Mikil er skömm þeirra Steingríms J., Atla og Ögmundar.

Eðlilega vekur það athygli fjöliðla um víða veröld að nú skulu vera að hefjast pólitísk réttarhöld yfir Geir H.Haarde, fyrrverrandi forsætisráðherra. Um allan heim hefur átt sér bankahrun með tilheyrandi afleiðingum. Hvergi annars staðar en á Íslandi hefur mönnum dottið í hug að setja á svið pólitíks réttarhöld til að draga einn ráðherra til ábyrggðar.

Skömm Atla,Steingríms J. og Ögmndar er mikil að hafa staðið í forstu til að geta komið pólitískum réttarhöldum á dagskrá.


mbl.is Bíð eftir niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir vilja Ólaf Ragnar í framboð.

Þingmenn VG taka því illa að Ólafur Ragnar segir sannleikann um undirlægjuhátt þeirra í Icesave málinu.Það var annað hljóðið í VG þegar forsetinn neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin. Þá var hann mikill dýrðlingur í augum VG. Nú þola þingmenn VG ekki að heyra að Ólafur Ragnar segir sannleikann um hversu vesæll flokkur hans er orðinn. Hver hefði trúað því að VG létu Breta og Hollendinga hóta sér og að þeir legðust vælandi9 fyrir framan þá tilbúnir að skrifa undir hvað sem væri til að skuldbinda þjóðina vegna Icesave. Hver hefði trúað því að VG hrósaði AGS. Hver hefði trúað því að VG væri í aðlögun að ESB. Er nokkur furða að félagi Ólafur Ragnar láti í sér heyra.

Næu er spurningin þegar Álfheiður þingmaður VG skorar á Ólaf Ragnar að fara í framboð hvort hún er að mælast til að hann bjóði sig fram fyrir VG. Varla. Ef Ólafur Ragnar tæki nú uppá því að fara að koma í stórnmálin aftur fyrir eitthvað nýtt framboð hed ég að fylgi Vinstri grænna myndi hrynja ansi mikið. Annars má kannsi segja að það gerist hvort sem Ólafur Ragnar býður sig frm eða ekki. Vinstri grænr hafa svikið svo hressilega öll megin stefnumál sín að þeir hljóta að bíða afhroð i næstu kosningum.


mbl.is Vill forsetann í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur Ragnar var á móti útlendingum en vill núna Kínverja.

Ólafur Ragnar,forseti, var einu sinni á sömu afturhaldsnótunum og Ögmundur er núna. Fyrir 20 árum hélt Ólafur Ragnar ræður um hættuna á að útlendingar gætu keypt land á Íslandi. Á þeim tíma var Ólafur Ragnar forystumaður vinstri aflanna. Síðan hefur Ólafur Ragnar sveigt til hægri og talar nú eins og Hannes Hólmsteinn, en Ögmundur er enn sami þvermóðsku gæinn.

Ólafi Ragnari finnst núna ekkert sjálfsagðara en hinn margræddi Kínverji fái að kaupa land hér til að efla ferðaþjónustuna.

Ólafi Ragnari tókst að þvo af sér vinstri villuna,en ég held Ögmundi takist það ekki.


mbl.is Ólafur Ragnar skipti um skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tekst Ögmundi að slátra milljarða fjárfestingu?

Eins og við var að búast er alveg eins líklegt að Kínverjinn gefist upp á að fjárfesta hér vegna neikvæðni Ögmundar. Hingað til hafa Vinstri grænir sagt að snúa ætti sér að einhverju öðru en álverum og stóriðju. Nú kom tækifærið. En þá vilga VG heldur ekki þetta annað. Þeir eri hreinlega á móti allri uppbyggingu í landinu.

Ögmundi tekst væntanlega ætlunarverk sitt að slátra fjárfestingaráformum Kínverjans.

Ótrúlegt ef íbúar á landsbyggðinni halda áfram að styðja VG.


mbl.is Gæti þurft að hætta við kaupin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bónus að versla í Krónunni.

Merkilegt að sjá hvernig Bónus bregst við því að hafa verið velt úr sessi sem versluninni með lægsta vöruverðið. ASÍ upplýsir að nákvæmlega sömu vinnubrögð hafi verið viðhöfð og áður.Það væri nær fyrir Bónus að gefa út yfirlýsingu að þetta muni ekki koma fyrir aftur. Núna er staðan sú að það er bónus fyrir neytendur að versla í Krónunni.

Ég er undrandi á því að eigandi verslunarinnar Kosts skuli velja þann slæma kost að vilja ekki vera með í verðkönnun. Það fælir mann frá því að versla þar. Við eitthvað eru þeir hræddir fyrst neytendur mega ekki sjá verðsamanburðinn.


mbl.is ASÍ svarar Bónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsdómur hlýtur að hafna pólitískum réttarhöldum.

Ákærurnar á hendur Geir H.Haarde fv.forsætisráðherra verða Steingrími J. og þingflokki hans til ævarandi skammar. Sama má einnig segja um nokkra þingmenn Samfylkingarinnar.

Það er svo fáránlegt að ætla að draga einn fyrrverandi ráðherra fyrir Landsdóm og gera hann einan ábyrgan fyrir hruninu að því er ekki hægt að una.

Það sjá allir að hér er gerð tilraun til að koma á pólitískum réttarhöldum í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar.

Vonandi hafnar Landsdómur þessari kröfu og vísar málinu frá.


mbl.is Landsdómur kemur saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

4,6 milljarðar frá ESB til að auka líkurnar á að þjóðin segi já.

ESB ætlar að dæla á næstu misswerum 4,6 milljörðum til Íslnads til að auka líkurnar á að þjóðin samþykki aðildarumsóknina. Merkilegt að Vinstri grænir skuli samþykkja að taka við þessu erlenda fjármagni til að lokka þjóðina til inngöngu í ESB.Slepptu þeir að álykta um þetta á fundi flokksráðsins?


mbl.is Ísland fær 28 milljónir evra í styrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tyrkjarán,eldgos og kvótafrumvarp.

Bæjaryfirvöd taka sterkt til orða þegar þau líkja afleiðingum af samþykkt kvótafrumvarps Jóns Bjarnasonar vi Tyrkjaránið 1627 og eldgosið í Heimaey 1973. Menn hljóta að staldra við þegar slíkar yfirlýsingar koma frá sjávarútvegsbæ eins og Vestmannaeyjum. Í Eyjum eru sköpuð milljónir verðmæta á hverjum einasta degi,sem kemur sér vel fyrir sveitarfélagið og landið allt.

Bæjaryfirvöld fullyrða að afleiðingar af samþykkt kvótafrumvarpsins verði fækkun um 200 störf, sem þýðir mikið tekjutap fyrir bæjarsjóð og allt efnahagskerfið í Eyjum. Afleiðing verður svo fólksfækkun.

Þessum rökum Eyjamanna hefur ekki verið mótmælt. Maður spyr hvers vegna að vaða áfram með einhverjar breytingar,sem eingöngu virðast gerðar bara breytinganna vegna.

Allir hagsmunaaðilar eru sammála um að samþykkt kvótafrumvarpsins muni leiða til kjaraskerðingar á landsbyggðinni og fyrir þjóðfélagið allt. Hvers vegna þá að æða áfram með frumvarpið?

Í Eyjum hefur verið háð hörð barátta til að bggja samfélagið upp eftir fólksfækkun og stöðnun. Það hefur tekist mjög vel á síðustu árum. Næg atvinna hefur verið og mikil bjartsýni ríkt hjá bæjarbúum. Samfélagið hefur blómstrað. Hvers vegna vill Vinstri stjórnin brjóta það niður? Það getur ekki á nokkurn hátt verið skynsamlegt.

Auðvitað er kvótakerfið ekki fullkomið.Auðvitað er hægt að gera á því breytingar,en það er algjör della að ætla að rústa kerfinu með skelfilegum afleiðingum fyrir þjóðfélagið.

Maður á erfitt með að trúa því að Samfylkingarþingmennirnir Róbert Marshall og Oddný G. Harðardóttir komi til með að samþykkja frumvarp Jóns Bjarnasonar. Róbert þekkir til mikilvægis sjávarútvegs í Vestmannaeyjum og veit að það væri reiðarslag fyrir byggðarlagið að störfum þar fækkaði um 200 og tilheyrandi fólksfækkun. Oddný á einnig að vita um mikilvægi sjávarútvegs í Garðinum. Það mun því verða fylgst vel með þessum þingmönnum, hvort þau leggjast á vogarskálarnar til að koma í veg fyrir hrun í sjávarútvegsplássum með því að hafna frumvarpinu eða hvort þau samþykkja frumvarp J'ons Bjarnasonar með hrikalegum afleiðingum fyrir sjávarplássum og landið í heild sinni.

 


AGS vildi ekki aðgerðir til hjálpar heimilum og Jóhanna og Steingrímur J. hlýddu.Lítið að marka kattaþvott Ögmundar.

Ögmundur Jónasson,innanríkisráðherra, segir það nú opinberlega aem marga grunaði. AGS var hinn raunverulegi stjórnandi landsins. Jóhanna og Steingrímur J. hlýddu og túlkuðu sjónarmið AGS. Ögmundur upplýsir að sjóðurinn hafi ekki viljað færa niður skuldir eins og Hagsmunasamtök heimilanna lögðu til. Ögmundur upplýsir að AGS hafi ekki viljað koma til bjargar íslenskum heimilum heldur staðið með fármálastofnunum.Jóhanna og Steingrímur J. hlýddu.

Ögmundur segist hafa verið á allt annarri skoðun. Hann hafi viljað niðurfærslu skulda. Hann hafi viljað koa íslenskum heimilum til hjálpar.

Ansi er þetta nú ódýrt hjá Ögmundi. Hann er einn af ráðherrum Vinstri stjórnarinnar. Hann getur því ekki þvegið hendur sínar. Hann ber jafnmikla ábyrgð á slæmri stöðu heimilanna eins og hinir ráðherrarnir. Ríkisstjórnin hefur aðeins eins manna meirihluta. Það þarf því atkvæði Ögmundar til að koma málum í gegn. Öll fallegu orðin hans Ögmundar hafa því enga þýðingu eða merkingu fyrir illa stödd heimili, hann er einn af þeim sem stendur með fjármálafyrirtækjunum þegar á reynir.


mbl.is Sjóðurinn vildi ekki aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir í eitt ráðuneyti, þvermóðskuráðuneytið.

Miðað við móttökur ráðherra vinstri grænna um framkvæmdir og uppbyggingu á öllum sviðum væri rétt að sameina öll ráðuneyti vinstri grænna undir eitt ráðuneyti,þvermóðskuráðuneyti. Öll erindi sem stuðla að eitthvað jákvætt gerist lenda í tregðulögmáli Vinstri grænna. Ef erindið byrjar á einka er það umsvifalaust sett út af borðinu eða í svo langa skoðun að fjárfestar hætta við.

Ögmundur Jónasson væri að sjálfsögðu hinn eini sanni í ráðherrastólinn. Ögmundur þvermóðskuráðherra er titill sem fer honum vel.


mbl.is Mæta tregðu ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband