Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
1.6.2011 | 11:00
Prinsipp flokkurinn VG styður hernaðaraðgerðir og ESB aðlögun.
Vinstri grænir hafa gefið sig út fyrir að vera hugsjóna og prinsippflokkur. Það væru málefnin sem skiptu öllu ekki vegtyllur eins og ráðherrastólar og slíkt. Aðeins málefnin réðu hjá prinsippflokknum VG.
Það vekur því óneitanlega athygli að VG sitji í ríkisstjórn sem styður hernaðaraðgerðir á fullu. Össur utanríkisráðherra fer ekkert leynt með stuðning Íslands við hernaðaraðgerðir í Líbíu. Einstaka þingmenn VG eru að reyna að reka upp smávegis mjálm, en staðreyndin er að VG situr í ríkisstjórninni eins og ekkert sé og lætur sig hafa það að styðja hernaðarbrölt NATO.
Enn eitt prinsippmál VG var að ganga ekki í ESB. Þrátt fyrir það er það fyrir stuðning og tilstuðlan þingmanna VG að Ísland er á fullu í aðlögun að ESB.
Vinstri grænir þurfa að finna einhver önnur orð um flokkinn hedlur en hugsjónaflokkur og prinsippflokkur.
Það væri svo sem ágætt að nota gólfmottuflokkurinn.
![]() |
VG eins og gólfmotta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.5.2011 | 20:28
Þuklunarfrumvarp vinstri stjórnar vekur óhug.
Samkvæmt yfirlýsingum stjórnvalda er áfram gert ráð fyrir gjaldeyrishöftum.Nýlega var greint frá því að starfsfólk Seðlabankans hefur það hlutverk að skoða kortafærslur þeirra Íslendinga sem greiða með því á erlendri grundu. Margur fær hroll við þá tilhugsun að starffólk Seðlabankans geti fylgst með því hvaða þjónustu eða vörur menn eru að greiða fyrir. Reyndar er þetta atvinnuskapandi,kallar á feliri störf í Seðlabankanum. Minnir óneitanlega á njósnastarfsemi.
Samkvæmt fréttum um frumvarp er hert á öllu eftirliti. Eflaust þarf að setja reglur ætli menn að viðhalda gjaldeyrishöftum en er ekki of langt gengið t.d. um skil almennings á gladeyri þegar heim er komið.
Er það ekki nokkuð langt gengið að leita megi á Íslendingum sem er að koma heim úr sínu fríi hvort í vasanum leynist 10 Evra Seðill eða 20 dollara seðill. Ef við skilum þessu ekki getur þð valdið sektum eða fangelsisvist. Einnig skal skila smámynt þótt enginn banki taki við þeim. Eigum við að skila þeim beint til Steingríms J.
Jú,jú þetta er atvinnuskapandi. Fjölga þarf þuklurum á keflavíkurflugvelli,þannig að enginn sleppi í gegn með Evruseðil.
Er þetta nú ekki farið að minna einum of á stjórnarfarið á Kúbu eða gömlu kommaríkin.
31.5.2011 | 16:33
Siv boðar svartamarkaðsbrask á tóbaki.
Fram að þessu hef ég talið að Siv Framóknarþingmaður væri skynsamur og dulegur þingmaður. Eftir að hafa hlustað á útskýringar hennar á bann frumvarpi sínu í tóbaksmálum efast ég. Siv útskýrði að stefnt væri að því að selja eingöngu tóbak í apótekum og það sem mér fannst undarlegt eingöngu ef læknir gefur út lyfseðil til væntanlegs kaupanda tóbaks. Siv klikkti svo út með því aö segja að þeir sem fengju lyfseðil á tókak fengju að kaupa það á kostnaðarverði.
Það verður sem sagt blómatíð hjá þeim sem geta nælt sér í tóbaks lyfseðil hjá lækni. Ætli það verði þá ekki ansi auðveld leið fyrir marga að selja sígarettur á svartamarkaðnum. Hræddur er ég um að þetta kerfi verði ansi misnotað, sem Siv er að boða.
Hvað verður næst? Á að fara til læknis og fá lyfseðil fyrir bjórdós? Margir misnota sælgæti og borða á sig óholla fitu. Verða gefnir út skömmtunarseðlar eða lyfseðlar á sælgæti.
Mér finnst gott að fá mér pylsu á Bæjarins bestu. 'Ætli maður verði að fá lyfseðil í framtíðinni til að neyta þeirrar óhollustu?
Einu sinni var Framsóknarflokkurinn talsmaður alls konar hafta og sækja þurfti leyfi fyrir öllu. Ég hélt að flokkurinn væri farinn af þeirri leið, en nei nú tekur Siv upp gamla merki flokksins,boð og bönn.
31.5.2011 | 11:08
Ásta Ragnheiður með bjöllukonsert í Hörpu?
Alþingismenn kvarta sáran undan því að traust á þeim sé lítið,sem ekkert meðal þjóðarinnar. Þingmenn draga upp þá mynd að starfið sé mikið og illa launað. Fólk geri sér enga grein fyrir hversu mikla vinnu þingmenn þurfi að leggja á sig.
Alveg er ég sannfærður um að þingmaður sem tekur starf sitt alvarlega verður að leggja á sig mikla vinnu. Auðvitað er það slæmt að þjóðin skuli ekki hafa traust á þingmönnum. þetta er eitt mikilvægasta starf sem til er í landinu. Þingmenn eru ekkert of sælir af sínum launum.
En, er eitthvað skrítið að þjóðin hafi lítið traust á þingmönnum. Hvernig er sú mynd sem almenningi birtist af starfi þingmanna. Nú síðast sást Ásta Ragnheiður,þingforseti, lemja bjölluna eins trommari í Rokkhljómsveit. Veslings þingmaður Framsóknarflokksins ætlaði nú bara að ræða um atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Taugaveiklun Samfylkingarinnar er orðin svo mikil að ekki má ræða málin.
Forystumenn ríkisstjórnarinnar fóru framá að ræða þyrfti kvótafrumvarpið á kvöldfundi. Gott og vel,en svo mæta Jóhanna og Steingrímur J. ekki. Ekki er þetta nú til að auka virðingu þingsins.
Mál málanna í dag að mati nokkurra þingmanna er að ræða bann við sölu tóbaks annars staðar en í Apótekjum. Ætli fólki sem hefur orðið fyrir atvinnumissi,kjaraskerðingu, verulegu fjárhagstjóni finnist þetta brýnasta mál sem þingið þurfi að ræða?
Ætli Alþingi að auka virðingu meðal þjóðarinnar verður það að sýna á sér aðra hlið og vinnubrögð, heldur en bjöllukonsert og skrípaleik.
Ásta Ragnheiður ætti frekar að snúa sér að því að halda bjöllukonsert í Hörpu, heldur en stunda það úr stól forseta Alþingis.
![]() |
Vildu fá Jóhönnu og Steingrím |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2011 | 20:29
Vinstri grænir ( og Villikattartríóið) dusta rykið af gamla leikritinu sínu " Ísland úr NATO".
Stórkostlegt er að sjá tilburði Vinstri grænna til að sýna stuðningsmönnum sínum að enn sé flokkurinn trúverðugur og standi vörð um sín gömlu gildi. Nú hefur fyrrverandi þingflokksformaður VG,lagt vinnu í að dusta rykið af eldgamla leikriti VG um " Ísland úr Nató". Auðvitað er þetta stykki tekið til sýningar,þar sem "Ísland í ESB" fer illa í marga stuðningsmenn. Leikrit Vinstri grænna " AGS eru okkar bestu vinir." fór líka fyrir brjóstið á mörgum stuðningsmönnum VG og var því tekið útaf sýningarskránni.
Ekki var heldur hægt að setja upp sýninguna " Herinn burt" þar sem allir vita að hann fór bara sjálfviljugur án þess að VG kæmi þar nokkuð við sögu.
Það er sem sagt bara ein sýning,sem VG ætlar að hafa sem sumarsýningu " Ísland úr Nato".
Nú verður spennandi að fylgjast með Jóhönnu og Össuri, hvernig þau ætla að taka á þessu nýjasta útspili Vinstri grænna og meira að segja Villikattartríóið ætlar að taka þátt í uppfærslunni á þessu sígilda verki Vinstri grænna.
![]() |
Tillaga um úrsögn úr Nató |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2011 | 17:39
Banna,banna,banna, er það lausnin?
Það er ansi ríkt hjá mörgum vinstri manninum að vilja banna alla skapaða hluti. Það á að banna að selja tóbak nema í apótekum. Það má hvergi slja bjór og léttvín nema í áfengisverslunum. Það er bannað og bannað. Halda menn virkilega að það sé lausnin til að ráða við vandann?
Auðvitað er það heilsuspillandi að reykja. Auðvitað er heilsuspillandi að misnota áfengi. En er lausnin að banna allt. Fðolk finnur sér alltaf leiðir framhjá bönnunum og það verður jafnvel meira spennandi að reykja og drekka.
Það sem skiptir mestu máli er öflugt forvarnarstarf. Auðvitað á að auka verulega fræðslu í skólum landsins um skaðsemi tóbaks og áfengis. Það á að byrja nógu snemma. Það skiptir mestu máli. Auðvitað á að gera mun meira í því að ná til foreldra og fræða þau um skaðsemi tóbaks,áfengis og annarra efna á líkamann bæði andlega og líkkamlega.
Umræðan er nú mikil um misnotkun á alls konar lyfjum sem kallað hefur verið læknadóp og svo virðist að auðvelt sé að ná í það í allt of mörgum tilfellum.
Best leiðin til að ná árangrier vakning þjóðarinnar að þetta gangi ekki. Það verður að taka á málunum. Það er ekki nóg að kenna bara skólunum um, læknunum og stofnunum. Það eru foreldrar sem skipta mestu í öllu forvarnarstarfinu.
Sem sagt við leysum ekki málin með endalausum bönnum. Við leysum málin með forvarnarstarfi og sameiginlegu átaki allrar þjóðarinnar.
![]() |
Tóbak verði bara selt í apótekum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2011 | 09:59
Jóhanna að hætta? Segir að bjart sé framundan.
Jóhanna Sigurðardóttir,formaður Samfylkingarinnar segir að nú sé bjart framundan hjá okkur Íslendingum. Kreppan er búin og allir hafa það orðið fínt og framundan eru enn betri tímar. Spurning hvort allir geti tekið undir þetta. Það hefur t.d. farið fram hjá okkur á Suðurnesjum að ástandið hafi lagast svona gífurlega síðustu vikurnar. Ég gerði mér ferð til Helguvíkur að athuga hvort álversframkvæmdir væru allt í einu komnar á fullt, en þar var allt með kyrrt og hljótt eins og fyrr. Ætli sjávarútvegurinn sé jafn bjartsýnn á ástandið eins og Jóhanna? Þannig mætti haldá áfram. Þetta rosalega góðæri hefur öruggleg farið framhjá mörgum.
En sennilega hefur Jóhanna tekið ákvörðun, sem gæti vissulega stuðlað að betri tíð. Hún er að tala undir rós og menn eiga að lesa milli línanna að hún sé að hætta. Auðvitað hlýtur jafn reyndur stjórnmálamaður og Jóhanna að sjá að hennar tími er liðinn. Ekkert hefur gengið og hún kemur engum málum áfram. Heimilin hafa ekki orðið vör við skjaldborgina og atvinnulífið kemst ekki ígang. Það eina sem almenningur verður var við eru skattahækkanir og atvinnuleysi.
Svo er það nú aldeilis merkilegt að Jóhanna lætur eins og hún hafi aldrei verið á þingi áður hvað þá í ríkisstjórn. Jóhanna hefur verið á Alþingi í rúm 30 ár. Jóhanna hefur setið í nokkrum ríkisstjórnum og kemur svo fram fyrir alþjóð og lætur eins og hún sé alsaklaus af því hvernig fór.
Heldur Jóhanna virkilega að kjósendur muni ekki að Jóhanna og Samfylkingin var við völd þegar allt hrundi.Hvað gerði Jóhanna til að koma í veg fyrir það? Var ekki Jóhanna ansi drjúg við að keyra upp allan kostnað hjá ríkinu. Hvernig var það svo annars, er Jóhanna búijn að gletyma því að þegar allt hrúndi í bankakerfinu árið 2008 þá var það Samfylkingin sem fór með málefni bankanna. þegar allt hrundi var Samfylkingin með Fjármálaeftirlitið á sinni könnu.
Heldur Jóhanna virkilega að hún og Samfylkingin geti komið fram fyrir alþjóð' og látið eins og hún hafi aldrei setið í ríkisstjórn. Nei,kjósendur vita betur.
![]() |
Fullt tilefni til að vera bjartsýn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2011 | 00:55
AGS besti vinur Steingríms J. Verður ESB næst á vinalista Steingríms J.?
Það heffði þótt saga til næsta bæjar ef einhver hefði spáð því að Steingrímur J. ætti eftir að lýsa yfir að samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn væri mikilvægt fyrir Ísland. Það eru örugglega til margra klukkutíma ræður sem Steingrímur J. hélt á sínum tíma um vonda AGS sjóðinn. Þá voru ekki spöruð lýsingaorðin um það hvernig AGS myndi fara með þjóðina.
En eins og flest sem Steingrímur J. boðaði sem stefnu Vinstri grænna er nú fokið á haf út. Nú er AGS besti vinur Steingríms J. og mikið happaspor fyrir Íslendinga að vera í samstarfi við þá. Já, Steingrímur J. breyttist mikið.
Nú megum við búast við því að það styttist í yfirlýsingar frá Steingrími J. að nauðsynlegt sé fyrir Ísland að ganga í ESB. Það muni styrkja hag okkar allra mjög. Það væri alveg eftir öðru miðað við hvernig Steingrímur J. hefur yfirgefið allt það sem VG boðaði áður.
Megum við kannski búast við að Steingrímur J. vilji fá Bandaríska herinn aftur og að hann lýsi yfir stuðningi við NATO. Það kæmi fáum á óvart.
![]() |
Steingrímur: Samstarf við AGS mikilvægt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Greint er frá því að á fundi á Neskaupsstað hafi stjórnarþingmennirnir Kristján Möller og Sgmundur Ernir lýst því yfir að þeir myndu aldrei samþykkja óbreytt frumvarp Jóns Bjarnasonar,sjávarútvegsráðherra. Furðulegt að málið skuli ekki klárað af stjórnarflokkunum þ.e. hvort það nýtur stuðnings þingmanna stjórnarflokkanna.eitarf
Að sjálfsögðu er það rétt hjá þeim félögum að gera verður hagfræðilega úttekt á afleiðingum frumvarpsins áður en það er lagt fram. Ég hvet eindregið bæjarstjórn Garðs að skora á Alþingi að frumvarpið verði ekki tekið til umræðu fyrr en hagfræðileg úttekt hefur farið fram. Hér í Garðinum er t.d. eitt stórt og öflugt útgerðar-og fiskvinnslufyrirtæki,sem keypt hefur nánast allan sinn kvóta. Það hlýtur að þurfa að liggja fyrir hvaða áhrif kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefði á rekstur svona fyrirtækis. Ætla menn að horfa uppá að missa stærsta reksturinn í sveitarfélaginu frá sér án þess að gera tilraun til að láta í sér heyra. Nú liggur það alveg ljóst fyrir að þingmenn stjórnarinnar eru ekki tilbúnir að samþykkja frumvarpið óbreytt. Það þurfa sem flestir að láta í sér heyra og mótmæla vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar. Það er ekki hægt að leika sér í pólitískum tilgangi með framtíð hagsmuna sveitarfélaga landsins. Sveitarstjórnir landsins eiga að láta í sér heyra og krefjast þess að gerð verði úttekt á afleiðingum samþykktra frumvarps Jóns Bjarnasonar.
Auðvitað er það einnig rétt hjá þeim félögum Kristjáni og Sigmundi Erni að það er gífurleg afturför að ætla að færa sjávarútvegsráðherra þau völd að geta úthlutað uppá eigin spýtur kvóta. Pólitíksar úthlutanir á kvóta eiga að vera liðin tíð.
Það er einnig fráleitt að ætla að láta sveitastjórnir úthluta beint byggðakvóta. Það býður hættunni heim að um pólitíska bitlinga verði að ræða í formi kvótaúthlutana.
Sem sagt. Sveitastjórnir um land allt halda nú fundi í byrjun júní. Sendið frá ykkur mótmæli við kvótafrumvarp Jóns Bjarnasonar. Ég treysti á að Bæjarstjórn Garðs geri það.
27.5.2011 | 13:44
Hvað hefðu Hörður og Hallgrímur gert?
Á sínum tíma stóð þeir Hörður Torfason,söngvari og Hallgrímur Helgason,skáld, fyrir miklum mótmælum hinni svokölluðu Búaáhaldabyltingu. Þeir félagar töldu ekki eftir sé að standa ískaldir í frosti og hríð til að berjast fyrir réttlætinu til hins bágstadda almennings á Íslandi. það tókst að lama Samfylkinguna þannig að hún gafst upp á að stjórna landinu á þeim tíma og hefur svo sem ekki gert það heldur núna.
En hvað? Er réttlætið orðið svo mikið og hefur hagur almennings batnað svo mikið að þessir baráttumenn alþýðunnar hafa sest í helgan stein og kyrja nú rímur sér til ánægju?
Er Skjaldborgin ujm íslensk heimili orðin svo sterk og mikil að þessir hugsuðir alþýðunnar slappa nú af og berja sér á brjóst að hafa bjargað íslenskum heimilum frá stjórn hins alræmda Sjálfstæðisflokks.
Skiptir það engu fyrir baráttujaxlana Hörð og Hallgrím að atvinnuleysi er viðvarandi,fleiri og fleir þurfa á aðstoð hinna ýmsu samtaka að halda, fleiri og fleiri nauðunggarsölur eiga sé stað en áður. Er þetta bara allt í sómanum vegna þess að tær Vinstri stjórn er við völd?
Finnst Herði og Hallgrími byltingarkörlum það allt í lagi að hin tæra vinstri stjórn hafi afhent erlendum vogunarsjóðum skotleyfi á íslenskan almenning?
Eðlilegt að maður spyrji hvað hefðu Hörður og Hallgrímur gert ef Sjálfstæðisflokkurinn væri við völd og ástandið væri eins og það er núna.
Hefðu þeir félagar farið fram úr sófanum og gháð til veðurs hvort rétt væri að bursta rykið af gömlu spjöldunum og hefja upp raust sína á Austurvelli. Íhaldskuldahrollurinn ætti að vera farinn úr þeim,þannig að þess vegna ættu þeir að geta mætt á Austurvöll.
Eða má kannski frekar búast við því að þeir Hörður og Hallgrímur efni til gleðiuppákomu vegna hins frábæra árangurs sem hin tæra vinstri stjórn hefur fært íslenskum almenningi.
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar