig inní málin. Átti hann ekki að sýna frumkvæði og fylgjast með þeim stofnunum sem tilheyrðu honum.

Til viðbótar hefur Ingibjörg Sólrún upplýst að hún setti Björgvin inní málin. Ingibjörg Sólrún hefur einnig upplýst að hún gerði þingflokknum grein fyrir stöðu mála. Hún srifaði einnig undir yfirlýsingu fh. Jóhönnu.

Ef á annað borð á að ákæra fyrrverandi ráðherra getur það ekki staðist að Ingibjörg Sólrún verði ein ákærð af Samfylkingarmönnum. Björgvin, Össur og Jóhanna hljóta einnig að vera í þeim pakka.

Þessi vinnubrögð innan Samfylkingarinnar sýna betur en allt annað hvers konar skrípaleikur er á ferðinni í vinnubrögðum meirihluta Atlanefndarinnar.

Svo er það stóra spurningin. Væri þingmönnum og ráðherrum ekki hollara að snúa sér að vandamálum, sem skipta hag almennings einhverju máli.


Nú þarf að hjálpa Baugsfeðgum að eignast Smáralindina.

Skelfing er að heyra að ekkert viðunandi tilboð hafi fengist í Smáralindina.Nú hljóta Arion banka menn og jafnvel fleiri að bregðast skjótt við og hjálpa Baugsfeðgum til að eignast Smáralindina.

Það hefur margoft komið fram að slíkir snillingar í verslunarrekstri finnast ekki.Það er ekki mikið þótt bankinn þurfi að afskrifa nokkra tugi milljarða.

Já, nú verður Arion banki að bregðast skjótt við. Jóhannes og Jón Ásgeir í Smáralindina. Það hlýtur að vera krafa Alþingis götunnar.


mbl.is Ekkert viðunandi tilboð barst í Smáralind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fróðlegt að fylgjast með Framsókn.

Það verður sérstaklega athyglisvert að fylgjast með þingmönnum Framsóknarflokksins í atkvæðagreiðslum um ákærur á fyrrverandi ráðherra Sjálfsæðisflokks og Samfylkingar.

Það liggur alveg ljóst fyrir að Framsóknarflokkurinn átti mikinn og stóran þátt í einkavæðingu bankanna. Um langan tíma fór Framsóknarflokkurinn með yfirstjórn bankamála og einnig með yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins. Framsóknarflokkurinn fór um tíma með forystu í ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn.

Miðað við söguna væri það því fáraánlegt fari svo að fyrrverandi ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verði dregnir fyrir landsdóm, en fyrrverandi ráðherrar Framsóknarflokksins sleppi.

Svo er það einnig fáránlegt ef Ingibjörg Sólrún verður dregin fyrir landsdóm en Jóhönna og Össur sleppa. Fróðlegt að fylgjast með hvernig þau greiða atkvæði.

Einnig er það nöturlegt að Steingrímur J. setji sig nú á háan hest og vilji ákæra fyrrum ráðherra. Steingrímur J.ætti a'ð líta sér nær og skoða klúðrið í Icesave. Verði fyrrverandi ráðherrar ákærðir hlýtur að koma tillaga um að Steingrímur J. verði dreginn fyrir landsdóm og ákærður fyrir vinnubrögðin í Icesave.

 

 


mbl.is Umræða um málshöfðun hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er bónusar með í kröfunum?

Einhverjir hljóta að velta fyrir sér hvort starfsmennirnir geri kröfu um bónusgreiðslur. Það væri alveg eftir því að bankamennirnir sem ráðlögðu fólki hvernig ætti að ávaxta sitt fé, þar sem viðskiptavinir töpuðu og töpuðu gerðu nú kröfu um að fá sína bónusa greidda.

Það væri fróðlegt fyrir fyrrum viðskiptavini Landsbankans að fá að sjá starfheiti þeirra sem eru að gera kröfur um að fá greiðslur fá bankanum.

Það ber allt að sama brunni. Það skal vera hinn óbreytti almenningur sem hafði trú á og treysti bankamönnunum fyrir sínum málum, sem á að bera skaðann.


mbl.is Bankamenn leggja fram kröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórfrétt hjá Pressunni. Borgarstjóri búinn að missa 5 kíló.

Þær eru skrítnar fréttirnar sem berast af borgarmálum Reykjavikur þessa dagana. Mörg svietrafélög eiga í verulegum fjárhagsvandræðum og eru að fást við slík vandamál. Fréttir berast víða um áhyggjur sveitarstjórnarmanna um fjárhagsmál,niðurskurð og umræður um atvinnumál.

Jón Gnarr er seigur að koma sér á síður fjölmiðla, en yfirleitt snúast þær fréttir eitthvað um hann sjálfan. Hvernig hann hafi það. Hvort hann hafi sofið vel. Hvernig honum líði eftir borgarstjórnafundi. Hvernig honum gangi að hætta að reykja o.s.frv. Ekkert heyrist um skoðanir hans á hinum eiginlegu hagsmunamálum borgarinnar.

Nýjasta fréttin er að Jón Gnarr hafi á fyrstu 100 dögunum í stól borgarstjóra mist 5 kíló. Þessu er slegið upp í stórri fyrirsögn á Pressunni.

Já, þetta embætti virðist ætla að fara illa með blessaðan karlinn.


Við þurfum nýja þingmenn og nýja ríkisstjórn.

Það er allt að fara í steik á Alþingi. Þessi pólitísku réttarhöld Atlanefndarinnar eru að leiða til einnar alls herjar vitleysu á þingi. Hvar ætla þingmenn að láta þetta enda? Ætla þingmenn að standa í því að útb´ðua kærur hvor á annan.

Það réttasta væri að gefa þjóððinni tækifæri til að velja uppá nýtt á Alþingi. Núverandi þingmenn og flokkar yrðu þá að leggja sín vinnubrögð fyrir dóm kjósenda. Það yrðu örugglega miklar breytingar á skipun þingmanna eftir kosningar. Spurning einnig hvort ný stjórnmálaöfl kæmu til sögunnar.

Það er einnig deginum ljósara að átökin innan Samfylkingarinnar vegna starfa þingmannanefndarinnar gera Vinstri stjórnina endanlega óstarfhæfa. Það er því nauðsynlegt að ný ríkisstjórn verði mynduð sem hefur skýrt umboð kjósenda.

Sem sagt það skynsamlegast er að rjúfa þing og efna til Alþingiskosningar nú í haust.


mbl.is Skynsamlegast að rjúfa þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna,Össur og fleiri þingmenn Samfylkingar vissu meira en þau viðurkenna nú.

Það er að koma betur og betur í ljós að þingmenn Samfylkingarinnar vissu meira um stöðu bankanna á sínum tíma en þau þykjast núi vita. Ingibjörg Sólrún greindi þingmönnum flokksins frá stöðu mála. Ingibjörg skrifaði undir yfirlýsingu f.h. J´ðohönnu, þar sem hún var farin af fundi.

Ingibjörg Sólrún upplýsir að hún hafi gefið Björgvini G. Sigurðössyni upplýsingar um stðu mála.

Það er því með ólíkindum hvernig fulltrúar Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni ætla að hengja Ingibjörgu Sólrúnu fyrir bankahrunið, en sleppa Jóhönnu,Össuri og Björgvini, sem öll veru vel upplýst um stöðu mála. Þau gerðu ekkert til að bjarga málum frekar en aðrir.

Ótrúleg vinnubrögð fulltrúa Samfylkingarinnar. Nú er vbara að vita hvort þingmenn Samfylkingarinnar taka þátt í að draga Ingibjörgu Sólrúnu fyrir landsdóm,, en sleppa öðrum.

Kannski fara þau leiðina að láta eingöngu Geir og Árna M. sitja uppi með allt.


mbl.is Skrifaði undir fyrir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir vildu ákæra Jóhönnu?

Meirihluti kjósenda vill kæra einhvern fyrrverandi ráðherra og draga fyrir landsdóm. þetta er niðurstaða skoðanakönnunar. Spurning hvernig spurt er í svona könnun. Samkvæmt þessu virðist meirihluti kjósenda ánægður verði einhver dreginn fyrir landsdóm. Skiptir ekki máli hver það er.

Eflaust verður það niðurstaðan að einhevrjir af þeim sem nefndir hafa verið verði dregnir fyrir landsdóm. Það liggur í loftinu að þingmenn ætli sér að notfæra sér pólitískan meirihluta til að koma allavega fyrrverandi ráðherrum Sjálfstæðisflokksins fyrir landsdóm.

Nú hefur verið upplýst að innan þingmannanefndarinnar var rætt um að ákæra einnig Jóhönnu Sigurðardóttur en meirihluti náðist ekki innan nefndarinnar.

Atli Gíslason,formaður nefnarinnar, hefur lagt áherslu á það þegar aðrir eiga í hlut að allt eigi að vera uppi á borði. Það hlýtur því að vera krafa að upplýst sé hverjir vildu að Jóhanna færir fyrir landsdóm og hverjir komu í veg fyrir það.

Merkilegt er einnig að almenningur megi ekki sjá þau gögn sem lögð voru fyrir þingmannaefndina.

Á svo að ætlast til að almenningur geti myndað sér skoðun miðað við að fá ekki að sjá gögnin.

 

 


mbl.is Yfir 60% vilja ráðherra fyrir landsdóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Duttu menn alvarlega á hausinn? Leggja til fjölgun borgarfulltrúa úr 15 í 29.

Svei mér þá, stundum verðuir maður sko aldeilis hlessa á hvað fólki getur dottið í hug. Að virðulegum nefndarmönnum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga skuli detta í hug á þessum tímum að leggja til að borgarfulltrúum verði fjölgað úr 15 í 29 er svo fráleitt að tæpast er hægt að ræða það. Hvað á eiginlega að vinnast með því að tvöfalda tölu borgarfulltrúa annað en aukin kostnað.

Á sínum tíma þegar vinstri menn náðu völdum í Reykjavík samþykktu þeir að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 21. Ekki reyndist það fyrirkomulag betra og var það fyrsta verk þegar Sjálfstæðismenn náðu aftur meirihluta að fækka þeim að nýju í 15.

Hvers vegna vilja menn endilega þenja yfirbygginguna út sem mest þeir mega. Hvað á eiginlega að vinnast með því?

Ótrúlegt að þessar tillögur skulu koma frá Sambandi ísl. sveitarfélaga.


mbl.is Borgarfulltrúum verði fjölgað í 29
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband